Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 35

Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvermber 2011 Óðinn Ívarsson er í fyrsta bekk í Álfhólsskóla í Kópavogi. Hann æfir karate og hefur senn æfingar í fótbolta hjá Breiðabliki, svo það er í nógu að snúast hjá Óðni, sem hefur mjög gaman af að hlusta á stafasögur í skólanum og að sjálfsögðu að fara í frímínútur. Nafn: Óðinn Ívarsson. Aldur: Fimm en verð sex eftir nokkra daga. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Í Kópavogi. Skóli: Ég er í 1. bekk í Álfhólsskóla. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að hlusta á sögurnar um stafina sem við lærum og frí- mínúturnar. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Kisa. Uppáhaldsmatur: Píta með fullt af grænmeti og sósu. Uppáhaldshljómsveit: John Lennon. Uppáhaldskvikmynd: Star Wars og Hringadróttinssaga. Fyrsta minningin þín? Þegar ég hitti Emblu litlu systur mína í fyrsta sinn og sagði við mömmu og pabba: „hún var í maganum mínum“. (Ég man líka þegar Fríða amma var mjög veik og dó en það er svo sorglegt að ég vil ekki skrifa það.) Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi karate og er að byrja í fótbolta hjá Breiðabliki. Ég bulla stundum lög á píanó, flautu og gítar sem ég á. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Spila tölvuleiki og horfa á myndir á Youtube. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Úhh, ég veit það alveg, sko, það er njósnari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var Mikki refur í marga, marga mánuði með rautt skott alla daga. Síðan var ég kisa í nokkrar vikur og þá heimtaði ég að fá að borða matinn minn á gólfinu eins og kisan mín. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Fara í búðir. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Renna mér á sleða. /ehg Ætlar að verða njósnari! FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Notaleg og hlý peysa fyrir veturinn PRJÓNAHORNIÐ Nú er veturinn heldur betur far- inn að láta vita af sér, þá er nú gott að eiga eina hlýja, mjúka peysu til að halda á manni hita. Þessa uppskrift fengum við hjá Ernu Björg Kjartansdóttur í Mosfellsbænum. Lopann fáum við allsstaðar og sprengda mohairið, sem gefur peysunni sérstakan svip, fæst í A4 bæði á Smáratorgi og Akureyri, garn.is vefversluninni, Hannyrðabúðinni Hveragerði, Vogue og Prjónakistunni Selfossi, Framtíðinni Vestmannaeyjum, Esar Húsavík, Kompunni Sauðárkróki, Lost.is, Laufskálanum Neskaupsstað, Vaski Egilsstöðum, Skemmunni Hafnarfirði, Litum og föndri Kópavogi, Birki Ísafirði og Aþenu Grindavík. Ein stærð Efni: Fífa mohair grænsprengt, 2 dokkur Plötulopi hvítur, 400 g Hringpjónar nr. 8, 80 og 40 cm Hringprjónar nr. 12, 80 og 40 cm Prjónafesta: 10x10 cm = 9L og 13 umf. slétt prjón á prjóna nr. 12. Sannreynið prjónafestu og skiptið um prjónastærð ef þarf. Aðferð: Einn þráður af mohair og tveir þræðir af plötulopa eru alltaf prjónaðir saman. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sam- einaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Kragi er prjónaður á röngunni. Umferð á bol byrjar á hægri hlið en axla- stykki byrjar umferð á samskeytum bols og erma hægra megin á baki. Ef prjónað er með áskrúfuðum prjónum (KnitPro) er upplagt að vera með prjón nr. 8 vinstra megin og prjón nr. 12 hægra megin, þá er léttara að prjóna. Bolur: Fitjið upp 98L á hringprjóna nr. 8, 80cm. Tengið í hring og prjónið 1sl, 1br, 3 umferðir. Skiptið yfir á hringprjón nr. 12, 80cm. Prjónið slétt uns bolur mælist 50 