Bændablaðið - 10.11.2011, Síða 39
39Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvermber 2011
Til sölu Hesturinn okkar og Árbók
Ferðafélags Íslands. Tilboð óskast í
„Hesturinn okkar“ innbundinn í leður
1960-1979, 1.-20. árg. Einnig Árbók
Ferðafélags Íslands innb. í leður 1928-
1970. Uppl. á netfangið svanurha@
simnet.is
Til sölu MF-135 með tækjum. Nokkrir
gamlir traktorar. Flottur Fiat 80-90
dráttarvél. Er frábær. Búslóð, margt
gamalla muna. 10 fylfullar hryssur,
grunnskráðar. Fín aukabúgrein. 6
hjóla lyftutengd múgavél. Antik tein-
ótt föt klæðskerasaumuð af Vigfúsi
Guðbrandssyni og co. Uppl. í síma
865-6560.
Til sölu Hydrac ámoksturstæki,
Eurokipp 1200. IH-484, árg. ´79, í
góðu lagi. Claas R-33 heyhleðsluvagn,
Kemper, 28 rúmm. Fæst fyrir lítið. Wild
aðfærsluband. Uppl. í síma 863-1272
eða 463-1272.
Til sölu fínt antiksófasett, 3+2+1, með
kögri. Verð kr. 60.000. MF-35 árg. ´57
(Gullmolinn). Sturtuvagn, gamall. Fást
saman á kr. 100.000. Þarfnast hagra
handa. Flott norskt sófasett, 3+1+1.
Verð kr. 60.000 og gamall tjaldvagn.
Verð kr. 130.000. Uppl í síma 865-6560.
Til sölu 29" sjónvarp, skrifborð, L: 1,60
og B: 0,75 m, húsbóndastóll, svefnsófi
og 50 lítra rafmagns-hitakútur. Uppl. í
síma 893-3475.
Til sölu MF-50B traktorsgrafa í ágætis
lagi. Er á norðanverðu Snæfellsnesi.
Uppl. gefur Kiddi í síma 867-8300.
Til sölu 6.000 lítra Wedholms mjólk-
urtankur, árgerð 2005. Áföst kælivél.
Þvermál 1700 mm. Lengd 4300 mm.
Hæð 2180 mm. Uppl. í síma 899-2017.
Til sölu Ski Doo X Rotax 800R,
árg. 2007. Nýupptekin vél hjá K2M,
Akureyri. Upphækkað stýri, hlífar á
dempurum o.fl. Taska og bensínbrúsi
fylgja með. Ásett verð kr. 1,2 milljónir.
Tilboð. Uppl. í síma 896-8949.
Til sölu Valtra Valmet 8050 dráttarvél,
árg. ´02, 120 hö. með tækjum. Vél í
mjög góðu standi. Uppl. í síma 691-
4995.
Til sölu Schuttle 9600 snjóblásari, árg.
´06. Uppl. í síma 867-6417.
Til sölu 8 tonna malbikunarstöð.
Mercedes Bens Unimog 1600, árg.
´92. Man 10-150 með krana, árg. ́ 94,
krabbi. Kubota BX 2200, árg. ́ 06, með
sláttubúnaði, 20 feta gámavagn, 8 m
tjörutankur á vagni, loftpressur, vökva-
mótorar, dælur, vatnsdælur, gróður-
húsagler, járn, járnrör og fl. Uppl. í
síma 865-5613.
Til sölu brauðgerðartæki. 12 tonna
mjöltankur, rúlluborð (útflatningsvél),
smábrauðavél, kringlur, pylsubrauð.
Bakarofn Revent 50x70 plötustærð.
Raspkvörn stór og fl. Uppl. gefa Árni
í síma 896-3470 eða Guðmundur í
síma 892-1031.
Gjafagrindur. Smíðum gjafagrindur
fyrir nautgripi og hross sem hannaðar
eru með það að markmiði að slæðist
sem minnst. Gott fóður er dýrt og
því óhagkvæmt að nota það til upp-
græðslu eða sem undirburð Sjá nánar
á www.buvit.is
Til sölu Nissan Terrano II, árg. 2001,
7 manna, beinskiptur, bensín, ekinn
tæpl. 114.000 km. Bíllinn er nú stað-
settur í Skagafirði. Fæst á góðu stgr.
verði. Uppl. í síma 557-3718 eða 846-
3142, Þorsteinn.
Ferguson, árg. 1949, til sölu. Mikið
af nýjum varahlutum, ný dekk, bretti,
stýri, kúpling + pressa og fleira. Vél
langt komin. Sandblásinn og grunn-
aður. Uppl. í síma 820-2727.
Til sölu Lister rafstöð, 3. cyl. árg. ’93,
þriggja fasa, 230/400 volt, 12 kW. Lítið
notuð. Fín í varaaflið. Uppl. í síma 895
4408.
Óska eftir
Kaupi allar tegundir af vínylplötum.
Borga toppverð. Sérstaklega íslensk-
ar. Vantar 45 snúninga íslenskar.
Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl.
gefur Óli í síma 822-3710 eða á
olisigur@gmail.com
Óska eftir gömlu timbri, öllum stærðum
og gerðum. T.d. kúlupanel, 1x4 og 1x6,
gólffjölum. Má vera illa farið og veðrað.
Einnig gömlum áhöldum og verkfærum
t.d. mjólkurbrúsum og fl. Má vera ryðg-
að og úr sér gengið. Kem og tek til í
skemmunum og útihúsunum. Sparaðu
þér ferð á haugana. Uppl. í síma 899-
6664 eða 820-7449.
Sumarbústaður til flutnings. Óska
eftir að kaupa sumarbústað (helst á
Vesturlandi). Þarf að vera hægt að
flytja hann. Benedikt, sími 863-6895,
bharmony@mmedia.is
Óska eftir að kaupa dráttarvél með
ámoksturstækjum. Þarf helst að vera
með fjórhjóladrifi. Má þarfnast smá
lagfæringar. Þarf að vera á Suðurlandi.
Uppl. í síma 690-3972.
Óska eftir að kaupa Ford 3000, árg.
u.þ.b. ´70. Þarf að vera í slarkfæru
ástandi. Einnig háþrýstidælu. Uppl. í
síma 891-9900 eða 461-2243.
Óska eftir að kaupa ódýra tveggja öxla
kerru. Einnig dráttarvél með tækjum og
2-3 hesta kerru. Uppl. í síma 690-6455
eða steinikuld@hotmail.com
Óska eftir mjaltafötu, þarf ekki að vera
með loki og tækjum. Uppl. síma 861-
8651.
Grafa. Vantar smágröfu ca. 2,3 tonn.
Má þarfnast einhvers viðhalds eða við-
gerðar. Ef þú hefur tæki hafðu sam-
band. Sími 696-8556.
Óska eftir notuðum afrúllara (helst
pólskum), má þarfnast viðgerðar. Hef
til sölu vélsleðahræ af Yamaha ET
400. Uppl. í síma 863-1082.
Óska eftir að kaupa hrognabakka,
44x44. Uppl. í síma 616-2311.
Óska eftir að kaupa notaðan 12-14
tonna götuskráðan sturtuvagn. Aðeins
góður vagn kemur til greina. Uppl. í
síma 899-9947.
Óska eftir að kaupa greiðslumark í
sauðfé. Uppl. í síma 847-9194.
Óska eftir að kaupa millikassa í Land
Crusier 90, beinskiptan. Uppl. í síma
478-1005 eða 661-5926.
Atvinna
Austurrískur skiptinemi við Háskóla
Íslands óskar eftir að vinna sem sjálf-
boðaliði á íslensku sveitabýli fyrir mat
og húsaskjól í vikutíma á milli 10. og
17. desember. Hún hefur áhuga á að
kynnast sveitalífi, helst á Norður- eða
Austurlandi en aðrir staðir koma einnig
til greina. Áhugasamir hafi samband í
síma 775-1482 eða með tölvupósti á
lisi.schneider@gmx.net
Kúabú. Vanur starfsmaður óskast
á kúabú á Vesturlandi. Uppl. í síma
869-3725.
Pierre-Sylvain, franskur, 21 árs gamall
maður óskar eftir vinnu á sveitabæ
nálægt Reykjavík frá miðjum janúar
til lok aprílmánaðar á næsta ári. Hann
ólst upp á sveitabæ og hefur reynslu
af ýmsum búfjárstörfum. Áhugasamir
hafi samband við Pierre á netfangið
ps.labarthe@hotmail.fr
Óska eftir að ráða tamningamann á
sveitabæ á Suðurlandi. Góð hross og
prýðis aðstaða. Uppl. í síma 898-4992
eða 892-0570.
Gisting
Skammtímaleiga. Fullbúin íbúð í hjarta
Reykjavíkur til leigu. Uppábúin rúm fyrir
allt að fjóra. Íbúðin leigist ekki skemur
en tvær nætur. Íbúðin er falleg og snyrti-
leg. Myndir og nánari uppl. á hlemm-
urapartments.com og í síma 822-0614.
