Fréttablaðið - 07.02.2012, Page 4
7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur vísað frá máli Jóns
Magnússonar, fyrrverandi
alþingismanns,
gegn Persónu-
vernd. Jón vildi
fá það viður-
kennt með dómi
að Persónu-
vernd hefði
brotið lög með
því að leyfa
Seðlabankanum
að fylgjast með
erlendri greiðslukortanotkun
fólks í þágu gjaldeyriseftirlits.
Jón sagði í samtali við Frétta-
blaðið í október að enginn ein-
staklingur í þjóðfélaginu væri
undanskilinn í heimild Seðla-
bankans og því hlyti hann að telj-
ast hagsmunaaðili í málinu, eins
og allir aðrir. Héraðsdómur er
ósammála og telur hann ekki eiga
beina, lögvarða hagsmuni. Mál-
inu er því vísað frá og Jón þarf að
greiða Persónuvernd 100 þúsund
krónur í málskostnað. - sh
GENGIÐ 06.02.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,5256
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,5 124,08
194,45 195,39
161,16 162,06
21,676 21,802
21,184 21,308
18,296 18,404
1,6117 1,6211
190,69 191,83
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Í Spurningu dagsins í gær var rætt
við Söru Vilbergsdóttur en birt mynd
af systur hennar Svanhildi. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
UPPREISNARMENN Í SÝRLANDI
Árásir stjórnarhersins á íbúa í Homs
hafa kostað hundruð manna lífið
síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP
SÝRLAND, AP Stjórnarherinn í Sýr-
landi gerði öflugar sprengjuárásir á
borgina Homs í Sýrlandi í gær, þar
sem harðir bardagar við uppreisn-
armenn hafa staðið yfir undanfarna
daga. Þetta eru hörðustu árásir
stríðsins til þessa.
Árásirnar kostuðu tugi manna
lífið í gær en hundruð manna hafa
látist í átökunum þar í borg síðan
fyrir helgi.
Bandaríkjamenn lokuðu í gær
sendiráði sínu í Damaskus, höfuð-
borg Sýrlands, og Bretar hafa kallað
sendiherra sinn heim frá Sýrlandi.
Bandaríkjamenn og fleiri ríki
eru afar ósátt við að Rússar og Kín-
verjar hafi beitt neitunarvaldi sínu
þegar ályktun gegn Sýrlandi var
afgreidd í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna um helgina.
Sergei Lavrov, varnarmálaráð-
herra Rússlands, varði hins vegar
afstöðu Rússa og sagði að hefði
ályktunin verið samþykkt í Örygg-
isráðinu jafngilti það því að ráðið
tæki afstöðu með annarri af tveimur
stríðandi fylkingum í borgarastríði.
Hann sagði að það myndi aðeins
leiða af sér meira mannfall ef „vopn-
aðir hópar öfgamanna“ eru hvattir
áfram. - gb
Bandaríska sendiráðinu í Sýrlandi lokað og Bretar kalla sendiherra sinn heim:
Sprengjum rigndi á Homs
VERSLUN Mjólkursamsalan stefnir
að því að tvöfalda sölu á skyri í
Bandaríkjunum á næstunni. Fyr-
irtækið hefur samið við dreifing-
arfyrirtækið Gourmet Guru Inc.
í New York um dreifingu.
Nú seljast um 120 tonn af
íslensku skyri á ári, eða um 720
þúsund dósir. Markmið MS er að
tvöfalda söluna og bjóða skyr í að
minnsta kosti þúsund verslunum
á næstu tólf til tuttugu mánuðum.
Gourmet Guru sérhæfir sig í dreif-
ingu á náttúrulegum og lífrænum
mjólkurvörum í New York. - þeb
MS gerir dreifingarsamning:
Vilja selja tvö-
falt meira skyr
ATVINNULÍFIÐ Á árlegu Viðskipta-
þingi Viðskiptaráðs verður fjallað um
verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EFNAHAGSMÁL Alls 94 prósent
landsmanna telja íslensk fyrir-
tæki skipta miklu eða öllu máli
þegar kemur að því að skapa góð
lífskjör á Íslandi. Þetta er niður-
staða skoðanakönnunar sem
Capacent Gallup vann fyrir Við-
skiptaráð.
Var könnunin unnin í tengslum
við árlegt Viðskiptaþing Við-
skiptaráðs sem fer fram 15.
febrúar næstkomandi. Verður
yfirskrift þingsins „Hvers virði
er atvinnulíf?“ og munu ræðu-
menn fjalla um verðmætasköpun
í íslensku atvinnulífi. - mþl
Ný skoðanakönnun Gallup:
Atvinnulífið
mikilvægt fyrir
lífskjör á Íslandi
JÓN MAGNÚSSON
Þarf að borga 100 þúsund:
Máli Jóns vísað
frá héraðsdómi
STJÓRNMÁL Nýtt stjórnmálaafl
undir forystu Lilju Mósesdóttur
hefur nú formlega verið stofn-
að. Flokkurinn mun bjóða fram
í öllum kjördæmum landsins og
hefur sótt um listabókstafinn C.
„Þetta nýja stjórnmálaafl er
ekki vinstri, ekki hægri og ekki
miðjumoð heldur ný hugsun í
stjórnmálum,“ segir í tilkynningu.
„Hugsun sem gengur út á að skil-
greina vandamál og lausnir út frá
sérstöðu íslensks samfélags og
almannahagsmunum.“
Kynningarfundur verður hald-
inn í dag þar sem nafn, tilurð og
markmið flokksins verða kynnt. - sv
Bjóða fram á öllu landinu:
Framboð Lilju
með stafinn C
Sundlaugin lokuð
Sundlaugin í Stykkishólmi er lokuð
vegna viðgerða. Ráðgert er að laugin
verði lokuð næstu tvær vikur. Við
sundlaugina stendur næsthæsta
vatnsrennibraut landsins.
STYKKISHÓLMUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
-7°
-8°
-2°
-8°
-10°
0°
0°
18°
2°
15°
10°
26°
-4°
-2°
12°
-6°
Á MORGUN
5-10 m/s, en 8-15 NV-til.
FIMMTUDAGUR
Vaxandi vindur og
úrkoma síðdegis.
5
5
5
5
2
6
6
6
6
8
8
18
15
16
10
12
10
10
12
17
10
13
0
0
4
3
3
2
2
4
5
5
LEIÐINLEGT
VEÐUR víðast hvar
á landinu í dag.
Hvöss sunnanátt
í fyrstu og síðan
suðvestanátt og
talsverð rigning
sunnan- og suð-
austantil. Dregur
úr vindi og vætu á
morgun.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítug-
ur karlmaður er í haldi lögreglu,
grunaður um að hafa ráðið vinkonu
sinni bana með hníf í fyrrinótt.
Maðurinn kom á lögreglustöð-
ina að Flatahrauni í Hafnarfirði
skömmu eftir klukkan ellefu í gær,
í afar annarlegu ástandi og nokkru
uppnámi. Hann átti bágt með að
gera sig skiljanlegan en lögreglu-
mönnum tókst þó að greina að eitt-
hvað hefði gerst og sáu ástæðu til
að fara í kjölfarið heim til hans að
Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega
þrítug kona með áverka eftir egg-
vopn og reyndist hún látin.
Maðurinn var tekinn höndum
en ástand hans var slíkt að ekki
reyndist unnt að yfirheyra hann
strax. Ljóst þykir að hann hafi
verið undir áhrifum fíkniefna.
Tekin verður ákvörðun um það í
dag hvort krafist verði gæsluvarð-
halds yfir honum.
Lögregla varðist allra frétta
af málinu í gær umfram það sem
fram kom í tilkynningu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var aðkoman á vettvangi
ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar
fannst hnífur sem talinn er hafa
verið notaður til verksins. Hann
hefur verið sendur í lífsýnarann-
sókn.
Enginn er skráður til heimilis
í húsinu, sem hefur verið í eigu
Arion banka síðan í nóvember. Sá
sem nú er í haldi er sonur fyrri
eigenda.
Konan og ætlaður banamaður
hennar höfðu þekkst lengi og voru
bæði vel þekkt hjá lögreglunni í
Hafnarfirði vegna óreglu. Maður-
inn hefur ítrekað komist í kast við
lögin, þó einkum vegna minni hátt-
ar afbrota. Hann hlaut í fyrra skil-
orðsbundinn dóm fyrir ýmis brot.
stigur@frettabladid.is
Óreglumaður í haldi
grunaður um morð
Ungur maður kom í annarlegu ástandi á lögreglustöð í gær og átti erfitt með að
gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst látin kona á heimili hans og svo virðist
sem henni hafi verið ráðinn bani með hníf. Maðurinn er góðkunningi lögreglu.
VETTVANGUR GLÆPSINS Konan fannst látin í þessu húsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Lögregla hafði lokið vinnu á vettvangi seinni
partinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON