Fréttablaðið - 07.02.2012, Page 14

Fréttablaðið - 07.02.2012, Page 14
14 7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR Eftir að hafa unnið að endur-skoðun stjórnarskrár lýðveld- isins í tæpa fjóra mánuði skilaði stjórnlagaráð tillögum sínum í formi frumvarps til Alþingis 29. júlí 2011. Tillagan er umfangs- mikil og svo róttæk að segja má að hreyft sé við þorra allra gild- andi ákvæða stjórnarskrár. Við setningu lýðveldisstjórn- arskrárinnar 1944 var þágild- andi stjórnarskrá aðeins breytt að því marki sem nauðsynlegt var vegna sambandsslitanna við Danmörku og stofnunar lýð- veldisins. Ljóst var að flestir sem sæti áttu á Alþingi á þessum tíma töldu rétt að ráðast í frek- ari endurskoðun stjórnarskrár Íslands þegar ráðrúm gæfist. Minna varð þó úr þeim fyrirætl- unum en ætla hefði mátt og vafa- lítið áttu deilur um fyrirkomulag kosninga og kjördæma sinn þátt í að ekki varð meira úr því verki á upphafsárum lýðveldisins. Aðra ástæðu og líklega ekki síður mik- ilvæga verður þó að nefna í þessu samhengi, nefnilega þá að nokk- uð góð sátt ríkti um helstu þætti stjórnarskrárinnar og óvarlegt var talið að hrófla mikið við grunnstoðum hennar á viðsjár- verðum tímum. Ólíklegt verður að telja að nokkur stjórnmálamaður eða stjórnmálaflokkur hafi á þess- um tíma hugleitt það í alvöru að kasta fyrir róða gildandi stjórnarskrá og semja nýja frá grunni. Þjóð og þingi hafði tek- ist í góðri sátt, þrátt fyrir tölu- verð átök um leiðir, að koma á þeim breytingum á stjórnarskrá konungsríkisins Íslands sem þurfti til að koma á lýðveldi með lýðræðislega kjörnum þjóðhöfð- ingja. Það má því færa að því rök að í fyrirhugaðri heildarendur- skoðun stjórnarskrárinnar 1944 hafi falist ráðagerð um að hún yrði betur látin endurspegla það varfærnislega skref sem þegar hafði verið tekið frá þingbund- inni konungsstjórn til lýðveldis. Í ljósi háværrar gagnrýni á athafnaleysi Alþingis í endur- skoðunarmálum er tilefni til að geta þess að á undanförnum ára- tugum hefur stjórnarskránni verið breytt í ýmsum veigamikl- um atriðum (sjá ítarlega umfjöll- un Aðalheiðar Ámundadóttur, 2. bindi skýrslu stjórnlaganefnd- ar 2011, bls. 227 o.áfr.). Að frá- töldum reglum um kosningar og kjördæmaskipan ber hér hæst þær reglur sem lúta að skipan og starfsemi Alþingis svo og mann- réttindi. Það er vissulega rétt að í áranna rás hefur verið bent á til- tekin atriði sem nauðsynlegt er að skýra í núgildandi stjórnar- skrá, bæta við eða jafnvel breyta (sjá t.d. upptalningu í skýrslu stjórnlaganefndar, 1. bindi, bls. 60 o.áfr.). Einnig má segja að breytingar á stjórnarskránni sem farið hafa fram frá lýð- veldisstofnun (sbr. einkum regl- ur um starfsemi Alþingis, setn- ingu bráðabirgðalaga, þingrof og mannréttindi) hafi falið í sér viðbrögð við nokkuð ágreinings- lausum annmörkum á ákveðnum sviðum. Hér verður þó að undan- skilja breytingar á reglum um kosninga- og kjördæmaskipan sem lengi hefur verið deilt um. Hins vegar hefur lítið farið fyrir almennri þjóðmálaumræðu eða fræðilegri greiningu út frá stjórnspekilegum og stjórnmála- fræðilegum forsendum um það hvernig beri að haga grunnþátt- um íslenskrar stjórnskipunar. Af þessu kynni að vera nærlægt að draga þá ályktun að nokkuð góð sátt hafi ríkt um þessa grunn- þætti. Deilur um stöðu forseta Íslands, svo og aðkomu þjóðar- innar að tilteknum meirihátt- ar ákvörðunum (t.d. gerð varn- arsamnings við Bandaríkin og aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu), gefa þó vísbend- ingu um að meðal þjóðarinnar kunni skoðanir að vera skiptar um ýmis stjórnskipuleg grund- vallaratriði. Hvað sem þessu líður blasir sú meginniðurstaða við að mjög takmörkuð umræða hefur farið fram um hvort gera eigi grundvallarbreytingar á núgildandi stjórnskipun og þá í hvaða átt. Vissa um efni stjórnskipunar- reglna er hvorki sjálfsögð né auðfengin eins og stundum virðist gengið út frá í almennri umræðu. Þannig má færa að því rök að í