Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 32

Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 32
3. mars 2012 LAUGARDAGUR32 Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barna- heillum, segir flesta gera sér grein fyrir því að hvorki megi beita börn líkamlegu né kynferðis legu ofbeldi. Það sé hins vegar líka réttur barna að vera vernduð fyrir andlegu ofbeldi. Í því geti falist skeytingarleysi og vanræksla, en framkoma full- orðinna við börn geti líka brotið á réttindum þeirra, eins og þau séu tryggð í Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. „Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, innan og utan heimilis. Við þekkjum þessi réttindi en eigi að síður er börnum, og kannski ekki síst unglingum iðulega sýnd van- virðandi háttsemi. Því bregður oft við að við teljum okkur geta komið öðruvísi fram við börn en full- orðna. Það er til að mynda mikið um það að komið sé öðruvísi fram við unglinga sem vinna úti, til dæmis í búðum, en fullorðna. Ef þau ráða ekki við hlutverk sitt af einhverjum ástæðum þá er ekki við þau að sakast heldur fullorðna. Sonur minn sem er 24 ára í dag sagði mér til að mynda frá því að það hefði aldrei verið komið jafn illa fram við hann og þegar hann var í sinni fyrstu vinnu á kassa í Hagkaup. Annað atvik sem ég sjálf upplifði átti sér stað í Bónus. Þar varð ég vitni að því að kona hellti sér yfir kerrustrák með miklum dónaskap. Ég kallaði til konunnar og spurði hana hvort hún myndi tala svona við starfs- manninn ef hann væri fullorðinn. Hún játaði á sig dónaskapinn og svo kom í ljós að pilturinn var á sínum fyrsta degi í vinnunni og var auðvitað að gera sitt besta eins og búast mátti við. Börn eru nefnilega besta fólk og við ættum að hafa í huga þegar við ræðum við börn og unglinga að við eigum að koma fram við þau eins og við viljum að sé komið fram við börnin okkar. Full orðnir gera oft ráð fyrir að unglingar séu að gera eitthvað slæmt, og unglingar eru auðvitað alls konar fólk og oft mjög fjörugir, en meirihlutinn er mikið sómafólk og frá góðum heimilum. Ef þau koma illa fram þá eru einhverjar skýringar þar að baki, þau eru kannski með einhverjar raskanir eða eru van- rækt, og það er ekki þeirra sök.“ Margrét Júlía segist fullviss um að andlegt ofbeldi gegn börnum leynist víðar en fólk geri sér grein fyrir. „Það flokkast undir andlegt ofbeldi að vera í sífellu að setja út á börn, að leggja of mikið á þau og gera til þeirra óraunhæfar kröfur. Svo eiga fullorðnir ekki að líta á börnin sín sem sálufélaga og sjá börn sem framlengingu á sjálfum sér. Okkar hlutverk er að koma börnunum okkar til manns, ekki að vera vinir þeirra, þó að það sé auðvitað gott líka,“ segir Margrét Júlía og bætir við að lokum að mikilvægt sé að tilkynna það til viðeigandi yfirvalda vakni grunur um að barn sé beitt ofbeldi. UNGLINGUM OFT SÝND VANVIRÐING Barnasáttmálinn var formlega samþykktur á allsherjarþingi S.Þ. haustið 1989. Allar aðildarþjóðir S.Þ. hafa staðfest sáttmálann nema Bandaríkin og Sómalía. Staðfestingin felur í sér að lög og reglur eigi að vera í samræmi við sáttmálann og aðildarríkin geri það sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja lögunum. Megininntak Barnasáttmálans er að gefa börnum grið, tækifæri og áhrifa- mátt. Um er að ræða alþjóðlega viðurkenningu á því að börn þarfnist sérstakrar verndar umfram fullorðna, þeim séu tryggð full mannréttindi og eigi rétt á að alast upp við öryggi og í friði, burtséð frá búsetu, kynferði, kynþætti, trú eða félagslegum aðstæðum. Þess má geta að sáttmálinn hefur ekki verið bundinn í lög hér á landi meðal annars vegna ákvæða í sáttmálanum um að ekki megi vista unga afbrotamenn (börn á aldrinum 15-18) með fullorðnum afbrotamönnum. Nánari umfjöllun um sáttmálann er að finna á vefsíðu umboðsmanns barna www.barn.is. 20 ÁR FRÁ STAÐFESTINGU BARNASÁTTMÁLANS Börnum er tryggð vernd gegn ofbeldi og vanrækslu í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 19. grein. Vernd gegn ofbeldi og vanrækslu Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu, innan eða utan heimilis. Stjórnvöld skulu veita börnum sem sætt hafa illri meðferð og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning. 34. grein. Kynferðislegt ofbeldi Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns misnotkun sem á einhvern hátt getur stefnt velferð þeirra í hættu. Í ár eru 20 ár liðin frá því að Ísland staðfesti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í tilefni stórafmælis sáttmálans mun Fréttablaðið fjalla reglulega í helgarblaði um málefni sem tengjast Barnasáttmálanum með einum eða öðrum hætti. 20 ÁRA Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna MARGRÉT JÚLÍA Börn eru besta fólk og unglingar sömuleiðis. N orðlingaskóli er einn af nýrri skólum Reykja- víkurborgar. Í stóru opnu rými eru ung- lingabekkirnir þrír samankomnir og þar hittir Frétta- blaðið fyrir fjögur ungmenni, þau Emilíu Björt Ásgeirsdóttur sem er í níunda bekk og tíundu bekkingana Andra Fannar Arnarson, Hjördísi Evu Ólafsdóttur og Davíð Leví Ólafsson. Við komum okkur fyrir í herbergi á annarri hæð skólans og hefjum samtal um samskipti fullorðinna og unglinga og förum í framhaldinu út um víðan völl. Er hlustað á unglinga? Andri Fannar: Ég hef hugsað mjög mikið um þessi mál og mér finnst vera hlustað á okkur til þess að hlusta á okkur. Hlustað en samt ekki hlustað. Hjördís Eva: Það er oft komið fram við okkur eins og við séum bara krakkar og eiginlega verr. Til dæmis á Olísstöðinni hér í Norð- lingaholti, það mega eiginlega bara fullorðnir og krakkar sitja þar, ekki unglingar. Davíð Leví: Sem er glatað því þetta er eini staðurinn fyrir utan félags- miðstöðina sem hægt er að hanga á hér í Norðlingaholtinu. AF: Allt vegna þess að það komu strákar úr Árbænum og sprautuðu tómatsósu á bak við bekk. HE: Þetta voru ekki einu sinni strákar úr Norðlingaholtinu! DL: Fólk sem er eldra en fertugt, það fer að tala við yngra fólk eins og það sé hálfvitar og segir svo ungu fólki að tala við eldra fólk eins og það sé alviturt. HE:Ég tek eftir því að mamma hneykslast oft á því þegar af- greiðslu fólk í búðum segir ekki góðan dag, en það geta allir átt slæman dag. Of róleg eða of æst DL: Fullorðnir vilja alltaf að við séum að sinna einhverju „small- talki“. HE: Þeim finnst við oft alltof róleg, eða of æst og þykir sjálfsagt að allir hafi millistig og séu alltaf full- komnir. AF: Ég hef líka tekið eftir því að fólk hlustar oft ekki á okkur, þrátt fyrir að við vitum mikið um eitt- hvað málefni. Taka ekki alveg mark á okkur því við höfum ekki horft með þeim á fréttirnar. Emilía Björt: Ég fæ oft þessa spurningu, hvernig vissir þú þetta, þú varst ekki að horfa á fréttirnar? AF: En það er allt á netinu og við notum netið mjög mikið. DL: Allt nema Egill Skallagrímsson, ég er búinn að leita að upp lýsingum um hann í tvo daga og það er ekki neitt um hann, ég er ekki að leita að ljóðaskrám heldur hvenær hann gerði hlutina. Engin tæknihræðsla HE: Foreldrar okkur halda stundum að við séum ekki að gera neitt annað í tölvunni en að finna sjónvarps- þætti, en við erum að gera alveg helling. EB: Þau kunna heldur ekki endilega jafn vel og við á tölvur. AF: Ég held að það fari eftir menntun, smiðir, læknar og hjúkrunar fræðingar, þeir kunna á vinnupakkann og svo ekki meir. DL: Pabbi hefur reyndar kennt mér margt, og ég honum. EB. Ég held að ég kunni meira en mamma á tölvur. AF: Ég held að það sé til tækniá- nægja og tæknihræðsla, síðarnefnda felst í því að taka fram bæklinginn og reyna að skilja áður en byrjað er að prófa. Sem er ekki aðferðin mín. HE: Við erum reyndar oft að leita að sjónvarpsþáttum í tölvunni. Samt líður mér alltaf illa þegar ég hleð niður uppáhaldsþáttunum mínum, en ég get ekki annað. AF: Því þeir koma ekki til Íslands fyrr en eftir mörg ár. EB: Við hlustum líka mikið á tónlist í tölvum. AF: Margir hlusta á Youtube eða Pirate Bay fyrst og kaupa svo lögin á iTunes. Eru ykkur settar tímaskorður í tölvunni? EB: Það var þannig, eiginlega ekki lengur. AF: Ég geri það sjálfur, ég fer stundum út þegar ég finn að ég er búinn að vera of lengi í tölvunni. Hvernig eru samskiptin ykkar á milli? HE: Við þekkjumst öll svo vel, því við höfum verið saman í skóla síðan hann var pínulítill. AF: Við erum öll vinir og höngum saman. EB: Líka á milli árganga, það er einn bekkur í hverjum árgangi hér. HE: Okkur þykir mjög vænt um skólann okkar. AF: Eitt verður að koma fram að kennararnir og allt starfsfólkið í þessum skóla skilur okkur töluvert betur en allir aðrir. DL: Þau eru ekki að reyna að stjórna okkur heldur að hjálpa okkur. HE: Þau vilja að við gerum hlutina sjálf og verðum sjálfstæð. Leiðir foreldrar verri en reiðir Er ætlast til þess að þið standið ykkur vel? EB: Ég set pressu á sjálfa mig og vil standa mig vel. HE: Ég líka, ef ég fæ 8,5 í einkunn þá fæ ég samviskubit. DL: Stelpurnar eru meira svona, það er meira verið í samningavið- ræðum við okkur. AF: Það er ekkert leiðinlegra en þegar foreldrar segjast vera von- sviknir með mann, það er glatað. Það er miklu auðveldara að díla við reiða foreldra heldur en leiða foreldra. Hvað með eftirlit, sætið þið ströngum reglum? AF: Langflestir vita að það er ekkert vit að fara að drekka í grunn skóla og engan langar til að byrja að reykja. DL: Ekki eftir að Ragnar [kennari] kom með gervilunga og sýndi okkur hvað kom mikil tjara úr einni sígarettu, það var ógeðslegt. Krakkarnir eru góðir vinir og hafa fylgst lengi að í skóla, hvernig fer í vor þegar 10. bekk lýkur? AF: Árgangurinn splundrast svo- lítið, við erum að fara út um allt. Ég fer til Noregs. DL: Ég líka, fjölskyldan er að flytja þangað. HE: Ég stefni á Versló. EB: Ég ætla að sækja um alla skólana og athuga hvort ég komist inn í þá. HE: Við værum samt mest til í að fara í framhaldsskóla hér. Eitthvað sem þið viljið koma á framfæri að lokum? DL: Strætókerfið er ömurlegt, það er eitthvað sem fullorðnir mættu laga. AF: Maður er klukkutíma að fara allt, ég hef verið fljótari en Strætó að hjóla niður á Hlemm. HE: Lélegt strætókerfi bitnar mest á unglingum. Segjast hlusta en gera það ekki Þau Emilía Björt Ásgeirsdóttir, Andri Fannar Arnarson, Hjördís Eva Ólafsdóttir og Davíð Leví Ólafsson eru nemendur í Norðlingaskóla. Þau sögðu Sigríði Björgu Tómasdóttur frá fordómum í garð unglinga, tæknigleði og áhrifamiklu gervilunga. SAMRÝMD Hjördís Eva, Andri Fannar, Davíð Leví og Emilía Björt hafa fylgst að um árabil í Norðlingaskóla og þekkjast því vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.