Bændablaðið - 10.11.2011, Side 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 2011
Vélabásinn
Ford Transit Connect:
Með mjög aðgengilegt
farangursrými
Brimborg er með umboð fyrir
nokkrar bílategundir, þ.á.m.
Ford, en í síðustu viku reynsluók
ég Ford Transit Connect 200S sem
er lipur sendibíll í smærri kantin-
um. Transit Connect kemur með
1,8 TDCi díselvél sem á að skila
um 75 hestöflum og ætti að vera
mjög hentugur bíll fyrir smærri
sendingar og flutninga.
Að keyra bílinn innanbæjar er
ósköp svipað og að keyra venju-
legan fólksbíl, fyrir utan að þegar
þarf að bakka í stæði er útsýnið
aftur fyrir bílinn í baksýnisspegl-
unum ekkert sérlega gott (hægt er
að panta nálægðarskynjara að aftan
sem aukabúnað í bílinn fyrir 65.000
kr.). Hliðarspeglarnir eru tvískiptir
með litlum, víðum neðri speglum,
sem eru mjög góðir og ná vel til
blinda punktsins (blindi punktur-
inn er í um 45 gráðu horni út frá
afturhorni og hefur reynst mörgum
mótorhjólamanninum varasamur).
Oftast nægur kraftur
Krafturinn ætti að nægja í flestum
tilfellum, en bíllinn gæti verið latur
upp úr Hvalfjarðargöngunum með
hámarks hleðslu (hámarks burðar-
geta er 825 kg). Bremsur eru mjög
góðar, spólvörn er í bílnum og á
blautum malarslóða með mikilli
mold í fann ég vel hvernig spól-
vörnin kom á og fór af til skiptis
eftir því hversu gott veggripið var.
Á malarvegi er furðu lítið malar-
vegahljóð (þrátt fyrir að bíllinn
hafi verið alveg tómur), en örlítið
heyrðist af grjótbarningi innan í
afturbrettunum. Tómur sendibíll á
malarvegi er alltaf frekar laus að
aftan, en Transit Connect er furðu
stöðugur að aftan miðað við marga
aðra sendibíla. Alls ók ég bílnum
rúma 100 km og samkvæmt aksturs-
tölvunni var meðaleyðsla 9,1 lítri í
þessum blandaða akstri. Á 90 km
hraða á Reykjanesbrautinni núll-
stillti ég tölvuna og á þeim hraða
var bíllinn að eyða á bilinu 4,3 til
4,7 lítrum á hundraðið.
Gott og aðgengilegt
farangursrými
Farangursrýmið er 174 cm langt og
er aðgengi mjög gott inn í rýmið.
Báðar hliðar er hægt að opna og
tvöföld hurðin að aftan býður vel-
komna glettilega stóra hluti. Sex
festingar eru í gólfi til að festa niður
hluti með böndum.
Kunningi minn sem starfar við
lyftuviðgerðir er nýlega búinn að
fá svona bíl og er með öllum helstu
verkfærum og varahlutum hagan-
lega raðað aftur í bílnum. Hann
lætur vel af Ford Transit Connect
og er mjög sáttur við bílinn, sem
hentar honum vel.
Truflun vegna speglunar af
glugga á skilrúmi
Það eina sem ég fann að bílnum er
glugginn á skilrúminu milli öku-
manns og farangursrýmis, en þegar
keyrt er í myrkri speglast ljósin af
bílunum sem maður mætir í glugg-
anum og þaðan í baksýnisspegilinn
og í augu ökumanns. Þetta væri auð-
veldlega hægt að laga við hönnun
bílsins og í framleiðslu með því að
halla glugganum þannig að speglunin
fari fyrir ofan spegilinn, en að breyta
þessu getur verið snúið og tímafrekt.
Jákvæðir punktar:
Þægilegur í akstri innanbæjar, hljóð-
lát vél (af díselvél að vera), burðar-
mikill miðað við stærð, góðir hliðar-
speglar með hitunarbúnaði, tímastillt
olíumiðstöð, lítið malarvegahljóð.
Neikvætt:
Ökumannssætið mætti vera betra,
speglun úr skilrúmsglugga í augu
ökumanns (sérstaklega óþægilegt í
myrkri).
Nánari upplýsingar um Ford Transit
Connect má finna á vefsíðunni www.
brimborg.is.
Vélaprófanir
hlj@bondi.is
Hjörtur L. Jónsson
Verð:
3.190.000 kr. með vsk.
og 2.541.833 kr. án vsk.
Lengd: 4.275 mm
Breidd: 1.293 mm
Hæð 1.739 mm
Hestöfl: 75
Vél: 1.560cc. disel
Þyngd 1.467 kg
Helstu mál Ford Transit Connect:
Speglunin í glugganum y r í faran-
gursrýmið var tru andi.
Farangursrýmið er glettilega stórt
með mörgum gólffestingum.
Upplýsingatækni og fjarskipti
Fjarskiptabásinn
Allir landsmenn skulu eiga kost á
30 Mb netsambandi árið 2022. Á
sama tíma munu 99% landsmanna
eiga kost á 100 Mb netsambandi og
99,9% eiga kost á háhraðafarneti.
Þetta kemur fram í tillögum að tólf
ára fjarskiptaáætlun auk fjögurra
ára framkvæmdaáætlunar sem var
kynnt á fjölmennum fundi SKÝ,
Skýrslutæknifélags Íslands, á
Grand hótel í síðustu viku. Ný fjar-
skiptaáætlun 2011-2022 er mun
víðtækari en sú fyrri. Þannig eru
sett markmið um póstmál, rafræn
samskipti og stafræna miðlun auk
fjarskiptamála og samspils allra
þessara málaflokka, eins og kemur
fram á vefsíðu innanríkisráðu-
neytisins.
