Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 38
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR34 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Það má kannski segja að sauma- vélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar,“ segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönn- uða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuð- ir koma fram á hátíðinni en sýning- arnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi,“ segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjun- um Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason,“ segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spenn- andi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasam- setningum,“ segir Hilda sem not- ast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í föt- unum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR: SAUMAVÉLARNAR Á YFIRSNÚNINGI Ellefu hönnuðir sýna á Reykjavík Fashion Festival TEKUR ÞÁTT Í FYRSTA SINN Borghildur Gunnarsdóttir hannar undir merkinu Milla Snorrason og sýnir í fyrsta sinn á Reykjavík Fashion Festival í ár. Ellefu hönnuðir hafa verið valdir af 35 umsækjendum til að taka þátt í tískuhátíðinni í ár. MYND/SAGASIG Í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá útkomu plötunnar Thick as a Brick með Jethro Tull verður framhald hennar, Thick as A Brick 2, gefið út 2. apríl næstkomandi. Hluti þessa nýja verks verður leikinn á tónleikum hljómsveitarinnar í Hörpunni í sumar, auk þess sem meistaraverk hennar, Thick as a Brick, verður leikið í heild sinni. Íslenskir aðdáendur Jethro Tull eiga því von á óvæntum glaðningi á tónleikunum. Ian Anderson samdi á sínum tíma öll lög og texta á Thick as a Brick en textarnir voru eignaðir tíu ára dreng, Gerald Bostock. Á plötuumslaginu var mynd af honum þar sem hann tók við verðlaunum fyrir ljóða- gerð. Sá stutti var hins vegar ekkert annað en hliðarsjálf Andersons. Söguþráðurinn í Thick as a Brick 2 fjallar um hvað hinn fimmtugi Gerald Bostock væri að fást við í dag ef hann hefði kosið að feta aðrar brautir en raun ber vitni. „Hvaða áhrif hefði fólk, aðstæð- ur, óvæntar uppákomur og annað haft á framtíð þessa bráðþroska drengs? Hefði hann orðið prest- ur, verslunarmaður eða jafnvel auðjöfur?“ spyr Anderson. Tónleikar Jethro Tull verða í Hörpu 21. júní. Miðasala hefst á Midi.is og í Hörpu á morgun. Thick as a Brick 2 í Hörpunni UMSLAGIÐ Gerald Bostock vakti heimsathygli fyrir textana á Thick As A Brick enda ekki nema tíu ára. HÖNNUÐIR SEM SÝNA Á RFF Harpa 30. mars: ■ Kalda ■ Hildur Yeoman ■ Kormákur og Skjöldur ■ Kron by Kronkron ■ Mundi ■ ÝR Gamla Bíó 31. mars: ■ Birna ■ ELLA ■ Milla Snorrason ■ Spakmannsspjarir ■ REY saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@ gmail.com.“ Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorra- son.com. alfrun@frettabladid.is Baldur Páll Hólmgeirsson, leikstjóri og kvik- myndatökumaður, vinnur nú að gerð nýrrar stuttmyndar sem ber heitið Gláma. Myndin er hrollvekja og gerist á Hótel Núpi í Dýrafirði á Vestfjörðum. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum og fjallar um kokk sem fenginn er til að setja upp veislu á sumarhóteli að vetri til. Einhver misskilningur verður og þegar kokkurinn mætir á staðinn uppgötvar hann það að hann er þar einn og þá byrjar fjörið. Gláma, nýtt vestfirskt kvikmyndafélag, stendur að baki myndinni en með aðalhlutverk fer Elfar Logi Hannesson. Handritið sömdu Baldur Páll Hólmgeirsson, Elfar Logi Hannesson og Eyþór Jóvinsson. Baldur Páll segir Elfar félaga sinn hafa átt hugmyndina að handritinu sem tók eina kvöld- stund að skrifa. „Við settumst þrír niður og sömdum handritið á einni kvöldstund. Það gekk mjög snarpt fyrir sig enda erum við allir mjög sammála og samrýndir.“ Tökur á myndinni hófust fyrir hálfum mán- uði og lauk þeim síðastliðna helgi. Nú á aðeins eftir að klippa myndina og semja tónlistina við hana. „Við tókum frá tvær helgar í tökur og eyddum þeim á Hótel Núpi. Dvölin á hótelinu var mjög draugaleg. Ég varð þó ekki var við neitt undarlegt en mér skilst að fólk hafi orðið vart við einhver skringilegheit í húsinu.“ Ekki er farið að huga að frumsýningu mynd- arinnar ennþá en Baldur vonar að hægt verði að sýna hana í bíóhúsinu á Ísafirði um páskana. „Það er ekki víst að við náum að klára mynd- ina fyrir þann tíma, en það væri gaman ef það tekst.“ - sm Gera hryllingsmynd fyrir vestan LEIKSTÝRIR HROLLVEKJU Baldur Páll Hólmgeirsson leik- stýrir vestfirskri hrollvekju ásamt Elfari Loga Hannessyni og Eyþóri Jóvinssyni. Fyrsta breiðskífa Nönnu Bryndísar Hilmarsdóttur og félaga í hljómsveitinni Of Monsters and Men á erlendum markaði kemur út í Bandaríkjunum og Kanada 3. apríl á vegum Universal. Mikil eftirvænting ríkir eftir gripnum enda fékk stuttskífan Into the Woods mjög góðar viðtökur vestanhafs, bæði á Billboard-listanum og á iTunes. Nýja breiðskífan verður endurbætt útgáfa af frum- burðinum My Head Is an Animal sem kom út hér heima í fyrra og náði gullsölu. Upptökum lauk nýverið í Reykjavík með aðstoð upptökustjórans Jacquire King sem hefur unnið með Kings of Leon og Modest Mouse. Víkingarokkararnir í Skálmöld spila á sínum fyrstu tón- leikum erlendis á þessu ári í Kaupmannahöfn 24. febrúar. Gunnar Ben og félagar hafa átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið og má því búast við mikilli stemningu í Danaveldi. Fyrst spilar sveitin þó á tvennum tónleikum á Gauki á Stöng á laugardags- kvöld. Þar verður Skálmaldar-varningur af ýmsu tagi til sölu sem gítarleikari annarrar rokksveitar, hinnar finnsku Finntroll, átti þátt í að hanna. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Það sem ég er að hlusta á þessa dagana við vinnuna er æðisleg hljómsveit sem spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust og heitir SBTRKT. Svo standa krakkarnir í Retro Stefson alltaf fyrir sínu.“ Heiðar Þór Jónsson, grafískur hönnuður hjá VERT-markaðsstofu. Fimmtudaginn 2. febrúar nk. kl. 20.00 stendur Kærleikshópur Ástjarnarkirkju fyrir Minningartónleik- um til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Hljómsveit Hjartar Howser annast allan undirleik. Fram koma margir af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, t.d. Diddú, Jóhann Friðgeir, Bjarni Ara, Sigga Beinteins, Regína Ósk, Svenni, Jógvan, Svavar Knútur, kór Ástjarnarkirkju, karlakór Selfoss o.fl. Allir tónlistarmenn gefa vinnu sína. Miðaverð er 2.000.- krónur og rennur ágóðinn til Krabbameinsfélags Íslands. Miðasala er í Ástjarnarkirkju frá 14:00-18:00 og einnig verður selt inn við innganginn. Nánari upplýsingar um tónleikana og miðakaup er að finna á www.astjarnarkirkja.is Starfsleikni ehf Námskeið, þjálfun og handleiðsla fyrir stjórnendur og starfshópa Sjá nánar á www.starfsleikni.is Steinunn Stefánsdóttir BA sálfræði MSc viðskiptasálfræði MSc streitufræði steinunn@starfsleikni.is / 697 8397

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.