Fréttablaðið - 07.02.2012, Qupperneq 12
12 7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Þann 10. febrúar n.k. mun Félag um for-eldrajafnrétti standa fyrir ráðstefnu um
fyrirhugaðar breytingar á barna-
lögum. Á ráðstefnunni verður að
mestu fjallað um heimild dóm-
ara til að dæma foreldra í sam-
eiginlega forsjá. Ögmundur Jón-
asson innanríkisráðherra hefur
fellt þessa heimild úr upphaflegu
frumvarpi Rögnu Árnadóttur og
eru fyrir því afar hæpin rök.
Við Íslendingar miðum okkur
jafnan við nágrannaþjóðirnar
þegar kemur að lagasetningu en
í þessu tilfelli er Ögmundur að
ganga gegn því og taka mið af
þröngum sjónarmiðum þeirra
sem aldrei hafa viljað breyta
neinu í þessum efnum.
Allar aðrar þjóðir sem við
miðum okkur við hafa haft heim-
ild dómara fyrir sameiginlegri
forsjá um árabil og í Noregi –
landinu sem Íslendingar horfa mikið til
hefur slík heimild verið til síðan 1981! Fjöl-
margar fagnefndir hafa fjallað um þetta
ákvæði og hvergi stendur fyrir dyrum að
fella burt slíka heimild í nágrannalöndum
okkar.
Það verður að hafa í huga að margar for-
sjárdeilur eru deilur um efni sem koma
forsjá eða velferð barna ekkert
við.
Ég fullyrði að ég mæli fyrir
munn mörg þúsund foreldra af
báðum kynjum þegar ég spyr:
Ætlar þú Ögmundur virkilega
að viðhalda þessu áratuga órétt-
læti – að ekki megi dæma mild-
asta úrræðið og það sem börn-
um er fyrir bestu þegar dómari
telur svo? Ætlar þú að viðhalda
því, að áfram megi með dómi
þvinga forsjá af hæfu foreldri
og rýra hlutverk þess af ástæðu-
lausu? Ætlar þú með þessu áfram
að skapa íslenskum börnum lak-
ari stöðu en börnum í nágranna-
löndum okkar? Hvers vegna eiga
íslensk börn ekki að fá að njóta
forsjár beggja foreldra sinna sé
það þeim fyrir bestu?
Það er út í hött að ekki megi dæma for-
eldrum sameiginlega forsjá á Íslandi sé það
börnum fyrir bestu – meðan það er hægt
í öllum V-Evrópuríkjum sem við miðum
okkur við. Eða veist þú e.t.v. betur en allir
aðrir Ögmundur?
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Allar aðrar
þjóðir sem
við miðum
okkur við
hafa haft
heimild
dómara fyrir
sameiginlegri
forsjá...
Veist þú betur Ögmundur ?
Samfélags-
mál
Karvel
Aðalsteinn
Jónsson
félagsfræðingur
og stjórnarmaður
í Félagi um
foreldrajafnrétti
Tæpur meirihluti
Það er kunnara en frá þurfi að segja
að meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi
er veikur. Stuðningsmenn hennar eru
32 en stjórnarandstæðingar 31 og
því má bersýnilega lítið út af bregða.
Það flækir hins vegar myndina að
varamenn þeirra fimm þingmanna
sem hafa yfirgefið flokka sína frá
kosningum hafa ekki fylgt þing-
mönnunum.
Hagur stjórnar vænkast
Varamenn stjórnarand-
stæðinganna Ásmundar
Einars Daðasonar,
Atla Gíslasonar og
Lilju Mósesdóttur
eru þannig enn í Vinstri grænum en
varamaður Þráins Bertelssonar styður
ekki ríkisstjórnina. Loks er varamaður
Guðmundar Steingrímssonar enn í
Framsóknarflokknum. Þetta er hér
rifjað upp því Atli Gíslason fór í leyfi frá
þingstörfum í gær og tók Arndís Soffía
Sigurðardóttir sæti á þingi. Meirihluti
stjórnarinnar hefur því tímabundið
styrkst.
Líf og fjör í flokkunum
Þótt traust á rótgrónu
flokkunum sé minna
en oft áður
virðist félagsstarf
innan þeirra dafna
vel. Í síðustu viku héldu
Eldri vinstri grænir málþing um Sigurð
Þórarinsson, jarðfræðing og vísna-
skáld, sem hátt í 100 manns mættu á.
