Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. febrúar 2012 Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingar- innar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum. Verkefni okkar í þágu almenn- ings og framtíðarheilla lands- manna virtust í fyrstu nær óyfir- stíganleg og sá möguleiki var raunverulega fyrir hendi að þjóðin yrði gjaldþrota ef ekki yrði hið bráðasta og af einurð tekist á við vandann. Sem gefur að skilja reyndi þetta á bein tveggja ungra flokka, Samfylkingarinnar og VG, sem báðir voru stofnaðir fyrir 12 til 13 árum. Varla var heldur við því að búast að margir vörslumenn sérhagsmuna í landinu yrðu sér- lega hrifnir þegar þeir lásu sam- starfsyfirlýsingu fyrstu hrein- ræktuðu ríkisstjórnar jafnaðar-, umhverfis- og vinstristefnu: Nor- rænt velferðarsamfélag skyldi vera leiðarljós, sjálfbær þróun, félagslegt réttlæti og jöfnuður og opin og skilvirk stjórnsýsla sam- fara lýðræðisumbótum. Ýmis- legt hefur gengið á og ekki hafa allir samherjar okkar sætt sig við framkvæmd einstakra stefnumála. En mótlætið hefur hert okkur og þroskað og þegar hér er komið sögu efumst við ekki um að takast muni að ljúka stórum og mikil- vægum viðfangsefnum á þeim tíma sem eftir lifir kjörtímabils- ins. Við erum bjartsýn og í sóknar- hug enda betri tíð í vændum. Ástæða til bjartsýni Endurreisn bankakerfisins og skuldaúrvinnsla fyrirtækjanna skapar svigrúm sem mun hleypa auknum krafti í atvinnulífið. Hag- vöxtur reynist meiri en spáð var, líklega 3,5 til 4 prósent á síðasta ári. Hann gæti hæglega orðið 2,5 til 3 prósent á þessu ári en til samanburðar er því spáð að hann verði 1,5 prósent að jafnaði innan Evrópusambandsins. Ytri skil- yrði geta vitanlega dregið úr vilja til fjárfestinga vegna þrálátra hremminga alþjóða fjármálakerf- isins. En á móti slíku vegur að mörgu leyti ágætt ástand innan- lands. Benda má á vaxandi loðnu- kvóta sem er góður búhnykkur og skilar milljörðum inn í hagkerfi okkar. Miklar orkuframkvæmdir eru hafnar eða í þann mund að hefjast, við Búðarháls, á norðaustursvæð- inu og á suðvesturhorninu. Fram- vindan ræðst af þeim samninga- viðræðum sem þegar eru hafnar við fjölbreyttan hóp fjárfesta sem sýnt hafa landinu áhuga. Á annan tug fjárfestingarsamninga er til skoðunar eða hafa verið undir- ritaðir og koma brátt til fram- kvæmda. Á næstunni verða stigin tvö mikilvæg skref í afnámi gjald- eyrishaftanna. Annars vegar er um að ræða annað gjaldeyr- isútboð Seðlabanka Íslands en hins vegar er um að ræða fyrsta fjárfestingar útboðið sem ætlað er að laða erlendar fjárfestingar til landsins samfara flutningi á aflandskrónum inn í landið. Mats- fyrirtækið Fitch gat þess í árs- byrjun að takist útboðin vel komi til greina að lyfta Íslandi í fjár- festingarflokk. Fari svo væri Ísland á nýjan leik metið í fjár- festingarflokki af öllum stóru matsfyrirtækjunum og eitt þeirra breytti nýlega horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lýðræði og auðlindir Innan fárra vikna er stefnt að framlagningu frumvarps um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu sem tryggja á landsmönn- um forræði yfir auðlindum sjávar og að þeir njóti eðlilegrar rentu af þeim. Sjávarútvegi hefur vegnað vel undanfarin misseri og hefur eigið fé greinarinnar tvöfaldast á milli ára. Þetta er margþætt mál og breytingar gera ríkar kröfur til allra um samstarfsvilja. Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarð- varma verður vonandi samþykkt á Alþingi innan tíðar. Með inn- leiðingu Árósarsamningsins, frið- lýsingum svæða og mörgum fleiri aðgerðum hefur verið brotið í blað í umhverfismálum. Þá er í undir- búningi stofnun auðlindasjóðs. Við ætlum okkur að ljúka endur- skoðun stjórnarskrárinnar og koma í veg fyrir að sú merkilega lýðræðistilraun, sem við höfum beitt okkur fyrir, renni út í sand- inn. Alþingi hefur til þessa reynst þetta gagngera umbótastarf um megn. Umbætur á sviði lýðræðis- og mannréttindamála hafa verið og verða áfram eitt af forgangs- verkefnum ríkisstjórnarinnar. Varanlegan bata Enginn þarf að velkjast í vafa um að þjóðin á síðasta orðið um aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Samkvæmt ákvörðun meiri- hluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar. Afstaða stjórnarflokk- anna til aðildar er ólík en virðing og umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er einmitt nauðsynleg í stórmálum sem þessu. Það ætti ekki heldur að þurfa að vefjast fyrir neinum að ríkisstjórn jafnaðar, umhverfisverndar og vinstristefnu leggur sig fram nú sem endranær um að verja félags- legt réttlæti og jöfnuð. Meðal mikilvægra verkefna á þessu sviði er að vinna áfram að því að afla haldbærra gagna um skuldastöðu heimilanna eða einstakra hópa. Aðeins á slíkum grundvelli er hægt að útfæra áframhaldandi stuðning við fjölskyldur í vanda. Heildarendurskoðun almanna- tryggingakerfisins er enn eitt for- gangsverkefnið sem mikilvægt er að ljúka á kjörtímabilinu. Margar nágrannaþjóðir spyrja sig nú hvernig það megi vera að Íslendingum hafi tekist á svo skömmum tíma að fóta sig eftir stórfellt efnahagshrun. Mest er um vert að sýna fram á að batinn er hafinn og hefur allar forsendur til þess að verða varanlegur. Einn- ig að dýpri og frekari umbreyting- ar á þjóðfélaginu eiga enn eftir að bæta mannlífið og kjörin í landinu. Betra samfélag Stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar Steingrímur J. Sigfússon formaður VG AF NETINU Fjöldamorð eða þjóðarmorð Deilurnar um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum snúast um keisarans skegg. Enginn vafi er á, að Tyrkir frömdu fjöldamorð á Armenum í fyrri heims- styrjöldinni. Spurningin er bara, hvenær fjöldamorð eru skilgreind sem þjóðarmorð. Tyrkir ættu að skammast sín á illverkum feðranna og biðjast afsökunar fremur en að berja hausnum við steininn. Hins vegar er líka fáránlegt, að vestræn ríki ákveði með lögum að stjórna, hvernig sé talað eða skrifað um þessa atburði. Algerlega er fáránlegt að reyna að banna rangar skoðanir, svo sem á morðum á gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Og að fangelsa menn fyrir að hafa þær. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Landsbankinn landsbankinn.is 410 4040 Sjóðurinn árfestir í dreifðu safni skuldabréfa, hlutabréfa og hlutdeildarskírteina. Grunnárfesting sjóðsins er í verðbréfum með ábyrgð ríkisins. Þannig verður áhættan meiri en í hreinum ríkisskuldabréfasjóðum og vænt ávöxtun til lengri tíma hærri. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eignasafn með áskri frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskri. Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Eignabréf – Eignasamsetning 01.01.2012 Eignasamsetning ræðst af árfestingarstefnu og markaðsaðstæðum hverju sinni. Fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu á landsbankinn.is. Fyrirvari: Eignabréf er árfestingarsjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur eirliti Fjármálaeirlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki.is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en árfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg umöllun um árfestingarstefnu sjóðsins og áhættu sem felst í árfestingu í honum. Eignabréf er nýr blandaður árfestingarsjóður sem hentar vel fyrir reglubundinn sparnað. Sjóðurinn hentar vel í langtímasparnað fyrir ein staklinga sem vilja ávaxta hluta af sparnaði sínum í öðrum verðbréfum en ríkisskuldabréfum. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á armalaradgjof@landsbankinn.is. Nýr kostur í sparnaði Skuldabréf, víxlar og aðrar kröfur með ríkisábyrgð 83% Hlutabréf9% Reiðufé7% Innlán hjá ármálafyrirtækjum 1%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.