Orlofsíbúð á Akureyri. Ódýrt lítið
stúdíó, tvíbreitt rúm og koja. Uppbúin
rúm og handklæði. Sérstakt tilboð
virka daga fram að jólum. Leigusali
sér um þrif. Sigrún 868-2381. Geymið
auglýsinguna.
Íbúð í Hveragerði með húsbúnaði.
Skammtímaleiga, 2 - 4 vikur í senn.
Verð fyrir 2 vikur er kr. 55.000. Sjá
nánar á www.bustadur.is Einnig gefur
Anna uppl. í síma 693-6478. Geymið
auglýsinguna.
Dýrahald
Óskum eftir að koma eins og hálfs árs
íslenskum hundi í pössun. Helst í sveit
á Norðurlandi. Uppl. í síma 848-5964,
Kristján.
Leiga
Lítið sveitabýli óskast til leigu í grennd
við Selfoss. Uppl. í síma 775-0145 eða
á netfangið hrutur04@hotmail.com
Til leigu. Íbúðarhús -hesthús. Til
leigu 70 fm íbúðarhús í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi. Á sama stað er til
leigu að hluta eða öllu leyti aðstaða í
hesthúsi sem rúmar rúmlega 30 hross
ásamt góðri inniaðstöðu til tamninga.
Stutt er í leikskóla og alla þjónustu.
Uppl. í síma 898-1556 og á netfangið
hestahotel@vorsabaer.is
Sumarhús til leigu í Ölfusi. Kvenfélagið
Bergþóra leigir út sumarhús í Ölfusi.
Fallegur staður og með gott útsýni.
Aðeins 5 mínútna akstur er bæði til
Hveragerðis og á Selfoss. Húsið er
stórt og rúmgott, svefnpláss fyrir allt að
12 manns. Heitur pottur og leiksvæði
fyrir börn. Allar uppl. veitir Aldís í síma
864-4743 og Rósa í síma 483-4461.
Samstarfsnefnd um sameiningu
Bæjarhrepps og Húnaþings vestra
leggur til við sveitarstjórnir beggja
sveitarfélaganna að kosið verði
um sameiningu þeirra í almennri
íbúakosningu þann 3. desember
næstkomandi. Tillaga þess efnis
var samþykkt á sjötta fundi sam-
starfsnefndarinnar sem haldinn
var á Borðeyri nýverið.
Tillagan byggir á niðurstöðu
samantektar nefndarinnar og KPMG
um sameiningu sveitarfélaganna og
úttektar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á
fjárhagslegum áhrifum sameiningar
sveitarfélaganna.
Samþykkt var að senda tillögu
nefndarinnar ásamt samantekt til
umræðu í sveitarstjórnum beggja
sveitarfélaganna. Formanni
nefndarinnar var falið að tilkynna
Innanríkisráðuneyti og sveitarstjór-
num Bæjarhrepps og Húnaþings
vestra niðurstöðu samstarfsnefndar
með formlegum hætti.
Árlegur sparnaður um 10
milljónir
Ætla má að árlegur sparnaður í rekstri
vegna sameiningar Bæjarhrepps og
Húnaþings vestra gæti numið allt
að 10 milljónum króna, einkum
vegna yfirstjórnar og hagræðingar
hjá fræðslustofnunum. Þá munu
árlegar tekjur frá Jöfnunarsjóði
aukast um 10,2 milljónir króna sam-
kvæmt úttekt Jöfnunarsjóðs. Einnig
er möguleiki á viðbótarframlögum
frá Jöfnunarsjóði verði sameining
samþykkt. Þetta kemur fram í skýrslu
KPMG um sameiningu sveitarfélag-
anna.
Í skýrslunni segir að reynslan af
sameiningu sveitarfélaga sýni að þótt
sparnaður verði af rekstri eins mála-
flokks hafi oft orðið kostnaðarhækk-
anir í öðrum málaflokkum. Mikil
samvinna sé aftur á móti til staðar
á milli sveitarfélaganna tveggja í
dag og því sé ekki talið líklegt að
veruleg útgjaldaaukning verði við
sameininguna.
Í skýrslunni kemur einnig fram að
án sameiningar gæti Bæjarhreppur
þurft að leita til annarra landssvæða
eftir sameiningu eða samvinnu með
sín verkefni. Húnaþing vestra yrði
þá af tekjum sem komið hafi frá
Bæjarhreppi og þannig gæti myndast
óhagræði í rekstri Húnaþings vestra.
