Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 34

Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 2011 Sigurður og Maríanna keyptu hálfa jörðina af Magnúsi, föður Sigurðar, um síðastliðin áramót og tóku við kúabúinu. Síðan þá hafa þau unnið að því smátt og smátt að laga aðstöðuna að þeirra þörfum inni sem úti. Fyrir þann tíma gerði Sigurður út vélar til verktöku fyrir bændur í Austur- og Vestur-Húnavatssýslu og hefur haldið því áfram, en í aðeins smærri mynd. Þar af leiðandi þurftu þau ekki að fjárfesta í neinum tækjakosti. Býli? Hnjúkur. Staðsett í sveit? Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu. Ábúendur? Sigurður Rúnar Magnússon, Maríanna Gestsdóttir, Bríet Sara Sigurðardóttir, 5 ára, og Harpa Katrín Sigurðardóttir 2ja ára. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Ásamt fólkinu búa á Hnjúki 2 hundar; Stubbur og Frosti, kan- ínan Doppa og kötturinn Snjóbolti sem oft er kallaður „dj-inn“ því hann stýrir útvarpinu í fjósinu og sér um faglegar ráðleggingar hvað það varðar. Stærð jarðar? Rétt um 1000 ha. Tegund býlis? Kúabú, ásamt hrossarækt í smækkaðri mynd – auk verktöku. Fjöldi búfjár og tegundir? Á Hnjúki eru 38 mjólkurkýr, um 30 geldneyti og tæplega 20 hross. Á búinu eru einnig 400 kindur, og um 20 hross til viðbótar sem Magnús faðir Sigurðar á. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíðum en dagurinn byrjar í flestum tilfellum með mjöltum og öðru tilfallandi í sam- bandi við kýrnar. Stundum er skipt liði og fer þá bóndinn út af örkinni ýmist að vinna á vélunum eða flytja ull af suðausturlandinu til Blönduóss í ullarþvottastöð. Dvagurinn endar svo yfirleitt með kvöldfjósi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru öll bústörf skemmtileg, bara mismikið. Skemmtilegastur þykir okkur þó heyskapur og vinnan í kringum dýrin alveg sama af hvaða tegund þau eru, en þegar tími gefst til þá eru hrossin efst á listanum, þjálfun og umhirða (hjá kvenþjóðinni). Eins er mjög skemmtilegt þegar ungviðin fæðast, hvort sem það eru kálfar, lömb eða folöld. Leiðinlegustu bústörfin eru klárlega þegar dýrin eru veik. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með stækkuðu sniði og vonandi nýbyggðu kálfahúsi. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Við teljum að þau séu bara í góðum málum. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vel svo framarlega sem við höldum okkur utan við ESB. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að það séu gríðarleg tækifæri í útflutningi á íslensku skyri. Svo á að halda áfram að styðja við útflutning og markaðssetningu á íslenska hestinum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, skinka og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakk og spaghetti kemur sterkt inn. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo margt sem er eftirminnilegt, gott og slæmt. En það sem eftirminnilegast er í augnablikinu er þegar við tókum við kúnum um áramót og öll fjöl- skyldan var veik bæði börn og fullorðnir til skiptis ýmist með ælupest eða hálsbólgu og bull- andi hita í sambland við flutninga pappakassa og mjaltir. 8 1 3 4 7 9 2 8 4 7 9 7 1 9 3 2 4 5 1 7 6 2 3 8 9 7 1 4 7 8 6 3 4 6 1 9 1 9 5 2 3 5 8 2 6 2 8 5 1 4 3 6 2 9 6 5 3 5 1 8 6 8 9 5 1 7 9 8 3 4 1 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Veiðimenn landsins eru iðnir við kolann þessa dagana og ljóst er að ljúffeng villibráð mun prýða mörg jólaborð landsmanna þetta árið, sem endranær. Því er nýútkomin uppskriftabók Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeist- ara um villibráð kærkomin fyrir slíka eldamennsku, en hér kemur örlítið sýnishorn úr bókinni. Hreindýralundir – með lerkisveppum, furuhnetum og rúsínum í madeira-sósu Fyrir 4 800-1000 g hreindýralundir, sinahreinsaðar salt nýmalaður pipar 4 msk. olía 200 g lerki-, furu- eða kóngasveppir, skornir í báta ½ dl madeira eða portvín 2½ dl rjómi 1 dl villibráðarsoð 1 tsk. nautakjötskraftur 1-2 msk. furuhnetur 1-2 msk. rúsínur sósujafnari Aðferð: Kryddið lundir með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur eða þar til kjötið er orðið fallega brúnt á öllum hliðum. Takið þá lundirnar af pönnunni og haldið heitum. Bætið svolítilli olíu á pönnuna og steikið sveppi í eina mínútu. Bætið madeira-víni saman við og sjóðið niður í síróp. Hellið rjóma og villi- bráðarsoði út í ásamt nautakjötskrafti, furuhnetum og rúsínum og þykkið með sósujafnara. Setjið lundirnar í sósuna og látið malla í 1-2 mínútur. Berið fram með til dæmis blönduðu grænmeti og bökuðum kartöflum. Þessi sósa passar með öllu villi- bráðarkjöti og í stað hreindýralunda má að sjálfsögðu nota aðra vöðva og aðra bráð. Hasselback-kartöflur 6 bökunarkartöflur 40-50 g smjör, brætt salt nýmalaður pipar Aðferð: Hitið ofninn í 190°C. Skerið vel af sitt hvorum endanum á kartöflunum og skrælið þær með hníf þannig að þær verði 6-8 kanta. Skerið þvert ofan í kartöflurnar, með 2 mm millibili, niður í hálfa kartöfluna. Þerrið kartöflurnar og setjið þær í ofnfast form. Penslið þær með smjöri og kryddið með salti og pipar. Bakið í 35 mínútur. /ehg MATARKRÓKURINN 9 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hreindýralundir og Hasselback-kartöflur 3 Hreindýralundir með lerkisveppum, furuhnetum og rúsínum í madeira-sósu og Hasselback-kartö ur sem meðlæti er herramannsmatur. 2 4 Hnjúkur

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.