Bændablaðið - 10.11.2011, Page 23

Bændablaðið - 10.11.2011, Page 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvermber 2011 útiljósakastarar Hágæða Margir uppsetnigamöguleikar w w w .e xp o. is Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu o g/ e ða m yn da br en gl . Nánari upplýsingar í síma 515 4040 eða lagnadeild@byko.is Vnr. 11102-7 SVDGP333 CDMTD150W/942 IC A-NB- Kastari PHILIPS útikastari, 150W, malmhalógen pera fylgir. Stærð 52x32x22 cm. 150W malmhalógen pera fylgir! Á aðalafundi Eyþings, sam- taka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu sem haldinn var fyrir nokkru var stjórn falið að setja saman vinnuhóp sem á að gera tillögur að aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu skógar- kerfils og bjarnarklóar á svæðinu. Vinnuhópurinn á einnig að semja greinargerð um mögulega aðkomu Eyþings, fyrir hönd aðildar- sveitarfélaganna, að öðrum þáttum umhverfismála, s.s. málefnum sjálf- bærrar þróunar, loftlagsmálum, norð- urslóðamálum og umhverfismennt. Greinargerðina skal leggja fram og afgreiða á aðalfundi Eyþings 2012. Aðgerðir gegn skógar- kerfli og bjarnarkló Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi á dögunum að sameina Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla frá og með 1. ágúst 2012 í eina stofnun með tvær starfs- stöðvar. Skipuð verður sérstök nefnd sem fær það verkefni að leggja fram til- lögur um útfærslu og koma með hugmyndir um hvernig nýta megi þá kosti sem skapast með þessari sam- einingu þannig að faglegur ávinningur verði af. Ekki munu vera uppi nein áform um að fækka starfstöðvum eða segja upp fólki samhliða þessum breytingum á yfirstjórn skólamála. Stórutjarnaskóli mun starfa áfram sem sérstök stofnun. Skólar sameinaðir í Þingeyjarsveit Áhersla var lögð á nauðsyn þess að stytta hringveginn á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu sem haldinn var á dögunum. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að fyrir liggi að stytting hringvegarins sé þjóðhags- lega hagkvæm og að framkvæmdin þjóni því heildarhagsmunum íbúa og fyrirtækja í landinu. Á fundinum var einnig rætt um ýmis verkefni á sviði samgöngumála sem Eyþing leggur áherslu á að farið verði í, enda séu þau mikilvæg fyrir framþróun og hagsmuni landshlut- ans í heild. Þeirra á meðal er gerð iðnaðarvegar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæðinu á Bakka, flughlað á Akureyrarflugvelli, Dettifossvegur, frá Dettifossi að Ásbyrgi, snjóflóða- varnir á milli Dalvíkur og Ólafsfjaðar og ný brú á Jökulsá á Fjöllum. Fundurinn benti einnig á að mikil- vægt væri að byggja nýja brú yfir Skjálfandafljót, á vegi 85 og eins að leggja nýjan veg milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Vilja stytta hringveginn Júlíus nýr formaður ERL Eigenda- og ræktendafélag land- námshænsna (ERL) hélt aðal- fund sinn í Bændahöllinni þann 5.nóvember sl. Nýr formaður félagsins er Júlíus Már Baldursson, Tjörn á Vatnsnesi. Valgerður Auðunsdóttir Húsatóftum er gjaldkeri og Guðný Linda Gísladóttir Dalsmynni ritari. Samþykkt var að sækja um aðild að samningi UNESCO um varð- veislu menningarverðmæta vegna landnámshænunnar en með þátttöku í þessum samningi er það tryggt að íslenska landnámshænan verður talin með á lista yfir menningarverðmæti íslensku þjóðarinnar þegar íslenska ríkið leggur fram sinn lista á næsta þingi Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þá var lögð fram tillaga um að stofnuð verði þriggja manna nefnd, sem hafi það hlutverk fram að næsta aðalfundi ERL að skilgreina og lýsa einkennum íslensku landnáms- hænunnar. Jafnframt vinni nefndin að gerð veggspjalds í samvinnu við Bændasamtök Íslands sem nú þegar hafa verið lögð drög að. /smh

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.