Fréttablaðið - 07.02.2012, Side 6
7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
Cisco CCNA
ÖFLUGASTA GRÁÐAN Í DAG!
84 stundir - Verð: 289.000.-
Kvöldnámskeið 28. feb - 24. apríl
+ 1 verklegur sunnudagur
CCNA gráðan er af mörgum talin ein öflugasta
gráðan í upplýsingatækni sem völ er á.
Ef þú hefur áhuga á að verða sérfræðingur í uppbyggingu á
tölvunetum og þeim tækjum sem notuð eru í samskiptum í
netheiminum í dag, þá er þetta námskeiðið fyrir þig. Námið er
undirbúningur fyrir prófið 640-802 sem er CCNA prófið frá Cisco
og er það innifalið í verði námskeiðisins.
Þetta er nám sem gerir talsverðar kröfur til nemenda, en styrkir
án efa stöðu þeirra á vinnumarkaðinum.
Kennari námskeiðsins er Þorsteinn Einarsson. Hann býr yfir 15
ára reynslu í Networking og er með CCIE gráðu (Cisco Certified
Internetwork Expert).
„Við vorum allt frá upphafi á móti samningnum við
Norðurál og teljum að ekki eigi að fara í frekari orkuöflun
til stóriðju,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi og
fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
(OR). Hún telur að láta eigi reyna á fyrirvara í gildandi
samningum við Norðurál, sér í lagi fyrirvara sem snúi að
fjármögnun verkefnisins. Eftir að Evrópski fjárfestingar-
bankinn hafi dregið til baka loforð um að fjármagna
helming virkjunarinnar sé fjármögnunin á núllpunkti. „Og
ég myndi telja að það væri nóg. Það skyldar okkur ekkert
til að fara í verkefnisfjármögnun.“
Eins telur Sóley að álitamál kunni að vera tengd
aðkomu lífeyrissjóðanna. „Þeirra eina hlutverk er að
hámarka arð,“ bendir hún á og telur ekkert meina sjóð-
unum að selja sig síðar út úr verkefninu til hvers sem
verða vildi. „Magma eða hverjum sem er,“ segir hún og
kveðst minnug þess „þegar fulltrúar
Besta flokksins örkuðu út í Norræna
hús til að standa vörð um auðlindir
og orkufyrirtæki í almannaeigu.“
Aukinheldur segir Sóley óleyst
vandamál tengd rekstri gufuafls-
virkjunarinnar á Hellisheiði, svo sem
hvernig uppfylla eigi ákvæði um að
draga úr brennisteinsútblæstri og
vandamál tengd niðurdælingu sem
framkallað hafi fjölda jarðskjálfta á
svæðinu. „Á meðan væri óvarlegt að
fara af stað með flýti í frekari virkjanir á svæðinu,“ segir
hún og kveðst munu fara fram á að málið verði rætt
frekar hjá sveitarfélögunum sem að Orkuveitunni standa
áður en stjórn OR afgreiðir það frá sér.
SÓLEY
TÓMASDÓTTIR
Eftir á að leysa vandamál tengd virkjunum á Hellisheiði
VIÐSKIPTI Ástæða þess að uppi eru
hugmyndir um sérstaka verkefna-
fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar
er að Orkuveita Reykjavíkur (OR)
ræður ekki við að byggja virkj-
unina á eigin reikning. Þetta segir
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitunnar. „Þess vegna var leitað til
lífeyrissjóðanna um fjármögnun.“
Bjarni segir hins vegar engar
viðræður hafnar um verkefnið þótt
lífeyrissjóðirnir hafi lýst áhuga
sínum á því eftir könnunarvið-
ræður sem hófust fyrir tæpu ári.
Verkefnið félli vel að hugmyndum
þeirra um góðar fjárfestingar, væri
traust og til langs tíma, auk þess
sem stuðlað væri að atvinnuupp-
bygginu. Sjóðirnir hafi hins vegar
talið að skoða þyrfti samningana
betur og málið þá verið látið bíða.
„Um áramótin tóku Orkuveitan
og Norðurál svo upp þráðinn á ný
og leituðu sameiginlega til KPMG
til að skoða hvernig að þessu mætti
standa,“ segir Bjarni, en sú hug-
mynd hefur nú verið kynnt bæði
í hópi stjórnarmanna OR og sveit-
arstjórnarmönnum í Reykjavík, á
Akranesi og í Borgarbyggð.
Hugmynd KPMG gengur út á
að stofnað verði félag sem yrði í
meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna,
en Orkuveitan myndi eignast í því
hlut sem samsvaraði þeim fjármun-
um sem þegar hafi verið lagðir í
undirbúning. „Virkjunin yrði þar
með byggð án þess að Orkuveit-
an þyrfti að leggja fram nokkra
fjármuni, þótt við myndum leggja
fram þá eign sem þegar er þarna
í jörðu, rannsóknir og boranir,“
segir Bjarni. Sú upphæð nemur
rúmum fjórum milljörðum króna,
en viðbótarkostnaður er metinn á
25 milljarða króna, en hann myndi
dekka framlag lífeyrissjóðanna og
lántaka félagsins um virkjunina.