,,Ætlum að halda forystunni
í fjarskiptum“
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra mun leggja tillögu að
þingsályktun um fjarskiptaáætlun
fyrir Alþingi á hinu 140. löggjafar-
þingi nú í haust. Í ávarpi ráðherra á
fundinum kom fram að fjarskipta-
sjóður fær áfram hlutverk í nýrri
fjarskiptaáætlun. Hlutverk hans
verður að tryggja að markmið fjar-
skiptaáætlunar stjórnvalda nái fram
að ganga. Í fyrstu fjarskiptaáætlun
stjórnvalda, 2005-2010, var það hlut-
verk fjarskiptasjóðs að hrinda í fram-
kvæmd markmiðum áætlunarinnar
um uppbyggingu á GSM-sambandi
á stofnvegum og að tryggja öllum
landsmönnum aðgang að upplýs-
ingahraðbrautinni. Það var m.a.
fjármagnað með þeim fjármunum
sem fengust með sölu Símans. Í máli
ráðherra kom fram að Íslendingar
ætluðu að halda forystu í hlutfalli
íbúa sem notfæra sér netið hvar sem
þeir búa á landinu. Á það væri lögð
áhersla í nýrri fjarskiptaætlun að
bjóða öruggt samband með hraða og
bandbreidd sem nauðsynleg er hverju
sinni. Orðrétt sagði hann: ,,Við ætlum
líka að viðhalda og efla möguleika til
gagnaflutninga um landið og til og
frá landinu og við sjáum að á þessu
sviði eru ýmsir atvinnumöguleikar
sem við getum þróað í samráði og
samstarfi við atvinnugreinina fjar-
skipti.“
Þúsund breiðbandstengingar
búa til 80 ný störf
Í erindi Sigurbergs Björnssonar,
skrifstofustjóra í innanríkisráðuneyt-
inu, kom fram að forsenda nýrrar fjar-
skiptaætlunar væri stefna ríkisstjórn-
arinnar í fjarskiptamálum, sem vissu-
lega ber mark sitt af þröngri stöðu í
ríkisfjármálum. Endurskoðunarferlið
hófst með samráðsfundi sem ráðu-
neytið og verkefnastjórn um fram-
kvæmd fjarskiptáætlunar stóðu
fyrir haustið 2009. Opið samráð
um áætlunina hefur verið á netinu. Í
máli Sigurbergs kom fram að sam-
kvæmt sóknaráætlun stjórnvalda,
Ísland 2020, séu þjóðhagsleg áhrif
breiðbandsvæðingar umtalsverð.
Þannig leiði þúsund nýjar breið-
bandstengingar til 80 nýrra starfa
og 10% aukning á breiðbandsteng-
ingum skilar sér í 1% hærri þjóðar-
framleiðslu. Fjarskiptaáætlun yrði
að þessu sinni samþættuð samgön-
guáætlun hvað varðar markmið og
tímaramma. Í máli Sigurbergs kom
fram að uppbygging á fjarskiptaneti
landsins yrði á hendi markaðsaðila
en ríkið kæmi að uppbyggingu þar
sem um markaðsbrest væri að ræða,
sbr. háhraðaverkefni fjarskiptasjóðs.
Í þessu sambandi yrði m.a. litið til
alþjónustukvaða fjarskiptafyrirtækja
en Evrópureglur gæfu meira svig-
rúm en áður fyrir einstök ríki. Eitt af
markmiðum fjarskiptaáætlunar er að
skipa verkefnahóp sem skili tillögum
að útfærslu á alþjónustukvöð í fjar-
skiptum, sem verði endurskoðuð á
fjögurra ára fresti, fyrst árið 2014.
Þá þurfi að innleiða Evrópuregluverk
í fjarskiptum eftir þörfum. Í nýrri
fjarskiptaætlun er lagt til að auðlinda-
gjald fyrir tíðnir verði innleitt, sem
m.a. standi straum af kostnaði við að
ná markmiðum fjarskiptaáætlunar.
30 Mb netsamband fyrir alla landsmenn árið 2022
sviðsstjóri tölvudeildar
Bændasamtaka Íslands
jbl@bondi.is
Jón Baldur Lorange
Upplýsingatækni og fjarskipti
Markmið um ljósleiðarasamband
(100 Mb gagnaflutningshraði):
Finnland 2015 (2 km fjarlægð
frá 99% heimila, alþjónustu-
kvöð í dag 1Mb)
Danmörk 2020
Ísland 2022 (99% heimila,
50% árið 2014, 1-2 Mb í dag
fyrir alla landsmenn)
Verkefnastjórn fjarskipta-
áætlunar, skipuð af innanríkis-
ráðherra:
Gunnar Svavarsson, formaður,
Baldur Jónasson, Guðbjörg
Sigurðardóttir og Jón Baldur Lorange.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sér-
fræðingur í innanríkisráðuneytinu, er
verkefnastjórninni til aðstoðar.
Grundvallarmarkmið fjar-
skiptaáætlunar verða hliðstæð
markmiðum samgönguáætlunar
stjórnvalda, sem ásamt sam-
ræmdum tímasetningum greiða
fyrir samþættingu við hana.
Þessi markmið eru:
Aðgengileg og greið fjarskipti.
Hagkvæm og skilvirk fjarskipti.
Umhverfisvæn fjarskipti.
Örugg fjarskipti.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra í ræðustól.
Frá fundi SK , Skýrslutæknifélags Íslands, á Grand hótel í síðustu viku.