Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 12
9. janúar 2012 MÁNUDAGUR12
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
68 68 Jimmy Page gítarleikari Led Zeppelin er 68 ára í dag.„Ég trúi kannski ekki á sjálfan mig, en ég trúi á
það sem ég er að gera.“
merkisatburðir 9. janúar
1431 Réttarhöld yfir Jóhönnu af Örk hefjast í Rouen.
1793 Jean-Pierre Blanchard verður fyrstur til að fljúga yfir
Bandaríkin í loftbelg.
1935 Lög um aldurshámark opinberra starfsmanna og
embættis manna sett.
1964 Tunnuverksmiðjan á Siglufirði eyðileggst í bruna og 40
manns verða atvinnulausir.
1982 Hús Íslensku óperunnar vígt, óperan Sígaunabaróninn
frumsýnd.
1986 Hafliði Hallgrímsson hlýtur tónskáldaverðlaun
Norðurlanda ráðs fyrir verk sitt, Poemi.
1990 Mikið stormflóð veldur stórskemmdum á Stokkseyri,
Eyrarbakka og í Grindavík.
Á 29. verðlaunahátíð American Music
Awards, sem fór fram í Shrine Auditorium
í Los Angeles 9. janúar 2002, var Michael
Jackson verð launaður sem lista maður
tuttugustu aldarinnar. Leikarinn og
grínarinn Chris Tucker afhenti Jackson verð-
launin og sagði meðal annars: „Michael
Jackson er söluhæsti listamaður allra tíma
og Thriller er söluhæsta plata sem gefin
hefur verið út. Hann hlýtur nafnbótina
listamaður aldarinnar fyrir einstakt framlag
sitt til tónlistar á árunum frá 1970 til 2000.“
Þegar Jackson steig á svið til að veita
verðlaununum viðtöku risu áhorfendur úr
sætum og fögnuðu honum með dynjandi
lófataki. Í þakkarræðu sinni þakkaði
Jackson hópi fólks sem hann sagði skipta
miklu máli í lífi sínu. Þar á meðal voru
móðir hans og faðir og „hinn faðir minn,
Marlon Brando“.
Þetta gerðist: 9. JANúAR 2002
Jackson krýndur listamaður aldarinnar
Forsaga málsins er sú að ég var ásamt
öðrum Íslendingi, Róbert Snorrasyni,
í leiklistar námi úti í Kaupmanna höfn,“
segir Elfar Logi Hannes son leikari og
stjórnandi Kómedíu leikhússins sem
fagnar fimmtán ára starfs afmæli í
ár. „Við komum saman hingað upp
stað ráðnir í því að „meika það“ eins
og leikara er háttur. Tæki færin voru
ekki eins mörg og við höfðum búist
við þannig að við brugðum á það ráð
að stofna leik hús sjálfir. Þetta fyrsta
ár, 1997, settum við upp þrjú lítil
verk. Fengum inni í Mögu leikhúsinu í
Reykja vík með fyrsta stykkið og fórum
síðan á flakk um landið, auk þess sem
við settum upp tvö lítil verk fyrir börn
á öllum aldri og sýndum á ýmsum úti
hátíðum um sumarið. Róbert tók síðan
þá ákvörðun um haustið að flytja aftur
til Danmerkur þar sem hann hefur
búið og leikið síðan. Ég hélt áfram í
harkinu hér heima og það fór lítið fyrir
Kómedíuleikhúsinu þessi fyrstu ár.“
Um aldamótin 2000 varð sú breyting
á högum Elfars Loga að hann flutti með
konu sinni, Marsibil Kristjánsdóttur
myndlistarmanni, og börnum þeirra
vestur á firði og settist að á Ísafirði.
„Fyrir vestan gekk Kómedíuleikhúsið
í endurnýjun lífdaga og strax 2001 setti
ég upp fyrsta einleikinn, leikrit eftir
Samuel Beckett sem heitir Leikur án
orða. Eftir það fór boltinn á fulla ferð
og hvert verkið rak annað, verk um
myndlistarmanninn Mugg og skáldið
Stein Steinarr fylgdu í kjölfarið, gengu
vel og hlutu góðar viðtökur þannig að
það gaf heldur betur byr í seglin. Svo
gerist það árið 2005 að Gísli Súrsson
verður til. Einleikur sem notið hefur
fádæma vinsælda og verið mjólkurkýr
Kómedíuleikhússins allar götur síðan.
Sýningarnar á Gísla eru orðnar
rúmlega tvö hundruð og enn sýni ég
hann á hverju sumri, þá oftast á ensku
fyrir ferðamenn.“
Í hugum flestra er Elfar Logi
Kómedíuleikhúsið holdi klætt, en hann
segir það vera töluverðan misskilning.
„Konan mín hefur verið með mér í
þessu frá upphafi og verið mjög öflug.
Hún hefur hannað leik myndir og
búninga í flestum verkunum auk þess
að vera minn besti ráð gjafi. Svo gerðist
sá merki at burður fyrir tveimur árum
að annar atvinnu leikari flutti á svæðið
og ég var ekki seinn á mér að grípa
hann, en fram að því hafði ég verið eini
atvinnuleikarinn með fasta búsetu á
Vestfjörðum. Sá heitir Ársæll Níelsson
og býr á Suður eyri og hefur starfað með
mér af fullum krafti allar götur síðan.“
Hvað á svo að gera til hátíða brigða
á afmælisárinu? „Þemað á afmælis
árinu verður mjög alþýðlegt. Fyrsta
frumsýningin er í byrjun mars á Suð
ureyri og þar mun Ársæll leika skáldið
á Þröm, öðru nafni Magnús Hj. Magn
ússon, fyrirmyndina að Ólafi Kárasyni
í Heimsljósi, en ég leikstýri. Hin leik
sýningin fjallar um annan alþýðulista
mann, listamanninn með barnshjartað,
Samúel í Selárdal. Þá skiptum við um
hlutverk, ég leik og Ársæll leikstýrir
og frumsýning verður síðustu helgina
í júní í kirkjunni í Selárdal.“
Það er aldrei slakað á greini lega.
Ertu ekkert að verða leiður á þessu?
„Nei, ekki enn þá. Auðvitað kemur
alltaf ein hver leiði yfir mann annað
slagið eins og hjá öllum öðrum, sama
í hverju þeir vinna. Maður dettur í
það að velta því fyrir sér hvers vegna
maður sé að þessu. Þetta er náttúru
lega svaka legt hark en ein hvern
veginn hefur maður alltaf jafn gaman
af þessu og sterka þörf fyrir að sinna
leik húsinu,“ segir Elfar Logi.
fridrikab@frettabladid.is
KóMEdÍuLEiKHúSið: Fimmtán ára starFsaFmæLi á árinu
Svakalegt hark en alltaf jafn
gaman og þörfin jafn sterk
aldrei slakað á Elfar Logi Hannesson rekur eitt öflugasta leikhús landsins, Kómedíuleik-
húsið, sem fagnar fimmtán ára starfsafmæli á þessu ári. FRéTTABLAðið/GVA
Tónleikaröð Salarins, sem
ber yfir skriftina Tónlistar
hátíð unga fólksins, efndi í
vetur til tónleika samkeppi.
Leitað var eftir frá bærum
flytjendum af yngri kyn
slóðinni og heil steyptri efnis
skrá. Sigur vegari keppninnar
er Kvartett Inegal sem hóf að
leika saman í Lübeck haustið
2008 þegar liðs menn hans
voru við nám í tónlistar
skólanum þar. Kvartettinn
skipa Lucas Brunnert og
Eygló Dóra Davíðsdóttir sem
bæði leika á fiðlu, Joachim
Kelber sem leikur á víólu og
Nika Bric á selló.
Sigurlaunin eru 150
þúsund krónur auk þess sem
kvartettinn kemur fram á tón
leikum í Salnum næsta sumar.
Efnis skráin er þegar tilbúin.
Haustið 2010 var kvart
ettinn Inegal valinn til að
spila á tón l eikum „Junge
Künstler Live“ sem sendir
voru út í beinni út sendingu
á NDR og út frá því bauðst
þeim að fara í upp tökur hjá
NDR. Sú upp taka er nú í
spilun hjá NDRKultur.
Sigruðu í tón-
leikasamkeppni
ein úr inegal Eygló dóra
davíðsdóttir leikur á fiðlu í
kvartettinum.
Hljóm sveit i rnar Ba nd
nú tímans, Geir fuglarnir,
Agent Fresco, Menn ársins,
Aldin borg og Lame dudes
koma fram á styrktar
tónleikum í Salnum í Kópa
vogi fimmtu daginn 19. janúar
næst komandi. Allur á góði af
miða sölu rennur til styrktar
sonum Rafnars Karls Rafnar
sonar en móðir þeirra og
eiginkona Rafnars, Regína
Sólveig Gunnars dóttir, féll
frá í október á síðasta ári.
Allir sem taka þátt í tón
leikunum gefa vinnu sína.
styrktartónleikar í
salnum
agent Fresco Er á meðal hljóm-
sveitanna sem fram koma á
styrktartónleikunum.
FRéTTABLAðið/ViLHELM
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Arnór Jón Sveinsson
Hjallalundi 22, Akureyri,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar, þriðjudaginn
3. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku
daginn 11. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á minningarsjóð heimahlynningarinnar
á Akureyri.
F.h. fjölskyldunnar,
Sigurrós Aðalsteinsdóttir.
Leyst úr læðingi? Íslam, stjórnmál og framtíð
MiðAusturlanda er yfirskrift hádegisfundar
í Lögbergi á fimmtudag. Þar mun Magnús
Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams
háskóla í Bandaríkjunum sem er sérfróður
um málefni MiðAusturlanda, fjalla um
stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs og þær
umfangsmiklu breytingar sem hafa orðið á
stjórnmálum MiðAusturlanda á síðasta ári.
Hvað þarf að hafa í huga þegar fjallað
er um hið svokallaða arabíska vor?
Munu róttækar hreyfingar íslamista ná
yfirhöndinni eða munu frelsisþörf og
lýðræðistraumar mótmælenda ná að stemma
stigu við íslamsvæðingu svæðisins? Hvert er
svarið við því hvernig eigi að tvinna saman
nútímann og íslam og hvaða leið verður
væntanlega ofan á eru spurningar sem hann
mun leitast við að svara. Fundurinn er haldinn
á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla
Íslands. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson
fréttamaður.
Íslam og framtíð Mið-Austurlanda
Veltir uPP ýmsum sPurningum Magnús Þorkell mun fjalla um þær umfangsmiklu
breytingar sem hafa orðið á stjórnmálum Mið-Austurlanda á síðasta ári.