Fréttablaðið - 09.01.2012, Page 6

Fréttablaðið - 09.01.2012, Page 6
9. janúar 2012 MÁNUDAGUR6 Listahátíð í Reykjavík og Hönnunarmiðstöð efna til SAMKEPPNI UM VEGGSPJALD LISTAHÁTÍÐAR 2012 Allar nánari upplýsingar: www.listahatid.is | www.honnunarmidstod.is lANDbúNAðUR Bæjar ráð Hvera­ gerðis lýsir yfir furðu sinni á því að gefið hafi verið út starfs leyfi til ORF líf tækni til ræktunar erfða­ breyttra líf vera í gróður húsi Land­ búnaðar há skólans að Reykjum án samráðs við sveitarfélagið. Kemur fram í fundar gerð bæjar­ ráðs að skilyrðis laust hefði átt að kynna málið fyrir bæjar stjórn eða á opnum fundi með íbúum. Gróður húsið stendur aðeins nokkur hundruð metrum frá íbúa byggðinni og Heilsu stofnun Náttúru lækninga­ félags Ís lands. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar­ stjóri í Hvera gerði, segir að bæjar yfir völd vilji fyrst og síðast leita upp lýsinga um fyrir ætlanir ORF Líf tækni. Í því augna miði hafi verið farið fram á fund með forsvars mönnum fyrir tækisins. „Það sem er hins vegar ámælis­ vert, út frá stjórn sýslu Umhverfis­ stofnunar, er að ekkert samband hafi verið haft við okkur. Það er satt best að segja orðið þreytandi að lenda aftur og aftur í málum þar sem áhrif ákvarðana eru mikil á okkar bæjarfélag, en ekki er haft fyrir því að inna okkur álits.“ Aldís bendir á, eins og kemur fram í fundar gerð bæjar ráðs, að þrátt fyrir að Reykir tilheyri sveitarfélaginu Ölfusi, stjórn sýslu­ lega séð, þá séu landfræðilegar aðstæður með þeim hætti að allt sem þar gerist hefur áhrif í Hvera­ gerði, enda ekki nema 150 metrar frá umræddu tilraunagróðurhúsi í næsta íbúðarhús bæjarins og um 350 metrar í miðbæinn. „Það hefði í raun ekki verið annað en sjálfsögð kurteisi að hafa sam band við bæjar yfirvöld hér og kynna þau á form sem þarna eru fyrir­ huguð,“ segir Aldís. Umhverfis­ stofnun endur­ nýjaði starfs­ l e y f i f y r i r ræktun erfða­ breyttra lífvera í til rauna gróður­ húsi LBHÍ að Reykjum í Ölfusi í desember, en ræktun ORF hófst 2003. And stæðingar ræktunarinn­ ar hafa gagn rýnt leyfis veitinguna harkalega og forsvars menn Heilsu­ stofnunarinnar í Hvera gerði lýstu áhyggjum af ná lægð starf seminnar við umrætt gróður hús. Þeirri gagnrýni hefur ORF Líf­ tækni svarað meðal annars með greina skrifum í Fréttablaðinu. Þar kemur fram að ekki sé annað hægt en að kalla það ofs tæki að halda því fram að erfða efni úr byggi sem ræktað er í gróður húsi geti á einhvern hátt haft áhrif á mögu­ leika til útivistar eða heilsubótar á heilsustofnuninni. Eins að engar vísindalegar rannsóknir styðji upphrópanir um hættu ræktuninni samfylgjandi. Þvert á móti sýni rannsóknir ótvírætt að ræktun á erfðabreyttu byggi sé örugg og hafi enga mengunar­ eða heilbrigðisáhættu í för með sér. svavar@frettabladid.is Bæjarráð furðar sig á þögn stjórnsýslunnar Bæjaryfirvöld í Hveragerði vilja upplýsingar frá ORF Líftækni um ræktun erfðabreytts byggs í túnfæti bæjarfélagsins. „Sjálfsögð kurteisi að tala við okkur,“ segir bæjarstjóri um stjórnsýslu Umhverfisstofnunar við leyfisveitingu. Heilsustofnun nlfÍ Forsvarsmenn óttast að ræktun erfðabreytts byggs í nágrenninu verði þeim fjötur um fót. Það telur ORF vera fjarstæðu. FRéttablaðið/gva DÓMSMÁl Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvær konur fyrir stórfellda þjófnaði úr verslunum. Annarri konunni er gefið að sök að hafa í ágúst 2011, í verslun Úti­ lífs í Smára lind í Kópa vogi, tekið fatnað af gerðinni Cintamani, að sölu verð mæti ríf lega 155 þúsund krónur, sett hann ofan í tösku sem hún hafði með ferðis og í kjölfarið gengið út úr versluninni án þess að greiða fyrir vörurnar. Hin konan er ákærð fyrir að hafa í sama mánuði stolið snyrtivörum fyrir tæplega 100 þúsund krónur úr verslun Lyfju í Smáralind í Kópavogi. - jss Tvær konur fyrir dóm: Ákærðar fyrir stórþjófnaði loNDoN, AP Búið er að bera kennsl á konu sem fannst látin á landar eign bresku konungs­ fjölskyldunnar á ný árs dag. Konan, sem var lett nesk, hét Alisa Dmitrijeva, var 17 ára gömul og hafði verið saknað í nokkurn tíma. Breska lög reglan greindi frá þessu í gær en það var gangandi veg farandi sem fann líkið um fimm kíló metra frá lóð konungs­ fjöl skyldunnar í Sandring ham. Málið er enn í rann sókn. - áp Fannst látin á lóð drottningar: Búið að bera kennsl á líkið AldÍs HAfsteinsdóttir heilbRiGiðiSMÁl Velferðar ráð­ herra telur nauðsynlegt að gögn frá sér greina læknum og þeim sem fram kvæma að gerðir án þát t töku ríksins verði hluti af sam ræmdri sjúkra skrá. Ef slík skrá væri til þá hefði hún getað hjálpað við að grípa inn í í PIP sílikon púða málinu. Síðas tliðið haust var kynnt skýrsla sem velferðar ráðherra lét vinna um skipu lag heilbrigðis­ kerfisins hér á landi. Það var Boston Consulting Group sem vann skýrsluna. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að verulega skorti á rafræn skráningarkerfi hér á landi og nákvæmar tölulegar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt sé að tekin verði í notkun samræmd rafræn sjúkraskrá fyrir allt landið. Slíkt er ekki til staðar hér á landi eins og staðan er núna. Guðbjartur Hannes son velferðar­ ráðherra segir að unnið sé að því að taka slíka skrá í notkun hér á landi. „Það er alveg klárt að þetta er eitt af forgangsverkefnunum. Það skiptir gríðarlega miklu máli að við séum með samræmda sjúkraskrá þar sem hægt er að fylgjast heildstætt með hverjum og einum sjúklingi og lesa og fylgja eftir þeim aðgerðum sem að gerðar eru á viðkomandi eða þeirri þjónustu sem að viðkomandi fær. Þetta skiptir máli upp á lyfin, þetta skiptir máli upp á að ekki sé verið að endurtaka hluti og gera þá aftur og aftur. Þetta er stórt verkefni sem að við klárum ekki á einhverjum vikum,“ segir Guðbjartur. Fjögur hundruð íslenskar konur eru með PIP­sílikonpúða en gögn um þær eru aðeins hjá lýtalækninum sem framkvæmdi aðgerðirnar. Guðbjartur telur að ef samræmd sjúkraskrá væri til staðar hefði hún nýst í málinu. - lvp Velferðarráðherra segir forgangsverkefni að bæta skráningar í heilbrigðiskerfinu: Telur samræmda sjúkraskrá nauðsynlega guðbjArtur HAnnesson velferðar- ráðherra segir ekki ljóst hvenær nýtt skráningarkerfi verður tekið í notkun. FÓlk Fjöldi barna og foreldra mynduðu Heillakeðju barnanna 2012 við Reykjavíkurtjörn á laugardag. Markmiðið var að mynda keðju hringinn í kringum tjörnina en vantaði eitthvað upp á fjöldann til að svo gæti orðið. Þess í stað gekk hópurinn umhverfis tjörnina og lauk göngunni við Iðnó þar sem stórir og litlir göngumenn fengu heitt kakó. Heillakeðjunni er ætlað að vekja athygli á málefnum Barna­ heilla ­ Save the Children á Íslandi en í framhaldi af henni hafa tólf íslensk fyrirtæki skuld­ bundið sig til að vekja athygli á málefnum barna og safna fjár til verkefna í þeirra þágu. - sm Heillakeðja Barnaheilla: Gengið í kring- um Tjörnina HeillAkeðjA töluverður fjöldi barna og foreldra myndaði heillakeðju barnanna við Reykjavíkurtjörn um helgina. mynd/aRnalduR halldóRssOn GeiMvíSiNDi, AP Eftir þriggja og hálfs mánaðar ferða lag eru könnunar för banda rísku geim ferða­ stofnunarinnar NASA komin á braut um tunglið í um 50 kílómetra hæð frá yfirborði þess. Förin tvö munu á næstu tveimur mánuðum eða svo stilla sig af en eftir það munu þau kor t leggja þyngdar svið tunglsins af áður óþekktri ná kvæmni. Til gangurinn er að afla upp lýsinga um tilurð tunglsins og ástæðu þess að fjarhlið þess, sem snýr alltaf í átt frá jörðu, er svo mikið hæðóttari en nærhliðin. Afrakstur rannsóknanna, sem lýkur sennilega í maí, mun einnig nýtast í rannsóknum á tilurð og þróun jarðar og annarra berg­ hnatta. Kostnaður verkefnisins er tæpur hálfur milljarður Banda­ ríkjadala en þrátt fyrir umfang rannsóknarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir að farnar verði mannaðar ferðir til tunglsins á næstunni. Forgangur núverandi stjórnvalda er að undirbúa ferðir á Mars og til þess verður reynt að lenda á smástirni á komandi árum. - þj Könnunarför NASA komin á braut um tunglið eftir langt ferðalag: Kortleggja segulsvið tunglins Mögnuð Mælitæki vísindamenn nasa munu meta segulsvið tunglsins eftir breytingu á afstöðu tveggja könnunarfara. mynd/nasa Grunar þig að heimili þitt sé sýkt af sveppum? já 20% nei 80% spurning dAgsins Í dAg: Finnst þér að ríkið eigi að taka þátt í kostnaði vegna gallaðra sílíkonpúða í brjóstum? Segðu þína skoðun á Vísir.is. kjörkAssinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.