Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 6

Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 6
3. mars 2012 LAUGARDAGUR6 DÓMSMÁL Þakhýsi á Suðurhúsum 4 fær að vera þar áfram samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Nágrannarnir í næsta húsi kröfðust þess að þakhýsið yrði fjarlægt. Eigendur þess höfðu áður tekið það niður í desember 2008 eftir að Hæsti- réttur dæmdi það ólöglegt en settu það aftur upp í ágúst í fyrra eftir að Reykjavíkurborg breytti deiliskipulagi Húsahverfis þannig að við byggingin rúmaðist innan skipu lagsins. Það sama gildir reyndar einnig um margar aðrar fram kvæmdir við íbúðarhús í hverfinu sem ekki uppfylltu skilmála fyrra skipulags. Rök nágrannanna fyrir dómi voru meðal annars þau að samkvæmt skipulagslögum væri óheimilt að breyta skipulagi þannig að þegar gerðar framkvæmdir sem áður voru ólöglegar verði lögmætar. Þar með hafi nýtt byggingarleyfi fyrir þak- hýsinu verið ógilt. Héraðsdómur féllst ekki á þetta. Að auki töldu nágrannarnir þakhýs- ið raska hagsmunum þeirra. Þau hafi byggt hús sitt samkvæmt fyrra deili- skipulagi og vænst þess að það mundi standa áfram. Héraðs dómur fellst hins vegar ekki á að ná grannarnir hafi getað gert ráð fyrir því að fyrra deiliskipulagið myndi „standa óbreytt um aldur og ævi“. - gar Héraðsdómur telur breytt deiliskipulag í Húsahverfi í Grafarvogi vera löglegt: Þakhýsi sem sneri aftur fær að vera FRÉTTABLAÐIÐ 20. FEBRÚAR Fyrir stuttu kom fram hér í blaðinu að hjónin í Suð- urhúsum 2 segja þakhýsi nágrannanna skerða útsýni og taka frá þeim birtu. EFNAHAGSMÁL Markaðsaðilar á skuldabréfa- markaði búast ekki við því að Seðla- bankanum takist að ná verðbólgumarkmiði sínu á næstu tveimur árum. Þá gera þeir ráð fyrir 4,3% meðalverðbólgu næstu 10 ár sem er talsvert umfram markmiðið um 2,5%. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Seðla- bankinn stóð fyrir á meðal markaðsaðila um væntingar þeirra til þróunar hagstærða næstu misseri. Könnun sem þessi verður framvegis lögð fyrir markaðsaðila ársfjórðungslega en hún er að erlendri fyrirmynd. Leitað var til alls 27 markaðsaðila á skuldabréfmarkaði, nánar tiltekið banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingar- sjóða, verðbréfamiðlana og eignastýringar- fyrirtækja. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að markaðsaðilar búast við því að verðbólga verði 5% eftir eitt ár og 4,7% eftir tvö ár. Verðbólga mældist 6,5% þegar könnunin var send út en samkvæmt verðbólguspá Seðla- bankans verður verðbólgan komin niður í 3,6% í lok árs. Þá búast markaðsaðilar við 4,3% meðalverðbólgu næstu tíu árin. Í takt við þessar væntingar um verðbólgu búast markaðsaðilar við því að stýrivextir Seðlabankans hækki um 0,75 prósentustig á þessu ári. Þá hækki bankinn vexti um 0,25 prósentustig til viðbótar á fyrsta fjórðungi næsta árs. - mþl Könnun Seðlabankans leiðir í ljós vantrú á peningastefnunni: Markaðsaðilar svartsýnir á verðbólgu SEÐLABANKINN Markaðsaðilar virðast hafa litla trú á getu Seðlabankans til að ná verðbólgumarkmiði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL „Það þarf ekki síst að vekja athygli á þessum yfirgangi hjá borginni,“ segir Arngunnur R. Jónsdóttir, sem enn á ný glímir við þakhýsi sem nágrannar höfðu áður fjarlægt eftir dóm Hæstaréttar en hafa nú sett upp aftur í kjölfar breytinga á deiliskipulagi í Húsa-hverfi í Grafarvogi.Eigendur Suðurhúsa 4 komu fyrir viðbyggingu á þaki húss síns í ágúst 2006. Borgin hafði gefið út byggingarleyfi án þess að sinna því að setja fram kvæmdina í grenndarkynningu. Því gafst nágrönnum ekki tækifæri til að gera athugasemdir við þakhýsið. Í ljós kom að viðbyggingin var í andstöðu við þágildandi deili-skipulag. Eigendur Suðurhúsa 4 létu því hífa bygginguna af húsi sínu í desember 2008.