Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 7. febrúar 2012 25
Charlize Theron var mjög ánægð
þegar hún fékk tækifæri til að
vinna með leikstjóranum Ridley
Scott við myndina Prometheus.
Leikkonan hafði lengi viljað vinna
með honum og loksins rættist það
við gerð Prometheus, sem var að
hluta til tekin upp á Íslandi síð-
asta sumar.
Theron skemmti sér vel við
tökurnar á myndinni. „Það var
frábært að vinna með Ridley. Það
eru líkast til þrír meistarar í kvik-
myndagerð af sömu kynslóð og
Ridley og hann er einn af þeim,“
sagði hún. „Alla leikara dreymir
um að vinna með einhverjum leik-
stjóra og hjá mér var það Ridley.“
Dreymdi um
samstarfið
ÁNÆGÐ Charlize Theron hafði mjög
gaman af samstarfinu við Ridley Scott.
Tónlistarkonan Lana Del Rey
hefur ekki drukkið áfengi í sjö
ár en þetta viðurkennir söng-
konan í viðtali við bandaríska
Vogue.
Það má varla fletta blaði
þessa dagana án þess að sjá
tónlistarkonuna Lönu Del Rey
og flestir eru sammála um að
hún verði skærasta stjarna
þessa árs. Hún er í viðtali við
nýjasta tölublað Vogue og lætur
allt flakka.
Plata hennar, Born to Die,
hefur selst vel og segir söngkon-
an að innblástur plötunnar hafi
verið erfið fortíð og ástarsorg.
„Platan er samin um ákveð-
ið tímabil í mínu lífi þegar ég
drakk alltof mikið og var ást-
fangin. Ástarsorgin breytti mér
og nú hef ég ekki tekið sopa af
áfengi í sjö ár,“ segir Del Rey og
viðurkennir að hún sé á rólegri
stað í lífinu í dag. „Mér líður vel
og kannski of vel. Ég veit ekki
hvort ég gæti samið aðra plötu
núna. Mér finnst ég hafa sagt
allt sem ég þarf að segja og hef
engu við þessa plötu að bæta
núna.“
Hefur ekki drukkið í sjö ár
DRAKK OF MIKIÐ Tónlistarkonan Lana
Del Rey segir nýju plötuna vera um
villta fortíð og ástarsorg. Nú hefur
hún hins vegar ekki drukkið í sjö ár.
NORDICPHOTOS/GETTY
Axl Rose, söngvari Guns N’
Roses, fagnaði fimmtugsafmæli
sínu í gær. Hann hefur tilkynnt
um sex tónleika hljómsveitar-
innar í bandarískum klúbbum á
næstunni. Þar af verða þrennir
í New York. Rose verður eini
upprunalegi meðlimur sveitar-
innar sem spilar á tónleikunum,
sem kemur kannski ekki á óvart
því hann þykir afar erfiður í
umgengni.
Síðasta plata Guns N’ Roses,
Chinese Democracy, kom út fyrir
fimm árum við misjafnar undir-
tektir. Þá höfðu liðið fimmtán ár
frá útgáfu síðustu plötu sveitar-
innar, „The Spaghetti Incident?”.
Axl Rose
fimmtugur
FIMMTUGUR Söngvarinn og sérvitringur-
inn Axel Rose er orðinn fimmtugur.
Sir Paul McCartney er ennþá
undrandi á því að hafa verið
í einni vinsælustu hljómsveit
heims, Bítlunum.
„Var ég virkilega í Bítlunum?
Hver þremillinn,“ sagði McCart-
ney í viðtali við Metro þegar hann
skoðaði mynd af sér og George
Harrison um borð í flugvél.
„Þetta er undarleg tilhugsun en
ég er ánægður með að ég sé ekki
enn búinn að venjast þessu.“
McCartney gaf í gær út nýja
plötu sem nefnist Kisses on the
Bottom. Á henni eru mörg af
uppáhaldslögum hans úr æsku.
Meðal gesta eru Eric Clapton og
Stevie Wonder.
Undrandi
á Bítlunum
ÓTRÚLEGT Sir Paul McCartney finnst
ótrúlegt að hafa verið í Bítlunum.
Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli.
Voltaren Dolo® inniheldur 25mg kalíumdíklófenak. Notað við vægum verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest
3 töflur (75 mg) á sólarhring. Að hámarki 3 sólarhringar. Gæta skal varúðar hjá þeim sem eru með magasár. Einstaklingar sem eru með ofnæmi fyrir acetýlsalicýlsýru eða öðrum innihalds efnum eiga ekki að nota lyfið.
Lyfið má ekki nota samhliða blóðþynnandi lyfjum, þvagræsilyfjum og lyfjum sem innihalda litíum, nema samkvæmt fyrirmælum læknis. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi
meðgöngu. Ef þú ert með barn á brjósti máttu eingöngu nota Voltaren Dolo í samráði við lækni. Börn yngri en 14 ára mega ekki nota Voltaren Dolo. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi:
Novartis Healtcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R
Hvað er það?
Hvernig virkar það?
Við hverju?
Voltaren Dolo
- nú tvöfalt sterkara en áður!