„Og þeir sem lána taka ekki veð í
Orkuveitunni, heldur verkefninu
sjálfu og tekjunum sem af því
verða,“ segir Bjarni.
Frekari útfærslu, svo sem um
hvort Orkuveitan eignist virkj-
unina að einhverjum áratugafjölda
liðnum segir Bjarni bíða samninga-
viðræðna. Telji stjórn OR verkefna-
fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar
vænlega leið þá gerir Bjarni hins
vegar ráð fyrir því að fá frá henni
umboð til að ganga til viðræðna um
að koma verkefninu á koppinn.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segir tillögur KPMG um
tilhögun verkefnisfjármögnunar
Hverahlíðarvirkjunar þess eðlis að
Norðurál fái fellt sig við þær. Fyr-
irtækið hafi samið við bæði OR og
HS Orku um orkuöflun fyrir álver-
ið í Helguvík og þessi nálgun í fjár-
mögnun virkjunarinnar sé liður
í því að OR standi við það sem að
fyrirtækinu snýr.
olikr@frettabladid.is
RAGNAR
GUÐMUNDSSON
HELLISHEIÐARVIRKJUN Hverahlíðarvirkjun verður á Hellisheiði, skammt suðaustur af Hellisheiðarvirkjun, hægra megin við þjóð-
veginn, komi fólk akandi frá Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BJARNI
BJARNASON
Í höndum stjórnar
OR að veita umboð
Aðkoma lífeyrissjóðanna að fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar kemur til af því
að Orkuveitan ræður ekki við verkefnið. Heildarkostnaður er talinn 29 milljarðar
króna. Formlegar viðræður bíða þess að forstjóri OR fái til þess umboð stjórnar.
DÓMSMÁL Maður sem ákærður var
fyrir fjölda kynferðisbrota gagn-
vart bróðurdóttur sinni hefur
verið sýknaður í dómi Héraðs-
dóms Vesturlands frá fyrsta þessa
mánaðar. Samkvæmt ákæru braut
maðurinn gegn stúlkunni á árun-
um 1990 til 1996, frá því hún var
sex ára og til þrettán ára aldurs.
Í niðurstöðum dómsins kemur
fram að framburður stúlkunn-
ar sé talinn trúverðugur og fái
stuðning í fjölda atriða. Að því
virtu þykir dómnum „ekki var-
hugavert að slá því föstu að
ákærði hafi gerst sekur um þá
háttsemi sem hann er ákærður
fyrir og rétt er færð til refsi-
ákvæða í ákæru“.
Vafi er hins vegar talinn leika
á hvenær síðustu brot áttu sér
stað og var það talið manninum
í hag. Ósannað var því talið að
hann hefði brotið gegn stúlkunni
eftir að hún varð 12 ára. Á þeim
tíma vörðuðu brot mannsins 12
ára fangelsi og giltu ákvæði um
að brotin fyrndust á 15 árum. „Í
samræmi við framangreinda nið-
urstöðu dómsins verður að telja að
fyrningarfrestur hafi byrjað að
líða 17. júní 1995 og var sök því
fyrnd þann 17. júní 2010,“ segir
í dómnum, en manninum var til-
kynnt um framkomna kæru 22.
nóvember 2010. „Verður því ekki
hjá því komist að sýkna hann af
öllum kröfum ákæruvaldsins í
máli þessu.“
Bótakröfum var vísað frá í
dómnum, en hann kváðu upp
Hjörtur O. Aðalsteinsson dóm-
stjóri og meðdómarar hans, Allan
Vagn Magnússon og Barbara
Björnsdóttir. - óká
Lög um fyrningarfrest áttu við í máli manns sem misnotaði bróðurdóttur sína:
Frændinn talinn sekur en samt sýknaður
Fyrningarfrestur á alvarlegustu
kynferðisbrotum var afnuminn með
samþykkt Alþingis í mars 2007.
Kynferðisbrot gegn börnum undir
18 ára aldri falla í þann flokk. Ágúst
Ólafur Ágústsson var fyrsti flutn-
ingsmaður tillögunnar. Þegar málið
var lagt fram síðla árs 2006 höfðu
um 22 þúsund manns skrifað undir
áskorun til Alþingis um að sam-
þykkja afnám fyrningarfrestsins.
Fyrning afnumin
Alla virka daga kl. 18.00
Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ
Fylgist þú með frambjóðendum
til embættis biskups Íslands?
JÁ 27,0%
NEI 73,0%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga björgunarsveitirnar að
taka gjald fyrir aðstoð við al-
menning vegna ófærðar?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN