Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 2
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR2 FÓLK „Grafan var til hérna í nágrenninu en var ógangfær og allt fast í henni. Við fengum hana fyrir slikk en það fór mikill pen- ingur og vinna í að taka hana í gegn,“ segir Eggert Sigurður Kristjánsson, 27 ára Hólmvík- ingur, sem tók upp á því ásamt pabba sínum, að taka í gegn gamla gröfu og búa til snjó- mokstursvél. Vélin, sem er af gerðinni Fiat Allis, er frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar og komst aftur á götuna í desember síðastliðnum. „Við nefndum hana Drottn- inguna. Sumir vildu að hún fengi nafnið Kyoto því hún reykti svo mikið, en ég benti þeim á að það geri Margrét Danadrottning líka. Nafnið var því samþykkt.“ Eggert segir ekki nægilega mikið að gera í mokstrinum svo hafa megi af því lifibrauð. Það sé dagamunur á því hversu mikið sé að gera. Þeir feðgar eru sjálfstætt starfandi verktakar með alls kyns vélar, og hafa meðal annars unnið fyrir Hólmavíkurhrepp auk þess að sinna verkefnum fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. Í frítíma sínum hefur Eggert meðal annars unnið á sumarbú- staðajörðum þar sem hann lagar til landslagið með traktorsgröfu. Auk þess þykir honum gaman að gera við snjósleða og hefur verið duglegur í því, enda snjósleða- sportið í miklu uppáhaldi. Eggert er félagi í snjósleðaklúbbnum Strandatröllin, en hann segist vera algjörlega sleðasjúkur og nota öll tækifæri til að fara á snjósleða. Faðir Eggerts, Kristján Guð- mundsson, hefur lengi verið í véla- bransanum og á fyrirtækið Strand- frakt ehf., auk þess sem hann vinnur hjá flutningafyrirtæki. Eggert hefur því verið alinn upp í vélabransanum og hefur mikinn áhuga á flestu sem tengist vélum. Hann er nýfluttur aftur heim frá Noregi þar sem hann vann á jarð- ýtu og gröfu. „Það mætti eiginlega segja að ég væri vélkynhneigður,“ segir Eggert. tinnaros@frettabladid.is EGGERT SIGURÐUR KRISTJÁNSSON Drýgir tekjurnar á spúandi Drottningu Eggert Sigurður Kristjánsson og faðir hans, Kristján Guðmundsson, tóku í gegn gamla ógangfæra gröfu og breyttu henni í snjómokstursvél til að drýgja tekjurn- ar. Vélin var nefnd Drottningin í höfuðið á Margréti Þórhildi Danadrottningu. SPURNING DAGSINS SÓMIR SÉR VEL Eggert segir ekki nægilega mikið að gera til að hann hafi lifibrauð af snjómokstrinum, en hann hafi gaman af honum. FYRIR OG EFTIR Ekki leit hún nú vel út blessuð grafan þegar hafist var handa við að gefa henni nýtt líf. ÚKRAÍNA, AP Hátt í sextíu manns höfðu í gær látist af völdum mik- illa kulda í austanverðri Evrópu síðustu daga. Í Úkraínu höfðu þrjátíu manns látist, flest útigangsfólk. Þar í landi hafði 21 fundist látinn úti á götu, fimm létust á sjúkrahúsum og fjórir á heimili sínu. Meira en fimm hundruð manns hafa verið fluttir á sjúkrahús í Úkraínu vegna ofkólnunar eða kals. Í Póllandi höfðu fimm manns dáið vegna kuldans síðasta sólar- hringinn og var þá fjöldi látinna kominn upp í fimmtán þar í landi. Í Rúmeníu mátti rekja tvö dauðsföll til vetrarríkisins og að minnsta kosti einn hefur látist í Rússlandi vegna kuldanna. Frostið fór niður í 27 gráður í suðaustanverðu Póllandi í gær og var því spáð að frostið þar færi niður í 29 gráður í nótt. Í Úkraínu var spáð 28 gráðu frosti. Mikil snjókoma hefur víða fylgt kuldunum. Yfirvöld hafa opnað neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk og boðið fólki upp á heita súpu. Fólk er varað við að vera utandyra og hundruð hafa leitað sér hjálpar vegna kals. - gb, bj Kuldar í austanverðri Evrópu bitna illa á heimilislausu fólki: Tugir hafa látist í vetrarhörkum KULDALEGT Í SOFÍU Í höfuðborg Búlgaríu setja vetrarhörkurnar svip sinn á mannlífið. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍKURBORG Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar í vel- ferðarráði hefur beðist afsök- unar á því að of seint var leitað álits hagsmunaðila á borð við eldri borgara og aðstandend- ur Alzheimer- sjúklinga á breytingum á gjaldskrám vel- ferðarsviðs. „Velferðar- ráð allt sam- þykkti bókun þann 27. októ- ber 2011 þar sem tekið var undir tillögu full- trúa Vinstri grænna um að leitað skyldi umsagna hagsmunasam- taka vegna gjaldskrárhækkana áður en gjaldskrár yrðu afgreidd- ar í borgarstjórn. Það var ekki gert fyrr en eftir að borgarstjórn samþykkti gjaldskrár á fundi sínum 15. nóvember. Það voru mistök,“ segir meirihlutinn og biðst afsökunar. - gar Velferðarráð Reykjavíkur: Fórst fyrir að spyrja aldraða BJÖRK VILHELMSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Ellefu ára drengur í Melaskóla ógnaði börnum á skóla- lóðinni með stórum hníf í gær og hótaði þeim lífláti. Að sögn lög- reglu forðuðu börnin sér þegar drengurinn veittist að þeim, en atvikið átti sér stað þegar 5., 6. og 7. bekkur Melaskóla voru úti í frí- mínútum. Engan sakaði og að sögn lög- reglu gerðist þess ekki þörf að afvopna drenginn. Lögregla var kölluð til og er málið nú komið inn á borð barnaverndaryfir- valda. - sv Barnaverndarmál í Melaskóla: Drengur otaði hníf í skólanum Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismað- ur, er látin 64 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á sunnudag. Lára skilur eftir sig þrjú uppkomin börn. Lára lauk stúdentsprófi frá MR árið 1967 og viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1977. Þá stundaði hún framhaldsnám í heilsuhag- fræði og stjórnun við Háskól- ann og Verslunarháskólann í Björgvin á árunum 1979 til 1981. Lára var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum árið 1991 og sat á þingi til ársins 2003. Lára Margrét Ragnarsdóttir látin LÖGREGLUMÁL Tólf umferðar- merkjum hefur verið stolið úr hinum nýju Bolungarvíkurgöng- um, en ekki er vitað hvenær þjófnaðurinn átti sér stað. Þá hefur tveimur merkjum til við- bótar verið stolið af þjóðveginum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram á bb.is. Merkin eru 840 þúsund króna virði. Umferðarmerkin úr göng- unum voru öll upplýsingamerki á bláum grunni með hvítum stöfum. Skiltin við þjóðveginn voru merkt „Önnur hætta“ og „Impossible“. Lögreglan á Ísa- firði biður þá sem hafa upplýs- ingar um málið að hafa samband í síma 450 3731. - þeb Fjórtán skilti horfin: Umferðarskiltum stolið úr göngum NÁTTÚRUVERND Svandís Svavars- dóttir, umhverfisráðherra, hefur staðfest friðlýsingu Kópavogs- bæjar á þeim hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka sveitar- félagsins. Þá hafa fulltrúar Kópavogs- bæjar, Náttúrufræðistofu Kópa- vogs og Umhverfisstofnunar gert með sér samning um umsjón og rekstur hins friðlýsta svæðis sem nær til fjara og grunnsævis fjarðarins. Markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi. Jafnframt er stefnt að því að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins. Öll önnur sveitarfélög við Skerjafjörð, utan Reykjavíkur, vinna nú að friðlýsingu fjarðarins. Garðabær reið á vaðið og friðlýsti þann hluta fjarðarins sem er innan bæjarmarka Garðabæjar í október 2009. Þá hafa fulltrúar Álftaness undirritað viljayfirlýsingu um friðlýsingu svæðisins. Hjá Reykjavíkurborg er vilji til þess að tengja vinnuna við endur- skoðun á aðalskipulagi sem kynna á í sumar. Þá spila vangaveltur um framtíðarstaðsetningu Reykja- víkurflugvallar inn í ákvörðunina sem og hugmyndir um vegteng- ingu yfir fjörðinn. - mþl Önnur sveitarfélög við Skerjafjörð, utan Reykjavíkur, vinna að friðlýsingu: Kópavogur friðlýsir hluta Skerjafjarðar KÓPAVOGI Í GÆR Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís, þurfa þingmenn ekki að hugsa út fyrir rammann? Jú, og virkja í sér náttúruna. Illa gengur að ná saman um þings- ályktunartillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var meðal þeirra sem kynntu áætlunina síðasta haust. EFNAHAGSMÁL Vöruskiptajöfnuður við útlönd var jákvæður á síðasta ári um sem nam 104,5 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu. Vöruskiptajöfnuðurinn var 15,4 milljörðum lakari en árið áður. Árið 2011 voru vörur fluttar út fyrir 626,4 milljarða, en innflutn- ingur nam 521,9 milljörðum. Útflutningur jókst um tæp tólf prósent milli ára, en innflutning- ur jókst um tæp fimmtán prósent. Iðnaðarvörur, meðal annars ál, námu um 54 prósentum útflutnings og sjávarafurðir um 40 prósentum, en verðmæti sjávarafurða jókst um 14,4 prósent milli ára. - þj Vöruskiptajöfnuður 2011: Aukning á inn- og útflutningi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.