Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 34
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is ALEXANDER PETERSSON mun mögulega ekki spila meira á leiktíðinni í Þýskalandi vegna meiðsla í öxl. Þetta staðfestu forráðamenn Füchse Berlin við þýska fjölmiðla í gær. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðslin eru en Alexander meiddist í leik Íslands og Slóveníu á EM í handbolta. ÍÞRÓTTIR Íþróttasamband Íslands hélt upp á aldarafmælið um helgina með glæsibrag og meðal hátíðarhaldanna var stofnun Heiðurshallar ÍSÍ. Sérstakt heið- ursráð tilnefnir einstaklinga í höllina en stjórn ÍSÍ velur úr þeim. Það var samþykkt ein- róma á sérstökum afmælisfundi stjórnar ÍSÍ fyrir afmælishófið að Vilhjálmur Einarsson yrði fyrsti meðlimur Heiðurshallarinnar. Erfitt að bera saman afrek „Auðvitað þykir mér vænt um þetta en ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er ofboðs- lega erfitt að bera saman afrek í hinum ýmsu íþróttagreinum ekki síst ef það er tekið tillit til tím- ans, umhverfisins og aðstæðn- anna sem eru hverju sinni. Framan af síðustu öld var með eindæmum erfitt fyrir nokkra hér upp á Íslandi að geta afrek- að eitthvað á heimsmælikvarða vegna aðstöðu- og efnaleysis,“ segir Vilhjálmur sem verður 78 ára gamall í sumar. Vilhjálmur varð árið 1956 fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíu- leikum þegar hann fékk silfur- verðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur varð fimmti á Ólympíuleikunum í Róm fjórum árum síðar og í milli- tíðinni varð hann þriðji á Evrópu- meistaramótinu í Svíþjóð 1958. Kennslukverið aðalþjálfarinn Vilhjálmur segir það hafa skipt öllu máli að hafa fengið að æfa við bestu aðstæður með háskóla- námi í Bandaríkjunum en hann fékk þar skólastyrk. „Ég fékk samt ekki neina þrí- stökksþjálfun og tækniæfingarnar fyrir þrístökkið byrjuðu ekki fyrr en ég kom heim um vorið til Íslands. Þá voru ekki mjög marg- ir mánuðir fram að Melbourne. Þetta sumar einbeitti ég mér að því að fínpússa mína tækni í þrí- stökkinu eftir kennslubókinni frá Gösta Holmér. Hún var eig- inlega minn aðalþjálfari þangað til ég komst í tæri við hann sjálf- an síðustu tvær vikurnar áður en flogið var til Melbourne,“ rifjar Vilhjálmur upp. „Við Hilmar Þorbjörnsson vorum settir í þjálfunarbúðir með Ólympíuliði Svía. Ég var svo heppinn að Svíar höfðu engan þrístökkvara í sínu Ólympíu- liði þannig að Gösta Holmér gat hjálpað mér eins mikið og ef ég væri innfæddur án þess að taka frá nokkrum öðrum Svía. Þarna komst ég í samband við mann sem ég trúði mjög mikið á og hafði æft eftir hans forskrift,“ segir Vilhjálmur og hann man vel eftir leikunum í Melbourne þrátt fyrir að það séu liðin meira en 55 ár. „Það hafa ýmis tilefni gefist til að rifja upp þessar klukkustundir í aðalkeppninni í Melbourne og það er auðvitað hápunkturinn á ferlin- um ásamt reyndar Íslandsmeist- aramótinu í Laugardal 1960 þegar ég jafnaði gildandi heimsmet í þrí- stökki með því að stökkva 16,70 metra algjörlega keppnislaust,“ segir Vilhjálmur. „Það varð til þess að menn voru búnir að bóka mig á pall í Róm á Ólympíuleik- unum sem fóru fram stuttu síðar. Það er aldrei gott að vera bókaður fyrir fram eins og við Íslending- ar höfum oft brennt okkur á. Það þarf svo margt að lukkast vel til þess að allt smelli saman. Heppn- in þarf alltaf að vera með en hún ein er ekki nóg. Ástundunin og allt það þarf að vera fyrir hendi og svo þarf á lukkunni að halda líka,“ segir Vilhjálmur. „Ég ætla að rétt að vona að það komi fleiri í Heiðurshöllina og ég verði ekki einmana þarna. Ég hét á þá í hófinu að láta mig ekki vera lengi einan. Það eru gríðarlega margir ákaflega verðugir. Eins og Ellert B. Schram sagði í hófinu þá er það stóra í þessu hvað íþrótta- iðkun er orðin almenn. Þetta þótti hálfgerður fíflaskapur í gamla daga þegar ég var að æfa hérna út um móa og mela. Þá fannst fólki vera illa farið með orkuna,“ segir Vilhjálmur og hann hefur sterk- ar skoðanir á íþróttaiðkun barna í dag. Þurfa næði til að rata á rétta grein „Ég á orðið tuttugu barnabörn og vel flest þeirra eru að æfa alls konar íþróttir. Eitt er það sem ég óttast svolítið en það er að menn fái aldrei næði til að rata á rétta grein fyrir sig persónulega. Þegar krakkar eru gripnir svona snemma út í mikla þjálfun í tiltek- inni grein sem foreldrarnir hafa jafnvel fyrst og fremst haft áhuga á þá lokar það börnin inn í þeim heimi,“ segir Vilhjálmur sem telur að saga sín styðji við þetta. Þrístökkið fann mig „Ég var alæta á íþróttir sem krakki og hélt um fermingu að ég myndi aldrei geta neitt nema kannski í köstum því ég var svo- lítið feitlaginn. Ég hafði næði til þess að leika mér áfram í öllu mögulegu og dett niður á þrí- stökkið þegar ég er orðinn 18 ára gamall. Þá finn ég þrístökk- ið eða þrístökkið finnur mig,“ segir Vilhjálmur að lokum og allir Íslendingar þekkja síðan framhaldið. ooj@frettabladid.is VERÐ VONANDI EKKI EINMANA Vilhjálmur Einarsson varð um helgina fyrsti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ. Vilhjálmur er þar með enn á ný frumherji í íslensku íþróttalífi. Hann varð fyrstur til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum og sá fyrsti sem bar heiðursnafnbótina Íþróttamaður ársins. Þá útnefningu fékk hann alls fimm sinnum á ferlinum. FRUMHERJI Á TÍMAMÓTUM Vilhjálmur Einarsson var tekinn í Heiðurshöll ÍSÍ um síðustu helgi þegar Íþróttasamband Íslands hélt upp á aldarafmæli sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ÍSÍ/ARNALDUR HALLDÓRSSON Þetta þótti hálfgerður fíflaskapur í gamla daga þegar ég var að æfa hérna út um móa og mela. Þá fannst fólki vera illa farið með orkuna. VILHJÁLMUR EINARSSON FIMMFALDUR ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Iceland Express-d. kvenna KR - Haukar 72-54 (39-27) Stigahæstar: Bryndís Guðmundsdóttir 19, Erica Prosser 17, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17 – Jence Ann Rhoads 18, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 10. N1-deild kvenna HK - Fram 20-23 (12-11) Mörk HK: Brynja Magnúsd. 5/2, Elín Baldursd. 4/1, Elva Arnarsd. 3, Jóna Halldórsd. 3, Harpa Baldursd. 2, Heiðrún Helgad. 2, Elísa Viðarsd. 1. Varin skot: Ólöf K. Ragnarsd. 19/1 (42/3, 45%). Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Elísabet Gunnarsd. 7/2, Sigurbjörg Jóhannsd. 2, Sunna Jónsd. 2, Ásta B. Gunnarsd. 2, Anett Köbli 1 Varin skot: Guðrún Maríasd. 19/1 (38/3, 50%). Enska úrvalsdeildin Swansea - Chelsea 1-1 1-0 Scott Sinclair (38.), 1-1 Neil Taylor, sjálfsmark (93). Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 66 mínút- urnar fyrir Swanseaa og átti þátt í marki liðsins. Tottenham - Wigan 3-1 1-0 Gareth Bale (28.), 2-0 Luka Modric (33.), 3-0 Bale (63.), 3-1 James McArthur (79.). Wolves - Liverpool 3-0 0-1 Andy Carroll (51.), 0-2 Craig Bellamy (60.), 3-0 Dirk Kuyt (77.). Eggert Jónsson var í byrjunar- liði Wolves en var tekinn út af í seinni hálfleik. Manchester United - Stoke 2-0 1-0 Javier Hernandez, víti (38.), 2-0 Dimitar Berbatov, víti (52.) Everton - Manchester City 1-0 1-0 Darron Gibson (59.) STAÐA EFSTU LIÐA Man. City 23 17 3 3 60-19 54 Man. United 23 17 3 3 56-21 54 Tottenham 23 15 4 4 44-25 49 Chelsea 23 12 6 5 41-26 42 Liverpool 23 10 8 5 28-21 38 Arsenal 22 11 3 8 39-33 36 Newcastle 22 10 6 6 32-30 36 Stoke 23 8 6 9 23-35 30 Enska B-deildin Southampton - Cardiff 1-1 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Ca. Blackpool - Coventry 0-1 Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Cov. ÚRSLIT – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is Spry tyggjó með 100% xylitoli Spry minnkar hættuna á tannsteini. Spry lækkar sýrustig í munni. Spry styrkir tannglerunginn og seinkar eyðingu hans. Spry kælir og minnkar munnþurrk. Spry heldur munninum hreinum. Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? NAPOLI hitastýrt sturtusett 28.900,- Vilhjálmur Einarsson er mikill frum- herji í íslenskri íþróttasögu og var það enn á ný um síðustu helgi orðinn 77 ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá þrjú tímamót tengd afrekum Vilhjálms á íþróttavellinun. 27. nóvember 1956 Vinnur fyrstur Íslendinga verðlaun á Ólympíu-leikum þegar hann vinnur silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleik- unum í Melbourne. 19. janúar 1957 Fyrstur allra kosinn Íþróttamaður ársins. Hann var einnig kosinn næstu tvö ár og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. 29. janúar 2012 Tekinn fyrstur allra inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Tímamót í íþróttasögunni ÖRUGGUR SIGUR KR gjörsigraði Hauka 72-54 í Iceland Express-deild kvenna í gær. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna. Nánar á Vísi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.