Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 1. febrúar 2012 29 Nýtt Moisture Surge Intense - Skin Fortifying Hydrator Öflugt og styrkjandi rakakrem Ef þér finnst húðin alltaf þarfnast meiri raka, ef veturinn er vandræðatími, prófaðu þá nýja Moisture Surge Intense rakakremið. Glæsilegur kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 4.900 kr. eða meira dagana 1.-7. febrúar.* *meðan birgðir endast dagar í LYFJU Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að stjörnurnar Seal og Heidi Klum hafa sótt um skilnað eftir sjö ára hjónaband. Seal hefur þó ekki setið auðum höndum frá því að tilkynnt var um skilnaðinn fyrir rúmri viku, því hann hefur verið á fullu við að kynna nýju plötuna sína beggja vegna Atlantshafsins. Hann hefur farið ófáum orðum um hjónaband sitt og skilnaðinn í viðtölum og hefur meðal annars sagt að það sé ekki útilokað að þau hjónin muni ná sáttum á ný. Athygli hefur vakið að R&B söngvarinn hefur enn ekki tekið niður giftingarhringinn, og því greinilegt að hann hefur ekki gefið upp alla von þrátt fyrir að hjónabandið hafi staðið á brauð- fótum í nokkra mánuði. - trs Enn með hringinn GIFTINGARHRINGURINN Á SÍNUM STAÐ Þrátt fyrir að þau séu búin að sækja um skilnað er Seal greinilega ekki tilbúinn að leggja árar í bát. Það er enn bið í að ofurparið Brad Pitt og Angel- ina Jolie gangi upp að altarinu. Parið, sem er talið eiga von á sínu sjöunda barni, hefur áður gefið það út að þau munu ekki ganga í það heilaga fyrr en jafn réttur allra hafi verið tryggður og hjóna- bönd samkynhneigðra verði leyfð. Pitt tjáði sig þó um það í viðtali við The Hollywood Reporter nýlega að það væri erf- itt að halda þetta út. Hann sagði pressuna frá börnunum þeirra verða sífellt meiri, auk þess sem þau hefðu sjálf mikla löngun til að bindast hvort öðru á þennan hátt en þau eru búin að vera saman í á sjöunda ár. Í viðtali á SAG verðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag sagðist Pitt sjá eftir því að hafa tjáð sig um þessa löngun hans til að ganga að eiga barnsmóður sína. Ekkert brúðkaup Sjarmatröllið Keith Urban fór eflaust sæll og glaður heim af Sveitatónlistarverðlaunahátíðinni í Ástralíu síðastliðið laugardags- kvöld með tvo verðlaunagripi í höndunum. Urban var valinn besti söngv- ari ársins auk þess sem plata hans, You Gonna Fly, hlaut verð- laun sem best selda platan hjá Sanity fyrirtækinu. Lítið hefur farið fyrir söngvaranum á undan- förnum vikum, en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á hálsi sem hann gekkst undir í nóvember síðastliðinn. Hann er þó væntan- legur aftur á svið fljótlega. Sveitasöngkonan Beccy Cole hlaut einnig tvö verðlaun á hátíð- inni, en hún var valin besta söng- kona ársins auk þess sem þær Kasey Chambers fengu verðlaun fyrir besta samspil radda á árinu með dúett sínum Millionaires. Eftirsóttustu verðlaun kvölds- ins, plata ársins, féllu í skaut Adam Harvey fyrir plötu hans Falling Into Place. Sveitasöngv- arar verð- launaðir KEITH URBAN Fór heim með tvo gull- gítara. – Lifið heil Fyrir börnin í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 81 01 0 1/ 12 Gildir 1.-15. febrúar 2012. 20% afsláttur af allri Biomega línunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.