Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 20
20 3. mars 2012 LAUGARDAGUR
Hugkvæmni þeirra er vissu-lega mikil, sem háværastar
kröfur gera um að aðrir borgi
skuldir en þeir, sem til þeirra
stofnuðu (og tala margir þar
undir rós um skuldamál sjálfra
sín). Lengi vel voru einkum
sungin þar þrjú stef:
1. Látum útlendingana borga
brúsann með góðu – eða illu
(ekki vantar nú rembinginn!).
2. Látum hina borgarana í
bænum axla byrðarnar – þ.e.
skattborgarana.
3. Sendum afa og ömmu reikn-
inginn. Látum þau borga með
lífeyrinum.
Mörg tilbrigði hafa verið samin
við þessi stef – enda skortir fólkið
ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta
tilbrigðið er samið af doktor í
hagfræðum sem jafnframt hefur
kennt við háskólann. Henni, því
þetta er kona, datt í hug að búa til
nýja útgáfu af rússneskri rúllettu.
Hún er þannig að prenta á massa
af seðlum, senda þá úr prent-
smiðju gegnum Seðla bankann í
sjóð, þaðan inn til skuldaranna,
frá þeim í bankana og þaðan aftur
í Seðlabankann. Með þessari
útgáfu af rússneskri rúllettu
segir doktorinn að hægt sé að
gera allt fyrir alla án þess að það
kosti nokkurn nokkuð.
Ef svona rúllettur eru kenndar
í viðskipta- og hagfræðideild HÍ
er ekki undarlegt að fólk út skrifað
þaðan hafi sett landið á höfuðið
á aðeins fjórum árum. Þetta er
nefnilega bara tilbrigði við stef nr.
2. Það eina, sem er alveg öruggt
sé þessi rússneska rúlletta spiluð
er að byssukúlan lendir í hausnum
á skatt borgaranum. Í augum
doktorsins kostar það svo sem
ekki neitt. Í augum hans er skatt-
borgarinn séríslensk auðlind, sem
er þar að auki ókeypis.
Í þessari hljómkviðu heyrðist þó
á dögunum nýtt stef. Þá var gerð
tillaga um að skattstofn, sem á að
nýtast kynslóð barna skulduga
fólksins, yrði skattlagður fyrir-
fram og peningarnir notaðir til
þess að greiða skuldir foreldr-
anna. Niðurstaðan er nákvæm-
lega sú hin sama og ef tillagan
hefði verið gerð um að tekið yrði
lán fyrir foreldrana sem börnin
síðan ættu að borga. Það er næsta
eðlilegt þegar nálgast kosningar,
að pólitíkusar beri kvíðboga
fyrir kjósendum. En að láta sér
detta í hug, að þeir sem ekki hafa
atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæð-
in – er það nú ekki svolítið lang-
sótt. Getur það verið að menn
vinni pólitíska sigra á slagorðinu:
LÁTUM BÖRNIN BORGA!
Auðmaður úr Hafnarfirði, Helgi Vilhjálmsson, oft
kenndur við eitt af fyrirtækjum
sínum, sælgætis- og páskaeggja-
gerðina Góu, birti í vikunni
opnuaug lýsingar í dagblöðum. Þar
ræðst hann á lágkúrulegan hátt
að lífeyris sjóðum landsmanna,
einkum þó Lífeyrissjóði verslunar-
manna og framkvæmdastjóra hans.
Hann hefur oft áður gert atlögur
að lífeyrissjóðunum – og gjarnan í
aðdraganda páskanna. Þessi vor-
boði segir okkur að nú sé stutt
í páska og sala á páskaeggjum í
aðsigi. Það er ekki annað hægt en
að gruna þennan athafnamann um
þá græsku að ætla með einkenni-
legum málflutningi sínum um líf-
eyrissjóði að vekja athygli á sér og
páskaeggjaframleiðslu sinni í enn
eitt skiptið.
Þessi aðferð Góuforstjórans er
óttalegur dónaskapur við fólkið í
landinu og fjölmiðla. Með þessari
háttsemi sinni er hann að ætla
okkur það að við séum svo grunn-
hyggin að við sjáum ekki í gegnum
markaðsbrellur. Það er verið
að freista þess að vekja athygli
á framleiðsluvörum Góu þegar
páskaeggjakauptíðin fer í hönd.
Sem betur fer erum við neytendur
ekki svo einfaldir að við látum
plata okkur með slíkum hætti.
Áralangar útistöður
Helgi Vilhjálmsson hefur um ára-
bil átt í útistöðum við lífeyris-
sjóðina og m.a. haldið því fram
að sjóðirnir ættu að standa fyrir
fram kvæmdum sem þeim er engan
veginn heimilt að sinna og væru
lögbrot. Þar er m.a. átt við ára-
langt tal hans um að sjóðirnir ættu
að reisa hjúkrunar- eða dvalar-
heimili fyrir aldraða. Honum hefur
ítrekað verið bent á að slíkar fram-
kvæmdir eru ekki í verkahring
lífeyrissjóðanna, samkvæmt nú-
gildandi lögum, enda hafa þeir
engar heimildir til þess. Helgi
skilur þetta alveg en hann velur að
halda áfram einkennilegum mál-
flutningi sínum til að vekja athygli
á sér og fyrirtækjum sínum. Líf-
eyrissjóðir hafa hins vegar tekið
þátt í fjármögnun slíkra verkefna
með kaupum á skuldabréfum sem
hafa gert réttum aðilum kleift að
koma verkefnunum í höfn. Lífeyris-
sjóður verslunarmanna hefur m.a.
komið að fjármögnun af því tagi
með öðrum lífeyrissjóðum.
Umhyggja?
Á Helga Vilhjálmssyni hefur
mátt skilja að hann bæri sérstaka
umhyggju fyrir sjóðfélögum og
talið sig vera að ráða þeim heilt
með því að hvetja þá til að greiða
ekki í sjóðina þrátt fyrir skýrar
lagaskyldur þar um. Ég verð því
miður að efast um heilindi hans í
þessum efnum.
Sá grunur læðist að manni að
umhyggja hans beinist einkum að
eigin rekstri og tekjuöflun þar sem
einskis er svifist til að vekja á sér
athygli.
Nú gerir hann að sérstöku
umtalsefni að framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs verslunarmanna skuli
hafa bifreið til afnota samkvæmt
starfssamningi eins og algengt er
hjá helstu yfirmönnum víða í fyr-
irtækjum og stofnunum. Það eru
fleiri en ráðherrar sem hafa afnot
af bifreiðum. Ég er viss um að
Helgi Vilhjálmsson er svo reyndur
í íslensku viðskiptalífi að honum
sé fullkunnugt um það. En vonandi
gleður það súkkulaðiforstjórann
og alla aðra löghlýðna borgara að
framkvæmdastjóri sjóðsins greiðir
fulla skatta af þessum hlunnindum
eins og mælt er fyrir um í skatta-
lögum.
Mér leiðist að þurfa að svara
Helga Vilhjálmssyni vegna þessa
máls því ég ber virðingu fyrir
mörgu sem hann hefur gert vel í á
löngum ferli. Hann er einn af þeim
duglegu Íslendingum sem brotist
hafa áfram af eljusemi og krafti
og komið sér vel fyrir í veraldleg-
um efnum.
En það er hins vegar leitt þegar
auðlegð fyllir menn hroka og rang-
hugmyndum sem leiða til þess
að þeir telji sig þess umkomna
að ráðast gegn öðrum með raka-
lausum áróðri og svívirðingum – ár
eftir ár – og jafnan undir yfirskini
umhyggju fyrir fólki.
Páskabrella súkkulaðiforstjórans
Látum börnin borga
Lífeyrissjóðir
Helgi
Magnússon
formaður Lífeyrissjóðs
verslunarmanna
Þessi aðferð Góuforstjórans er óttalegur
dónaskapur við fólkið í landinu og fjöl-
miðla. Með þessari háttsemi sinni er
hann að ætla okkur það að við séum svo grunnhyggin
að við sjáum ekki í gegnum markaðsbrellur.
Fjármál
Sighvatur
Björgvinsson
fv. ráðherra
AF NETINU
Afskriftaþorsti ágerist
Afskriftaþorsti hefur hlaupið í þingmenn í tilefni fyrirsjáan-
legra kosninga á næsta ári. Þeir sjá, hvernig fylgið hrannaðist
að Lilju Mósesdóttur, sem leggur til, að Seðlabankinn gefi
skuldurum peninga. Íslenzkir kjósendur eru nógu heimskir til
að elska sjónhverfingar. Þess vegna er Helga Hjörvar mikið
í mun að stjórnarflokkarnir taki þátt í yfirboðum í afslætti
skulda. Krafan um geigvænlegar eignatilfærslur verður
höfuðmál næstu alþingiskosninga. Þá munu mestu sölumenn snákaolíu fá
mest fylgi. Afskriftaþorsti er útbreiddur í samfélaginu um þessar mundir og
mun seiða til sín skelfingu lostna þingmenn.
http://www.jonas.is/
Jónas Kristjánsson
AF NETINU
Útlending í FME!
„Þegar núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins var ráðinn árið 2005 lagði ég
til að útlendingur yrði ráðinn forstjóri og færði fyrir því skýr rök. Stjórnvöld
hefðu betur farið að mínum tillögum þá.
Nú verður nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins ráðinn. Það á að vera útlendingur.“
Þetta bloggaði ég 25. janúar 2009.
Enn einu sinni kemur í ljós að afar oft hef ég rétt fyrir mér þótt það falli í
grýttan jarðveg þegar ég kem því á framfæri …
… afsakið hrokann, en svona er það bara!
http://blog.eyjan.is/hallurm/
Hallur Magnússon
FYRIR HEIMILIÐ!
HÚSGÖGN OG SMÁVARA
HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20 Reykjavík sími 585 7200
OPIÐ Virka daga 10-18 laugardaga 12-18 sunnudaga lokað
ANNE Borðlampi.
margir litir.
BODUM CHAMBORD
4 eða 8 bolla kanna.
BE ON FIRE
Kerti. Margir
litir og stærðir.
Verð frá 99 kr.
ZONE DOLOMIT
Sápupumpa.
Margir litir.
FULLT VERÐ: 219.990
164.990
3 SÆTA SÓFI
FULLT VERÐ: 159.990
119.990
2 SÆTA SÓFI
Fullt verð: 2.990
1.990
LAMPI
Fullt verð: 7.990
4.990
4 BOLLA
Fullt verð: 9.990
6.990
8 BOLLA
25% AFSLÁTTUR
STYLO 2 sæta sófi. Svart leður. B:158 D:85
H:85 cm. STYLO 3 sæta sófi. Svart leður.
B:200 D:85 H:85 cm.
Fullt verð: 990
490
Innflutningur
– Heildsala
Lítið innflutningsfyrirtæki
er til sölu eftir 15 ára
farsæla starfsemi.
Góð viðskiptasambönd við birgja og traustir viðskiptavinir.
Gefur góðar tekjur og hentar vel tveimur
samhentum starfsmönnum.
Nánari upplýsingar veitir Arna Hilmarsdóttir hjá
H. Sigurðssyni Mosfellsbæ.
Símar: 566-6501, 616-3138
og netfang:
arnahilmars@vortex.is