Þungur rekstur
Þá kemur fram í skýrslunni að rekst-
ur sveitarfélaganna beggja sé mjög
þungur og sé Bæjarhreppur á árinu
2010 með neikvæða framlegð af
veltufé frá rekstri, sem gangi ekki til
lengri tíma litið. Húnaþing vestra sé
með 6% framlegð af heildartekjum
og jákvætt veltufé frá rekstri sem
nemi 4,1% af heildartekjum. Það hafi
farið lækkandi á undanförnum árum.
Í niðurstöðum skýrslu KPMG
segir að sameining þessara tveggja
sveitarfélaga teljist hagkvæm fyrir
báða aðila og yrði fjárhagsstaða þess
yfir meðaltali á landsvísu.
Nú um miðjan nóvember verður
kynningarbæklingi um sameininguna
dreift inn á hvert heimili í sveitar-
félögum. Almennir kynningarfundir
um sameininguna verða svo haldnir
þriðjudaginn 22. nóvember næst-
komandi, klukkan 16 á Borðeyri og
klukkan 20 í Húnaþingi vestra.
Sameining Bæjarhrepps og Húnaþings vestra:
Talin hagkvæm
fyrir báða aðila
Næsta Bændablað
kemur út
24. nóvember
Fjórir starfsmenn Norðlenska á
Húsavík voru heiðraðir eftir 30 ára
starf nú þegar sláturtíð lauk hjá
fyrirtækinu nýverið. Sigmundur
Hreiðarsson, stöðvarstjóri
Norðlenska á Húsavík, afhenti
þeim gjöf frá fyrirtækinu.
Fjórmenningarnir eru Halldór
Sigurðsson frá Sandhólum á
Tjörnesi, sem er réttarstjóri og vann
áður hin ýmsu störf á sláturlínunni,
Þröstur Jónasson frá Sílalæk í
Aðaldal, nú kjötmatsmaður en hefur
unnið við nánast allt í sambandi við
slátrun, Ragnheiður Jóhannesdóttir
frá Klambraseli í Aðaldal, en hún
vinnur við innanúrtöku og þykir
eiga fáa sína líka á því sviði og
Sigurgeir Jónasson frá Helluvaði í
Mývatnssveit, sem er í gærunum.
„Allt þetta fólk hefur sýnt fyrir-
tækinu hollustu og sinnt sínum verk-
um af mikilli kostgæfni, sem ber að
þakka,“ segir Sigmundur. „Vonandi
fáum við að njóta starfskrafta þeirra
í mörg ár í viðbót.“
Yfir 500 tonn til uppgræðslu
Sigmundur þakkar góðu starfsfólki
hjá sláturhúsi Norðlenska vel unnin
störf í nýliðinni sláturtíð, það eigi
jafnt við um þá sem unnu í hinni eig-
inlegu sláturtíð
sem og vinnslu,
en fyrirtækið
hafi á að skipa
mjög góðum og
sterkum hópi
starfsmanna. Þá
segir Sigmundur
að innleggj-
endur, tengiliðir
og harðduglegir
f l u t n i n g s a ð -
ilar eigi einnig
þakkir skildar.
„Flutningsaðilar
hafa virkilega
lagt sig fram og skilað mikilli og góðri
vinnu,“ segir hann. Sérstakir aðilar
eru svo í því að keyra öllu gori upp
á lokuð svæði Landgræðslunnar ofan
við Húsavík og dreifa þar úrgang-
inum, „með frábærum árangri,“ segir
Sigmundur, en þetta haustið má gera
ráð fyrir að Norðlenska skili yfir 500
tonnum til uppgræðslu landsins, „og
geri aðrir betur“.
Fjórir heiðraðir að lokinni sláturtíð hjá Norðlenska
„Hafa sinnt verkum sínum af hollustu og kostgæfni“
Ragnheiður Jóhannesdóttir er af-
burða góð í innanúrtöku og erfitt
eða nánast útilokað að finna annan
eins starfsmann hvað þetta varðar.
Þröstur Jónasson hefur starfað við
slátrun frá unga aldri eða í um 50 ár.
Hann starfar nú við kjötmat og varla
hægt að hugsa sér meiri fagmennsku
á því sviði.
Sigurgeir Jónas-
son, Geiri eins og
hann er kallaður,
hefur starfað hjá
Norðlenska í 30 ár
og allan þann tíma
við gærur.
Halldór Sigurðsson, bóndi og réttar-
stjóri til margra ára og þar er ekki í
kot vísað þegar kemur að dugnaði og
samviskusemi. Halldór hefur starfað
við slátrun í meira en 50 ár.