Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvermber 2011 Hönnunarbásinn Við upphaf byggðar á Íslandi bjuggu menn að heita má niðri í jörðinni, í torfkofum og stundum í hellum. Torfbyggingarnar voru víða við líði sem íbúðar- og úti- hús í sveitum landsins vel fram á síðustu öld. Með bættum efna- hag fóru Íslendingar smám saman að tileinka sér byggingarmáta útlendinga og fóru að byggja hús sín meira upp úr jörðinni og í átt til skýja. Nýjustu hugmyndir í arkitektúr benda þó til að nú séu menn af illri nauðsyn aftur farnir að huga að því að grafa byggingar sínar niður í jörðina. Það er þó með talsvert mikilfenglegri brag en bændur í íslenskum sveitum byggðu hús sín á öldum áður. Hópur arkitekta hjá BNKR Arquitectura í Mexíkóborg hefur hannað 65 hæða gler- og stálpýra- mída sem hugmyndin er að byggður verði „á“ hinu sögufræga Zocalo- torgi í miðri borginni, sem er eitt stærsta borgartorg í heimi. Fyrsti jarðkljúfurinn Ef af þessum byggingaráformum verður mun fólk samt ekki sjá neina byggingu þegar það gengur um torgið því hún á öll að vera neðan- jarðar, og heila 300 metra niður í jörðina. Verður þetta þar með fyrsti jarðkljúfurinn, eða „earthscraper“ í heiminum og algjör andstæða við skýjakljúfana, sem á ensku kallast „skyscrapers“ eða skýjaskraparar. Byggingin sem hugmyndin er að smíða (varla er hægt að tala um að reisa niður í jörðina) mun, ef af verður, verða 300 metrar á hæð, 65 hæðir og byggð úr stáli og gleri. Þar eiga að vera söfn, verslanir og skrifstofur. Hönnuninni snúið á haus Byggingin í Mexíkóborg mun bók- staflega snúa nútíma arkítektúr á haus. Ástæða hugmyndarinnar er sú að í Mexíkóborg er nú harla lítið pláss í miðborginni til að reisa ný stórhýsi. Þá heimilar byggingalög- gjöfin í landinu ekki að byggð séu hús hærri en 8 hæða svo eina leiðin til að fara framhjá þeim lögum er að byggja niður í jörðina. Birta og loft frá yfirborðinu Esteban Suarez, einn af stofnendum BNKR Arquitectura, segir þetta einu leiðina fyrir svo stóra byggingu þar sem erfitt sé að finna byggingar- pláss í borginni. Hann telur að það geti verið mjög hagkvæmt að byggja slíkt hús. Talið er að það muni kosta um 800 milljónir dollara að byggja húsið, sem verður með pýramída- lögun. Frá þakinu á yfirborði jarðar mun birta og loft streyma niður í miðju- kjarna byggingarinnar. Vandinn verður þó með náttúrulega lýsingu á neðstu hæðunum en þar eru menn að skoða hvort nýta megi ljósleið- aratækni til að flytja sólarljósið svo langt niður í jörðina. Þá er gert ráð fyrir rýmum fyrir tré og gróður, „earth lobbies“, til að auka loftgæðin í byggingunni. Raforku fyrir húsið ætla menn svo að framleiða með vatnsaflsstöðvum sem nýta fallorku yfirborðsvatnsins. Söfn á efstu tíu hæðunum Suarez segir að á efstu tíu hæðunum verði söfn sem tileinkuð verði sögu borgarinnar. Þá segir hann að við það að grafa niður í jörðina muni án efa finnast fullt af fornminjum, allt frá tímum Asteka sem m.a. voru frægir fyrir að byggja pýramída á sömu slóðum, en reyndar voru þeir ekki á hvolfi. Næstu tíu hæðir þar fyrir neðan verða tileinkaðar verslunum af ýmsum toga, en hæðirnar þar fyrir neðan verða nýttar undir skrifstofur. Fleiri jarðkljúfahugmyndir Arkitektastofan Indaliu Design Studio hefur reyndar hannað annan 35 hæða jarðkljúf sem er þó ekki hugsaður fyrir neinn sérstakan stað á jörðinni. Hann er með tals- vert hefðbundnara sniði og er eins og sívalningur niður í jörðina. Það sem er sérstakt við þá hönnun er að niður í gegnum kjarna bygg- ingarinnar er hugsunin að endur- spegla sólarljósinu með risastórum, íhvolfum spegli sem snýst um opið efst á byggingunni og eltir sólina í takt við snúning jarðar. Þá hönn- uðu Fernando Castiñeira, Hernan Goldfarb, Alejandro Ispani, Alex Nelken, Javier Maratea og Malena Verni hjá eVolo arkitektastofunni framúrstefnulegan jarðkljúf sem kynntur var árið 2007. Fleiri hug- myndir hafa einnig komið fram um jarðkljúfa af ýmsum toga. /HKr. Heimildir: CNN, BNKR Arquitectura, Indaliu Design Studio, eVolo. Erlendir húsahönnuðir komnir niður úr skýjunum og teikna sig niður í móður jörð líkt og Íslendingar á öldum áður: Jarðkljúfum ætlað að leysa vanda vegna plássleysis á yfirborðinu - Hugmyndir eru nú uppi um að byggja 300 metra háan (lágan) pýramída undir aðaltorgi Mexíkóborgar Hópur arkitekta hjá BNKR Ar uitectura hefur hannað þennan glæsilega pýramída á hvol , sem hugmyndin er að byggja undir ocalo-torginu í miðri Mexíkóborg. Ólíklegt er þó að guðstrúarsöfnuðir fari nokkurn tíma út í slíkar byggingaframkvæmdir þó undirstaðan sé góð. Enda varla gott að eiga á hættu að mæta höfðingjanum í neðra bölvandi og ragnandi á bak við næstu dyr. Arkitektastofan Indaliu Design Stu- dio hefur hannað þennan 35 hæða jarðkljúf, þar sem risastór spegill á að varpa sólarljósinu niður í jörðina. Arkitektateymið Fernando asti eira, Hernan Goldfarb, Alejandro Ispani, Alex Nelken, Javier Maratea og Malena Verni hjá eVolo arkitektastofunni hannaði þessa framúrstefnulegu neðanjarðarbyggingu, sem kynnt var 2007. Ný ærblanda Líf! Lynghálsi 3 Reykjavík / Lónsbakka Akureyri / sími: 540 1100 Nú býður Lífland upp á tvær tegundir kjarnfóðurs fyrir sauðfé, Ærblanda og hina nýju Ærblöndu Líf. Innihalda þær m.a. mis hátt hlutfall fiskimjöls. Úr jarðkljúfi BNKR sem hugmyndin er að byggja í Mexíkóborg.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.