Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 16
16 1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR Barn er alltaf barn, óháð stöðu þess eða aðstæðum. Ef til vill hljómar þetta eins og klisja, en er þó staðreynd sem aldrei má gleymast. Þetta er kjarni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem enn í dag – 22 árum eftir upptöku – myndar sterkan ramma utan um barnavernd og er leiðarstjarna þess fagfólks sem glímir við mansal á börnum. Fjórar grundvallarreglur sátt- málans – að hagsmunir barnsins séu hafðir að leiðarljósi, börn sæti ekki mismunun, eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og rétt til lífsafkomu – eru sann- kallaður verkfærakassi sem ætti að hjálpa stjórnvöldum, fagfólki og samfélaginu öllu að styðja við berskjölduð börn undir öllum kringumstæðum. Það skiptir ekki máli hvort barn hefur sætt misnotkun í heima- landinu eða í kjölfar mansals; þessar sömu grundvallarreglur eiga við. Sú ætti að minnsta kosti að vera raunin, og þá með sam- ræmdu sniði óháð lögsögu. Þannig má tryggja að í öllum stuðningi við fórnarlömb sé áherslan á eðli ofbeldisins fremur en kringum- stæður eða ríkisfang barns. Í nýrri skýrslu frá Innocenti, rannsóknamiðstöð UNICEF, Child Trafficking in the Nordic Countries: Rethinking strate- gies and national responses, er lögð áhersla á framfarir í með- ferð málaflokksins í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi, en öll hafa þessi lönd haft það að forgangsverkefni að takast á við mansal. Öll ríkin hafa stigið mikils verð skref til endurbóta á því lagaumhverfi er varðar afbrot, innflytjendur, félagsþjónustu og barnavernd. Þrátt fyrir að Norður- löndin séu í brennidepli skýrslunn- ar er umfangið miklu víðtækara og lærdóminn má heimfæra upp á öll lönd sem standa frammi fyrir málum er tengjast mansali og misnotkun á börnum. Það sem komið hefur skýrt í ljós er að hólfaskipting barna eftir flokkunum á borð við „þolendur mansals“, „óskráðir innflytjendur“ eða „ólögmætir innflytjendur“ getur hæglega aukið vandann. Frá sjónarhóli barna skipta lagalegar skilgrein- ingar minna máli en sú staðreynd að þau hafa mátt sæta misnotkun. Í skýrslunni segir berum orðum: „Barnasáttmáli Samein- uðu þjóðanna býður upp á sterkari ramma til verndar börnum sem sætt hafa mansali og annarri mis- notkun en lagaramminn utan um mansal.“ Ástæðan er að hluta til sú að skilgreiningin á „þolanda man- sals“ getur verið óljós, og að erfitt getur reynst að bera kennsl á börn sem falla í þennan flokk. Í skýrsl- unni er einnig bent á að sérhæfð þjónusta verði gjarnan sundurleit og hana þurfi að samræma betur. Þessi þáttur skiptir sérstaklega miklu fyrir börn og ungmenni. Eins og bent er á í skýrslunni: „Til dæmis má telja líklegt að barn sem hefur verið misnotað kynferðislega þurfi annars konar aðstoð en barn sem hefur verið neytt til að betla. Þörfin á félags- og sálfræðilegri ráðgjöf, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og lög- fræðiþjónustu er mikil meðal barna sem eru fórnarlömb man- sals og annarra glæpa, rétt eins og barna sem teljast innflytjendur eða hælisleitendur.“ Sú tilhneiging að setja börn á faraldsfæti í sama flokk, hvort sem þau hafa verið seld mansali eður ei, getur útsett þau fyrir mismunun innan kerfis sem ein- blínir á stöðu þeirra sem innflytj- endur umfram stöðu þeirra sem börn. Þau geta verið svipt frelsi sínu, verið beygð af réttarkerfinu, verið send heim á vit óvissrar framtíðar, eða fengið lélega menntun og heilbrigðisþjónustu vegna þess að þau hafa ekki dvalarleyfi í viðkomandi landi. Þetta ætti ekki að geta gerst, eins og kemur fortakslaust fram í Barnasáttmálanum: Fórnarlömb mansals og önnur berskjölduð börn sem flytjast milli landa eiga að hafa sömu réttindi og aðgengi að þjónustu og börn sem hafa ríkisfang í viðkomandi landi, óháð lagalegri stöðu þeirra. Þetta er undirstöðuatriði í málefnum barna og tryggir að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi. Þó er sáttmálinn engin töfra- lausn