Bændablaðið - 10.11.2011, Síða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 2011
Fróðleiksbásinn
Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur
Viðsældir ávaxtatrjáa hafa aukist
mikið undanfarin ár og margir
náð undraverðum árangri í
ræktun þeirra. Epli minna mig
alltaf á jólin og þar sem nú stytt-
ist í hátíð ljóssins er ekki úr vegi
að fjalla um epli og eplarækt í
þessum fyrsta pistli mínum um
garðyrkju hér í Bændablaðinu.
Fyrir tæpum fimmtíu árum,
þegar ég var barn, þótti stórkost-
legt að fá epli í skóinn og einu
sinni á ári kom faðir minn, sem var
þjónn á MS Gullfossi, með kassa
af rauðum „Delicious“ eplum frá
Kaupmannahöfn og þá var eplalykt
í húsinu og hátíð í bæ. Þess á milli
heyrði maður um epli í ævintýrum
og goðsögum. Í norrænni goða-
fræði er talað um gullepli Iðunnar
sem viðhélt æskublóma ásanna en
í þeirri grísku fleygði gyðjan Eris
epli til Heru, Afródítu og Aþenu
og á því stóð „til hinnar fegurstu“.
París var fenginn til að skera úr um
hver þeirra skyldi fá eplið og væri
fegurst. Hann valdi Afródítu vegna
þess að hún lofaði honum fegurstu
konu jarðar, þannig fékk hann
Helenu fögru og það var upphafið
að Trójustríðinu. Vonda stjúpan gaf
Mjallhvíti eitrað epli sem endaði í
stórfurðulegri atburðarás og ekki
voru afleiðingarnar minni þegar Eva
gaf Adam eplið af viskutrénu. Það
eru sem sagt til viskuepli, ástarepli,
Adamsepli, þrætuepli, epli góðs og
ills og svo að sjálfsögðu matepli.
Gróft áætlað eru til 7500 mis-
munandi tegundir og yrki af eplum
sem eru mjög ólík að stærð og
bragðgæðum. Sum eru safarík og
góð en önnur agnarsmá og grjót-
hörð undir tönn og einungis ræktuð
til skrauts. Í fyrstu eru öll epli græn
og ljóstillífa en þegar þau þroskast
eyðist blaðgrænan og eplin verða
gul eða rauð.
Upprunalegur vaxtarstaður epla
er Kasakstan og fjalllendi Mið-
Asíu og í náttúrulegum heimkynn-
um sínum ná eplatré 8 metra hæð.
Þurfa sól og skjól
Eplatrjám eins og öðrum ávaxta-
trjám, perum, plómum og kirsi-
berjum, sem ætlunin er að fjalla
um seinna í þessum pistlum, þarf
að velja góðan stað í garðinum.
Best er að koma þeim fyrir við
suðurvegg og í góðu skjóli. Gott
er að blanda hæfilegu magni af líf-
rænum áburði í jarðveginn áður en
eplatré eru gróðursett. Framræsla
þarf að vera góð og gott er að
jarðvegurinn sé eilítið sendinn. Við
gróðursetningu skal gera svolítinn
kúf á jarðveginn og planta trénu
þannig að það standi aðeins ofar
en jarðvegurinn í kring og það má
alls ekki gróðursetja trén dýpra
en þau stóðu áður. Nauðsynlegt
er að setja staur niður með trénu
til að styðja við það fyrstu árin.
Eftir að eplatré hafa komið sér
fyrir eru þau nægjusöm og nóg að
kasta nokkrum kornum af áburði í
jarðveginn í kringum þau tvisvar
til þrisvar yfir sumarið. Gott er að
vökva þau reglulega í þurrkatíð,
sérstaklega á meðan aldinin eru að
vaxa. Ávaxtatré þola vel klippingu
en óþarfi er að klippa þau mikið
nema hugmyndin sé að móta þau
sérstaklega. Hæfilegt bil á milli
trjáa er 3 til 5 metrar.
Ræktuð eplatré eru undan-
tekningalaust ágrædd. Það þýðir
að ofanjarðarhlutinn, sem er fram-
ræktað yrki, er græddur á rót af
villieplatré. Ástæðan fyrir þessu
er sú að rót framræktaðra yrkja er
lélegri en villirætur. Rætur villiepla
eru mismunandi og kallast rótar-
stofnar. Algengustu rótarstofnar
epla kallast M27, M9 og M26 en
gerð rótarstofnsins ákvarðar hæð
trésins. Ágræðslan er yfirleitt gerð
í 20 sentímetra hæð frá rótarháls-
inum.
