Bændablaðið - 10.11.2011, Side 24

Bændablaðið - 10.11.2011, Side 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 2011 Utan úr heimi Í apríl á næsta ári, 2012, er ein öld síðan Titanic rakst á ísjaka og sökk. Á margan hátt eru Bandaríki N-Ameríku í líkri stöðu um þessar mundir. Fari svo mun það snerta mörg önnur lönd Hinn 14. apríl 2012 verður öld liðin síðan „skipið sem gat ekki sokkið“, stærsta farþegaskip heims, sökk undir dynjandi leik hljómsveitar skipsins. 1412 manns fórust, 705 var bjargað. Allt frá því skipið lét úr höfn frá Southampton hinn 10. apríl höfðu borist viðvaranir um að siglingaleiðin væri varasöm. Skipið sigldi hins vegar á fullri ferð og því fór sem fór. Þessi atburður gæti verið tákn- rænn fyrir það sem er nú að gerast í stærsta hagkerfi heims. Jafnt og þétt birtast viðvaranir um hugsanleg stóráföll í bandaríska hagkerfinu. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er fremstur í flokki þeirra hagfræðinga sem halda því fram að Obama forseta takist ekki að afstýra efnahagshruni landsins. Sem skipstjóri á fleyinu sætir hann harðri gagnrýni óraunsærra repúblikana, sem búa á fyrsta far- rými og hlæja að hinum áhyggjufulla skipstjóra og spotta hann. Í veislu- sölunum eru haldin „Tea Party“ með hlátrasköllum og hljómsveitarleik. Á þriðja farrými eru fátæklingarnir, hinir efnaminnstu, sem skynja hættuna en á þá er ekki hlustað. Í Bandaríkjunum búa um 300 millj- ónir manna og sjötti hluti þeirra á ekki fyrir mat. Forréttindafólkið á fyrsta farrými skemmtir sér og miðstéttin á öðru farrými hafnar því líka að greiða hærri skatta. Bandaríkin, forystuland í efna- legum framförum í heiminum, setja stefnu þjóðarskútunnar beint á land. Skipstjórinn er tekinn í gíslingu en draumóramennirnir lifa áfram í hugar- heimi sínum þangað til skorturinn hrífur þá líka með sér. Að áliti Joseph Stiglitz og skoð- anabræðra hans eru Bandaríkin ófær um að leysa efnahagsmál sín. Frekar en að koma almenningi til hjálpar varðandi heilbrigðisþjónustu, eftir- laun og vinnu, hefur Obama forseti verið neyddur að bjarga bönkunum. Það minnir á þegar spilavítin á Titanic höfðu forgang á framyfir sem reyndu að þétta rifur á skipinu þegar sjórinn hækkaði í því. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum minnkaði að vísu um 1% eftir að bankarnir fengu ný lán, með aukinni seðlaprentun, en atvinnuleysið er áfram 9,1%. Viðbrögð stjórnvalda við því eru niðurskurður fjárveitinga. Ef ákveðið hefði verið að slíta veislunni, með því að hækka skatta á hinum ríku og jafnframt að bæta fjárhag hinna efnaminni, hefði verið unnt að fleyta hagkerfinu áfram. Sænski hagfræð- ingurinn Stafan Grossman hefur bent á að á krepputímum gildi það að efla innlenda atvinnustarfsemi. Hvellurinn í Bandaríkjunum verður þegar ríkið ræður ekki lengur við að greiða af lánum sínum. Það getur gerst um miðjan apríl á næsta ári. Þrátt fyrir það að Bandaríkin eigi best menntuðu þjóðina og stærsta hagkerfi heims stefnir landið í að verða ófært um að standa á eigin fótum. Norski hagfræðingurinn Johan Galtung, sem taldi um nýliðin aldamót að Bandaríkin hefði 25 ár til að koma efnahagsmálum sínum í við- ráðanlegan farveg, hefur nú stytt þann tíma niður í 15 ár. Kenneth Rogoff, hagfræðingur við Harvard háskólann, varar heiminn við verðhjöðnun og jafnvel heimskreppu. Kreppan sem skall á um 1930 er ekki gleymd (Time Magazine, 22.8.2011). Obama tók í arf frá Bush ríkis- skuldir sem hafa síðan tvöfaldast, stríð í Afganistan og víðar, spilltan byggingamarkað og rotið banka- kerfi. Ríkisskuldirnar nálgast árs- tekjur þjóðarinnar. Árið 1999 voru 17% ríkisskuldanna við erlendar lánastofnanir, árið 2009 eru