skýrum stjórnskipunar- reglum sem almennt eru virtar af stofnunum samfélagsins felist veruleg verðmæti sem taka eigi tillit til við endurskoðun stjórn- laga. Fram hjá þessu gildi virð- ist ítrekað horft í umræðum um endurskoðun stjórnarskrárinnar þessi misserin. Með tillögum stjórnlagaráðs eru lagðar til breytingar á grunn- reglum um allar meginstofnanir ríkisins; ný stofnun, Lögrétta, er sett á laggirnar og önnur, Rík- isráð, lögð niður. Þá gera tillög- urnar ráð fyrir róttækum breyt- ingum á alþingiskosningum og notkun þjóðaratkvæðagreiðslna. Tillaga stjórnlagaráðs felur þannig í sér róttækustu breyting- artillögu á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. Af þessum ástæðum er erfitt að leggja heildarmat á hvers konar efnisleg stjórn- skipun myndi leiða af tillögum stjórnlagaráðs og hvort yfirlýst- um markmiðum ráðsins, til að mynda um styrkingu Alþingis, yrði náð. Með hliðsjón af þeim hagsmunum sem hér er um að tefla er brýnt að ítarleg rannsókn fari fram á tillögunni í þeim til- gangi að leggja mat á hvers konar efnislega stjórnskipun hún felur í sér og hver líkleg áhrif hennar yrðu í raun. Fyrr geta í raun ekki skapast forsendur fyrir lýðræðis- lega umræðu um tillöguna, kosti hennar og galla. Vissa um efni stjórnskipunarreglna er hvorki sjálfsögð né auðfengin eins og stundum virðist gengið út frá í almennri umræðu. Endurskoðun eða uppstokkun? Ný stjórnarskrá Ágúst Þór Árnason deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri Efnahagssamdráttur, einkum í Evrópu, hefur verið efst á baugi nær allra alþjóðlegra funda á síðustu tveimur árum. Á fund- um þessum höfum við einkum lagt áherslu á að ræða hvernig takast eigi á við efnahagsleg viðfangs- efni, svo sem skuldsetningu banka og vaxandi fjárlagahalla. Sjaldan gefst tími til að horfa fram á veg- inn og ræða hvernig samfélögin geti búið sig undir viðfangsefni komandi tíma eða hvers konar langtíma stefnu við ættum að til- einka okkur til að tryggja börnum og barnabörnum okkar atvinnu, velsæld og sjálfbæran vöxt. Á leiðtogafundi um framtíðar- verkefni í norðanverðri Evrópu í Stokkhólmi dagana 8. og 9. febrú- ar næstkomandi bindum við vonir við að geta breytt þessu. Níu for- sætisráðherrar frá Bretlandi, Norðurlöndunum og Eystrasalts- löndunum hittast þar ásamt leið- andi sérfræðingum á nýrri teg- und leiðtogafundar þar sem fylgt verður eftir fyrsta fundinum sem haldinn var í London fyrir ári. Með því að skiptast á hugmyndum og læra af reynslu hvers annars í kappsamlegum og frjálst flæð- andi umræðum ætlum við að ræða hvernig endurheimta megi sam- keppnishæfni landa okkar, tryggja atvinnu og þann hagvöxt sem vel- sæld okkar í framtíðinni hvílir á. Ekki aðeins sameinar land- fræðileg lega okkur heldur einn- ig trú okkar á framtak, nýsköp- un og hagvöxt. Það á einnig við það starf sem skilar okkur sam- eiginlegum markaði, viðskipta- samningum við þá hluta heims- ins þar sem vöxturinn er hvað mestur. Jafnframt gildir þetta um viðleitni okkar til að draga úr íþyngjandi regluverki. En við höfum ekki árangur sem erfiði ef mikilvægur hluti þeirra sem geta unnið hafa ekki tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum. Af þeim sökum beinum við sjónum okkar á leiðtogafund- inum í þessari viku sérstaklega að tveimur lykilverkefnum sem tryggt geta langtíma hagvöxt og samkeppnishæfni í löndum okkar: Annars vegar hvernig fá megi konur í ríkari mæli til að stofna eigin fyrirtæki og gegna stjórn- unarstöðum í fyrirtækjum. Hins vegar hvernig unnt verði að fá eldra fólk til að taka lengur þátt á vinnumarkaðnum í ljósi þeirra áskorana sem samfélög okkar standa frammi fyrir vegna breyt- inga á aldurssamsetningu. Það var fremur undantekning en regla að konur væru á vinnu- markaði þótt ekki sé horft lengra en eina kynslóð til baka. En síðan hefur hljóðlát bylting átt sér stað. Konur eru nálægt helmingur vinnuaflsins í Evrópusamband- inu og eru einnig í vaxandi mæli að verða betur menntaðar en karl- ar. Nálægt 60% háskólamenntaðs fólks í Bandaríkjunum og Evrópu eru konur. Þrátt fyrir þessa þróun fer því fjarri að hæfileikar kvenna séu að fullu virkjaðir. Konur eru aðeins 31% atvinnurekenda í Evrópu. Enn eru þær í minnihluta í hærri stjórnunarstöðum. Samkvæmt upplýsingum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins er aðeins einn af hverjum tíu stjórn- armönnum í stærstu fyrirtækjun- um kona. Þetta á við um fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllum aðild- arríkja ESB. Misræmið er mest í æðstu störfunum en meðal þeirra sem slíkum störfum gegna eru aðeins þrjú prósent konur. Hér miðar hægt jafnvel þó að rann- sóknir sýni að meiri fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum og góður árangur fyrirtækja fylgist að. Á fundi okkar í Stokkhólmi ætlum við hlýða á reynslu hver annars og ræða mismunandi leiðir að því marki að fleiri konur fáist til atvinnurekstrar og í leiðandi stöður. Svo mikið er víst að ef við legðum okkur betur fram við að virkja að fullu möguleika kvenna á vinnumarkaði ykist þjóðarfram- leiðslan verulega um alla Evrópu. Skoðun okkar er skýr: Við höfum ekki efni á að láta slíkt framhjá okkur fara. Annað viðfangsefni okkar í umræðunum í Stokkhólmi snýr að mikilvægum lýðfræðilegum umskiptum í samfélögum okkar og afleiðingum þeirra. Árið 1950 voru lífslíkur á heimsvísu um 46 ár. Nú hafa þær hækkað að meðaltali í 70 ár og nærri því 80 ár innan Evrópusambands- ins. Hér er um ótrúlega þróun að ræða. Hún tryggir einstaklingn- um lengri og ríkulegri ævidaga. Hún leggur hins vegar þungar byrðar á ríkisvaldið þegar saman fara lág fæðingartíðni og lífeyris- kerfi sem þarfnast endurbóta. Æ færri af yngri kynslóðinni, sem stundar atvinnu og greiðir skatta, þurfa að bera uppi vaxandi fjölda eldri borgara. Reynslan sýnir að í stað þess að hækka lífeyrisaldur megi hvetja eldra fólk til að vera lengur úti á vinnumarkaðinum. Margir eldri borgarar fagna þessu, sér í lagi þar eð margir þeirra búa við góða heilsu, jafnvel á áttræðis- aldri. Málið snýst í raun frekar um að breyta viðhorfum og við- miðum annarra aldurshópa í samfélaginu. Til að mynda mætti einnig athuga hvernig breyta má menntun og starfsframakerf- um til að auðvelda fólki að hefja störf á nýjum vettvangi. Laga má vinnuskilyrði að þessu og gera vinnutímann sveigjanlegri. Á leiðtogafundinum um fram- tíðarverkefni í norðanverðri Evr- ópu ætlum við að ræða öll þessi álitaefni í því skyni að stuðla að atorkusemi eldri borgara og sam- félagi fyrir allar kynslóðir. Af hálfu leiðtogafundar um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu ætlum við að varpa ljósi á umrædd viðfangsefni, deila reynslu okkar og beina sjónum að tilraunum til að brjóta niður þá múra sem hamla því allt of oft enn þá að konur og eldra fólk fái svalað metnaði sínum í störf- um sínum. Þetta eru viðfangsefni sem allt of sjaldan gefst tími til að ræða á alþjóðlegum samkomum. Þetta eru viðfangsefni sem leið- togafundur um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu tekur til athugunar með einstæðum hætti. Boðskapur okkar er skýr – svör- in skipta sköpum fyrir þann vöxt og samkeppnishæfni sem Evrópa þarf svo sárlega á að halda. Konur og samkeppn- ishæfni Evrópu Atvinnumál Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar Helle Thorning- Schmidt forsætisráðherra Danmerkur Andrus Ansip forsætisráðherra Eistlands Jyrki Katainen forsætisráðherra Finnlands Valdis Dombrovskis forsætisráðherra Lettlands Andrius Kubilius forsætisráðherra Litháens Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs David Cameron forsætisráðherra Bretlands Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Íslands Opnunartími: Virka daga 11-21 Laugardaga 11-17 Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 105 Reykjavík Sími 553 1111 · www.glo.is Yfirnáttúrulegur veitingastaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.