Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 26

Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 2011 Þvagefni er lítil sameind sem er auðleyst í vatni og finnst í öllum vessum líkamans. Því er hægt að finna það í blóði, mjólk og munnvatni. Það er hefðbundið að mæla þvagefni í mjólk og við getum þá auðveldlega notað þær upplýsingar til gagns eins og að meta prótein- og orkufóðrun. Að þekkja tengsl þvagefnis og próteins er mikilvægt þegar nota á þvagefni til þess að gefa vís- bendingar um fóðrunina. Mynd 1 sýnir feril próteins frá fóðri til skíts, hvernig það brotnar niður á mis- munandi stöðum og nýtist því með mismunandi hætti. Á mynd 1 má sjá feril fóður- próteins í gegnum vömb og þarma. Stærsti hluti próteins í fóðri er brotinn niður í vömbinni eða um 60-80%. Þegar próteinið er brotið niður í vömbinni verður til amm- oníak sem örverurnar í vömbinni nota sem byggingarefni til þess að fjölga í sýnu samfélagi. Það prótein sem ekki er brotið niður í vömbinni fer áfram niður í smáþarma þar sem það er brotið niður af ensímum líkamans. Örverurnar enda líf sitt einnig í smáþörmunum þar sem örverupró- teinið er brotið niður í amínósýrur sem eru teknar upp í líkama gripsins og nýtast til próteinmyndunar. En ef við skoðum aðeins betur það sem gerist í vömbinni, þá ætla örver- urnar að nýta ammoníakið sem varð til við próteinniðurbrotið til þess að fjölga sýnu samfélagi og þar með að búa til meira örveruprótein. En til þess að örverurnar geti notað ammoníakið sem byggingarefni þurfa þær líka orku. Auðvelt er að sækja orku í auðleyst kolvetni t.d. sterkju. Það er lítið af auðleystum kolvetnum í gróffóðrinu, en eitt- hvað svolítið er þó af sykri (sér- staklega í frekar þurrum rúllum) og svo pektín. En aðallega koma auðleyst kolvetni úr öðru fóðri eins og t.d. byggi þar sem kornið er fullt af sterkju. Skortur á auðleystum kolvetnum er oft orsök takmarkaðrar örverupró- tein framleiðslu hjá hámjólka kúm. Bæði of mikið niðurbrotið prótein í vömb og skortur á auðleystum kolvetnum getur verið orsök hás styrks ammoníaks. Það ammoníak sem ekki nýtist til örveruprótein framleiðslunnar fer þá út í blóðið og er flutt til lifrarinnar þar sem það verður að þvagefni. Þetta sjáum við gerast þegar þvagefni í mjólk hækkar. Þvagefnið segir því ekki einungis til um prótein fóðrunina heldur einnig orkufóðrun og því er mikilvægt að horfa á þessa tvo þætti saman. Tafla 1 dregur saman þá þætti sem hafa sérstaklega áhrif á þvagefnismagn í mjólk. En það er reyndar fleira en fóðrun hefur áhrif á þvagefni í mjólk og því er rétt að nefna það hér. Það eru þættir eins og staða á mjaltaskeiði þar sem þvagefnið er lægst 1-2 mánuði eftir burð og getur vel verið 1,0 mmol/l lægra en seinna á mjaltaskeiðinu. Aldur hefur líka áhrif þar sem fyrstakálfs kvígur hafa u.þ.b. 0,5 mmol/l lægra þvagefnisinnihald en eldri kýr, þegar það er sama hlutfall orku og próteins í fóðrinu. Aðrir þættir eins og þyngd, tímaseting sýnatöku (morgun- eða kvöldmjaltir) og dagamunur hafa einhver áhrif. Þvagefnismælingar á tankmjólk gefa heilstæðar upplýsingar um fóðr- unina á allri hjörðinni á meðan ein- staklingsprufur segja til um hvert og eitt dýr. Ef burðartími er skipulagður í hjörðinni þannig að flestar kýrnar beri á svipuðum tíma eru þvag- efnisupplýsingarnar úr tankprufum nákvæmari heldur en þegar