Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 25
25Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvermber 2011
Skiptar skoðanir í ESB um erfðabreytta ræktun
Stjórnvöldum í Noregi bárust
árið 2008 umsóknir um leyfi til
innflutnings á tveimur stofnum
af erfðabreyttum maís, þ.e.
afbrigðunum NK603 og T25.
Umsóknirnar hljóðuðu upp á að
nota maísinn til framleiðslu á mat-
vælum og fóðri en ekki til rækt-
unar. ESB hefur veitt leyfi fyrir
innflutningi á þessum stofnum en
á hinn bóginn banna mörg lönd
ESB ræktun þeirra hjá sér.
Árið 2008 bannaði Þýskaland
ræktun á stofninum T25. Ári síðar
hótaði fjölþjóðafyrirtækið Monsanto
að höfða mál gegn Þýskalandi þegar
Þjóðverjar bönnuðu ræktun á erfða-
breytta maísstofninum Mon 810.
Þýskaland, Austurríki og
Ungverjaland banna ræktun á
erfðabreyttum maís, en Spánn,
Tékkóslóvakía og Portúgal leyfa
hana, en þó einungis til framleiðslu
á fóðri og lífeldsneyti.
Matvælastofnun ESB, EFSA,
hefur komist að þeirri niðurstöðu að
engar rannsóknaniðurstöður séu fyrir
hendi, sem styðji bann við ræktun
og notkun á erfðabreyttum maís til
hvaða þarfa sem er.
Í Noregi er það umhverfisráðu-
neytið sem tekur ákvörðun, fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar, um það
hvort leyfa skuli innflutning áður-
nefndra stofna. Talsmaður ráðu-
neytisins hefur tilkynnt að niðurstöð-
unnar sé að vænta á þessu hausti og
viðurkennir jafnframt að afgreiðsla
málsins hafi dregist úr hófi. Á hinn
bóginn séu hér í húfi langtímahags-
munir neytenda og í engu megi slaka
á til að tryggja þá.
Nationen 22. sept. 2011.
Þrjátíu og einn vísindamaður í Svíþjóð gagnrýnir löggjöf ESB um erfðabreytt matvæli:
Segja lögin hindra nýtingu á hagkvæmari
plöntuafbrigðum í landbúnaði
Þrjátíu og einn vísindamaður
við háskóla og vísindastofnanir í
Svíþjóð hefur áhyggjur af því að of
ströng löggjöf Evrópusambandsins
kunni að koma í veg fyrir að hægt
sé að nýta erfðabættar plöntur til
að auka sjálfbærni í landbúnaði.
Lögin hindri að hægt sé að nýta
plöntuafbrigði sem séu harðger-
ari gagnvart sjúkdómum, þurfi
minni áburðargjöf og noti minna
af dýrmætu vatni en aðrar plöntur.
Hvetja þeir stjórnmálamenn til að
breyta löggjöf Evrópusambandsins
þar um.
Eru þessar áhyggjur sænsku vís-
indamannanna mjög athyglisverðar í
ljósi erindis Ástralans Julian Cribb,
sem hann hélt í sal Íslenskrar erfða-
greiningar mánudaginn 17. október.
Þar rakti hann lífsnauðsyn þess fyrir
mannkynið að umbylta landbúnaði til
að hægt yrði að brauðfæða jarðarbúa
á komandi áratugum. Aukin beiting
líftækni í landbúnaði er einmitt einn
þeirra þátta sem Cribb telur nauð-
synlega í baráttunni ef takast eigi að
koma í veg fyrir stórfellda hungurs-
neyð í næstu framtíð, þjóðflutninga
og baráttu um mat og vatn víða um
heim.
Beiting erfðatækni er afar umdeild
Beiting erfðatækni í landbúnaði til
framleiðslu svonefndra erfðabreyttra
matvæla (Genetically modified
foods, GM eða GMO) hefur verið
mjög umdeild og vísindarökum beitt
í áróðri bæði með og á móti. Vegna
gagnrýninnar hafa verið sett ströng
lög í mörgum ríkjum til að hefta
þróun í notkun erfðabreyttra jurta.
