Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 18
18 3. mars 2012 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Að baki stjórnmálahug-myndum liggur mis-munandi gildismat. Þá er einnig allur gangur á því
hvort menn horfa á viðfangsefni
stjórnmálanna af þúfu skamm-
tímahagsmuna eða sjónarhæð
langtímahagsmuna.
Meðan Ísland var bundið af efna-
hagsáætlun Alþjóða gjald eyris-
sjóðsins voru langtíma sjónar mið
sterkari en skammtímasjónar-
mið og aðhaldssemi ofar eyðslu-
hyggju. Þetta hefur hins vegar
verið að breytast býsna hratt á
síðustu mánuðum. Ekki er úr vegi
að bera þessi umskipti saman við
það gildis mat sem lá að baki við-
brögðum við efnahagsáföllunum á
ofanverðum sjöunda áratugnum.
Þá var gripið
til margvíslegra
ráðstafana sem
bæði stjórn-
völd og vinnu-
markaðurinn
áttu aðild að.
Ein þeirra var
sú að setja á fót
verð jöfnunar -
sjóð í sjávar-
útvegi til þess
að draga úr
áhrifum verð sveiflna á erlendum
mörkuðum og bæta með því
stöðug leikann í þjóðarbúskapnum.
Önnur var sú að forystumenn
launafólks og atvinnurekenda
sömdu um stofnun almennra
l ífeyris sjóða. Báðar þessar
ráð stafanir sýndu að þrátt fyrir
kreppu, kjaraskerðingu og atvinnu-
leysi töldu menn rétt að leggja á
ráðin um einhver mestu sparnaðar-
áform í sögu landsins. Horft var til
lengri framtíðar og gildi sparnaðar
tekið fram yfir eyðsluhyggju.
Um leið og vinstri stjórnin
kom til valda 1971 var þessum
gildum vikið til hliðar. Fyrsta
verkið var að ganga hraustlega
í verðjöfnunar sjóðinn. Það var
ekki gert til að jafna sveiflur
heldur til að auka eyðslu. Það
átti að bæta kjörin og styrkja
ríkissjóð. Þetta varð hins vegar
neistinn sem kveikti verðbólgubál
næstu tveggja áratuga. Lífeyris-
sjóðirnir voru enn of veikburða til
að freista.
Sparnaðarhyggja í stað eyðsluhyggju
Nú eru lífeyrissjóðirnir orðnir öflugir. Þá freista þeir. Í djúpri kreppu fyrir fjórum ára tugum var
gildi lífeyrissparnaðarins leiðar-
ljós sem smám saman færði menn
að því marki að eiga þar traustar
undirstöður velferðar kerfis og fjár-
málalífs í landinu. Síðustu vikur
hefur öll stjórnmálaumræða hins
vegar snúist um hverjir treysti sér
til að ganga lengst í loforðum um að
eyða þessum sparnaði.
Áform stjórnarflokkanna hafa
komið fram í afar skýrum og ein-
örðum yfirlýsingum forystumanna
þeirra: Formaður velferðar nefndar
Alþingis vill steypa öllum lífeyris-
sjóðum í einn. Tilgangurinn er
augljóslega sá að láta launafólk á
almennum vinnumarkaði borga
skuld ríkissjóðs við lífeyrissjóði
opinberra starfsmanna.
Innanríkisráðherrann vill draga
fjármuni út úr lífeyrissjóðunum til
þess að lána til verkefna sem ríkis-
sjóður getur ekki aflað skatttekna
fyrir. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir
inni í of þröngu hagkerfi og eiga
ekki annarra kosta völ. Í flestum
tilvikum á að halda lánum sjóðanna
utan við bókhald ríkissjóðs. Þegar
ríkissjóður verður orðinn eini
skuldari sjóðanna verður auðvelt að
breyta kerfinu í gegnumstreymis-
kerfi því með öllu er óvíst að ríkis-
sjóður geti aflað tekna til að endur-
greiða lánin.
Loks vill formaður efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis skatt-
leggja viðbótarlífeyris sparnað
landsmanna nú þegar en ekki jafn-
óðum og hann er greiddur út. Gul-
rótin er sú að þetta borgi sig að
gera strax áður en tekju skatturinn
verður hækkaður enn og aftur á
næsta kjörtímabili.
Svipuð hugmynd kom fyrst
fram hjá þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins. Réttlætingin var sú að
koma í veg fyrir þær almennu
skattahækkanir sem ríkis-
stjórnin boðaði í upphafi og
hefur nú gert að veruleika. Eigi
að síður var hugmyndin varasöm
og er enn frá leitari nú eftir að
skattahækkanirnar eru staðreynd.
Nú eru þeir freisting
Í aðdraganda hrunsins náði eyðsluhyggjan yfirhöndinni. Þá voru það erlend lán sem uppfylltu drauma manna. Nú
standa þau ekki til boða. Þá á að
nota lífeyrissparnaðinn. Gildis-
matið er það sama: Eyðsluhyggja.
Erlendir lánardrottnar töpuðu
mest í bankahruninu. Næst verða
það lífeyrisþegar.
Þessi nýi boðskapur kemur í
kjölfar skattabreytinga sem er
beinlínis stefnt gegn ráðdeildar-
semi og eignamyndun. Á sama
tíma má lesa úr reikningum Seðla-
bankans að heimilin eru að auka
yfirdráttarskuldir sínar og útlán
til fyrirtækja dragast saman. Það
eru ekki verksummerki endur-
reisnar.
