Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 5
Launamiðar og
verktakamiðar
Skilaskyldir eru allir þeir sem innt
hafa af hendi launagreiðslur,
hlunnindi, lífeyri, bætur, styrki,
happdrættis- og talnavinninga
(skattskylda sem óskatt skylda),
greiðslur til verktaka fyrir þjón-
ustu (efni eða vinnu) eða aðrar
greiðslur sem framtalsskyldar eru
og/eða skattskyldar.
Bifreiðahlunnindamiðar
Skilaskyldir eru allir þeir sem
í rekstri sínum eða annarri
starfsemi hafa haft kostnað af
kaupum, leigu eða rekstri fólks-
bifreiðar.
Hlutafjármiðar
Skilaskyld eru öll hlutafélög,
einkahlutafélög, samlagshluta-
félög, samvinnuhlutafélög og
sparisjóðir.
Viðskipti með hlutabréf
og önnur verðbréf
Skilaskyldir eru bankar, verðbréfa-
fyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem
annast kaup og sölu, umboðs-
viðskipti og aðra umsýslu með
hlutabréf og önnur verðbréf.
Bankainnstæður
Skilaskyldar eru allar fjármála-
stofnanir og aðrir aðilar sem taka
við fjármunum til ávöxtunar.
Lánaupp lýsingar
(bankalán, fasteignaveðlán,
bílalán og önnur lán). Skila-
skyldar eru allar fjármálastofnanir
(bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir,
tryggingafélög, fjármögnunar-
leigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til
einstakl inga.
Stofnsjóðsmiðar
Skilaskyld eru öll samvinnufélög,
þ.m.t. kaupfélög.
Takmörkuð skattskylda
- greiðsluyfirlit
Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa
af hendi hvers konar greiðslur til
erlendra aðila og annarra, sem
bera takmarkaða skattskyldu hér
á landi.
Greiðslumiðar
– leiga eða afnot
Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa
af hendi hvers konar greiðslur
fyrir leigu eða afnot af lausafé,
fasteignum og fasteignarétt-
indum eða öðrum réttindum.
Hlutabréfakaup
skv. kaupréttarsamningi
Skilaskyld eru öll hlutafélög sem
gert hafa kaupréttarsamninga við
starfsmenn sína samkvæmt stað-
festri kaupréttaráætlun. Sama á
við um söluréttarsamninga.
Fjármagnstekjumiði
Þeir aðilar sem greitt hafa fjár-
magnstekjur skulu skila þessum
miða og tilgreina þar sundurliðun
fyrir þá aðila sem hafa móttekið
þær og þá staðgreiðslu fjár-
magnstekjuskatts sem haldið
hefur verið eftir. Hér er einkum
um að ræða smærri innheimtu-
aðila, t.d. lögfræðistofur. Þessum
miða er eingöngu hægt að skila
rafrænt.
Skil á upplýsingum
vegna skattframtals 2012
Vakin er athygli á nýjum launamiðareit, nr. 210, þar sem færa skal þann hluta arðgreiðslu sem telja skal
sem laun skv. 3. málsl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2003.
Einnig er vakin athygli á nýjum launamiðareit, nr. 220, þar sem færa skal stjórnarlaun.
Minnt er á að upplýsingum um húsnæðishlunnindi skal skila á launamiða. Húsnæðishlunnindi eru allt
að 5% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis 31. des. 2010, sem látið er launþega í té endurgjaldslaust eða
með óeðlilega lágu endurgjaldi. Sjá nánar í lið 2.8 í skattmati ríkisskattstjóra vegna tekjuársins 2011.
Skilafrestur á eftirtöldum gögnum
vegna framtalsgerðar 2012 er til 30. janúar
en þeir sem skila á rafrænu formi hafa þó frest
til 10. febrúar 2012
Nánari upplýsingar á www.rsk.is