Nýstofnað bridgefélag jafnaðarmanna
heldur fyrsta bridge-námskeið sitt
fyrir Samfylkingarfólk í kvöld. Fram-
sóknarmenn ætla líka að taka í spil
því svokölluð Framsóknarvist
verður spiluð í Framsóknar-
húsinu í næstu viku. Loks
er hádegisfyrirlestraröðin
Fróðlegt og nærandi í
fullum gangi hjá sjálfstæðis-
mönnum og eru smáfyrirtæki
og nýsköpun næstu umfjöll-
unarefnin. Það er sem sagt líf
og fjör í íslensku flokkunum.
magnusl@frettabladid.isÞ
riðjungur þingheims, þingmenn úr öllum flokkum undir
forystu Skúla Helgasonar, hefur lagt fram þingsályktun-
artillögu um að iðnaðarráðherra verði falið að hefja vinnu
við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við
strendur Íslands. Þingmennirnir vilja fela ráðherra að
stuðla að framgangi tækniþróunar á þessu sviði, byggja upp gagna-
grunn og kanna með hvaða hætti Ísland geti tekið þátt í alþjóðlegu
samstarfi um nýtingu sjávarorku.
Ekki þarf að fjölyrða um að
Ísland er ríkt af endurnýjanlegri,
vistvænni orku. Þar höfum við
til þessa einblínt á orku fall-
vatnanna og jarðhitann. Eins
og bent er á í greinargerð með
þingsályktunartillögunni er hins
vegar hugsanlegt að enn meiri
orka búi í sjávarföllum við landið
en samanlagt í jarðhita- og vatnsauðlindum. Hún hefur ekki verið
talin virkjanleg með hagkvæmum hætti, ekki fremur en vindorkan
sem Ísland á líka nóg af. Fyrir vikið hefur nýting þessara orkulinda
ekki verið á dagskrá hér að ráði og hvorki Orkustofnun né orkufyr-
irtækin hafa fjárfest í rannsóknum og skrásetningu á orkukostum.
Upp á síðkastið hefur Landsvirkjun þó kannað möguleika á að
setja upp vindmyllur til orkuvinnslu og ýmsir einkaaðilar byrjað
tilraunir með nýtingu vindorku. Þá er þróun sjávarorkutækni hafin
hér á landi, meðal annars á vegum fyrirtækisins Valorku ehf. sem
Valdimar Össurarson rekur. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið
í gær að fyrirtækið stefndi að því að virkja hæga strauma í röstum
og við annes, en til vandræða væri hversu litlar rannsóknir væru
til á sjávarföllum við landið.
Við þurfum að fara að horfa til fleiri orkulinda en jarðhita og
fallvatna, ekki sízt í ljósi þess að sjónarmið umhverfisverndar,
útivistar og ferðamennsku takmarka í meira mæli en einu sinni
var talið hversu mikið af orkunni er hægt að nýta. Eins og segir í
greinargerð tillögunnar er sérhver nýr virkjanakostur nú umdeild-
ari en áður og vatns- og varmaorkan engan veginn óþrjótandi.
Mörg nágrannaríkin, til dæmis Írland, Bretland og Danmörk,
eru komin á fleygiferð í rannsóknum á sjávar- og vindorku. Við
þurfum að fylgjast með þeim rannsóknum og efna til samstarfs við
vísindamenn og orkufyrirtæki í nágrannalöndunum.
Um virkjun vindorku og sjávarorku gildir að mörgu leyti
það sama og um virkjun fallvatna og jarðhita; að sjónarmið um
umhverfisvernd og aðra hagkvæma nýtingu viðkomandi svæða geta
takmarkað virkjunarmöguleikana. Það fer þó að hluta til eftir þeirri
tækni sem er notuð. Sjávarfallavirkjanir með stíflum, eins og sums
staðar þekkjast, hafa þannig gífurleg umhverfisáhrif en hverflar
sem liggja á hafsbotninum eða í yfirborðinu miklu minni.
Til lengri tíma litið getur þurft að raða þeim stöðum, þar sem
til greina kemur að virkja vind og sjávarföll, í forgangsröð eins
og nú er leitazt við að gera með Rammaáætlun um verndun og
nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Forsenda þess að það sé hægt, og
nýting þessara orkulinda sé raunhæf, eru rannsóknir og kortlagn-
ing möguleikanna. Þess vegna er þingsályktunartillagan þörf og
ástæða til að hefja þá vinnu sem þar er lagt upp með.
Nýting sjávar- og vindorku
kemst á dagskrá hér á landi:
Hinar
orkulindirnar
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN