Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 8
9. janúar 2012 MÁNUDAGUR8 Nordjobb miðlar sumarvinnu, húsnæði og tómstundadagskrá á Norðurlöndunum til ungmenna á aldrinum 18-28 ára. Starfsmaðurinn á að útvega og miðla störfum og húsnæði á Íslandi í sumar auk þess að skipuleggja og framkvæma tómstundadagkrá sumarsins. Í starfinu felst að kynna verkefnið fyrir íslenskum ungmennum. Hæfnis- og menntunarkröfur: • Góð kunnátta í dönsku, norsku og/eða sænsku • Háskólapróf sem nýtist í starfi er æskilegt • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg • Leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum Um er að ræða tímabundið starf frá 1. febrúar til 31 . ágúst 2012. Nánari upplýsingar veitir Stefán Vilbergsson, s. 5510165, netfang island@nordjobb.net. Upplýsingar um Nordjobb má einnig nálgast á heimasíðunni www.nordjobb.net. Tekið er við umsóknum á netfanginu island@nordjobb.net. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2012. Norræna félagið - Óðinsgötu 7 - 101 Reykjavík - www.norden.is Norræna félagið á Íslandi leitar að starfsmanni til að sinna verkefninu Nordjobb fréttaskýring Hverjar eru mögulegar niðurstöður EFTA-dómstólsins í máli gegn Íslend- ingum vegna Icesave? ESA, eftirlits stofnun EES, stefndi Íslendingum fyrir dóm stól EFTA í desember. Til efnið var meint brot þeirra á til skipun um innstæðu­ tryggingar. Dóm stólsins er að meta hvort reglur inn stæðu­ trygginga kerfis Evrópu sam­ bandsins hafi verið brotnar í upp­ gjöri Icesave ­ skuldanna. Samkvæmt til skipuninni ber inn stæðu trygginga sjóði hvers lands að tryggja greiðslu lágmark­ stryggingar til hvers spari fjár­ eiganda, að upphæð 20 þúsund evrur. Við hrun Lands bankans ákváðu íslensk stjórn völd að á byrgjast allar inn lendar inn stæður að fullu. Þetta var gert með neyðar lögunum sem sam þykkt voru 6. október 2008, í upp hafi banka hrunsins. Geir H. Haarde forsætis ráð herra var fyrsti flutnings maður þeirra. Í ræðu sinni sagði hann lögin nauð­ syn leg vegna banka kreppunnar. „Við þessar erfiðu aðstæður hafa stjórnvöld víða um heim neyðst til að grípa til ráðstafana er miða að því að tryggja virkni fjármálakerfisins og efla traust almennings á því,“ sagði Geir í ræðu sinni. Þetta gilti hins vegar aðeins um inn lendar inn stæður. Breskir og hollenskir eigendur sparifjár á Icesave­reikningum voru ekki inni í þessu ís lenska inn­ stæðu kerfi, þó þeir hefðu átt reikninga í ís lenskum banka: Landsbankanum. Bretar og Hollendingar gripu til þess ráðs að tryggja inn stæðurnar og fóru fram yfir það sem lág­ markstryggingin sagði til um. Bretar tryggðu 50 þúsund pund og Hollendingar 100 þúsund evrur. Deilur þjóðanna hafa síðan staðið um hvernig Íslendingar ætli sér að standa við lágmarkstrygginguna á erlendum reikningum einnig. EFTA­dómstóllinn gæti, eins og sagt er frá hér til hliðar, komist að því að ráðstafanir Íslendinga væru brot á banni um mismunun vegna þjóðernis. Sú mismunun ætti þá væntanlega við um allar innstæður líkt og var hér á landi, ekki bara lágmarksinnstæðu. Um töluverðar upphæðir er að ræða þar sem lágmarksinnstæðurnar nema 670 milljörðum íslenskra króna en heildarinnstæður tæpum 1.200 milljörðum. Eftir stendur að allt út lit er fyrir að eignir þrota bús Lands bankans dugi fyrir forgangs kröfum og vel það og þar með lágmarks­ tryggingunni. Eftir standa þó deilur um vexti. EFTA­dóm­ stóllinn kveður hins vegar aðeins upp úr um hvort brot hafi átt sér stað, ekki hverjar af leiðingar þess eru og hvað þá hvort það hafi skaða bótas kyldu í för með sér. kolbeinn@frettabladid.is Ekki dæmt um skaðabætur Málaferli gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave snúast ekki um skaðabótaskyldu. Dæmt verður um brot á EES eða um mismunun eftir þjóðerni. Mögulegar skaðabætur þarf að sækja sérstaklega. deilt um hrunsviðbrögð Hart var deilt á Alþingi í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Mögulegt er að EFTA-dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hafi mismunað á grundvelli þjóðernis varðandi innstæðutryggingar. Hann dæmir þó ekki um skaðabætur. FréTTAblAðIð/AnTon 1 sýkna. Málatilbúnaði ESA hafnað og Ísland sýknað. Eftirmál yrðu líklega engin af slíkri niðurstöðu. 2 brot á innstæðutilskipun. Ísland dæmt fyrir brot gegn tilskipun EES-samnings um innstæðutrygg- ingar. Forsendur dómsins gætu verið á þá leið að um greiðsluskyldu væri að ræða og Íslendingum því gert að greiða lágmarkstryggingu allra innstæða: 670 milljarða króna. Óvíst er þó hvort greiðsluskylda fylgdi sjálfkrafa og þá hve víðtæk hún væri með tilliti til vaxta. 3 mismunun á grundvelli þjóðernis. Ísland dæmt fyrir að brjóta 4. grein EES-samningsins um bann við mis- munun á grundvelli þjóðernis. Um brot á einni grunnreglu samningsins væri að ræða, en engu síður er óvíst hvort um sjálfkrafa greiðsluskyldu væri að ræða. Yrði þetta niðurstaðan gætu bretar og Hollendingar byggt áframhaldandi kröfur sínar á því að Ísland eigi að greiða allar innstæður: tæpa 1.200 milljarða króna. mögulegar niðurstöður efta-dómstólsins FjÁRMÁlAMARkAðiR Vænt skulda­ bréfa útgáfa Lána mála ríkisins og Íbúða lána sjóðs á árinu mun ekki nægja til að fullnægja fjárfestingar þörf lífeyris sjóða­ kerfisins. Því er sennilegt að ávöxtunar krafa á skulda bréfa­ markaði lækki á næstunni. Þetta er mat sér fræðinga hjá Júpíter, rekstrar félagi verð bréfa sjóða í eigu MP banka, sem var til um fjöllunar í nýjasta frétta bréfi félagsins. Í frétta bréfinu kemur fram að hrein út gáfa inn lendra ríkis­ skulda bréfa sé á ætluð 75 milljarðar króna á þessu ári. Þá er hrein útgáfa Íbúða lána sjóðs áætluð um 35 milljarðar króna. Samtals gerir þetta 110 milljarða en til samanburðar er á ætluð fjár festingar þörf lífeyris sjóða­ kerfisins metin á bilinu 120 til 144 milljarðar króna á árinu. Þá telja sérfræðingar Júpíters ólíklegt að lífeyrissjóðirnir geti minnkað stöðu sína í ríkisskulda­ bréfum í einhverjum mæli á tíma­ bilinu. Væntar nýskráningar á hlutabréfamarkað hjálpi en dugi þó ekki til. Loks er bent á í frétta­ bréfinu að útgáfa skuldabréfa utan markflokka gæti einnig hjálpað til, þar á meðal útgáfa vegna fjár­ mögnunar tónlistarhússins Hörpu. - mþl Útgáfa ríkisskuldabréfa á árinu uppfyllir ekki fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna: Líkur á að krafa á skuldabréf lækki mikil fjárfestingarþörf Áætluð útgáfa á ríkisskuldabréfum á árinu er ekki næg til að fullnægja fjárfestingar- þörf lífeyrissjóðanna. FréTTAblAðIð/GVA DÓMSMÁl Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að slá eða kasta glerflösku í höfuð annars manns. Sá síðarnefndi hlaut þriggja til fjögurra sentí- metra langan skurð á vinstra gagnauga og annan skurð þar fyrir neðan. Það er lögreglustjórinn á Selfossi sem ákærir. Atvikið átti sér stað í október og er með það farið sem sérstaklega hættulega líkam sárás. Fórnarlambið krefst rétt tæpra 330 þúsund krónur í skaðabætur. - jss Hættuleg líkamsárás: Kastaði gler- flösku í höfuð Ljóst er að hver sem dómurinn verður mun íslenska ríkið ekki verða formlega dæmt til að greiða eitt eða neitt. Lesa þarf í forsendur dómsins og Breta og Hollendinga væri þá að sækja kröfur sínar og þá fyrir íslenskum dómstólum. Hvað skaðabætur varðar eru skilyrði fyrir skaðabótakröfu þrjú: að um brot sé að ræða, orsaka- samhengi og alvarleiki. Það ylti því á því hvort Bretar og Hollendingar hafa orðið fyrir tjóni og þá hve alvarlegu hvort skaðabætur þyrfti að greiða. HeilSA Heila starf semi fólks byrjar að hraka mun fyrr en áður var talið samkvæmt niður stöðum nýrrar rann sóknar. Heila starf­ seminni byrjar að hraka við 45 ára aldur sam kvæmt frétt BBC. Eldri rannsóknir bentu til þess að heila starf semi héldist ó skert fram til 60 ára aldurs. Samkvæmt niður stöðum nýju rann­ sóknarinnar, sem birtist í breska lækna tíma ritinu British Medical Journal, hrakaði vits muna legri getu fólks um að meðaltali 3,6 prósent á ára bilinu 45 til 49 ára. Gera þarf frekari rann­ sóknir til að meta hvernig niður­ stöðurnar geta nýst við að finna sjúkdóma á borð við alzheimers fyrr en nú er hægt. - bj Heilastarfsemin versnar fyrr: Byrjar að hraka um 45 ára aldur brotist inn á bensínstöð Tilkynnt var um innbrot í olís á Kjalarnesi á áttunda tímanum í gærmorgun. Á upptöku sást maður fara inn í verslunina og aftur út en talið er að engu hafi verið stolið. lögreglufréttir umferðaróhapp í landeyjum Umferðaróhapp átti sér stað í landeyjum í gær sökum mikillar hálku. Tveir bílar skullu saman og skemmdust mikið en farþegar sluppu ómeiddir. 1. Hvað voru mörg heimili yfirgefin vegna myglusvepps í fyrra? 2. Hvaða fyrirtæki vill reisa nýjar höfuðstöðvar í miðbænum á næstu árum? 3. Hvaða ofurfyrirsæta hélt upp á afmælið sitt í kjól frá íslenska merkinu Kalda á dögunum? svör: 1. 25 2. Landsbankinn 3. Lara stone veistu svarið?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.