kýrnar eru að bera allt árið, þar sem tíma- setning á mjaltaskeiði hefur áhrif á þvagefnismagn einstaklinga. Eins er best ef safnast hefur upp mjólk frá nokkrum málum í tankinn til þess að draga úr mun á morgun- og kvöld mjöltum, og dagamun. Þannig nýtast tankprufur ágætlega sem vísbending um hjörðina sem heild og önnur áhrif en fóðrun hafa verið lágmörkuð, þá er hægt að meta og skipuleggja heildarfóðrunina. Það er gott samhengi milli próteinjafnvægis í vömb (PBV) og þvagefnis í mjólk. PBV er einnig notað til þess að meta próteingjöfina. Ef PBV er jákvætt (hærra en núll) er nóg prótein fyrir örverurnar og auka ammoníak fer út í blóðið. Ef það vantar prótein í fóðrið miðað við nóga orku verður PBV nei- kvætt (lægra en núll) og þá er líka of lítið ammoníak í vömbinni fyrir örverurnar og þá lækkar þvag- efnisinnihald mjólkurinnar einnig. Heppilegast er að hafa PBV sem næst núlli, þá er gott jafnvægi milli orku og próteins í vömbinni. PBV gildi er reiknað á gróffóðrið þegar það er efnagreint og fylgir þeim niðurstöðum. Kjarnfóðursalar gefa einnig upp PBV gildi. Þessar upp- lýsingar er svo hægt að nota til þess að meta PBV í heildar fóður- skammtinum. Þegar við vinnum fóðuráætlanir í NorFor liggja þar inni upplýsingar um fóðrið og því reiknar forritið fyrir okkur PBV í heildarfóðurskammti, hvort sem er fyrir hjörðina eða einstaka gripi. Það er mikilvægt að skoða PBV gildi kjarnfóðursins og velja þannig kjarnfóður sem passar gróffóðr- inu, þannig stuðlum við að sem bestum skilyrðum í vömbinni fyrir örverurnar að starfa og fjölga sínu samfélagi. Gott og skilvirkt örveru- samfélag leiðir til betri nýtingar gróffóðursins og heilbrigðari gripa. Þvagefnismælingar í mjólk gefa vísbendingu um jafnvægi milli prótein- og orkuinnihalds fóðursins sem er gríðarlega mikilvægt í fram- leiðslu, heilsu og frjósemi. Bæði of lágt og of hátt þvagefnisinnihald hefur neikvæð áhrif á framleiðslu, heilsu og frjósemi og gefur ástæðu til þess að endurskoða fóðrunina. En hvað er of lágt og hvað er of hátt? Þvagefnisgildi sem eru á milli 3 og 6 mmol/l eru eðlileg. Lægra gildi en 3 mmol/l þýðir að fóðrað hefur verið með of litlu magni af próteini sem nýtist í vömb (neikvætt PBV). Líklega er lítið af próteini í gróffóðrinu sem gefur lágt PBV gildi, eða kjarnfóðrið passar illa við gróffóðrið sem er verið að nota. Hérna hentar illa að nota bygg því það gefur lítið prótein, einnig hentar illa að gefa kjarnfóður sem hefur mikið af torleystu próteini eins og fiskimjöli. Heldur þarf að gefa meira fóður sem hefur prótein sem brotnar auðveldlega niður og nýtist þannig örverunum. Það mun leiða til aukinnar nýtingar gróffóðurs. Þvagefnisgildi sem liggja hærra en 6 mmol/l er erfiðara að túlka vegna þess að fleira en eitt getur þar haft áhrif. Oft er of mikið af próteini í fóðrinu (hátt PBV). Þetta á gjarn- an við þegar við erum að nota mikið af gróffóðri sem hefur hátt próteingildi (yfir 180) það hefur þá að sama skapi hátt PBV gildi. Þá er mikilvægt að velja annað fóður sem hefur torleyst prótein. En þetta háa þvagefnisgildi gæti líka verið vegna of lágs orkuinnihalds fóð- ursins, eða bæði. Og þá gætum við verið með gróffóður sem hefur hátt próteingildi og erum að nota rangt kjarnfóður með því, kjarnfóður sem passar illa. Hérna hentar vel að nota bygg, sem gefur orku í vömb á móti miklu próteini sem losnar í vömb. Tafla 2 tekur saman túlkun og ráð- stafanir við mismunandi þvagefnis- innihald. Þar sem bæði gæði og eigin- leikar próteins og orku hafa áhrif er nauðsynlegt að fara yfir fóður- áætlunina á búinu og reyna að finna örsökina ef þvagefnismælingar gefa vísbendingar um að ekki sé allt með felldu. Efnagreiningar á gróffóðrinu og fóðuráætlun eru þar nauðsynleg hjálpartæki. Þvagefni í mjólk gefur vísbendingar um fóðrun Fjóstíran Líf og starf Fóðurfræðingur Berglind Ósk Óðinsdóttir Of mikið prótein í vömb er skilið út sem þvagefni. Prótein sem tekið er upp í smáþörmunum (AAT) Hjá hámjólka kúm er orkuskortur oft orsök hás hefur líka áhrif á þvagefnið en ekki eins mikil. PBV gildis og þar með hærra þvagefnisgildis. Prótein sem kýrin þarf ekki að nota til viðhalds, Jafnvægið á milli próteins og orku í fóðrinu er mjólkurframleiðslu eða vaxtar, tapast sem þess vegna nauðsynlegt fyrir prótein nýtingu í þvagefni. Þar skiptir orkan líka máli því vömb og til þess að fá eðlilegt þvagefnisgildi. prótein getur nýst til orkuframleiðslu. Ef hana vantar og þá verður til þvagefni. Athuga gróffóðrið og finna kjarnfóður sem passar betur Athuga gráfóðrið og finna kjarnfóðurtegund sem passar betur við. Athuga hvort orkuinnihald fóðursins sé nægjanlegt. Mynd 1. Í viðleitni til sparnaðar við með- höndlun ullar á undanförnum árum hefur m.a. verið dregið úr kostnaði við flokkun. Svo sem vænta mátti hefur það leitt til þess að flokkun ullarinnar er ónákvæmari og nýtingin því lakari en þyrfti að vera. Stöðugt endur- mat á verklagi og verkferlum er nauðsyn í síbreytilegum heimi og gildir það jafnt um flokkun, söfnun og vinnslu ullar sem aðra búvöruframleiðslu. Mikil aukning hefur verið í fram- leiðslu og sölu vinnsluvara Ístex á undanförnum árum og er nú svo komið að skortur á góðri hvítri haustull takmarkar framleiðslugetu í ákveðnum vörutegundum. Svo vel vill þó til að næg góð ull er á fénu á haustdögum en vandinn er að ná henni óskemmdri og rétt flokkaðri til þvottastöðvar Ístex. Verulegur hluti ullarinnar skemmist á fyrstu innistöðudögum, ullin verður blökk og óhrein af raka í húsum og óhreinum gólfum. Helsta ráð við því er að reyna að hafa húsin eins vel opin og loftræst og mögulegt er og hýsa ekki féð nema brýn þörf sé á. Svo sem margoft er fram komið, næst besta flokkunin með því að leggja hvert reyfi á borð undir góðu ljósi og fjarlægja gallaða hluta reyfisins. Þeir sem vegna tímaskorts eða aðstöðuleysis telja sig ekki hafa tök á því ættu samt að geta náð hluta hvítu ullarinnar í H1-flokk með því að flokka frá hvítar ær sem ekki eru áberandi gular á haus eða fótum eða svartdoppóttar, rýja þær sér og gæta þess að taka frá allt gróft tog (einkum á lærum og síðum) og hnakkaull, einnig ull með svartar doppur. Sé þetta vel unnið má afgangur reyfisins að jafnaði fara í H1, sé það laust við húsvistarskemmdir. Vakin er athygli á að þeir sem flokka ullina fá greiddar 25 kr. fyrir flokkun á hverju kg eða nálægt 50 kr. fyrir hvert reyfi. Að auki skilar hvert kg óhreinnar ullar, sem flyst úr H2 í H1, bónda nær 70 kr. Sú vinna sem lögð er í flokkun ullarinnar ætti því að skila bónda, Ístex og þjóðarbúinu ávinningi. Guðjón Kristinsson. Ari Teitsson. Þankar um ullargæði Úr verksmiðju Ístex í Mosfellsbæ. Mynd / Úr safni Bbl.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.