Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 30
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR26 folk@frettabladid.is Bardagaíþróttir sækja stöð- ugt í sig veðrið á Íslandi. Strákar hafa verið í meiri- hluta þeirra sem iðka sport- ið, en áhugi stelpna hefur aukist mikið undanfarið. HEILSA „Við erum rosalega ánægð- ir með þessa aukningu,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bar- dagaíþróttaklúbbsins Mjölnis. Áhugi kvenfólks á bardaga- íþróttum hefur stóraukist undan- farin misseri. Jón Viðar hjá Mjölni segir mikla fjölgun hafa átt sér stað frá því að klúbburinn flutti í kastalann svokallaða, sem hýsti áður starfsemi Loftkastalans. „Við byrjuðum með stelputíma í vetur og þannig náðum við að halda enn þá betur í þær,“ segir Jón og bætir við að box og glímutími sé í boði sérstaklega fyrir stelpur, en í öðrum tímum eru að sjálfsögðu bæði kynin. En hvað veldur þessum aukna áhuga? „Það er erfitt að segja, þær eru bara að uppgötva hvað þetta er skemmtilegt. Þetta er fyrir alla, ekki bara stráka – það held- ur líka betur betur í strákana að hafa stelpurnar,“ segir Jón Viðar í léttum dúr. Sigursteinn Snorrason hjá Com- bat Gym tekur í sama streng og finnur fyrir auknum áhuga hjá stelpunum. „Stelpurnar sækja í aðeins öðruvísi greinar en strák- arnir,“ segir hann og bætir við að fáar stelpur séu í blönduðum bar- dagalistum, en á móti séu þær um helmingur iðkenda taekwondo í Combat Gym. „Þetta hefur þró- ast svona í gegnum árin, aðallega vegna þess að okkar helsta afreks- fólk í taekwondo eru tvær stelpur.“ Sigursteinn segir algengt að stelpur komi saman í hópum, ólíkt strákunum sem koma oftast einir eða með einn félaga með sér. „Stelpurnar eru að fatta að þetta snýst bara ekki um að setja á sig hanska og lemja hverja aðra.“ atlifannar@frettabladid.is Fleiri stelpur læra að slást NOTA SNJALLSÍMA Í VERSLUNARFERÐUM Ný rannsókn sýnir fram á að fólk notar snjallsíma í síauknum mæli í verslunarferðum sínum. Samkvæmt rann- sókn bandarísku miðstöðvarinnar The Pew notaði rúmur helmingur snjallsímaeigenda símana sína til að rannsaka á netinu vörurnar sem þeir voru að skoða. TÆKNI Svo virðist sem fólki þyki auðveldara að ljúga í gegnum texta- skilaboð en með öðrum samskipta- leiðum. David Jingjun Xu, aðstoðarpró- fessor við Viðskiptaháskólann í Wichita, stýrði nýverið rannsókn á 170 nemendum sínum og var þetta útkoman. Jingjun Xu setti nem- endunum það fyrir að reyna að selja hlutabréf með mismunandi hætti, í persónu, í síma, með mynd- spjalli eða með því að senda texta- skilaboð. Nemendunum var sagt að þeir myndu hljóta peningaverð- laun fyrir góða sölu auk þess sem þeim voru gefnar þær upplýsingar að verðbréfin myndu fljótlega falla um helming. Þegar kaupendur bréfanna voru spurðir um sannsögli þeirra sem höfðu selt þeim bréfin var niðurstað- an greinileg. Þeir sem áttu í sam- skiptum með textaskilaboðum voru allt að 95 prósent líklegri til að ljúga að viðskiptavinum sínum en þeir sem höfðu haft samskipti í gegnum myndspjall, 31 prósent líklegri en þeir sem áttu samskipti í persónu og 18 prósent líklegri en þeir sem töluðu saman í gegnum síma. Það borgar sig því augljóslega ekki að nota textaskilaboð ef sann- leikans er óskað. - trs Auðveldara að ljúga með smáskilaboðum ÓHEIÐARLEGAR? Góðar líkur eru á að þessar stúlkur séu að ljúga að viðtakendum smáskilaboðanna. SLEGIST Í MJÖLNI Ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á stelpuæfingu í Mjölni í gærkvöldi þar sem ekkert var gefið eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BYRJENDATÍMAR Í BOÐI ■ Fólk á ýmsum aldri stundar bardagaíþróttir. ■ Mjölnir, Combat Gym og fleiri bardagaklúbbar eru með byrjenda- námskeið, þar sem farið er yfir undirstöðuatriðin. ■ Á heimasíðum klúbbanna má finna nánari upplýsingar. MATUR McDonalds hefur nú gefið það út að fyrir- tækið sé hætt að nota umdeildan nautakjötskraft í hamborgarana sína. Krafturinn hefur verið kallaður „bleikt slím“ og er í stuttu máli nautakjötsafgangar sem hafa verið lagðir í bleyti í ammoníum í þeirri von að gera þá örugga til áts og bragðgóða. Veitingastaðirnir Taco Bell og Burger King gáfu líka út fyrir nokkru að þeir væru hættir að nota kraftinn í matinn sinn. Það má þakka stjörnukokkinum Jamie Oliver fyrir þessar breyting- ar, en hann bað keðjur opinberlega um að taka „slímið“ úr umferð. Bleikt slím úr umferð lífsstíll lifsstill@frettabladid.is 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.