Fréttablaðið - 07.02.2012, Page 38
7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR30
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Þetta var allt svolítið á hunda-
vaði en við sungum lagið alls níu
sinnum fyrir keppnina,“ segir
Agnar Ólason, formaður og annar
stofnandi Karlakórs Sjómanna-
skólans.
Karlakór Sjómannaskólans
gerði sér lítið fyrir og sigraði í
undankeppni skólans fyrir Söng-
keppni framhaldsskólanna nú
á dögunum. Kórinn flutti lagið
Undir bláhimni en flutningurinn
var tileinkaður minningu Einars
G. Gunnarssonar, sem fórst með
togaranum Hallgrími SI-77 í sjó-
slysi við Noregsstrendur 25. janú-
ar síðastliðinn. Einar hafði verið
kennari við skólann í um 35 ár og
mörgum kórmeðlimum mjög kær.
Hugmyndin að kórnum kvikn-
aði í haust en það var þó ekki
fyrr en nú um áramótin sem
Agnar og samnemi hans, Berg-
steinn Ingólfsson, hrintu henni í
framkvæmd. Stofnfundur kórs-
ins var haldinn 19. janúar síðast-
liðinn, eða 13 dögum fyrir keppn-
ina. „Við stefndum á að taka þátt í
keppninni frá upphafi, en vorum
ekki vissir um að ná því með svo
stuttum fyrirvara. Ég ákvað svo
að skrá okkur til leiks og það var
ekki aftur snúið þaðan,“ segir
Agnar.
Kórinn samanstendur af 36
manns auk tveggja heiðursmeð-
lima, bræðranna Andra Snæs og
Braga Fannars Þorsteinssona
sem spila á harmonikku. Núver-
andi og fyrrverandi nemendur
Vélskólans og Stýrimannaskólans
eru gjaldgengir meðlimir í kórn-
um, þó aðeins núverandi nemend-
ur megi taka þátt í Söngkeppni
framhaldsskólanna á Akureyri
nú í mars.
Agnar segir menn hafa tekið
vel í framtakið frá upphafi, enda
erfitt að hrinda einhverju svona
í framkvæmd án þess að vel-
vilji og góður andi sé til staðar.
Hann segir menn afar spennta
fyrir keppninni á Akureyri „Það
er mikil skipulagning í gangi um
hvar skuli stoppa á leiðinni til
að taka lagið. Eins og er þykir
Varmahlíð líklegust, enda nokkr-
ir Skagfirðingar í kórnum,“ segir
hann.
Áhugasömum er bent á Aðdáen-
dasíðu Karlakórs Sjómannaskól-
ans á Facebook.
tinnaros@frettabladid.is
AGNAR ÓLASON: SUNGUM LAGIÐ NÍU SINNUM FYRIR KEPPNINA
Sigruðu með flutningi til
heiðurs látnum kennara
Hljómsveitin Sigur Rós hefur
lokið upptökum á sinni sjöttu
hljóðversplötu. Þetta staðfesti
hljómborðsleikarinn Kjartan
Sveinsson þegar Fréttablaðið
hafði samband við hann og bætti
hann við að hún ætti að koma út
í vor.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er búið að hljómjafna
plötuna og er hún væntanleg í
verslanir í apríl eða maí. Tón-
leikaferð er síðan fyrirhuguð í
ágúst.
Aðdáendur Sigur Rósar um
allan heim hljóta að gleðjast
yfir þessum tíðindum því fimm
ár eru liðin síðan síðasta hljóð-
versplata, Með suð í eyrum við
spilum endalaust, kom út við
mjög góðar undirtektir. Í milli-
tíðinni gaf söngvarinn Jónsi út
sólóplötuna Go.
Hljómsveitin gaf á síðasta ári
út tónleikaplötuna Inni sem var
tekin upp í Alexandra Palace í
London árið 2008. Eitt nýtt lag
var á þeirri plötu, Lúppulagið.
Fréttablaðið greindi frá því á
síðasta ári að tónskáldið Daníel
Bjarnason kæmi við sögu á nýju
plötunni og verður forvitnilegt
að fylgjast með samstarfi hans
og Sigur Rósar. - fb
Ný plata Sigur Rósar kemur út í vor
NÝ PLATA Hljómsveitin Sigur Rós hefur lokið upptökum á nýjustu plötu sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEIÐURSMENN Karlakór Sjómannaskólans vann undankeppni skólans í söngkeppni framhaldsskólanna á dögunum. Kórnum er stýrt af
Þórhalli Bárðarsyni og lagið var tileinkað minningu Einars G. Gunnarssonar, sem fórst með togaranum Hallgrími SI-77 í sjóslysi við Noregs-
strendur 25. janúar síðastliðinn.
Á annað hundrað manns koma nálægt úrslitum
Eurovision á einn eða annan hátt í Eldborgarsal
Hörpunnar næsta laugardag.
Um fjörutíu tæknimenn frá Sjónvarpinu verða í
salnum, keppendurnir og fólkið í kringum þá verða
um áttatíu talsins, auk þess sem starfsfólk Hörp-
unnar og fleiri starfsmenn Sjónvarpsins, þar á
meðal kynnar, verða í salnum.
Samkvæmt Elísabetu Lindu Þórðardóttur, sem
kemur að framkvæmd keppninnar, verða áhorfend-
urnir um eitt þúsund talsins, sem er það mesta sem
verið hefur í úrslitum Eurovision hérlendis. Miðar
á keppnina seldust upp á fimm mínútum í þarsíð-
ustu viku. „Það fóru hátt í eitt þúsund miðar í sölu
og þeir hurfu einn, tveir og þrír,“ segir Elísabet
Linda.
Einhverjir miðakaupendur kvörtuðu yfir því
hversu mörg sæti virtust vera frátekin en að sögn
Elísabetar Lindu voru þau ekki svo mörg. Helst hafi
verið tekið frá fyrir keppendurna. Eldborgarsalur-
inn tekur um 1.450 manns í sæti en hann nýtist ekki
allur á laugardaginn. Sviðið verður stækkað og því
var ekki hægt að selja miða í fremstu sætaraðirnar,
auk þess sem annars staðar í salnum þurfti að taka
frá pláss fyrir myndavélar Sjónvarpsins, sem verða
alls fjórtán talsins.
Sjö lög keppa til úrslita í Eurovision og fer sigur-
vegarinn til Aserbaídsjan í maí. Auk keppenda munu
Páll Óskar og Hera Björk taka lagið í Eldborg. - fb
Sviðið stækkað fyrir Eurovision
ELDBORG Á annað hundrað manns koma nálægt úrslitum
Eurovision í Eldborgarsalnum á laugardaginn. FRÉTTABLAÐI/VALLIwww.bbkeflavik.com
Bed And Breakfast (Gistihús Keflavíkur) · Keflavíkurflugvelli
Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ · Sími 426 5000
FRÍTT- við geymum bílinn þinn.
FRÍTT- ferðir til og frá flugvellinum.
FRÍTT- uppfærsla í DeLuxe herbergi í febrúar-apríl.
Frábært verð!
Hefst miðvikudaginn 15. febrúar
Besti nýi gamanþáttur ársins
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
Gunnar Jón Yngvason,Löggiltur leigumiðlari, Barónstíg 5, 101 Reykjavík,
Sími 517 3500
Iðnaðarh, 145m2 Lónsbraut 2, Hfj
HÚSNÆÐI FYRIR ÞÍNA HUGMYND
Góð hurð 5,4x3,5,
gott aðgengi og
snyrtilegt umhverfi
við höfn ina í
Hafnarfirði.
Leiguverð kr
135.000,- + VSK.
Laust strax
„Ég hlusta mjög oft á Elton
John, minnir að hann eigi bara
góð lög. Svo hef ég líka gaman
af klassískri tónlist héðan og
þaðan.“
Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður.