Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 30

Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 2011 Markaðsbásinn Þann 12 október sl. kynnti framkvæmdastjórn ESB til- lögur að breytingum á landbún- aðarstefnu sambandsins (Common Agricultural Policy eða CAP). Um það bil 40% útgjalda ESB eru vegna CAP. Í tillögunum er áhersla lögð á umhverfismál en jafnframt að auka áherslu á mat- vælaframleiðslu og framboð mat- væla. Tillögurnar fara síðan fyrir ráðherraráðið og búist er við að samningaviðræður um þær standi fram eftir árinu 2012 og niðurstaða fáist undir lok þess árs eða í árs- byrjun 2013. Hér á eftir verður drepið stuttlega á helstu atriði í til- lögum framkvæmdastjórnarinnar. Lagt er til að tekjustuðningi við bændur verði beint enn betur til starf- andi bænda og að takmörk verði sett á hve mikinn stuðning einstakir aðilar geta fengið. Þannig verði beitt niður- skurði á stuðning umfram 150.000 evrur (um 23,7 milljónir króna) á bú og lagt til að stuðningur geti mest orðið 300.000 evrur á ári. Til að teljast starfandi bóndi þurfa minnst 5% tekna, fyrir utan stuðning, að koma frá landbúnaði. Þetta gildir þó ekki um bændur sem fá minna en 5000 evrur í styrki (790 þúsund krónur). Markmiðið er að hætta að styðja starfsemi sem ekki heyrir undir land- búnað, eins og t.d. golfvelli eða flug- velli. Einnig á að jafna stuðning milli bænda, svæða og aðildarlanda. Í dag er verulegur munur á greiðslum á hektara lands milli þeirra sem fá mest (á Möltu og í Hollandi) og þeirra sem fá minnst (í Litháen og Eistlandi). Mikið ber á milli í sjónarmiðum aðildarlanda hvað þetta varðar og verður eflaust tekist áfram á um þetta. Þá er þarna að finna tillögur um aukinn sveigjanleika fyrir aðildar- löndin til að ákveða að greiða allt að 5-10% af stuðningnum út á fram- leiðslu tiltekinna búvara sem hafa sérstaklega mikið efnahagslegt eða félagslegt mikilvægi, þar á meðal mjólkur, til að bregðast við gagn- rýni á að stuðningurinn hafi tapað tengslum við framleiðslu. Verðsveiflur eru langtímaógnun við samkeppnishæfni landbúnaðar og leggur framkvæmdastjórnin því fram nýjar tillögur um inngrip í markaðinn og birgðahald til að bregðast við því. Til að framleiða meira, með minni aðföngum og betri aðferðum, leggur framkvæmdastjórnin fram tillögur um að tvöfalda fjármagn í rannsóknir og nýsköpun í landbúnaði. Ætlunin er að styðja við rannsóknaverkefni sem hafa hagnýtt gildi fyrir bændur, örva aukna samvinnu bænda og vísindamanna og flýta fyrir færslu á þekkingu frá rannsóknastofum til starfandi bænda. Tveir þriðju bænda innan ESB eru eldri en 55 ára. Til að hjálpa nýrri kynslóð að hasla sér völl í landbúnaði er lagt til að taka upp nýja styrki til bænda undir 40 ára aldri, sem tækju til fyrstu fimm áranna í starfsemi þeirra. Meiri upplýsingar um tillögur framkvæmdastjórnarninnar (á ensku) er að finna á tenglinum: http://ec.europa.eu/agriculture/ cap-post-2013/legal-proposals/ index_en.htm Hér verður ekki freistast til að spá fyrir um hvort þessar tillögur til breytinga geti verið hagfelldar íslenskum landbúnaði, ef svo færi að til ESB-aðildar kæmi. Hins vegar er hér að finna viðbrögð við áskorunum sem við blasa í landbúnaði, ekki bara í ESB heldur víðar um heim. /EB Endurskoðun sameiginlegrar landbúnaðarstefnu ESB Í könnun Bændasamtaka Íslands á verði landbúnaðarvara í fimm verslunum á Norðurlöndunum, um miðjan október sl., kom í ljós að íslenskar afurðir eru sam- keppnisfærar við vöruverð á hinum Norðurlöndum. Könnunin var gerð vikuna 12. – 20. október af starfsmönnum bænda- samtaka viðkomandi landa. Verðið var reiknað yfir í íslenskar krónur á gengi 19. október. Vörurnar voru valdar þannig að ætla mætti að þær væru algengar í innkaupakörfum og gætu talist sam- bærilegar milli landa. Þannig var t.d. sneitt hjá unnum kjötvörum. Allar vörutegundirnar er að finna á lista yfir þær vörur sem Hagstofan kannar verð á í mælingum á þróun vísitölu neysluverðs. Kannað var verð á léttmjólk, 17% osti, smjöri, svínakótelettum, fersk- um, heilum kjúklingi, nautahakki, eggjum, kartöflum og tómötum. Verslanirnar sem bornar voru saman eru Bónus á Fiskislóð, Netto í Danmörku, Rema í Danmörku, Ica Kvantum í Svíþjóð og Remi í Noregi. Þegar verðmunurinn er skoðaður eftir vöruflokkum kemur eftirfarandi fram. Mjólkurvörur: Umtalsverður verðmunur er á mjólkurvörum Íslandi í hag eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Léttmjólk reyndist ódýrust á Íslandi en langdýrust í Noregi. Ostur var ódýrastur í Svíþjóð. Íslenska smjörið var langódýrast, en nýsjálenskt og þýskt smjör í verslunum í Danmörku reyndist dýrast. Kjöt Kjötvörurnar reyndust dýrastar í Noregi en þar gætti þess ósam- ræmis að kjúklingurinn var grillaður en annarsstaðar var hann ferskur/ hrár. Þegar á heildina er litið var kjöt ódýrast í Svíþjóð. Svínakótelettur voru hins vegar ódýrari á Íslandi en í Danmörku. Önnur danska búðin reyndist einnig bjóða dýrari kjúkling en fékkst í Bónus á Íslandi. Erfitt er að bera verð í Noregi saman við hin löndin þar sem kjúklingurinn var grillaður og nautahakkið feitara. Evrópusamanburður á verði kjöts árið 2009 sýndi að hlutfallslegt verðlag á kjöti hér á landi var lægra en á hinum Norðurlöndunum. Við meðaltal ESB27 = 100 var verðlag á Íslandi 99 en 108 í Svíþjóð, 131 í Danmörku og 162 í Noregi. Egg Verð á eggjum var yfirleitt lægra á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Kannað var verð á 6 eggja pakkningum. Í Bónus á Fiskislóð var skoðað verð á Brúneggjum en hænur þar eru ekki í búrum líkt og á hinum Norðurlöndunum. Athyglisvert er að aðeins í Svíþjóð voru egg ódýrari en í íslensku versluninni. Kartöflur og tómatar Kartöflur og tómatar eru ýmist seld í lausu eða pakkningum. Ódýrustu kartöflurnar voru í Bónus á Íslandi í 1,5 kg pakkningum. Íslensku tómatarnir reyndust svo ódýrastir, erlendir tómatar voru einnig í boði í Bónus á Fiskislóð þennan dag en íslenski neytandinn tók þá íslensku að sjálfsögðu fram yfir þá. Ekki kom fram hver uppruni tómatanna í dönsku verslununum var en í Svíþjóð voru spænskir tómatar í boði og hollenskir í Noregi, í báðum tilfellum seldir í lausu. Matvöruverð á Íslandi og Norðurlöndunum: Íslenskar landbúnaðarvörur vel samkeppnisfærar við vörur á hinum Norðurlöndunum Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Laun og verðlag í Evrópu Gengi gjaldmiðla þann 19. október Almennt gengi Sú ákvörðun Svandísar Svavars- dóttur að heimila rjúpnaveiðar nú í haust er afar ámælisverð, því þar fer fjarri að náttúran fái að njóta vafans. Rjúpnastofninn er í mikilli niður- sveiflu, en refastofninn sem gengur í skrokk á rjúpunni allan liðlangan veturinn og hreinsar upp egg hennar og unga á vorin og snemmsumars hefur að mati þeirra varfærnustu tíu- til fimmtíufaldast á síðustu 30 árum. Rjúpnaspekingar Vargaverndar- ráðuneytisins eru ekkert nær því nú en þeir Finnur Guðmundsson og Arnþór Garðarsson voru fyrir 60 árum að geta sagt hvað valdi stofn- stærðarsveiflunum, eina framförin er að nú viðurkenna þeir að veiðar hafi áhrif. Margföldun refastofnsins, tilkoma minksins og stóraukning flugvargs minnast þeir aldrei á sem afránsá- stæðu. Veiðiskýrslur telja þeir bjarg- fastan grunn undir skotveiðiafránið þó allir aðrir geri sér grein fyrir því að skáldskaparhneigð sportveiði- manna fær þar óspart notið sín enda augljóst hagsmunamál þeirra að telja fram sem fæstar skotnar rjúpur. Og að halda að sölubann sé veiðihaml- andi sýnir einungis hvað veruleika- firring ráðuneytisfólks hefur náð áður óþekktum hæðum. Gömlu gildin Ég var fengsæl rjúpnaskytta um áratugi og nýtti þannig þau hlunn- indi sem heimahagarnir buðu upp á. Þá var æðsta boðorðið hjá mér og mínum jafnöldrum að fara vel með þennan nytjastofn, ná helst hverj- um fugli sem skotið var á og fara sparlega með skotfærin. Rjúpan var alltaf skotin sitjandi eða á rölti við fæðuöflun eða að fjarlægjast skytt- una. Reynt var að láta 2 – 3 fugla bera saman og seinna skotið í tví- hleypunni aðeins notað til að tryggja að særð rjúpa næði sér ekki á loft. Það þótti til skammar ef komið var heim með færri rjúpur en haglaskotin sem notuð voru. Oftar en hitt var mín samviska góð að kvöldi. Enginn fugl hafði sloppið særður. Hríðskotaómenningin Heimur versnandi fer, er stundum sagt og það á svo sannarlega við um rjúpnaveiðihegðun sportskyttn- anna sumra hverra. Heiðursmenn, vandir að virðingu sinni eru auð- vitað fjölmargir í þessum hópi, en svörtu sauðirnir hafa verið ansi áberandi og af þeim hef ég glöggar fregnir, ekki bara héðan frá Djúpi heldur vítt um land. Í nýju mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiði segir m.a. „Fyrirliggjandi gögn benda til að veiðar hafi áhrif á afföll rjúpunnar umfram það sem er skotið. Viðbótarafföll voru samkvæmt skil- greiningu ekki til staðar friðunar- árin.“ Afleiðing þess ósiðar margra sportveiðimanna að skjóta aðeins á fljúgandi rjúpur og tæma þá oftast löglausar marghlæðurnar á eftir þeim er án efa að koma fram í ofangreindu mati Náttúrufræðistofnunar Íslands. Tugþúsundir rjúpna eru með þessu framferði limlestar eða fá í sig högl sem draga þær til dauða fyrr eða síðar. Sparið því skotin, haldið gikk- fingrinum í skefjum, skjótið aðeins sitjandi rjúpu. Þið megið hvort eð er aðeins veiða sex. Þið getið svo síðar sýnt hæfni ykkar á leirdúfum, sá stofn er ekki í útrýmingarhættu. Indriði Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp. Skjótum aðeins á sitjandi rjúpu Lesendabásinn

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.