Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. janúar 2012 Verði hús vinsælt í Reykja-vík fer það rakleitt á válista. Ekkert er húsi skeinuhættara í þessari borg en að margir taki ástfóstri við það og fólki líði vel þar. Þá renna þær á lyktina hinar mennsku veggjalýs sem nærast á innviðum húsa og samfélags. Nýtingarhlutfallsferlíki Fallegt en þó einkum sögufrægt hús í Reykjavík á það ævinlega á hættu að lenda í eigu manns sem sér það ekki heldur eitthvað allt annað – helst eitthvað sem enginn annar vill sjá. Oft hefur það gerst á umliðnum árum í gömlu Reykjavík að einhver náungi eignast sögufrægt hús með það beinlínis fyrir augum að granda því til að reisa þar í staðinn forógnar-kassa með ógurlegu nýtingarhlutfalli svo að hann fái upp í kostnaðinn við að kaupa húsið sem honum er svo í nöp við, vegna þess að það var svo dýrt – af því að það var svo vinsælt. Þetta er ekki bara spurning um peningagræðgi. Sá sem ræður yfir húsi og eyðir því finnur líka til þess að hann hefur völd. Á síðustu áratugum hefur vaxið fram stétt manna sem iðja við það að eignast falleg hús á eftirsóknarverðum stöðum, láta þau grotna niður, fylla þau af ógæfufólki, kveikja í þeim hvað eftir annað, misbjóða þeim á alla lund og rífa þau loks í fyrrgreindu augnamiði: að reisa eitthvað nýtingarhlutfallsferlíki í stað húss. Þessir menn eru húsum það sem Fonspálmarnir voru fyrirtækjum, einhvers konar verðmætasugur. Undarleg sjálfs eyðingar hvöt hefur löngum herjað á Reykja- vík sem borg; skeytingar leysi um sögu borgarinnar og menningu, áhuga leysi um mann lífið, hálf- gerður and-úrbanismi. Ára tugum saman var borginni stjórnað af mönnum sem höfðu lífs viður væri sitt af því að selja bíla og bensín og sáu sér hag í því að láta fólk aka sem allra lengst og mest – en landinu var stjórnað af mönnum sem var hrein lega í nöp við þennan bæ og töldu vöxt hans og við gang einhvers konar slys í annars vel heppnaðri þjóðar sögu, allt frá Pínings dómi 1490 þegar þéttbýlis- myndun var bönnuð af íslenskum stór bændum. Ráða menn höfðu margir bein línis þá hug sjón að láta rífa Bernhöfts torfuna – elstu heil legu götu myndina í hjarta Reykja víkur - og setja þar í staðinn nokkurn veginn hvað sem var, bara eitthvað nógu ljótt, því að ekkert var fagurt nema sveitin heima. Hús með sál Sum sé: Þetta fer maður strax að hugsa við fréttir af draumum lóðar eiganda í hjarta Reykja- víkur um að reisa þar 4500 fm hótel og rífa Hótel Vík og fallega gula húsið við Aðalstræti 7 og Sjálfstæðishúsið gamla, þó að framhliðin á Austurvelli fái að halda sér. Þetta eru gömul og ástsæl hús: burt með þau og reisum nýtingarhlutfallsferlíki í staðinn. Það renna á mann tvær grímur gagnvart svona áformum, ekki síst fréttum af hugsanlegu niðurrifi Gamla Sigtúns, eða NASA eins og staðurinn hefur verið nefndur frá því að hann gekk í endurnýju lífdaganna eftir að hafa verið árum saman notaður sem mötuneyti fyrir starfsmenn Pósts & Síma. Þetta er samhengið. Kannski er það ekki sanngjarnt. Kannski stendur ekki einu sinni til að rústa NASA til að reisa sálarlausan kassa með gamla kvennaskólann sem framhlið. Kannski gengur eigandanum gott eitt til og honum er í mun að þetta svæði fái að njóta sín sem best í framtíðinni. Við skulum vona það. Eru menningar verðmæti fólgin í NASA? Þetta er víst engin Harpa hvað varðar hljóm burð og íburð. Og inn réttingarnar eru ekki það nýjasta af öllu nýjustu nýju. Þarna er ekki stærsta ljósa kerfi Norður landa, stærsta dans gólf Evrópu eða stærsta fata hengi heims. Þarna er ekki stærsta neitt neins – en þarna er aftur á móti rúm góður salur, frá bært svið, stórt dans gólf, af bragðs hljóm burður, og það sem mest er um vert: í húsinu er sál. Þetta er Sam komu hús Reyk- víkinga. Það blasir við manni um leið og maður kemur þarna inn: öll sam félög hér á landi til sjávar og sveita með sjálfs virðingu eiga sitt Samkomu hús og þetta er Hlé garður Reyk víkinga, þeirra Skjól brekka, þeirra Sjalli. Því að þarna í þessum húsa kynnum sem eru í senn glæsi leg, virðu leg og svo lítið snjáð hafa kyn slóðir Reyk víkinga dansað við undir- leik tón listar manna, vangað, kjaftað úti undir vegg, þráttað og þruglað og drukkið asna á barnum, glaðst og glatt. Hús er ekki bara hús, ekki bara skjól, veggir, leiðslur, tré- verk. Hús er andrúmsloft sem verður til af því sem fram hefur farið þar innan veggja í tímans rás, hús er fólk, líðan þess, til- finningar og athafnir – já og öll tónlistin. Sá sem kemur inn á NASA rétt áður en ball byrjar heyrir eitt sekúndubrot óminn af allri tónlistinni sem þar hefur verið leikin gegnum tíðina. Og hún síast einhvern veginn inn í þann sem er að fara að leika þar um kvöldið. Þess vegna spila menn betur á NASA en annars staðar. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í dAG ÍSLENSKA KRÓNAN BLESSUN EÐA BÖLVUN? Hvaða valkosti eigum við í gjaldmiðilsmálum? Allir velkomnir. Morgunverðarfundur ASÍ um gjaldmiðilsmál Þriðjudaginn 10. janúar kl. 8-10 á Hilton Reykjavík Nordica Nauðsyn á stöðugum og traustum gjaldmiðli til að tryggja bætt lífskjör Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Hvaða valkosti eigum við í gjaldmiðilsmálum? Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands Munurinn á því að taka upp gjaldmiðil einhliða eða taka upp evru með aðild að ESB Friðrik Már Baldursson, forseti Viðskiptadeildar HR Kostir sveigjanlegs gjaldmiðils við hagstjórn Ragnar Árnason, prófessor við HÍ Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fréttamaður. Eftir framsögu ræðumanna verður opnað fyrir umræður. Samkomuhús Reykvíkinga Fallegt en þó einkum sögufrægt hús í Reykjavík á það ævinlega á hættu að lenda í eigu manns sem sér það ekki heldur eitthvað allt annað – helst eitthvað sem enginn annar vill sjá. FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.