„Það gengu aldrei frá þakinu að fullu – eins og þau gerðu ráð fyrir að viðbyggingin kæmi aftur á sama stað. Síðan fór borgin í að breyta deiliskipulaginu í hverfinu. Í því fólst að þau gætu sett þak-hýsið upp aftur,“ segir Arngunnur og undirstrikar að við deiliskipu-lagsbreytinguna hafi eingöngu verið horft til aukins fermetra-fjölda en ekki til þess hvort byggt væri upp eða til hliðar eða hvernig götumyndin yfirleitt ætti að vera.Um miðjan ágúst í fyrra var þakhýsið komið upp að nýju. Arn-gunnur og maður hennar kærðu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sem ekki varð við kröfu þeirra um að ógilda nýja deiliskipulagið. Nefndin sagði gamla skipulagið aldrei hafa verið virt sem skyldi. Áhrifin gagnvart Suðurhúsum 2 væru ekki slík að leitt gæti til ógildingar. Arngunnur segir lögfræðing sinn á annarri skoðun. Í l ögunum sé skýrt að ekki megi breyta skipulagi til samræmis við þegar gerðar framkvæmdir sem ekki hafi uppfyllt lagaskilyrði. Málið er nú aftur komið til dómstóla. „Þessi bygging er einfaldlega að eyðileggja fyrir okkur,“ segir Arngunnur. „Hún tekur af okkur sól og útsýni og það eru gluggar á þessum turni sem snúa beint út að stofunni hjá okkur svo þaðan er útsýni inn til okkar.“Ekki hvað síst segist Arngunnur ósátt við hlut Reykjavíkurborgar sem í engu hafi tekið tillit til hags-muna þeirra hjóna. Málavextina rekur hún nánar í grein sem bíður birtingar í Fréttablaðinu. „Það þarf að varpa ljósi á það gegndar-lausa ofríki sem viðgengist hefur í borginni af hálfu skipulagsyfir-valda,“ segir meðal annars í grein-inni. gar@frettabladid.is Þakhýsi dæmt niður en komið upp afturHjón í Grafarvogi höfða nýtt dómsmál vegna þakhýsis sen nágrannar fjarlægðu 2008 eftir dóm Hæstaréttar í kjölfar málareksturs hjónanna. Deiliskipulagi var síðar breytt. Þakhýsið er nú aftur komið á sama stað – ofan á húsi nágrannana. Í SUÐURHÚSUM 2 Hjónin í Suðurhúsum 2 fengu því áorkað með atbeina Hæstaréttar að þakhýsi nágranna þeirra var tekið niður. Nú er það komið upp aftur og blasir við þeim út um borðstofugluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÆMD OFAN AF HÚSINU Viðbyggingin í Suðurhúsum 4 var fjarlægð í desember 2012. MYND/STÖÐ 2 aráð kipa ig g l g ar- r og á du- og n ur g is- - þj s- rvöld og Ð/VILHELM Mjög jákvæð viðb ö ð ið ækist r endurkjöri. - sv SÍÐASTA ÁR ÓLAFS forseta í næstu kosn t e j lö k m hú æ tæ kr ÍRAN sölu fyri mál á he ir æ selja Að ins h innfl og m ákvör á Íran með k stofnu telur s Íranir því ha Íra Ír B Farfug Fyrstu fa landsins 10. febrú sást einn Hornafjö fyrir fugla er fram k NÁTT Prófkvíðanámskeið Flestir finna fyrir einhverjum kvíða í kringum próf. Hæfilegur kvíði getur verið hvetjandi og gagnlegur þegar mikið liggur við en þegar kvíði er orðinn þrálátur, veldur vanlíðan eða hefur áhrif á frammistöðu er ástæða til að grípa inn í. Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir 7 skipta (14 klst) námskeiði við prófkvíða. Námskeiðið byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og er miðað við þá sem að finna fyrir miklum og hamlandi kvíða í prófum eða í prófaundirbúningi. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 20. mars kl. 15 og munu Ólafía Sigurjónsdóttir og Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir sálfræðingar stýra námskeiðinu. Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Nánari upplýsingar: www.kms.is Við bjóðum Örnu Friðriksdóttur velkomna í raðir sjúkraþjálfara hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. Við fögnum því líka að Eva Sigurjónsdóttir og Svava Sigurðardóttir eru mættar til starfa á nýjan leik. Nú leggjast fjórtán starfsmenn okkar á eitt um að veita þér stuðning til bættrar heilsu og aukins atgervis. GÓÐAR FRÉTTIR ÚR KÓPAVOGI Hamraborg 12 . 200 Kópavogi Sími 564 1766 – 554 5488 . sjk@sjk.is . www.sjk.is - stendur með þér - Eva Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfari B.Sc. Svava Sigurðardóttir sjúkraþjálfari B.Sc.,MTc. Arna Friðriksdóttir sjúkraþjálfari B.Sc. EFNAHAGSMÁL Már Guðmundsson seðlabankastjóri kallar eftir því að verulegar takmarkanir verði settar við lánveitingum í erlendri mynt til heimila. Þá telur hann æskilegt að festa í lög að innstæðutryggingar verði aðeins greiddar út í íslenskum krónum. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Más á ráðstefnu sem Landsbankinn stóð fyrir á fimmtu- dag undir yfirskriftinni „Staðan á Íslandi – fjármálastöðugleiki“. Gerði Már gjaldeyrishöftin að umtalsefni og sagði það mikilvægt til lengri tíma litið að afnema höftin sem séu skaðleg. Már bætti þó við að áður en til almennrar losunar kæmi þyrfti að huga að nýjum ramma utan um peningastefnuna sem og almenna efnahagsstjórn á Íslandi. Þá væri æskilegt að lögfesta ákveðn- ar þjóðhags- varúðar reglur með það fyrir augum að auka stöðugleika í hag- kerfinu. Talaði Már meðal annars um að minnka þyrfti áhættu þjóðar- búsins vegna fjármagns hreyfinga og bankastarfsemi yfir landa- mæri. Taldi hann því næst upp sex varúðar reglur sem skynsamlegt gæti verið að lögfesta á Íslandi þar á meðal tvær reglur er varða starf- semi innlendra banka erlendis. Annars vegar að takmarkanir yrðu settar á slíka starfsemi sem gæti kallað á ábyrgð íslenskra skatt- borgara og hins vegar að innstæðu- tryggingar yrðu aðeins greiddar út í krónum. Steingrímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, er sam- mála Má um að þessi atriði þurfi að skoða vandlega. Varðandi inn- stæðutryggingar segist hann taka undir með Má að æskilegt sé að lögfesta að innstæðutryggingar verði aðeins greiddar út í krónum en bendir á að Íslendingar eru þó í þessum málaflokki bundnir af evrópsku lagaverki. Þá segir hann að fara þurfi vel yfir hvort ástæða sé til að tak- marka lánveitingar í erlendri mynt. Nauðsynlegt sé að læra af reynslu síðustu ára og vonandi sé hægt að tryggja að fjármálakerfið verði heilbrigðara í framtíðinni með lög- gjöf og í framkvæmd. Loks segir hann enn mikla vinnu bíða á þessu sviði. magnusl@frettabladid.is Innstæðutryggingar alltaf út í krónum Már Guðmundsson seðlabankastjóri kallar eftir því að lögfestar verði svokallaðar þjóðhagsvarúðarreglur til að styðja við hagstjórn og Seðlabanka. Efnahags- og viðskiptaráðherra tekur undir með Má og segir mikla vinnu fyrir höndum. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur Seðlabankinn gaf í desember árið 2010 út ritið Peningastefnan eftir höft, þar sem leitast var við að gera grein fyrir helstu sjónarmiðum sem koma til álita þegar tekin er ákvörðun um fyrirkomulag gengis- og peningamála á Íslandi eftir að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin. Í ritinu kemur fram að sú skoðun njóti vaxandi fylgis meðal sérfræðinga að Seðlabankanum nægi ekki að hafa það eina stjórntæki til að geta breytt stýrivöxtum. Til að tryggja bæði verð- og fjármálalegan stöðugleika þurfi Seðlabankinn fleiri stjórntæki. Í því samhengi hefur verið litið til svokallaðra þjóðhagsvarúðarreglna eða -tækja (macro-prudential tools) sem skilgreina má sem reglur eða önnur verkfæri sem snúa að stöðugleika fjármálakerfisins í heild fremur en að einstökum fjármálastofnunum. Nánar tiltekið er með þessum tækjum reynt að horfa á samspil þjóðarbúsins í heild, tengsl milli fjármálastofnana og þeirra markaða sem þau starfa á og verðlagningar áhættu í fjármálakerfinu. Markmið þeirra verður þá annars vegar að draga úr hvata til ósjálfbærrar skuldsetningar á þenslutíma og hins vegar að gera fjármálakerfið betur í stakk búið til þess að takast á við fjármálaáföll. Hvað eru þjóðhagsvarúðarreglur? MÁR GUÐMUNDSSON Seðlabankastjóri kallar eftir því að lögfestar verði svokallaðar þjóðhagsvarúðarreglur til að styðja við hagstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN Fylgdist þú með leikjum íslensku landsliðanna í knattspyrnu í vikunni? Já 20,6 Nei 79,4 SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú farið í bíó á árinu? Segðu þína skoðun á visir.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.