Fréttablaðið - 09.01.2012, Page 46

Fréttablaðið - 09.01.2012, Page 46
9. janúar 2012 MÁNUDAGUR22sjónvarpsþátturinn „Þetta verður ansi langt og strem­ bið. Við verðum þarna úti í ní tján daga og þetta á eftir að krefjast mikils út halds,“ segir Adolf Ingi Erlings son íþrótta frétta maður. Evrópumótið í hand knattleik hefst í Serbíu í vikunni. „Strákarnir okkar“ verða sem fyrr í eld línunni en RÚV mun sýna beint frá mótinu. Adolf Ingi verður víðs fjarri í lýsingunum hjá Ríkis útvarpinu en mun hins vegar sjá um að taka við­ töl og gera styttri inn slög fyrir vef­ síðu EHF, evrópska handknattleiks­ sambandið. Adolf mun því fylgjast með öllum leikjunum í öllum fjórum riðlum keppninnar og verður af þeim sökum á ferð og flugi alla keppnis dagana. „Þegar ljóst varð að ég myndi ekki fara á vegum RÚV þá ákvað ég að gera þetta, EHF hafði þá óskað eftir mínum kröftum,“ segir Adolf sem viðurkennir að það fari alltaf fiðringur um kroppinn þegar stór­ mót í handknattleik nálgast. „Þegar maður er að vinna í þessum geira þá er þetta alltaf skemmtilegast, hand­ boltamót og Ólympíuleikarnir.“ Adolf, sem gjarnan er kallaður Dolli, gegndi sama hlut verki fyrir vef EHF með miklum bravúr þegar Evrópu mót kvenna fór fram fyrir rúmu ári síðan. Þá vakti viðtal sjónvarps mannsins við hina norsku Gro Hammerseng mikla athygli. Adolf fór þess á leit að fá að sjá magnaða maga vöðva norsku stjörnunnar en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann endur tók leikinn skömmu eftir úrslita leik keppninnar og bauðst þá til að sýna eigin maga vöðva. Hammerseng gekk hins vegar ekki í gildruna. Öll viðtöl á vefnum fara fram á ensku og því verður óneitanlega forvitnilegt að fylgjast með því þegar íslensku landsliðsstrákarnir mæta í viðtal til Adolfs og þurfa að ræða við hann á ensku. Eins og alþjóð veit hefur Adolf fylgt landsliðinu á ófá stórmót og gengið í gegnum súrt og sætt með landsliðs­ mönnunum. „Ég mun örugglega ræða þetta við þá áður en viðtölin hefjast og útskýra fyrir þeim hvernig er í pottinn búið. En þetta verður örugglega mjög skrýtið og eflaust furðuleg uppákoma.“ freyrgigja@frettabladid.is Adolf IngI erlIngsson: Verður Sérlegur fréttaritari eHf Dolli tekur viðtöl við Strákana okkar á enSku til serbíu Adolf Ingi erlingsson verður í eldlínunni í serbíu fyrir vef eHf og mun þar taka viðtöl við handknattleikshetjur á ensku, þar á meðal strákana okkar. fréttAblAðIð/Anton „Ég er mjög stolt að hún hafi hrifist af skartinu og frábært að fá þetta tækifæri,“ segir Jóhanna Metúsalemsdóttir, eigandi og hönnuður skartgripamerkisins Kría en leikkonan Rosario Dawson ber Kríu skart í stuttmyndinni Awake. Vinkona Jóhönnu sá um búningana í myndinni og fékk nokkra skartgripi lánaða til að nota. „Vinkonu minni fannst skartið falla fullkomlega við karakterinn sem Dawson leikur í myndinni og hún var alls með fimm hálsmen frá mér á sér alla myndina,“ segir Jóhanna sem er búsett og starfar í New York en Kríu skartið en meðal annars fáanlegt í verslununum Aurum og Mýrinni hér á landi. Rosario Dawson er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sín í myndum eins og Kids, Men in Black, Sin City og Alexander. „Dawson var á endanum svo hrifin af öllum skartgripunum að hún vildi kaupa allt saman af mér, svo það endaði með því að hún keypti fjögur hálsmen og ég gaf henni eitt. Hún var mjög ánægð með viðskiptin og ég hef heyrt að hún taki hálsmenin aldrei af sér,“ segir Jóhanna sem finnst þetta mjög spennandi og hefur vakið athygli. „Það finnst öllum áhugavert þegar einhver þekktur ber skartgripina manns. Dawson er líka einstaklega glæsileg og hæfileikarík leikkona.“ -áp Rosario Dawson hrifin af skarti Jóhönnu stolt Jóhanna er glöð að rosario dawson hreifst af Kríu skartinu. „Ég hef akkúrat verið að vísa fólki á sýningu Vesturports því það er eiginlega að verða uppselt á allar sýningar hjá okkur,“ segir Kári Viðarsson, forsvarsmaður nýjasta atvinnuleikhússins á Íslandi, Frystiklefans á Rifi. Leikhúsið ætlar að setja á svið sýningu sína um sjálfan Axlar­Björn, Góðir hálsar, sem sýnd var við góðar undirtektir í ágúst í fyrra. Hún var þá sýnd í takmarkaðan tíma þar sem leikararnir þurftu frá að hverfa vegna anna á öðrum vettvangi. Svo skemmtilega vill til að í Borgarleikhúsinu verður einnig frumsýnt verk um Axlar­Björn í þessari viku, í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar með tónlist eftir Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og þeim Helga Björnssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni í aðal­ hlutverkum, sumsé stórstjörnu­ sýning. Kári er hins vegar hvergi banginn, segist bara svellkaldur. „Ég hlakka bara til að sjá hina sýninguna og eftir því sem ég hef heyrt þá eru þær gjörólíkar,“ segir Kári en áhorfendur á Rifi mega eiga von á öllu í sýn­ ingunni, bæði blóði og kareókí. K á r i , s e m er u p p alinn á Hellis sandi, segist ekki vita af hverju það sé allt í einu svona mikill á hugi á Axlar ­ Birni. Hann hafi sjálfur alist upp með þessari sögu og nánast drukkið hana með móður­ mjólkinni. „Þetta er rosalega flott saga sem er gaman að tækla,“ segir Kári sem leikur sjálfur Axlar­ Björn. -fgg Óhræddur við stjörnur Vesturports svellkaldur Kári Viðarsson hræðist ekki samkeppnina við Axlar-björn Vesturports en frystiklefinn á rifi setur á svið sýningu um fjölda- morðingjann í vikunni. „Ég er þessa dagana að setja mig inn í Mad Men og reyna að keyra þá þáttaröð í gang. Ég hef heyrt vel af þessari þáttaröð látið en hún fer hægt af stað. Ég ætla því að vera þolinmóður.“ friðrik dór tónlistarmaður Mæðarstyrksnefnd Kópavogs Þakkar af alhug öllum þeim, sem með einum eða öðrum hætti styrktu starfsemi a á sl. ári ári. Framlag ykkar skipti starfsemina miklu máli. Ath. Vegna vinnu við breytingar á húsnæðinu verður opnað aftur þann 14. feb. nk. kl.: 16:00 – 18:00. Með bestu óskum um farsæld á nýju ári. Þakkar af alhug öllum þeim, sem með einum eða öðrum hætti styrktu starfsemina á sl. ári ári. Framlag ykkar skipti starfsemina miklu máli. Ath. Vegna vinnu við breytingar á húsnæðinu verður opnað aftur þann 14. feb. nk. kl.: 16:00 – 18:00. Mæðarstyrksnefnd Kópavogs Hljómsveitin Maus spilar á Euroso­ nic­hátíðinni í Hollandi síðar í mán­ uðinum. Ekki er þó um að ræða endurkomu hinnar íslensku Maus heldur hollensku sveitina sem ber sama nafn og hún. Hljómsveitin stígur á svið á Buckshot Café í borg inni Groningen þar sem há tíðin er haldin en hún er jafn framt heima­ borg Maus. Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 12. janúar, sama kvöld og fjórir íslenskir f lytjendur stíga á svið annars staðar í borginni, eða þau Lay Low, Ghost igital, Hjálmar og Sóley. Hin hollenska Maus er hugarfóstur Gijs v a n Ve l d h u i z e n , fyrrum gítarleikara Audiotransparent. Sem Gijs í Maus stígur hann í fyrsta sinn fram á sjónar sviðið sem söngvari og laga­ höfundur með eigið indí popp, ekki ósvipuðu því sem hin íslenska Maus spilar. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að Biggi í Maus hefði kvartað yfir nafni hol lensku sveitarinnar, enda hefur hin íslenska Maus einka réttinn á því í Evrópu. Óttaðist hann að ein hverjir sem ætluðu að sjá Gijs í Maus og félaga á tón leikum í Evrópu myndu ruglast á þeim og sinni hljóm­ sveit. Það gæti einmitt gerst á Eurosonic­ hátíðinni. - fb Maus með tónleika á eurosonic Kvikmyndin Contraband verður frum sýnd á fimmtu daginn í Banda ríkjunum en hún er endur­ gerð hinnar rómuðu íslensku kvik­ myndar, Reykjavik­Rotterdam eftir Óskar Jónas son. Myndin skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðal hlutverkum en Baltasar Kormákur situr í leikstjóra stólnum. Hann lék hins vegar aðal hlutverkið í íslensku útgáfunni sem fékk feykilega góða dóma og mikla aðsókn. Wahlberg hefur verið duglegur að hrósa íslensku út gáfunni í við ­ tölum vegna myndarinnar. „Mér fannst ís lenska ú t gáfan virki l ega svöl. Maður horfir oft á er lendar myndir og hugsar með sjálfum sér að maður gæti endur gert hana í Banda ríkjunum. En það er yfir leitt ekki svo. Reykjavik­Rotterdam var hins vegar fersk og öðru­ vísi og okkur fannst hún ganga upp. Þannig að við settumst niður með Baltasar, réðum frábæran handrits höfund og í kjölfarið fór boltinn að rúlla.“ Samkvæmt vef imdb.com er kostnaður við gerð myndarinnar um fjörutíu milljónir dollara eða tæpir fimm milljarðar íslenskra króna. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 20.janúar. - fgg Stóri dagurinn hjá Balta á fimmtudag ósáttur biggi í Maus er ekki sáttur við nafn hollensku sveitarinnar. Mikil eftirvænting fyrsta stóra Hollywood- kvikmynd baltasars Kor- máks, Contraband, verður frumsýnd á fimmtudaginn í bandaríkjunum en hún skartar Mark Wahlberg og Kate beckinsale í aðal- hlutverkum. Mynd/unIVersAl pICtures

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.