Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 18
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR18 timamot@frettabladid.is „Það er ekki oft sem hægt er að segja um eitthvert ákveðið fyrirbæri, svo ég tali nú ekki um heilan bókstaf í stafrófi, að ef ekki væri fyrir þenn- an ákveðna mann værum við ekki að nota þennan hlut,“ segir Stefán Páls- son sagnfræðingur, sem flytur fyrir- lestur um danska tungumálasnilling- inn Rasmus Kristján Rask á fyrsta Rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða á þessu ári í kvöld. Fyrirlestur- inn, Fingrafar málvísindamannsins – Rasmus Kristján Rask: áhrif, arfleifð og íslenska ð-ið, fer fram í Sögufélags- húsinu við Fischersund klukkan 20. Stefán segir Rask ekki jafn þekktan í dag og fyrir nokkr- u m á rat ug u m, þegar íslensk skóla- börn lærðu um „eina góða Dan- ann“, eina útlend- inginn fyrir utan danska konunga sem komist hefur á íslenskt frímerki. „Það segir sína sögu, enda skiptir Rask mjög miklu máli,“ segir Stefán. „Rask kenndi sjálfum sér íslensku á táningsaldri með því að plægja sig í gegnum gam- alt handrit að Heimskringlu og danska þýðingu þess, án orðabókar og hafði aldrei hitt Íslending. Þegar hann var nýskriðinn yfir tvítugt setti hann saman fyrstu íslensku málfræðina og endaði á að koma hingað til lands. Hann taldi íslenskuna í hættu og beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska bók- menntafélags.“ Stefán segir Rask hafa verið mikil- vægasta manninn í íslensku menn- ingarlífi á þessum tíma og sem slíkur haft ákveðnar meiningar um íslenskt ritmál, sem þá var ekki jafn fastmót- að og síðar varð. „Rask hafði mikið að gera með að stafsetning var stöðluð og var hrifinn af bókstafnum ð sem fallið hafði úr tungumálinu nokkru fyrir siðaskiptin, þó svo að fólk bæri stafinn alltaf fram. Þetta létu menn eftir honum, sem er í raun ótrúlegt því ef fólk er íhaldssamt á nokkuð í samfélagi er það stafsetningin. Ef hér kæmi ríkisstjórn sem vildi kynna zetuna aftur til sögunnar myndu allar Icesave-deilur blikna í saman- burði,“ segir Stefán og hlær. „Upp- lifun Íslendinga af Rask er dálítið önnur en upplifun Dana. Fyrir okkur er hann hetja, heimsfrægur listamað- ur sem fékk áhuga á Íslandi. Danir sjá hann sem aðeins tragískari persónu, manninn sem nýtti ekki þau tækifæri sem hann fékk, og að þessi ógurlegi Íslandsáhugi hans hafi í raun tekið tíma frá öðrum og merkilegri verk- um.“ Tilefni fyrirlestrarins er að Stef- án starfar nú ásamt fleirum að ritun bókar um bókstafinn ð. „Við erum að rannsaka sögu bókstafsins aftur í aldir, síðan hann barst frá Bretlandi. Í seinni tíð fylgja honum vandamál sem tengjast tölvum, prentun og fleiru slíku. Við erum rétt farin að taka lokið ofan af þessum mikla potti,“ segir Stefán. kjartan@frettabladid.is STEFÁN PÁLSSON SAGNFRÆÐINGUR: FLYTUR FYRIRLESTUR UM TUNGUMÁLASÉNÍ FJALLAR UM RASK OG Ð-IÐ RASMUS RISTJÁN RASK RASK MIKILVÆGUR Stefán Pálsson sagnfræðingur segir upplifun Íslendinga og Dana af Ras- musi Kristjáni Rask nokkuð ólíka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LISA MARIE PRESLEY söngkona er 44 ára í dag. „Því fylgir mikil pressa að vera dóttir Elvis Presley. Það hefur íþyngt mér alla ævi.“ 44 Frændi minn, Valtýr Sigurðsson frá Seli í Austur-Landeyjum, Ljósheimum 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut þann 28. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Sverrir Kristjánsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Þórarinsdóttir Sléttahraun 30, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 24. janúar á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113 Reykjavík föstudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Björk Einarsdóttir Gísli Þ. Einarsson Sóldögg Hafliðadóttir Jonatan Hertel og barnabörn Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, Sæmundur Þ. Sigurðsson bakarameistari, Heiðarbæ 1, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut þann 27. janúar sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Snæfríður R. Jensdóttir Stella Sæmundsdóttir Sveinn S. Kjartansson Marsibil J. Sæmundardóttir Sigvaldi Þór Loftsson Sigurður Jens Sæmundsson Hildur Arna Hjartardóttir og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Garðars Sigurpálssonar frá Hrísey. Hulda Garðarsdóttir Erling Jóhannesson Alma Garðarsdóttir Jón Guðmundsson Sigurpáll Hallur Garðarsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Svanlaug Böðvarsdóttir frá Laugarvatni, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Sigrún D. Jónsdóttir Ingunn Jónsdóttir Gunnar Þór Kristjánsson Kristín Jónsdóttir Örn Jónsson Böðvar Leós Linda M. Þórólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Steinþór Haukur Oddsson Ránargötu 21, Akureyri, lést á lyflækningadeild sjúkrahússins á Akureyri fimmtudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Gréta Kolbrún Guðvarðardóttir Harpa Þorbjörg Jónsdóttir Guðjón Eiríksson Hallur Þeyr Reykdal Kirsten Reykdal Oddur Stefán Steinþórsson Medha Ilana Sector Guðvarður Steinþórsson Saichon Khlaiphut Henning Storm Jakobsen Heiðbrá Rósa Steinþórsdóttir Rúnar Ingvi Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Lúðrasveit Reykjavíkur heldur stórtónleika í Langholts- kirkju í kvöld klukkan 20, í tilefni af því að sveitin verður 90 ára á þessu ári. Auk sjálfrar sveitarinnar setja fjölmargir söngvarar svip sinn á tónleikana, bæði kórar og einsöngv- arar. Þar á meðal er karlakórinn Bartónar, Valskórinn, Mar- grét Eir Hjartardóttir, Valur Freyr Einarsson og systurnar Steinunn og Áslaug Lárusdætur. Á efnisskrá tónleikanna má finna verk á borð við A funny thing happened on the way to the forum úr samnefndum söngleik, Animónusöng og Úlfasöng úr Ronju ræningja- dóttur, syrpu af lögum úr The Phantom of the Opera og Rent, Strike up the band úr samnefndum söngleik, Someone to watch over me úr Oh Kay, Over the Rainbow úr Galdra- karlinum í Oz, But not for me úr Girl Crazy, On the sunny side of the street úr Lew Leslie’s International Revue og Anthem úr söngleiknum Chess. Fagna 90 ára afmæli Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Lára Margrét Ragnarsdóttir fyrrverandi alþingismaður, varð bráðkvödd á heimili sínu þann 29. janúar. F.h. annarra aðstandenda, Anna Kristín Ólafsdóttir Hjörleifur B. Kvaran Ingvi Steinar Ólafsson Sigrún Guðný Markúsdóttir Atli Ragnar Ólafsson Kristján Tómas Ragnarsson Hrafnhildur Ágústsdóttir Árni Tómas Ragnarsson Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Valgeir Guðjónsson Hallgrímur Tómas Ragnarsson Anna Haraldsdóttir Lísa Margrét, Eysteinn, Bjarki, Anika Embla, Salvör Íva, Auður Ísold og Katrín Rán

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.