það 36%. Skattaprósentan er undir 20% í Bandaríkjunum en 40-55% í ESB. Stiglitz hefur lagt til lága skatt- lagningu á hlutabréfahagnað, sem farþegar á 1. farrými, með stuðningi nokkurra farþega á 2. farrými, blása á. Afleiðingin er skýr. Af 20 stórum iðnríkjum í heiminum eru Bandaríkin með: - Þessi upptalning gæti verið lengri. Skiljanlegt er að fáir séu jafn svartsýn- ir á framtíðina og Bandaríkjamenn. Jafnvel þriðji ríkasti maður heims, Warren Buffet, þrábiður um að fá að greiða meiri skatta, þannig að skipið, sem hann siglir á, sökkvi ekki. Joseph Stiglitz hefur bent á að árið 1985 var eitt prósent Bandaríkjamanna með 12% þjóðar- tekna, en nú eru þeir komnir upp í 25% teknannna og ráða yfir 40% af hagkerfi þjóðarinnar. Kemur Noregi þetta ekkert við? Titanic-hagstjórn Bandaríkjanna Margt hefur verið ritað um Titanic slysið og gerðar kvikmyndir um þennan dramatíska atburð. Nú er hagker Banda- ríkjanna líkt við þetta fræga skip og bent á að það sé um það bil að rekast á ísjaka þrátt fyrir aðvaranir. Titanic leysir landfestar í Southampton í Englandi 10. apríl 1912 og leggur upp í fyrstu og síðustu sjóferð sína með 2117 manns innanborðs. Jarðarbúar orðnir sjö milljarðar Sameinuðu þjóðirnar telja að jarðarbúar séu nú orðnir sjö millj- arðar að tölu. Fólksfjölgunin hefur verið hröð undanfarna öld og það sem af er þessari. Árið 1927 náði fjöldi jarðarbúa tveimur milljörð- um, árið 1959 þremur, árið 1974 fjórum, árið 1987 fimm og árið 1999 sex milljörðum. Nú, þegar hinn sjömilljarðasti fæðist, má spyrja hvernig lífi hann muni lifa? Ófriður, hlýnun lofthjúpsins og fjármálakreppa ógna víða jarð- arbúum. Þá er fæðuframboð einnig víða ótryggt. Vitað er að um einn milljarður manna býr við hungur, 2,6 milljarðar búa við ónógt hrein- læti og 2,5 milljarðar manna búa í fátækrahverfum stórborga. Adnan Nevic fæddist 12. októ- ber árið 1999 í Visoko í Sarajevo í Bosníu. Framkvæmdastjóri SÞ, Kofi Annan, heimsótti hann og þeir voru myndaðir saman þar sem Adnan var valinn sexmilljarðasti jarðarbúinn. Núna er staða hans ekki jafn björt; fjölskylda hans hefur ekki fengið þann stuðning sem henni var lofað heldur býr við mikla fátækt í Sarajevo. Nafn drengsins, Adnan, stendur enn málað á húsveggi í hverfinu og minnir á frægðina. Á vefsíðu The Guardian (http:// guardian.co.uk) segist Adnan vona að sjömilljarðasta barnið muni búa í friðsömu samfélagi. Líkurnar á því að það rætist fara m.a. eftir fólksfjölgun á komandi árum. Fæðingartíðni í heimalandi Adnans er lág, eða 1,2 börn á hverja konu, í Þýskalandi og Rússlandi eru það 1,4 börn, Kína 1,6, Kanada 1,7 en í Níger er barnafjöldinn mestur eða 7,2 börn á hverja konu. Íbúum Evrópu mun fækka fram til ársins 2050 við óbreytta þróun. Íbúafjöldi Afríku sunnan Sahara var árið 1975 sami og helmingur íbúa Evrópu. Árið 2004 voru þeir jafn margir, en áætlað er að árið 2050 búi tveir milljarðar í Afríku sunnan Sahara og 720 milljónir í Evrópu. Mesta fátækt í heiminum er nú í Afríku sunnan Sahara og verst er ástandið í Rúanda og Darfúr. Þar er brýnt að auka hjálparstarf og við- skipti og draga úr fólksfjölgun. Ríku löndin í Evrópu, ásamt Rússlandi, Japan og Kína, eiga við það vandamál að glíma að þjóðir þeirra eldast. Það vandamál er mest í Japan. Af því leiðir að fólki, sem heldur uppi vinnumarkaðnum, fækkar hlutfallslega. Segja má að hver öld eigi sín vandamál og viðhorf fólks við þeim eru breytileg. Þar gildir, eins og endranær, félagsþroski almenn- ings, þar sem það viðhorf hlýtur að vera ofar öðrum að öll berum við sameiginlega ábyrgð á framtíðinni. . Fjölbreyttir eiginleikar lífvera eru undir- staða matvælaframleiðslunnar Hvers kyns