Fréttablaðið - 07.02.2012, Síða 20
KYNNING − AUGLÝSINGStoðtæki og sjúkraþjálfun ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 20122
Saga gervilima nær allt aftur til ársins 2700 fyrir Krist en fornleifafræðingar hafa fund-
ið spelku frá þeim tíma. Egyptar
hafa greinilega verið frumkvöðlar á
þessu sviði en einnig hefur fundist
gervitá á líki frá 16. öld fyrir Krist.
Elsta skrifaða heimildin um
gervilim er frá um 500 fyrir Krist.
Þá skrifaði gríski sagnfræðing-
urinn Heródótus um gríska spá-
manninn Hegesistratus sem
slapp úr fangelsi með því að
skera af sér fótinn. Hann hafi
síðan notað gervifót úr við. Þá
hefur fundist rituð heimild frá
árabilinu 50-100 þar sem sagt
er frá rómverskum hershöfð-
ingja sem missti hönd í bar-
daga. Til að geta haldið áfram
hermennsku lét hann útbúa
hönd úr járni til að halda uppi
skildinum. Gottfried „Götz“
von Berlichingen (1480-1562)
varð frægur fyrir járnhönd
sína. Hann var mikill her-
maður en missti hönd í bar-
daga árið 1504 en fékk í staðinn
mjög framúrstefnulega gervihönd
sem gerði honum kleift að halda á
allt frá sverði til penna.
Árið 1529 kynnti franski skurð-
læknirinn Ambroise Pare (1510-
1590) aflimun sem leið til að bjarga
mannslífum. Fljótlega fór hann að
þróa gervilimi með vísindalegum
hætti. Hann fann upp nýjar leið-
ir til að útbúa gervifætur en hann-
aði einnig gerviaugu úr gulli, silfri,
postulíni og gleri.
Á r ið 18 6 3 þróaði
Dubois L. Parmelee frá
New York borg nýja leið
til að festa gervilimi við
stúfa. Hann notaði hólk á
gerviliminn sem hann festi
við stúfana með loftþrýst-
ingi. Hann var reyndar ekki
sá fyrsti til að reyna það en sá
fyrsti sem tókst það vel upp.
Á rið 1946 varð mik i l
framþróun í festingum gervi-
fóta. Soghólkur fyrir fætur sem
aflimaðir höfðu verið fyrir ofan
hné var hannaður í háskólanum í
Kaliforníu og Berkeley háskóla.
Árið 1975 leysti Ysidro M. Martinez
mörg vandamál við gervifætur sem
festir voru fyrir neðan hné. Mart-
inez hafði sjálfur misst útlim. Í stað
þess að reyna að líkja eftir raun-
verulegum fæti með liðum, ökkla
og il fór hann aðra leið og hannaði
útlim úr léttu efni sem nýttist not-
andanum mun betur.
Framþróunin í gervilimum síð-
ustu áratuga hefur verið gífur-
leg. Þeir sem misst hafa útlim eða
fæðst án þeirra hafa um margt að
velja auk þess sem hægt er að fá
gervilimi fyrir mismunandi til-
efni. Læknisfræðin og stoðtækja-
fræðin heldur áfram að þróast og
með aukinni tölvutækni og gervi-
greind er ljóst að við eigum enn
eftir að sjá stórkostlegar framfarir
á næstu árum.
Hjónin Charles og Ray Eames eru þekktust fyrir hönnun húsgagna,
arkitektúr og kvikmyndagerð. Þau lögðu þó einnig sitt af mörkum til
hönnunar stoðtækja á fimmta áratugnum en fótspelka úr mótuðum
krossvið var fyrsta fjöldaframleidda varan þeirra.
Fótspelkuna bjuggu þau til sjálf með heimasmíðaðri mótapressu í
aukaherbergi í leiguíbúð sinni í Los Angeles árið 1941. Þau tóku gifsmót
af fætinum á Charles sjálfum og hönnuðu spelkuna út frá því. Þau smíð-
uðu fyrstu eintökin úr krossvið og trélími sem Charles laumaði heim
úr vinnu sinni sem leikmyndahönnuður í MGM kvikmyndaverinu. Ári
síðar pantaði Bandaríski herinn 5000 spelkur og hjónin fluttu fram-
leiðsluna úr herberginu í leiguíbúðinni í stórt stúdíó. Árin sem á eftir
komu hönnuðu þau fjölda stóla með þessari sömu tækni, sem eru í dag
með eftirsóttari húsgögnum inn á heimili.
Hófu ferilinn með
hönnun tréspelku
Gervilimir
liðinna alda
Allt frá tímum Forn-Egypta hefur mannskepnan reynt að
bæta sér upp tapaða útlimi. Þróunin í slíkum gervilimum
hefur verið undraverð, sérstaklega á tímum tæknialdar.
Baráttan heldur áfram og spennandi tímar eru fram undan.
Nútímagervifætur spretthlaupara.
Breskur maður með gervifót um
aldamótin 1900. NORDICPHOTOS/GETTY
Gervihönd úr járni frá sautjándu öld.
Slíkar hendur gerðu handalausum
hermönnum kleift að halda áfram á
skjöldum sínum.
Gervitá úr við og leðri sem fannst á líki í Egyptalandi. NORDICPHOTOS/GETTY
Spelka Eames-hjónanna fyrir
bandaríska herinn sem þau
mótuðu úr krossvið með heima-
smíðaðri pressu árið 1941.