og grundvallarreglan „það sem er barninu fyrir bestu“ er enn í mótun og túlkun. Þá grund- vallarreglu verður að nálgast á heildrænan hátt og taka tillit til skoðana barnsins, sem ætti einnig að hafa aðgang að barnvænu kerfi til að bera fram kvartanir og leita réttar síns. Norðurlöndin eru í fararbroddi þegar kemur að vernd berskjald- aðra barna. Á Íslandi býður Barnahús upp á þverfaglega þjón- ustu við börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sem forðar þeim frá þeirri erfiðu upplifun að taka þátt í réttarhöldum; í Noregi er virkur félagslegur stuðningur við götubörn. Finnar hafa þróað staðlaða forskrift að ráðgjafarvið- tölum við börn sem leita hælis og ekki eru í fylgd með fullorðnum; Svíar hafa fellt grundvallarreglu Barnasáttmálans um mismunun inn í handbók fyrir fagfólk sem vinnur með börnum sem eru þol- endur mansals. Enn fremur leikur hin danska Miðstöð gegn man- sali lykilhlutverk þegar kemur að því að samræma þjónustu ólíkra aðila. Þrátt fyrir þessar framfarir eru enn gloppur sem þarf að taka á. „Þörf er á að fastsetja í lands- lögum réttindi tengd málefnum á borð við menntun og heilbrigðis- þjónustu, þar eð þessi málaflokk- ur er oft háður geðþótta sveitar- stjórna,“ er útskýrt í skýrslunni. Hins vegar er það hið almenna gildi Barnasáttmálans sem hefur hann yfir ólíkar skilgreiningar á mansali og ósamhæfð stuðnings- kerfi sem einkennast af sérfræð- ingum á borð við saksóknara, félagsþjónustu og útlendinga- stofnanir, sem vinna samkvæmt ólíkri hugmyndafræði og laga- ramma. Til að ná settum markmiðum verða stjórnvöld að takast á við mansal á börnum sem hluta af víðtækari nálgun við barnavernd, hafa Barnasáttmálann að leiðar- ljósi og festa hann í landslög. Sömuleiðis er þörf á nánari samvinnu þeirra aðila sem að málaflokknum koma og sam- stilltri framfylgd ákvæða Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna svo hann fái verndað öll börn. Barnasáttmáli SÞ er lykill að stuðningi við börn sem eru þolendur mansals Ein af þeim leiðbeiningum, sem Tannverndarráð hefur gefið foreldrum og forráðamönn- um barna, er að hafa aðeins einn nammidag í viku hverri. Var hugmyndin komin frá Norð- mönnum, sem lögðu svo mikla áherslu á þessa framkvæmd, að þeir fengu meðal annars norsku konungsfjölskylduna, sem góða fyrirmynd. Hérlendis hefur þessi siður stundum haft öfug áhrif, því að í staðinn fyrir að neyta sælgætis aðeins einn dag í viku hefur dæminu verið snúið við og hafð- ur einn kaupdagur fyrir sælgæti – laugardagssælgæti sem geymt er í poka og nartað í alla daga vik- unnar, svo að tennurnar verða í stöðugu sýrubaði. Auðvitað má segja að á góðum heimilum, þar sem góð regla er á hvers neytt er og hve oft, sé lítil hætta á þessum misskilningi, en því miður virðist staðreyndin vera önnur víða hérlendis. Nú virðist ástand tanna Íslend- inga hafa versnað mikið, enda framboð af sykri orðið 47 kg á mann á ári, af sælgæti 19 kg og gosdrykkjum 150 lítrar. En við getum bætt ástandið, eins og við gerðum fyrir nokkrum árum um 75% á tíu árum m.a. með bættum matarvenjum og skipu- lögðu eftirliti með tönnum barna og unglinga hérlendis. Laugardagssælgæti – misskilningur Barnasáttmáli SÞ Gordon Alexander yfirmaður Innocenti, rannsóknamiðstöðvar UNICEF Heilbrigðismál Magnús R. Gíslason fv. yfirtannlæknir Magnafsláttur skilar sér til viðskiptavina Bónus Á árinu 1988, ári fyrir stofnun Bónus, fóru um 22% af ráð- stöfunartekjum heimilanna til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Þetta hlutfall hefur lækkað og er nú um 15%, en fór niður í um 12-13% á velmegunarárum okkar Íslendinga fyrir banka- hrun. Þetta jafngildir því að af hverjum 100 þúsund krónum, sem heimili hefur til ráðstöfun- ar, fer nú 7.000 krónum minna í mat- og drykkjarvöru en fyrir tilkomu Bónus. Bónus hefur bætt hag heimil- anna. Matvöruverð á Vestfjörð- um lækkaði t.a.m. um 30-40% með tilkomu einnar Bónusversl- unar á Ísafirði, en Bónus hefur ávallt selt vörur sínar á sama verði um land allt. Hagur neyt- enda hefur því batnað, þegar horft er til þess að minna hlut- fall ráðstöfunartekna fer nú til kaupa á nauðsynjum og að nú á stór hluti landsbyggðarinnar kost á að kaupa inn dagvöru á sama verði og höfuðborgarbúar. Í síðustu viku kom út skýrsla Samkeppniseftirlitsins, „Verð- þróun og samkeppni á dagvöru- markaði“. Í skýrslunni kom fram að Bónus nýtur betri kjara og fær hærri magnafslætti en keppi- nautar, sem kaupa mun minna magn. Það kemur líka skýrt fram að sá magnafsláttur sem Bónus fær skilar sér í lægra verði til viðskiptavina Bónus. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins staðfest- ir því í raun að heimilin í land- inu njóta lægra vöruverðs í krafti magninnkaupa Bónus. Nokkur umræða hefur verið um að 15% munur á stærsta kaup- anda og þeim minnsta sé hugsan- lega of mikill. Við nánari skoðun er augljóst að sá munur getur ekki verið óeðlilegur. Magnafslættir eru eðlilegir og ef aðili kaupir margfalt magn á við minni aðila eru 15% betri kjör á engan hátt óeðlileg. Í þessari umræðu er nauðsynlegt að horfa til þess að stærðarhagkvæmni og kaupenda- styrkur Bónus skilar sér til við- skiptavina Bónus. Skýrslan stað- festir það og starfsfólk Bónus er stolt af þeirri staðreynd. Það er einnig mikilvægt að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er staðfest að lækkun á virðisaukaskatti árið 2007 skilaði sér að fullu í lægra vöruverði til neytenda. Þess- ir tveir þættir eru ótvíræð vís- bending um virka samkeppni á dagvörumarkaði. Frá aldamótum hefur vísi- tala dagvöru hækkað minna en vísitala neysluverðs þrátt fyrir verulegar hækkanir á hrávöru- mörkuðum á þessu tímabili og fall íslensku krónunnar. Hluti lágvöruverðsverslana hefur verið að aukast á meðan verslun- um sem veita þjónustu og bjóða meira vöruúrval hefur verið að fækka. Það er rétt að benda á þá staðreynd, að á vef Hagstofunn- ar kemur fram að fjöldi fyrir- tækja og félaga í flokknum stór- markaðir og matvöruverslanir er 112. Umræða um matvörumark- að ber ekki með sér að það séu 112 fyrirtæki á þessum markaði. Samkeppnin er virk. Ein megintillaga Samkeppnis- eftirlitsins til stjórnvalda í þess- ari nýjustu skýrslu, er að búvöru- lögin verði endurskoðuð, með aukið viðskiptafrelsi að leiðar- ljósi. Ég get ekki annað en tekið undir þetta sjónarmið, því eins og rakið er í skýrslunni tókst ein- staklega vel til með breytingar á umgjörð íslenskrar garðyrkju fyrir nokkrum árum. Íslenskir garðyrkjubændur hafa aukið hlut- deild sína og sölu, auk þess sem neytendur eru að fá fjölbreyttari vöru í hæsta gæðaflokki. Við viljum hvetja til umræðu um breytingar á búvörulögun- um. Við leitum eftir samstarfi við stjórnvöld og bændur um breytingar á núverandi kerfi. Það er mitt mat að endurskoð- un búvörulaga skapi fjölmörg tækifæri fyrir bændur, m.a. í vöruþróun, fjölbreytni og auk- inni hagkvæmni sem muni leiða til aukinnar neyslu á innlendum landbúnaðarvörum. Við þurfum að hafa í huga að við lifum af útflutningi á fiski og eigum að vera sjálfum okkur samkvæm um gagnkvæmt viðskiptafrelsi. Viðbrögð aðila við skýrslu Samkeppniseftirlitsins hafa ein- kennst af tækifærismennsku, þar sem neytendur eru enn sem fyrr afgangsstærð. Viðskiptavinir okkar njóta magnafslátta Bónus og það er lykilatriði. Það verð- ur forvitnilegt að fylgjast með stjórnvöldum í kjölfar ábend- inga Samkeppniseftirlitsins. Ætla stjórnvöld að hunsa ábend- ingar Samkeppniseftirlitsins enn einu sinni? Munum að hluti aðila á dagvörumarkaði þarf ekki að fara eftir samkeppnislögum, sem er auðvitað með öllu óeðlilegt og löngu tímabært að breyta. Samkeppni Finnur Árnason forstjóri Haga Það sem komið hefur skýrt í ljós er að hólfaskipting barna eftir flokkunum á borð við „þolendur mansals“, „óskráðir innflytjendur“ eða „ólögmætir innflytjendur“ getur hæglega aukið vandann. CARAT Haukur gullsmiður Smáralind www.carat.is sími 577 7740 TILBOÐSDAGAR Í 30% afsláttur af öllum skartgripum miðvikudag — sunnudags

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.