gróður, búfé, vatna- lífverur, örverur, ánamaðkar, kóngulær og fleiri tegundir lífvera mynda hið flókna vistkerfi jarðar. Erfðabreytileiki þeirra er mann- kyninu ómetanlegur. Nefna má frjóvgun jurta, sem skordýr sjá um, harðgerðar teg- undir, sem þola kulda og þurrka, og bakteríur sem brjóta niður trefjar í meltingarfærum jórturdýra. Forfeður okkar, veiðimenn og safnarar, lærðu fyrir 12 þúsund árum að geyma fræ milli vaxtartímabila. Um þúsundir ára hefur maðurinn safnað fræi jurta, sem hann hefur talið koma sér að gagni, svo sem af harðgerðum tegundum sem voru og eru auðveldar í ræktun og góðar til matar. Þannig hafa verið teknar til rækt- unar um 7.000 tegundir nytjajurta og margar þeirra eru undirstaða matvælaöryggis þar sem þær eru ræktaðar. Að áliti Kommissionen för lantbrukets genresurser (ráðs um erfðabreytileika í landbúnaði) í Finnlandi fer þessi fjölbreytni nú minnkandi. Afleiðingin er sú að sífellt erfiðara verður að bregðast við utanaðkomandi breytingum í umhverfinu, svo sem vegna hlýnandi veðurfars. Bæði fækkar tegundum nytjajurta og minni erfðabreytileiki þeirra er áhyggjuefni. Áætlað er að 95% af uppskeru nytjajurta á jörðinni komi frá 30 tegundum og aðeins fjórar þeirra; hrísgrjón, hveiti, maís og kartöflur, fullnægja 60% af fæðu- þörf jarðarbúa úr jurtaríkinu. Því er brýnt að varðveita erfðabreytileika þeirra fyrir framtíðina. Hafa ber í huga að t.d. af hrís- grjónum eru til um 100 þúsund afbrigði og í Andesfjöllunum í Suður-Ameríku eru ræktuð meira en 175 staðbundin kartöfluafbrigði. Þessi erfðabreytileiki gerir það kleift að rækta sömu tegundina við afar ólík skilyrði. Hann stuðlar einnig að því að unnt er að bregðast við veðurfarsbreytingum eða nýjum sjúkdómum. Tyrkneskt afbrigði af hveiti, sem fannst árið 1948 en gleymdist, reyndist við rannsóknir á 9. áratugi síðustu aldar vera ónæmt fyrir hættulegri tegund svepps. Jurtakynbótamenn vinna nú að því að kynbæta stofna hveitis sem eru ónæmir fyrir ýmsum kunnum jurtasjúkdómum. Líffræðilegur fjölbreytileiki nytjajurta er nú í hættu vegna fyrir- bæris sem rannsóknamenn kalla „uppblástur erfðaefnis“. Með því er átt við það að erfðaefni staðbund- inna, villtra tegunda nytjajurta eru að hverfa, þar sem nýir, aðfluttir stofnar eyða þeim. Unnt er að vinna gegn því með því að safna fræi af þeim stofnum sem fyrir eru. En það er líka jafn mikilvægt að gömlu stofnarnir séu ræktaðir í nægilega stórum stíl og við sömu skilyrði og þeir hafa orðið til við, þannig að þeir aðlagist umhverfinu á hverjum tíma. Hvað varðar búfé er líffræðileg fjölbreytni þess jafn mikilvæg og hjá nytjajurtum. Búféð sér okkur fyrir mjólk, kjöti, eggjum og húðum, sem og áburði og dráttarafli. Áætlað er að um 70% af fátækasta hluta jarðarbúa stundi búfjárrækt og séu háðir henni um afkomu. Erfðir búfjárins hafa breyst frá því maðurinn fór að búa með húsdýr fyrir 12 þúsund árum. Stofnar þeirra hafa aðlagast kulda og hita og komið sér upp mótstöðu gegn mörgum sjúk- dómum og sníkjudýrum. Þá hafa þeir vanist því að bjarga sér á grófu fóðri og margs konar úrgangi. Margar tegundir og stofnar búfjár hafa horfið í tímans rás. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, telur að um 1500 tegundir og stofnar búfjár, af um 7.600 þegar flestir voru, hafi horfið eða séu að hverfa. Það er því jafn mikilvægt að koma upp genabanka fyrir búfé og jurtir. Unnt er að gera það með því eða frysta sæði eða eggfrumur en það er mun dýrara en að geyma fræ. Þá telja vísindamenn að mikilvægt sé að afla betri upplýsinga um erfða- eiginleika búfjár í þróunarlöndunum, í búfjárkynjum sem einungis er að finna þar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.