Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 8
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR8 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Arges PRO og DIY Slípirokkur HDA 436 1050w 7.990,- Rafhlöðuborvél með höggi, HDA2544 17.900,- Rafmagnsborvél, HDA 310 12.990,- Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY 4.790,- fyrir handlagna HDD1106 580W stingsög DIY 4.690,- Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 18V DIY 8.990,- SJÁVARÚTVEGUR Hagnaður sjávar- útvegsfyrirtækja á árinu 2010 var 19,8 prósent af heildartekjum sé miðað við árgreiðsluaðferð. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnskostnað og tekjuskatt var 28,9 prósent af heildartekjum. Þetta kemur fram í nýjasta ein- taki Hagtíðinda Hagstofunnar. Hagnaðarhlutfall í sjávarút- vegi dróst því örlítið saman milli áranna 2009 og 2010. Árið 2009 voru sömu hlutföll 22 prósent og 31 prósent. Þá kemur fram í Hagtíðindum að heildareignir sjávarútvegs í árslok 2010 voru 559 milljarðar króna en heildarskuldir 500 millj- arðar. Þá lækkuðu skuldir um 59,2 milljarða á árinu 2010. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Hagnaðarhlut- fall sjávarútvegs lakara árið 2010 SJÁVARÚTVEGUR Íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki greiddu niður skuldir fyrir 59,2 milljarða króna árið 2010. Við það rúmlega tvöfaldaðist eigið fé í greininni. VÍSINDI Fjögur stór eldgos á ára- bilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöð- um rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokk- uð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og banda- rísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norður- hveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eld- gosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldan- um lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baff- inslandi og borkjörnum frá Græn- landsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin held- ur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabelt- inu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norður- hvel jarðar, þó ekki beri þau höfuð- ábyrgð. brjann@frettabladid.is Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar Hin svokallaða litla ísöld hófst mun fyrr en áður var talið samkvæmt niður- stöðum rannsóknar sem íslenskir vísindamenn tóku þátt í. Veðurfar kólnaði í nærri 600 ár. Kaldasti kaflinn síðustu átta þúsund ár segir jarðfræðingur. HVÍTAVATN Rannsóknarmenn bora í Hvítárvatn í Langjökli. MYND/ÁSLAUG GEIRDÓTTIR 1. Hvað veltir landslénið .is mörgum milljónum á ári? 2. Hver er formaður refsiréttar- nefndar? 3. Hver orti: „Ég man Sinalco“? SVÖR 1. 207 2. Róbert R. Spanó 3. Þórarinn Eldjárn GRIKKLAND Grískum stjórnvöldum hefur gengið illa að standa við þá áætlun um samdrátt og aðhald í ríkisrekstri, sem er for- senda frekari fjárhagsaðstoð- ar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Mun minni eftirspurn en vonast var til hefur verið eftir ríkis- fyrirtækjum og öðrum ríkiseignum sem átti að selja. Einkabankar, sem hafa lánað Grikkjum, eru tregir til að semja um eftirgjöf skuldanna og segjast nú sjá fram á allt að 70 prósenta tap af eignum sínum. Grikkir vonast til þess að á næstu dögum náist samkomulag við full- trúa frá ESB og AGS, sem hafa verið í landinu undanfarna daga að ræða við stjórnvöld um næstu greiðslur. Samkomulag, sem tókst á leið- togafundi ESB á mánudag um stofn- un varanlegs stöðugleikasjóðs og áform um stofnun fjármálabanda- lags gagnast Grikkjum lítt í þessum bráðavanda. Hugmyndir Þjóðverja um að Evr- ópusambandið taki að sér umsjón með grísku fjárlögunum voru ekki rædd á leiðtogafundinum á mánu- dag, enda höfðu þau fengið afar hörð viðbrögð frá Grikkjum. - gb Einkabankar sem hafa lánað Grikkjum sjá fram á 70 prósenta tap á skuldum gríska ríkisins: Treglega gengur að selja ríkiseignirnar Á FUNDI Í BRUSSEL Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, á leiðtogafundi Evrópusambandsins á mánudag. Leiðtogar Danmerkur og Þýskalands, þær Helle Thorning-Schmidt og Angela Merkel, eru skammt undan. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Bresku pari var mein- að að koma til Bandaríkjanna nýverið eftir að annað þeirra skrifaði færslu á samskiptavefinn Twitter sem skilja má sem hótun um árás á bandarískri grundu. „Ég er á lausu þessa viku fyrir spjall og undirbúning áður en ég fer og legg Bandaríkin í rúst,“ skrifaði Leigh Van Bryan á Twitter-síðu sína stuttu áður en hann fór í frí til Bandaríkjanna, að því er fram kemur í frétt BBC. Starfsmenn heimavarnar- ráðuneytis Bandaríkjanna sáu ummælin og var vægast sagt ekki skemmt. Bryan og vinkona hans komust ekki lengra en á flugvöllinn í Los Angeles áður en þau voru stöðvuð, yfirheyrð og að lokum send til baka til Bretlands. „Starfsmenn heimavarnar- ráðuneytisins fóru með mig eins og einhvers konar hryðjuverka- mann,“ sagði Bryan við dagblað- ið Sun. „Ég reyndi að segja þeim að þeir hafi misskilið það sem ég skrifaði.“ Talsmaður samtaka ferðaskrif- stofa í Bretlandi varaði ferða- menn við að segja eða skrifa á opinberum vettvangi eitthvað sem skilja megi sem hótun í garð ríkis sem þeir ætla að heimsækja. - bj Bresku pari var vísað frá Bandaríkjunum vegna meintrar hótunar á samskiptavef: Ætluðu að „leggja Bandaríkin í rúst“ ÁRÁSIR Starfsmenn bandaríska heimavarnarráðuneytisins hafa almennt lítinn húmor fyrir tali um árásir á Bandaríkin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir ekki áform skipulagsnefndar um að stækka blandað svæði fyrir hafnarstarfsemi og verslun og þjónustu á kostnað hreins hafnar- svæðis á Húsavík. „Nú sé svo komið að útgerðar- fyrirtæki geta ekki athafnað sig á eðlilegan hátt á hafnarsvæðinu með tæki og flutninga vegna slysahættu fylgjandi aukinni umferð ferðamanna,“ er vitnað til bréfs Braga Sigurðssonar í fund- argerð bæjarstjórnar. Í öðru bréfi var hins vegar bent á að verulega hafi dregið úr starfsemi fiskvinnslu á hafnar- svæði Húsavíkur. Bæjarstjórnin samþykkti ekki breytinguna. - gar Breytingar ekki samþykktar: Ferðafólk sagt trufla útgerð HÚSAVÍK Vaxandi umsvif ferðaþjónustu eru sögð þrengja að útgerð. Ólöglegur keppnisvöllur Völlur íþróttahúss Vallaskóla á Selfossi uppfyllir ekki reglur um löglega breidd handboltavalla. Fjöl- brautaskóli Suðurlands hefur hafnað ósk sveitarfélagsins Árborgar um að UMFS megi nýta íþróttahúsið Iðu fyrir handboltaæfingar og leiki. ÁRBORG VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.