cm (eða sú lengd á bol sem óskað er eftir). Setjið 8L á hjálparnælu sitthvoru megin – 41, 8, 41, 8. Geymið bol og prjónið ermar. Ermi: Fitjið upp 30L á hringprjón nr. 8, 40cm. Prjónið 1sl, 1br, 9 umf. Skiptið yfir á prjóna nr. 12, 40cm og prjónið um 9cm. Aukið þá út um 2L undir miðri ermi (1L eftir fyrstu lykkju og 1L fyrir síðustu lykkju). Prjónið svo slétt 6 cm og aukið út á sama hátt. Prjónið svo aftur slétt 6 cm og aukið út á sama hátt. Þá eiga að vera 42 L á prjóninum. Prjónið svo þar til ermi mælist 57 cm eða eftir þörfum. (Ermin er höfð um 10 cm lengri en venjuleg ermalengd því hún er svo brotin inn á við til að fá einskonar jakkaermaútlit, ef jakkaútlit er ekki notað mælið þá eigin ermalengd og miðið við hana.) Setjið síðan 8L á hjálparnælu. Axlastykki: Sameinið bol og ermar á hringprjón nr. 12. Prjónið fyrri ermi við bol, svo framstykki, svo seinni ermi við bolinn og að lokum bak- stykki. Þá eiga að vera á prjóninum 182 L. Prjónið næstu umferð þannig – prjónið ermi uns 1L er eftir af henni, þá er sú lykkja og fyrsta lykkja á bol (næsta lykkja) prjónaðar saman. Prjónið síðan framstykki uns 1L er eftir af því áður en ermi byrjar, prjónið þessa 1L og fyrstu lykkjuna á erminni saman. Gerið alveg eins hinu megin. Setjið merki við allar þessar úrtökur. Þetta markar miðjuna á las- kaúrtökunni. Laskaúrtaka: Prjónið 1 L sl, prjónið 2 L saman til hægri *prjónið ermina slétt þar til 3 L eru eftir að merki. Prjónið þá 2 L saman til vinstri, 1 L sl (merki), prjónið 2L saman til hægri*. Endurtakið frá *–* á hverjum samskeytum bols og ermar þar til 3 L eru eftir af umf. Prjónið 2 L saman til vinstri. Gerið þessa úrtöku í annarri hverri umferð eða þar til 48L eru eftir á prjóni.Skiptið þá yfir á hringprjón nr. 8, prjónið 2sl og 2br, 3 umf. Kragi: Skiptið aftur yfir á prjóna nr. 12 og snúið við svo að réttan er á röngunni þannig  takið 1L fram af og steypið bandinu fram fyrir svo ekki myndist gat. Prjónið slétt 4 umf. Prjónið * 6L auka út um 1L* endurt. frá ** út umferð. Prj 4 umf. Prj.*7L auka út um 1L* endurt. frá *–* út umferð. Prj. 4 umf. Prj. *8L og aukið út um 1L* endurt. frá *–* út umferð. Þá á kraginn að mælast ca 17 cm og 72 L að vera á prjóninum. Fellið laust af. Frágangur: Lykkið saman undir höndunum og gangið frá endum. Skolið úr peysunni og leggið til þerris. Bókabásinn Veiðisögur eftir Bubba Morthens kom út í byrjun nóvember hjá bókaútgáfunni Sölku. Bubbi Morthens hefur verið ástríðuveiðimaður frá því hann man eftir sér. Hann hefur átt ótal dýrmætar stundir við ár og vötn ásamt fjölskyldu sinni og góðum félögum. Hér kallar hann fram eftirminnilega atburði, glímu við silung í Meðalfellsvatni og átök við stórlaxa í ám víða um land. Hann segir sögur sem hrífa les- andann alla leið fram á árbakkann og Einar Falur Ingólfsson styður við frásögnina með óviðjafnanlegum ljósmyndum af fiskum og náttúrunni. Bubbi staldrar við í Kjósinni, Rangánum, Norðlingafljóti, Grímsá, Kjarrá, Miðfjarðará, Hítará, Norðurá, Langá, Vatnsdalsá, Stóru Laxá í Hreppum, Hofsá og Laxá í Aðaldal. Einnig gefur hann gagn- leg ráð um græjur og ýmislegt hvað varðar réttu handtökin. Bókin er 160. bls. og prentuð í Póllandi í umsjón Prentmiðlunar ehf. Veiðisögur Barnabókin Agnar Smári - Tilþrif í tónlistarskólanum eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku. Bókin er fyrsta bók Höllu Þórlaugar en hún semur bæði texta og myndskreytir en bókina prýða gullfal- legar myndir. Agnar Smári er svo sem ekkert ólíkur öðrum sjö ára strákum, nema hann er ívið lægri í loftinu. Uppáhaldsiðja hans er að semja tónlist og það fer ekki fram hjá neinum þegar hann spilar verkin sín. Þessi saga segir frá deginum örlagaríka þegar mamma Agnars Smára ákveður að senda hann í tón- listarskólann til að læra „almenni- lega“ tónlist. Í skólanum leynist ýmislegt bak við luktar dyr og Agnar Smári lendir, ásamt besta vini sínum, í ótrúlegum hremmingum. Til allrar hamingu fara þó hlutirnir betur en á horfist í fyrstu. Halla Þórlaug Óskarsdóttir (f. 1988) útskrifaðist af eðlis- fræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 2008. Þá fór hún í Myndlistarskóla Reykjavíkur og þaðan lá svo leiðin í myndlistarnám við Listaháskóla Íslands en hún lýkur þar námi næsta vor. Vorið 2011 fór hún sem skiptinemi til Parísar og lærði þar grafíska hönnun og myndskreyt- ingar. Halla hefur mikla reynslu af að vinna með börnum en hún hefur bæði starfað í æskulýðs- starfi og sumarnámskeiðum ÍTR en einnig eitt sumar í jafningjafræðslu Hins hússins. Bókin er 40. bls. og prentuð í Póllandi í umsjón Prentmiðlunar. Agnar Smári – Tilþrif í tónlistarskólanum Skagfirskar skemmtisögur Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Skagfirskar skemmtisögur í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar. Þar kennir ýmissa grasa eins og sögurnar hér á eftir bera með sér: Drullusokkur Í gegnum tíðina hefur Bjarni Har, kaupmaður á Sauðarkróki, haft ýmsa aðstoðarmenn og bensíntitti starf- andi í versluninni. Einn veturinn kom ungur piltur frá Hofsósi til starfa, Pálmi Rögnvaldsson, síðar bankaútibússtjóri á Hofsósi. Fyrsta daginn hjá Pálma kom gömul kona snemma morguns inn í verslunina og spurði: ,,Áttu drullusokk, Bjarni minn?“ Bjarni benti þá á Pálma og sagði: ,,Já, bara þennan, en má ekki missa hann!“ Löngu síðar leit Pálmi við í versl- uninni hjá Bjarna Har., skömmu fyrir jól, og fór að rifja upp að nú væru 40 ár liðin frá því að hann aðstoðaði hann í versluninni. ,,Já, eru 40 ár liðin,“ sagði Bjarni, ,,þá hefði ég nú flaggað í hálfa væri stöngin ekki brotin!“ Hrútur undir stýri Jóhannes Haraldsson, kallaður Kóreu-Jói, átti um tíma forláta Lödu Sport jeppa og var eitt sinn á ferð út á Reykjaströnd með hrút aftur í. Á miðri leið trylltist hrúturinn og komst einhvern veginn fram í með þeim afleiðingum að stýrið læstist og Jói missti Löduna út fyrir veg. Skemmdist bíllinn nokkuð og daginn eftir fór Jói til Ragnars Pálssonar, bankastjóra og umboðsmanns Sjóvár, og sagði farir sínar ekki sléttar. Spurði hvort hann fengi ekki bílinn bættan og Ragnar taldi svo vera. Þá fór Kóreu-Jói að lýsa því hvernig hrúturinn hefði tryllst og komist fram í. Þá stoppaði Ragnar hann af og sagði: ,,Uss, uss, Jói minn, ekki minnast á að hrúturinn hafi keyrt!“ Hjólhestur Albert Magnússon, löngum kallaður Berti krati, var ásamt konu sinni lengi með unga vinnumenn úr hér- aðinu í fæði á Öldustígnum. Má þar nefna Sigurð Björnsson frá Hólum, eða Bróa, Gunnbjörn Berndsen, Aðalstein Jónsson, eða Steina Putt, Sigurð Frostason og Hofsósinginn Kristján Björn Snorrason. Berti þótti elda góðan mat og var sér í lagi sterkur í soðningunni. Einhverju sinni fengu þeir hins vegar tortuggið hrossakjöt og mælti Brói þá stundar- hátt: ,,Þetta hlýtur að vera hjólhestur!“ Þá skaut Steini Putt fram hökunni, kjamsaði aðeins á kjötinu og sagði: ,,Já, ég held að ég sé akkúrat með pedalann núna!“ Eitt sinn tók Óðinn upp á því að vera Mikki refur í nokkra mánuði og var þá með rautt skott upp á hvern einasta dag.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.