Þessi umræða hefur oft verið
mjög hatröm, bæði hér á landi sem
og í Svíþjóð og víðar. Hérlendis
hefur gagnrýnin m.a. beinst að fyrir-
tækinu ORF Líftækni, sem hefur
m.a. unnið að því að nýta líftæknina
til að þróa aðferð til að framleiða
verðmæt, sérvirk prótein í byggi
til að nota í snyrtivörur og lyf.
Fyrirtækið hlaut Nýsköpunarverðlaun
Rannís, Útflutningsráðs og
Nýsköpunarmiðstöðvar árið 2008
fyrir tilraunir sínar. Töluverð and-
staða hefur þó verið við þessa
starfsemi frá þeim sem telja slík inn-
grip í náttúruna óskynsamleg. Sem
dæmi var framið skemmdarverk
á tilraunareit fyrir útiræktun fyrir-
tækisins á byggi í Gunnarsholti árið
2009. ORF Líftækni hefur ræktað
erfðabreytt bygg á akri frá árinu
2003 með hléum. Leyfi voru veitt
til slíkrar ræktunar 2003 og 2005.
Umhverfisstofnun veitti síðan ORF
Líftækni leyfi árið 2009 til að rækta
erfðabreytt bygg í Gunnarsholti og
var leyfisveitingin byggð á ítarlegum
umsögnum Náttúrufræðistofnunar
Íslands og vísindamanna innan
Ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar
lífverur. Var þessi leyfisveiting kærð
en síðan staðfest af ráðherra og gildir
hún til ársins 2013.
Bandaríkin öflugust
Í grein á vefsíðu www.non-gm-far-
mers.com frá 2006 er sagt að eftir
áratugar innleiðingu á erfðabreyttri
ræktun standi fjórar þjóðir undir
99% af slíkri ræktun í heiminum. Þar
séu Bandaríkin með 55% og síðan
Argentína, Kanada og Brasilía með
samanlagt 44%. Það þarf því ekki
að koma á óvart að Bandaríkjamenn
hafa gagnrýnt Evrópusambandið
harðlega fyrir sína ströngu löggjöf
um framleiðslu á erfðabreyttum mat-
vælum. Það að stór hópur vísinda-
manna frá ríki eins og Svíþjóð, sem
er innan ESB, komi með slíka gagn-
rýni er óneitanlega athyglisvert.
„Umhverfisvænni landbúnaður“
Í greinargerð sænsku vísinda-
mannanna, sem m.a. er fjallað um
á vefsíðunni DN.se (http://www.
dn.se/ledare/huvudledare/forlegad-
tekniksyn), fullyrða þeir að líftækni
stuðli að umhverfisvænni landbúnaði
og skógrækt í framtíðinni. Þar segir
m.a. að ein af stærstu áskorununum
sem blasi við mannkyninu sé að
útvega fæðu, eldsneyti og hreint
vatn fyrir stöðugt fleira fólk með
því að beita umhverfisvænum og
sjálfbærum landbúnaði og skógrækt.
„Gríðarlegar framfarir hafa orðið í
rannsóknum á plöntum og við skilj-
um nú hvernig plöntur vaxa, hvernig
þær verja sig gegn sjúkdómum og
umhverfisáreiti og hvaða þættir
takmarka aukna framleiðslu í land-
búnaði og skógrækt. Rannsóknir hafa
verið forsendur þróunar, sér í lagi í
rannsóknum á erfðafræði plantna.“
Síðan segir:
„Evrópsk löggjöf um erfðaverk-
fræði hefur hindrað innleiðingu á
þessari grunnþekkingu samhliða
markmiðum um að gera landbúnað
og skógrækt sjálfbær og umhverfis-
væn. Þessar reglur setja mjög ströng
skilyrði fyrir nýtingu fjölbreytileika
í plöntum sem þróaður hefur verið
með erfðaverkfræði, á sama tíma og
breytileiki sem þróaður hefur verið
með hefðbundinni kynblöndun er
leyfður án nokkurra athugasemda.
