Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 6
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR6 SÝRLAND, AP Arabalöndin og Vestur- lönd eru sammála um að Bashar al- Assad Sýrlandsforseti eigi að fara frá völdum sem allra fyrst. Þau stóðu saman að ályktun þess efnis, sem rædd var í öryggis ráði Sameinuðu þjóðanna síðdegis í gær, en Rússar virtust ekki líklegir til að greiða henni atkvæði sitt. Þeir hafa neitun- arvald í ráðinu, eins og Banda- ríkjamenn, Bretar. Frakkar og Kínverjar. Rússar sögðu hættu á því að ályktunin leiði af sér borgara- styrjöld í Sýrlandi. Þar hefur þó í reynd geisað borgarastyrjöld vikum saman. Æ fleiri hermenn gerast lið- hlaupar úr sýrlenska hernum og ganga til liðs við uppreisnar- menn. Hörð átök hafa geisað víða um land og um helgina brutust út í fyrsta sinn harðir bardag- ar í höfuðborginni Damaskus. Stjórnarhernum tókst að hrekja uppreisnarmenn frá úthverfum Damaskus, en átökunum er engan veginn lokið. Hundruð manna hafa fallið í bardögum síðustu daga og hafa átökin harðnað verulega síðan eftirlitsmenn Arababandalagsins boðuðu brottför sína frá landinu í síðustu viku. Eftirlitsmennirnir sögðust ekki sjá sér fært að koma ástandinu í lag og hurfu því á brott nú í byrjun vikunnar. Sameinuðu þjóðirnar telja að hátt í 5.500 manns hafi látið lífið síðan mótmælin gegn Assad for- seta hófust snemma á síðasta ári. Átökin í gær voru einna hörðust í hverfinu Baba Amr í borginni Homs, þar sem upp- reisnarmenn hafa frá upphafi mótmælanna verið öflugir. Sjónarvottar sögðust hafa heyrt skothríð og sprengingar klukkustundum saman auk þess sem þykkan reyk mátti sjá í fjar- lægð. Talið var að reykurinn bærist frá olíuleiðslu, sem hafi orðið fyrir sprengju, en óljóst var um málavöxtu. Ályktunin, sem rædd var í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, er byggð á friðaráætlun sem Arababandalagið lagði fram en Assad forseti hefur hafnað. Samkvæmt henni er Assad hvattur til þess að hætta aðgerð- um gegn mótmælendum í land- inu og láta völd sín í hendur vara- forseta landsins. Síðan eigi að mynda þjóðstjórn sem fengi það verkefni að efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is er sá fjöldi sem Sameinuðu þjóðirnar áætla að hafi fallið síðan mótmælin hófust snemma á síðasta ári. 5.500 LÚXEMBORG Atvinnuleysi í ríkjum Evrópusambandsins og á evru- svæðinu náði hámarki undir lok síðasta árs og hefur ekki verið hærra á þessari öld. Í ríkjum Evrópusambandsins mældist atvinnuleysið 9,9 prósent í nóvember og desember, en það var 9,5 prósent fyrir ári. Á evrusvæð- inu var hlutfallið hærra, eða 10,4 prósent, en í fyrra var það slétt tíu prósent. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, telur að tæplega 24 milljónir manna innan ESB hafi verið án atvinnu í desember. Þar af hafi 16,5 milljónir verið í evru- ríkjunum sautján, og 5,5 milljónir atvinnulausra voru undir 25 ára aldri. Minnst var atvinnuleysið í Austur ríki, Hollandi og Lúxem- borg, frá 4,1 prósenti til 5,2 pró- senta. Atvinnuleysið er mest á Spáni, í Grikklandi og Litháen. Á Spáni voru tæp 23 prósent án atvinnu í desember. Í fjórtán aðildarríkjum var minna atvinnuleysi nú í desember en fyrir ári og í tólf þeirra var atvinnuleysið meira. Á Írlandi stóð atvinnuleysið í stað milli ára. - þeb Tæpar 24 milljónir manna innan ESB voru án vinnu í lok síðasta árs: Atvinnuleysi í hámarki í Evrópu Atvinnuleysi eftir löndum Mest atvinnuleysi Spánn 22,9 % Grikkland 19,2 % Litháen 15,3 % Minnst atvinnuleysi Austurríki 4,1 % Holland 4,9 % Lúxemborg 5,2 % Atvinnuleysi hér á síðasta ársfjórðungi Ísland 6,0 % Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele eldhústæki Stríðið í Sýrlandi rætt í öryggisráði Hart var sótt að Rússum í gær að samþykkja ályktun gegn Sýrlandi í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Rússar sögðu ályktunina ótæka, hún gæti leitt til borgarastríðs í Sýrlandi. Í raun hefur borgarstríð geisað þar vikum saman. LIÐHLAUPA FAGNAÐ Sýrlenskir mótmælendur fagna liðhlaupa úr hernum sem hefur gengið til liðs við þá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ert þú orðin/n þreytt/ur á fann- fergi þessa vetrar? Já 56,4% Nei 43,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú fylgjandi því að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gengið sé út frá sam- þykki látinna? Segðu þína skoðun á visir.is NOREGUR Um það bil 15 prósent af vinnandi fólki í Noregi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi, en samkvæmt upplýsing- um frá skattayfirvöldum voru 2.560.000 starfandi í fyrra og þar af voru 387.103 útlendingar. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað verulega eftir gildistöku Evrópureglna árið 2004. Tveir hagfræðingar við Viðskipta- háskólann í Osló segja þessa þróun hafa verið jákvæða fyrir norskt efnahagslíf, enda sé að mestu um að ræða faglært starfsfólk frá Austur-Evrópu og Svíþjóð. - þj Vinnumarkaðurinn í Noregi: 15% vinnandi eru útlendingar ÖFLUGUR VINNUMARKAÐUR Stór hluti vinnandi fólks í Noregi er útlendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRGÓLFUR HÁVARÐSSON REYKJAVÍKURBORG Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkur segir það ekki hlutverk sviðsins að finna viðmælendur fyrir fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari Huldu Styrmisdóttur vegna fyrir- spurnar í borgarráði eftir frétt Ríkisútvarpsins um að lagt hefði verið fyrir starfsmenn velferðarsviðs að svara ekki fjölmiðlum sjálfir. Þann 11. janúar fengu forstöðumenn og stjórn- endur á velferðarsviði tölvupóst. „Það er vinnu- regla að vísa öllum fyrirspurnum eða óskum frá fjölmiðlum fyrst til upplýsingafulltrúa,“ segir meðal annars í póstinum sem Hulda kveður hafa verið sendan að beiðni stjórnenda sviðsins. Tilefnið hafi verið ósk fjölmiðils um að taka viðtöl við not- endur þjónustu velferðarsviðs á einni starfsstöðva þess. „Mikilvægt er að samræmi sé í viðbrögðum for- stöðumanna varðandi tiltekna þætti, þar með talið aðgengi að starfsstöðvum og samskipti við fjöl- miðla,“ segir í svari skrifstofustjórans við fyrir- spurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Ástæðan sé eðli þjónustunnar. „Þeir sem njóta þjónustu velferðarsviðs standa oftast höllum fæti vegna veikinda, fötlunar, öldrunar, félagslegra erfiðleika eða af öðrum ástæð- um og er það skylda velferðarsviðs að verja þá, þar með talið gagnvart fjölmiðlum.“ - gar Velferðarsvið borgarinnar hleypir ekki fjölmiðlum að starfsstöðvum og starfsfólki: Verja skjólstæðinga gegn fjölmiðlum VELFERÐARSVIÐ Fjölmiðlar fá almennt ekki aðgang og starfs- fólkið vísar á upplýsingafulltrúa varðandi svör við spurningum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVÍÞJÓÐ Nær þriðji hver sænskur læknastúdent leggur stund á læknisfræðinámið utan Svíþjóð- ar. Áður fóru flestir til Danmerk- ur í læknisfræði en nú hafa ný Evrópusambandslönd, eins og til dæmis Rúmenía, orðið vinsæl. Á vef Svenska Dagbladet segja stúdentar sem eru í háskóla í Cluj Napoca frá svindli og mútu- greiðslum. Einn kveðst óttast tilhugsunina um að einhverjir þeirra eigi eftir að starfa innan heilbrigðisgeirans í Svíþjóð. Rektor skólans segir að grip- ið hafi verið til aðgerða vegna svindls. - ibs Sænskir læknanemar: Þriðjungur fer utan til náms NOREGUR Tveir menn voru í gær dæmdir í sjö og þriggja og hálfs árs fangelsi vegna ráðabruggs um hryðjuverk gegn Jyllands- Posten í Danmörku og teiknar- anum Kurt Westergaard. Þriðji maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að útvega sprengiefni. Þremenningarnir neituðu allir að hafa verið með áætlanir um hryðjuverk. Við réttarhöldin lagði saksóknari fram gögn sem bentu til að einn hinna dæmdi hefði verið í æfingabúðum al-Qaeda í Pakistan. - ibs Skipulögðu hryðjuverk: Margra ára fangelsisdómar SKIPULAGSMÁL Alls bárust 68 til- lögur í hugmyndasamkeppnin um Ingólfstorg og Kvosina. Fimm til- lögur verða valdar til að taka þátt í framkvæmdasamkeppni sem er seinna þrepið. Fá þeir tvær milljónir króna hver til að útfæra tillögur sínar. „Þátttakendur munu þá vinna frekar úr hugmyndum sínum um hönnun hótels og almennings- rýma innan reitsins,“ segir í til- kynningu frá Reykjavíkurborg. Að loknu seinna þrepi verður hulunni svipt af nöfnum allra keppanda og niðurstaða dóm- nefndar birt og haldin sýning á öllum tillögum sem bárust í báðum þrepum. - gar 68 tillögur um Ingólfstorg: Fimm fá tvær milljónir hver INGÓLFSTORG Vinningshafar munu útfæra tillögur sínar. UMHVERFISMÁL Snæfellsnes hefur fengið umhverfisvottun sína end- urnýjaða. Tilkynning frá Eart- hCheck-vottunarsamtökunum um að vottun hefði náðst fyrir 2012 barst 16. janúar, segir í frétt frá Náttúrustofu Vesturlands. Snæfellsnes hefur haft umhverfisvottun á starfsemi sinni frá árinu 2008. Til þess að viðhalda slíkri vottun er krafist vöktunar á auðlindanýtingu og ýmsum umhverfisþáttum auk stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum. - shá Umhverfisvottun frá 2008: Snæfellsnes fær vottun að nýju KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.