Menn eru að glíma við að búa til
afturvirkt réttlæti. Það er göfug
hugsun. Verkurinn er hins vegar sá
að leiðirnar sem þeir benda á fela
flestar í sér framvirkt ranglæti.
Það er nokkur ráðgáta hvers
vegna stjórnarandstöðu flokkarnir
tefla ekki fram öðrum kosti með
nýrri efnahagsáætlun þar sem
sparnaðarhyggjan leysir eyðslu-
hyggjuna af hólmi. Það skyldi ekki
vera að þögli meirihlutinn bíði eftir
slíkri leiðsögn.
Lífeyrissparnaður í stað erlendra lána
F
yrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll
Árnason, sagði í Fréttablaðinu í gær að ummæli Stein-
gríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, um
íslenzku krónuna hefðu staðið í vegi fyrir erlendri fjár-
festingu á Íslandi. „Forsenda erlendrar fjárfestingar og
tiltrúar á íslenska krónu er að menn telji að stjórnvöld muni forðast
gengisfellingar í lengstu lög. Ef menn skilgreina kosti íslenskrar
krónu einvörðungu þá að hægt sé að fella hana, felast í því skilaboð
til útlendinga um að hún sé mjög óviss eign og best sé að eiga ekkert
undir henni,“ sagði Árni Páll.
Við orðum Árna brást
Steingrímur, eftirmaður hans
í embætti, með því að segja að
hann myndi ekki eftir „að hafa
nokkru sinni rætt um mikilvægi
þess að geta fellt gengið“ eins
og haft var eftir honum hér í
blaðinu í gær.
Þetta er skrýtið minnisleysi. Steingrímur hefur margoft látið slík
orð falla. Til dæmis á landsfundi Vinstri grænna í október: „[Þ]að
eru okkar eigin efnahagslegu stýritæki, þar með talið eiginn gjald-
miðill, sem eru að duga okkur til að komast út út kreppunni. Og
hvers vegna skyldu þau þá ekki geta dugað vel áfram? […] Hin mikla
gengislækkun var ekki án fórna en það voru engar inni stæður fyrir
hágengi rugltímans og ekki skrýtið og engin ráðgáta að krónan lenti
í frjálsu falli eftir hrun og efnahagsóstjórn um árabil.“
Steingrímur hefur talað enn skýrar í viðtölum við erlenda fjöl-
miðla, sem erlendir fjárfestar eru líklegir til að fylgjast betur með
en ræðum á landsfundum VG (þótt margir þeirra fylgist raunar
ágætlega með fréttum á Íslandi). Í Wall Street Journal í maí í fyrra
ítrekaði fjármálaráðherrann þáverandi að Ísland væri betur sett
með krónuna, vegna þess að hún gerði íslenzkar afurðir ódýrari
erlendis og greiddi þannig fyrir efnahagsbata. „Gengisfelling
er aldrei án kostnaðar en hún hefur klárlega skapað útflutningi
okkar gott samkeppnisforskot og styður raunhagkerfið í gegnum
kreppuna,“ sagði Steingrímur þar. Nokkurn veginn sömu ummæli
viðhafði hann í viðtali við BBC í október, þar sem hann sagði að fall
krónunnar hefði búið til „myndarlegt samkeppnisforskot“.
Það er skrýtið að Steingrímur segist ekki muna eftir þessu, því
að möguleikinn á gengislækkun er í raun einu rökin fyrir því að
halda í krónuna. „Sveigjanlegur“ gjaldmiðill sparar stjórnvöldum
aga við hagstjórnina og gerir kleift að færa peninga frá launþegum
til útflutningsatvinnuveganna eftir þörfum með því að færa þeim
síðarnefndu hærri tekjur en lækka raunlaun og kaupmátt þeirra
fyrrnefndu í gegnum hækkun á innfluttum vörum. Veigamikill hluti
af fórnunum, sem Steingrímur J. kýs að fara ekki mjög nákvæm-
lega út í, felst svo í hækkun skulda fólks og fyrirtækja, hvort sem
þær eru í erlendri mynt eða verðtryggðum íslenzkum krónum.
Það er gersamlega ómögulegt að sannfæra Íslendinga um að
halda eigi í krónuna af því að hún sé svo sveigjanleg og telja um
leið útlendum fjárfestum trú um að hún sé stöðugur og trúverðugur
gjaldmiðill og fallin til að fjárfesta í. Það væri ljómandi gott að
stjórnmálamenn áttuðu sig á þeirri mótsögn í eigin málflutningi.
Eina röksemdin fyrir að halda í krónuna:
Gleymd orð um
gengisfellingar
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Áskorun um kröfulýsingu
Ferðaskrifstofuleyfi Vesturheims sf. kt. 660706-0110, Engihjalla 25, 200
Kópavogi hefur verið fellt úr gildi þar sem félaginu hefur nú verið slitið.
Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld samkvæmt V. kafla laga
nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laganna
er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt
vegna alferðar, sem enn er ófarin og til heimflutnings viðskiptavinar úr
alferð. Tryggingin nær einnig til þess að gera viðskiptavini kleift að ljúka
alferð í samræmi við upphaflega áætlun hennar.
Með vísan til 19. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála er hér með
skorað á viðskiptavini Vesturheims sf. að leggja fram skriflegar kröfulýs-
ingar í tryggingarféð innan 60 daga frá birtingu áskorunar þessarar.
Kröfulýsingum skal beint til Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri.
Með henni skulu fylgja nauðsynleg sönnunargögn um kröfuna, svo sem
farseðlar og kvittanir.
Virðingarfyllst,
F.h. Ferðamálastofu
Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur
helena@ferdamalastofa.is
Sími: 535 5500