Nauðsynlegt að velja góð yrki
Forsenda þess að vel takist til með
ræktunina er að velja yrki sem
reynst hefur vel. Yrki eru plöntur
sem fjölgað er kynlaust og allir
afkomendur eru sömu arfgerðar
og móðurplantan. Plönturnar eru
valdar til ræktunar vegna sérstakra
eiginleika, hversu harðgerðar þær
eru eða vegna mikillar uppskeru,
bragðgæða eða blómfegurðar.
Reynslan af yrkjunum er mis-
munandi en mörg þeirra lofa góðu.
Yrki sem vanir eplaræktendur, eins
og Jón Guðmundsson á Akranesi,
mæla með og hafa þroskað aldin
hér á landi eru flest upprunnin
frá Noregi, Svíþjóð, Kanada og
Finnlandi og heita „Sävstaholm“,
„Carroll“, „Haugmann“, „Melba“,
„Quinte“ og „Huvitus“.
Frjóvgun og aldinmyndun
Frjóvgun blómanna er forsenda
þess að aldin myndist og að við
fáum epli á eplatrén okkar. Eplatré
og ávaxtatré almennt eru það sem
er kallað sjálffrjóvgandi eða ósjálf-
frjóvgandi og svo eru sum yrki það
sem kallað er hálfsjálffrjóvgandi.
Ef um er að ræða tré sem ekki
frjóvga sig sjálf verður að hafa
að minnsta kosti tvö tré af ólíkum
yrkjum í garðinum til að frjóvgun
geti átt sér stað. Þetta stafar af því
að tré sem eru af sama yrki eru í
raun sama planta sem fjölgað hefur
verið kynlaust.
Sjálffrjóvgandi yrki eru til dæmis
„Sunset“ og „Scrumptious“. Auk
þess eru til hálfsjálffrjóvgandi yrki,
sem þýðir að þau geta frjóvgað sig
sjálf en eru betri með öðrum yrkj-
um. Dæmi um það eru „Transparent
Blanche“ og „James Grieve“.
Einnig eru til yrki með þrjá litninga
en þau eru ónothæf til að frjóvga
með, dæmi um það eru „Close“,
„Gravenstein“ og „Jonagold“.
Á svokölluðum fjölskyldutrjám
eru fleiri en eitt yrki grædd á eina
rót og þannig næst uppskera yfir
lengri tíma og fjölbreytni í bragði
og lit. Gallinn við fjölskyldutré er
að ef eitt yrkið er mjög kraftmikið
getur það vaxið fram úr öðrum og
orðið ráðandi.
Til að eplatré, sem ekki frjóvga
sig sjálf, frjóvgist þarf að minnsta
kosti tvö ólík yrki sem blómstra á
svipuðum tíma. Sjálfur mundi ég
ekki treysta því að eplatré frjóvgi
sig sjálf, skiptir þá engu hvort þau
eru sögð sjálffrjóvgandi eða ekki,
og hafa frekar tvö eða þrjú ólík yrki
í garðinum. Yfirleitt sjá flugur um
frjóvgunina en þeir sem vilja vera
alveg vissir um að frjóvgun takist
bera frjókornin á milli blómanna
á trjánum með mjúkum pensli eða
fjöður.
Garðyrkja & ræktun
Eplatré í alla garða
Öruggt viðhald - allra hagur
Vinnuverndarstofnun Evrópu,
sem staðsett er á Spáni, stendur
árlega fyrir evrópsku vinnuvernd-
arvikunni. Þetta sameiginlega átak
Evrópuþjóða er haldið í október
ár hvert en Vinnueftirlitið sér um
framkvæmd verkefnisins hér á
landi. Reynt er að ná víðtækri sam-
vinnu um verkefnið í hverju landi.
Vinnuverndarvikan verður að
þessu sinni notuð til að kynna fyrir
atvinnulífinu áhættumat í tengslum
við viðhaldsvinnu og þá sérstaklega
hvað varðar viðhald véla og tækja.
Bændur hafa löngum verið þekktir
fyrir að standa sjálfir að viðhaldi
tækja sinna og því á þessi boðskapur
erindi við þá. Landbúnaður er ein
hættulegasta atvinnugrein sem fyrir-
finnst og þar verða mörg vinnutengd
slys.
Í fyrirbyggjandi skyni er rík
áhersla lögð á gerð áhættumats
áður en farið er í viðhaldsvinnu.
Áhættumat heitir formlega skrifleg
áætlun um öryggi og heilbrigði á
vinnustað, en er í daglegu tali kallað
áhættumat starfa. Það er lögbundin
skylda allra sem standa að atvinnu-
rekstri, líka einyrkja og þeirra sem
reka fjölskyldufyrirtæki, að sjá til
þess að áhættumat sé unnið fyrir dag-
lega verkþætti og við undirbúning
viðhaldsvinnu er alveg nauðsynlegt
út frá öryggissjónarmiði að gera
áhættumat á verkinu áður en vinnan
fer af stað.
Fimm reglur við undirbúning
viðhaldsvinnu (áhættumat):
1) Skipulagning á viðhaldsvinn-
unni
Áhættumat þarf að framkvæma.
Allir sem koma að viðhaldsvinn-
unni eiga að vera upplýstir um
niðurstöður áhættumats fyrir
verkið og þeir eiga að taka þátt
í gerð áhættumats og undirbún-
ingi viðhaldsverksins. Með því
eykst ekki aðeins öryggi þeirra
sem vinna við viðhaldið, heldur
aukast einnig gæðin við vinnuna
á verkinu.
2) Gera vinnusvæðið öruggt
Girða þarf vinnusvæðið af til að
halda hugsanlegri umferð (manna
og skepna) frá því. Hægt er að
nota grindur, borða eða önnur
merki og tákn til að loka svæðinu.
Læsa þarf vélum og tryggja að
notað sé eitthvert slíkt kerfi að
ekki sé hægt að ræsa vélar meðan
verið er að vinna við viðhald á
þeim.
3) Notkun á viðeigandi búnaði
Þeir sem vinna viðhaldsvinnuna
verða að hafa réttan búnað við
verkið. Þeir geta þurft að vinna á
svæðum sem ekki eru hugsuð til
að vinna á og
þeir geta lent í
mjög mismun-
andi hættum,
sem leiðir
hugann að
notkun á við-
eigandi pers-
ónuh l í fum.
Það verður að
tryggja:
séu aðgengileg eftir þörfum.
gefi ekki frá sér neista ef unnið
er í eldfimu andrúmslofti.
hönnun þannig að þægilegt sé að
handleika þau.
4) Að unnið sé eftir skipulagi
Beita þarf réttum og öruggum
vinnubrögðum og tryggja þarf
að allir sem koma að verkinu
hafi sameiginlegan skilning á því
hvernig vinna á verkið. Fylgjast
verður með því þegar á verkið
líður að ávallt sé farið eftir öllum
öryggisreglum. Viðhaldsvinna er
oft unnin undir mikilli pressu, t.d.
þegar bilun hefur stöðvað verk-
efni dagsins og allt er í kyrrstöðu
vegna þess. Öruggum vinnu-
reglum verður að fylgja, þrátt fyrir
að þrýstingurinn um að biluninni
verði „reddað“ sé mikill.
5) Skoða vel og fara yfir frágang
svæðisins þegar verkinu er lokið
Viðhaldsferlinu lýkur með því að
verkið er yfirfarið til að tryggja að
öllum verkþáttum sé lokið. Rusl
og drasl sem hugsanlega safnaðist
saman meðan á verkinu stóð þarf
að fjarlægja. Þá er hægt að lýsa
yfir að viðgerð sé lokið.
Svona einfalt er ferlið – en það þarf
að fara í gegnum þessi fimm atriði
til undirbúnings fyrir þá sem vinna
eiga viðhaldsvinnuna.
Vinnuverndarvikan er átak í
öryggismálum í tengslum við við-
haldsvinnu. Átakið beinist að
atvinnurekendum og eru einyrkjar
s.s. bændur í þessum markhópi. Allir
sem vinna við eða þurfa að sinna við-
haldi eru hvattir til þátttöku í átakinu,
t.d. með því að hefja skipulega vinnu
við gerð áhættumats. Viðhaldsvinna
leggur menn í hættu, vinnan er
áhættusöm í sjálfri sér, en að sleppa
viðhaldi leggur ennþá fleiri menn í
enn meiri hættu. Þeir sem viðhalda
ekki vélum sínum og öðrum búnaði
á fullnægjandi hátt eða hunsa öryggi
í kringum vélar og tæki taka stóra
áhættu á stórkostlegu tjóni.
Inghildur Einarsdóttir
Vinnuvistfræðingur M.Sc.
deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu
Inghildur
Einarsdóttir