Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 18
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 201118 Umræður um hvernig brauðfæða skuli heiminn snúast oft um samanburð á ræktunaraðferðum og hver þeirra muni helst auka uppskeru. En við þurfum að meta þetta á heildrænni hátt. Framleiðsla næringarríkrar fæðu með aðferðum sem vernda vistkerfi er ekki síður mikilvægur þáttur sjálfbærrar fæðufram- leiðslu en uppskerumagn. Frjósemi jarðvegs er grund- völlur lífrænna aðferða. Heilbrigður jarðvegur eykur ekki aðeins upp- skeru og verndar umhverfið heldur fóstrar hann líka jarðvegsörverur sem flytja matjurtum næringar- efni á borð við vítamín og stein- efni, sem nauðsynleg eru heilsu manna og dýra. Rodale-stofnunin í Bandaríkjunum hefur nýverið birt niðurstöður 30 ára ræktunartilrauna sem báru saman lífrænar og hefð- bundnar ræktunaraðferðir. Lífrænar aðferðir reyndust jafnast á við eða gera betur en hefðbundnar aðferðir í öllum þeim þáttum sem kannaðir voru. Uppskera svipuð eða betri í lífræna kerfinu Uppskera á maís og sojabaunum var sambærileg í báðum kerfum þegar jarðvinnsla var notuð og uppskera á hveiti var einnig svipuð. Maís og sojabaunir þoldu samkeppni „ill- gresis“ mun betur í lífræna kerfinu en hinu hefðbundna, þótt uppskera væri svipuð. Þá var maísuppskera rúmlega 30% meiri í lífræna kerf- inu en hinu hefðbundna á þurrka- tímabilum. Lífrænar aðferðir eru sjálfbærari og hagkvæmari Hefðbundinn landbúnaður notar tilbúinn áburð til að auðga jarðveg af köfnunarefni og eiturefni til að halda í skefjum illgresi, skordýrum og sveppum. Þessi efni eyða jarð- vegsörverum, ræna matjurtir nær- ingargildi sínu og menga vatn og loft. Í lífrænni ræktun er tilbúinn áburður bannaður og náttúruleg varnarefni má aðeins nota ef brýnar ástæður eru til. Lífrænn landbúnaður bætir jarðvegsgæði með skiptiræktun, nátt- úrulegum áburði og ræktun plantna sem binda köfnunarefni úr lofti með örverum. Lífrænn landbúnaður notar 45% minni orku og nýtir hana auk þess betur. Framleiðni reyndist 28% meiri í lífræna kerfinu. Þótt því sé haldið fram að plönturæktun sem útheimtir jarðvinnslu krefjist meiri orkunotk- unar sýndi rannsóknin að hefðbundin jarðvinnslukerfi eru orkufrekust. Fram kom að hefðbundin rækt- unarkerfi losa 40% meira af gróður- húsalofttegundum en lífræn kerfi á hverja þyngdareiningu uppskeru. Lífrænar aðferðir binda meira kolefni í jarðvegi en hefðbundnar og vinna þannig gegn loftslagsbreytingum. Á fyrri árum rannsóknarinnar komst Rodale-stofnunin að því að 75% sam- dráttar í kolefnislosun, sem Kyoto- sáttmálinn ætlaði Bandaríkjunum, mætti ná með því að taka upp líf- rænar aðferðir á þeim 160 milljónum ekra sem nú eru notaðar til ræktunar á soja og maís. Rannsókn Rodale sýndi að ágóði af lífrænum kerfum er næstum þre- faldur, eða 558 dollarar á hverja ekru á ári, miðað við ágóða af hefð- bundum kerfum, sem reyndist 190 dollarar á ekru á ári. Og jafnvel án verðálagningar reyndust lífrænu kerfin samkeppnishæf við hefð- bundnu kerfin, m.a. af því að bændur í lífrænni ræktun þurfa ekki að kaupa tilbúinn áburð og eiturefni. Skýrslur SÞ telja lífrænar aðferðir geta brauðfætt heiminn Árið 2007 gaf Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) út skýrsluna „Lífrænn land- búnaður og fæðuöryggi“. Einn af embættismönnum FAO dró saman niðurstöðu hennar með þessum orðum. „Lífrænn landbúnaður er„heildrænt framleiðslukerfi sem sneiðir hjá tilbúnum áburði og eitur- efnum og erfðabreyttum lífverum, lágmarkar mengun lofts, jarðvegs og vatns, og hámarkar heilbrigði plantna, dýra og manna“. Í skýrslu IAASTD , sem út kom 2008, var mælt með því að lífrænar aðferðir væru notaðar til framleiðslu landbúnaðarafurða framtíðarinnar. Skýrslan byggði á tilstyrk fimm stofnana Sameinuðu þjóðanna og ráðgjöf rúmlega 400 vísindamanna í yfir 80 þjóðlöndum varðandi fram- tíðarlandbúnað heimsins. Lífræn framtíð Íslands Árangur lífræns landbúnaðar byggist á því að hann viðurkenni margbreyti- leika náttúrunnar og reyni að vinna með henni. Hefðbundinn landbúnað- ur tuktar náttúruna til með tilbúnum efnum – aðferðum sem mengað hafa umhverfið og fæðukeðjuna og gert bændur unnvörpum háða þjóðlausum efnaframleiðslufyrirtækjum. Viðurkenning og stuðningur er það sem helst hindrar að lífrænn landbúnaður sjái heiminum fyrir nægu framboði á heilnæmu fæði. Með því að taka upp lífrænan land- búnað er líklegt að tryggja megi framtíð íslensks landbúnaðar og veita byggðaþróun langþráðan stuðning. Íslenskir háskólar þurfa að auka rannsóknir til að byggja upp þekkingu á lífrænum aðferðum við íslenskar aðstæður. Og stjórn- málamenn okkar þurfa að stórauka fjárframlög til uppbyggingar á líf- rænum landbúnaði. Með því yrði fæðuöryggi þjóðarinnar stórlega aukið að magni og heilnæmi. Sandra B. Jónsdóttir sjálfstæður ráðgjafi Lífrænn landbúnaður getur brauðfætt heiminn Sandra B. Jónsdóttir. Niðurstöður samanburðarrannsókna Rodale-stofnunarinnar á lífrænni og hefðbundinni ræktun: Árleg uppskera (yields), ágóði (pro t), orkuneysla (energy input) og losun gróðurhúsalofttegunda (greenhouse gases) á atareiningu. Heimild: Rodale Institute, The Farming Systems Trial (www.rodaleinstitute.org). Forsíða skýrslu Rodale Institute. Sauðfjárslátrun er lokið þetta haustið á Hvammstanga. Aldrei fyrr hefur jafnmörgu fé verið slátrað og í haust, en heildarslátr- un er komin í 87.367 fjár. Þetta var sjötta haustslátrun Sláturhúss KVH ehf. og hefur fjölgun verið öll árin. Sagt er frá þessu á vefnum feykir. is. Þar kemur fram að meðalvigtin endaði í 16,2 kílóum, sem er tíu grömmum lakara en í fyrra þegar hún var 16,3 kíló. Boðið verður upp á tvo sláturdaga í nóvember og desember þar sem bændur geta komið með það sem eftir hefur orðið. Magnús Freyr Jónsson sláturhús- stjóri segir í samtali við vefinn að alls hafi 126 manns verið á launa- skrá í sauðfjárslátruninni. Nú taki við hrossa- og folaldaslátrun fram að áramótum en auk þess verði naut- gripum slátrað vikulega. Hvammstangi: Metslátrun

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.