Sumir umhverfisverndarhópar sem
eru á móti notkun erfðabreyttra
plantna gagnrýna nýtingu erfðatækni-
nnar með þeim rökum að þróunin sé
tengd stórum, ráðandi fyrirtækjum,
það sé óvissa um áhættuna og ekki
sé hægt að nota erfðabreyttar jurtir
í landbúnaði nema að auka um leið
notkun tilbúins áburðar. Því muni
engir græða á notkun erfðabreyttra
plantna nema alþjóðleg fyrirtæki.“
Sænsku vísindamennirnir, sem
starfa flestir í sænskum háskólum
með stuðningi sænska rannsóknar-
ráðsins, reyna að svara þessari gagn-
rýni í sömu grein. Segja þeir að með
beitingu líf- og erfðatækni sé hægt
að ná fram stýrðum eiginleikum
í plöntunum á mun skilvirkari og
fljótlegri hátt en náist með kynbótum
og hefðbundnum ræktunaraðferðum.
Þúsundir slíkra plantna séu nú rækt-
aðar á hverjum degi í sænskum
háskólum.
„Engin vísindaleg óvissa“
Þá segja þeir að engin vísindaleg
óvissa sé um að erfðabreyttar plöntur
séu hættulegri fyrir fólk og umhverfi
en plöntur sem ræktaðar hafi verið
með hefðbundnum aðferðum. Löggjöf
um þessi mál hafi verið mótuð þegar
engar áreiðanlegar og fullnægjandi
tölulegar staðreyndir lágu fyrir um
erfðabreyttar jurtir. Nú viti menn
betur. Þá hafi um 300 milljónum evra
verið veitt til 500 sjálfstæðra rann-
sóknarhópa til að rannsaka þessa
áhættu. Niðurstaðan hafi verið sett
fram í samantektinni „A decade of
EU-funded GM research“. Þar komi
fram að jurtir sem ræktaðar hafi verið
með beitingu erfða- og líftækni séu í
sjálfu sér ekki áhættusamari en jurtir
sem hafi verið erfðabættar með hefð-
bundnum ræktunaraðferðum.
„Við vitum að auðveldara er að
hafa stjórn á breytingum sem náð
hefur verið fram með lífefnatækni
en breytingum sem náð er fram með
öðrum hætti,“ fullyrða vísindamenn-
irnir.
Þeir hvetja stjórnmálamenn til
að breyta lögunum. Það séu eigin-
leikar plantnanna sem eigi að stjórna
því hvaða plöntur eigi að vera undir
eftirliti en ekki tæknin til að fram-
leiða þær. Þeir telja eigi að síður að
ekki eigi að afnema allt eftirlit með
innleiðingu erfðabreyttra plantna.
Afbrigði sem séu eitruð eða geti
kallað fram ofnæmisviðbrögð eða
umhverfisvandamál eigi að vera
undir eftirliti stjórnvalda og sjálf-
stæðra eftirlitsaðila. Slíkt eftirlit eigi
þá að ná til allra varasamra afbrigða,
hvort sem þau séu framleidd með
erfðatækni eða ekki.
Segja þeir í niðurlagi greinarinnar
að þeirra hugur standi til þess að
bændum heimsins verði gefinn kostur
á að fá til ræktunar fræ og plöntur sem
gefi mest af sér og hafi verið þróaðar
með tilliti til þess að nota sem minnst
vatn og tilbúinn áburð. Núverandi
löggjöf komi þó í veg fyrir slíkt.
Undir þessa grein rita eftirfarandi
vísindamenn nöfn sín:
Stefan Jansson, Catherine Bellini,
Christiane Funk, Per Gardeström,
Markus Grebe, Vaughan Hurry, Pär
Ingvarsson, Edouard Pesquet, Göran
Samuelsson, Wolfgang Schröder, Åsa
Strand, Hannele Tuominen, Johan
Trygg og Xiao-Ru Wang hjá háskól-
anum í Umeå.
Inger Andersson, Rishikesh
Bhalerao, Peter Bozhkov, Christina
Dixelius, Åsa Lankinen, Karin Ljung,
Ewa Mellerowicz, Ove Nilsson,
Jan Stenlid, Sten Stymne, Björn
Sundberg, Eva Sundberg, Sara
von Arnold og Gunnar Wingsle hjá
Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar.
Urban Johanson, Henrik Jönsson,
Per Kjellbom, Christer Larsson og
Carl Troein hjá Háskólanum í Lundi.
Adrian Clarke, Magnus Holm,
Bengt Oxelman og Cornelia
Spetea Wiklund hjá Háskólanum í
Gautaborg.
Annelie Carlsbecker og Stenbjörn
Styring hjá Háskólanum í Uppsölum.
Harry Brumer hjá Konunglega
tækniháskólanum í Stokkhólmi.
Elzbieta Glaser hjá Háskólanum
í Stokkhólmi.
Ráðstefnan Hrossarækt 2011
Ráðstefnan Hrossarækt 2011 verður haldin á Hótel Sögu, laugar-
daginn 19. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin
sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhuga-
mönnum.
Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson.
Dagskrá:
13:00 Setning - Kristinn Guðnason formaður
Fagráðs í hrossarækt
13:05 Hrossaræktarárið 2011 – Niðurstöður kynbótamats -
Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ
13:30 Heiðursverðlaunahryssur 2011
14:10 Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins
14:15 Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins
14:20 Erindi:
- Landnám hesta á eyjum Norður-Atlantshafsins,
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Landbúnaðarháskóla
Íslands, Hvanneyri
14:50 Tilnefningar og verðlaun fyrir ræktunarmann/menn ársins
2011
15:10 Kaffihlé
15:30 Kynbótahross á landsmóti, framtíðarsýn, Kristinn
Guðnason
15:35 Umræður í umræðuhópum um innlegg Kristins
16:05 Niðurstöður úr umræðuhópum
16:20 Umræður um ræktunarmál almennt
17:00 Ráðstefnuslit
Fagráð í hrossarækt
Landgræðsla ríkisins
Auglýsing um styrki úr Landbótasjóði árið 2012
Landbótasjóður Landgræðslu ríkisins úthlutar árlega styrkjum til
margvíslegra landbótaverkefna til landeigenda, sveitarfélaga, félaga-
samtaka og annarra umráðahafa lands. Tilgangur þeirra er að færa
ábyrgð og framkvæmd landgræðsluverkefna heim í héruð. Skilyrði
fyrir styrkveitingu er m.a. að verkefni sem sótt er um styrk til falli að
árherslum og markmiðum landgræðsluáætlunar 2003-2014.
Við ákvörðun um styrkveitingar er m.a. lögð áhersla á:
Æskilegt er að gerð hafi verið landgræðslu- og landnýtingaráætlum
til a.m.k. 3ja ára fyrir það svæði sem ætlunin er að vinna með og við
mat umsókna er m.a. tekið tillit til þess hvort svo sé.
Styrkur til einstakra verkefna getur að hámarki numið 2/3 af áætl-
aðum kostnaði þess. Landgræðslan veitir ráðgjöf við framkvæmd
þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur jafnframt eftirlit með
framvindu þeirra og mati á árangri.
Umsóknareyðublöð
Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur eru á heimasíðu Landgræðslu
ríkisins (www.land.is). Einnig er hægt að fá eyðublöð, úthlutunar-
reglur og nánari upplýsingar á héraðssetrum Landgræðslunnar og
á skrifstofu Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti.
Umsóknarfrestur er til 12. desember n.k.
Umsóknir skal senda til: Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti, 851
Hella eða á netfangið land@land.is.
Landgræðsla ríkisins
Gunnarsholti, 851 Hella
Sími 488-3000
Veffang www.land.is - Netfang land@land.is