Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 38
KYNNING − AUGLÝSINGSjávarútvegur LAUGARDAGUR 3. MARS 20122 Hvað prýðir góðan skipstjóra? „Hann þarf að búa yfir foringja- hæfileikum, vera ákveðinn, yfir- vegaður og mjög andlega sterk- ur. Það geta allir verið skipstjór- ar þegar veðrið er gott og ekkert amar að, en þegar gefur á bátinn og eitthvað bjátar á greinir á milli hverjir hafa hæfileika og getu til að vera við skipstjórn, lesa í veður og haga siglingum eftir því.“ Eru skipstjórn og vélstjórn eina réttindanámið sem þarf til sjós? „Já, en vakthafandi hásetar á farskip- um þurfa að ljúka námskeiðinu „Aðstoðarmaður í brú“ og allir sjó- menn verða að ljúka námi í Slysa- varnaskóla sjómanna.“ Hvaða munur er á skipstjóra og vélstjóra? „Munurinn er talsverð- ur; vélstjóri sér um vélarrúmið og að halda vélum skipsins gangandi, en skipstjórar sjá um að sigla skip- inu. Þeir sem ljúka námi í skip- stjórn byrja til sjós sem stýrimenn og vinna sig upp í að verða skip- stjórar.“ Er nám á skipstjórnarsviði vin- sælt? „Já, og verður æ vinsælla. Vél- stjórinn hefur ávallt verið vinsælli því þeim réttindum fylgja einnig atvinnumöguleikar í landi. Mikil aukning hefur orðið í dreifinámi skólans, sem mætir til dæmis þörf- um sjómanna á miðunum sem sjá sér ekki fært að taka sér námshlé en vilja ná sér í réttindin. Þá taka æ fleiri bæði vélstjórnar- og skip- stjórnarréttindi, sem getur vissu- lega komið sér vel á sjó.“ Í hvaða skipaflota stefna nem- endur að námi loknu? „Flestir vilja ná sér í réttindi fyrir fiskiskipaflot- ann og svo fragtskipin. Skipaflot- inn er fjölbreyttur og flestir sem ljúka skipstjórnarprófi bæta við sig farmannaprófi. Þá öðlast þeir alþjóðleg réttindi sem miðast við ótakmarkaða stærð skipa og opn- ast tækifæri til starfa hvar sem er í veröldinni. Mikil eftirspurn er eftir skipstjórnarmönnum um allan heim.“ Sækja konur jafnt í vélstjórn- ar- eða skipstjórnarnám? „Sjó- mennska er enn ríkjandi karl- mannsstarf, en í fyrra útskrifuð- um við þrjár konur þótt í vetur sitji engin í skólanum. Fáeinar eru í dreifnámi. Flestir nemenda okkar koma hins vegar gagngert hingað til náms, hafa sótt sjóinn áður og ákveðið að leggja sjómennskuna fyrir sig.“ Er sjómannslífið rómantískt? „Já, sjómennska, og ekki síst stýri- mannastarfið, hefur yfir sér róm- antískan sjarma. Starfið hefur þó breyst á síðustu árum og minna um löng stopp í erlendum höfnum með tilheyrandi ævintýraljóma.“ Er kaupið gott í sjómannastétt? „Já, sjómenn kvarta ekki yfir laun- um sínum og alltaf er vöntun á góðum mönnum til starfa á sjó.“ Er sjómennskan hættulegt starf? „Sjómannastörf eru vissu- lega hættulegri en mörg önnur, en slysatíðni meðal sjómanna hefur lækkað mikið á undanförn- um árum með aukinni þjálfun í slysavörnum og betri aðbúnaði um borð. Nemendur eru því full- ir tilhlökkunar og bjartsýni yfir að hefja störf á sjó að námi loknu.“ Rómantískt sjómannslíf Sjómannslíf er heillandi og rómantískt í hugum margra og víst að ímynds hins sanna sjómanns er sveipuð hetjudáð og ævintýraljóma. Vilbergur Magni Óskarsson skólastjóri Skipstjórnarskóla Tækniskólans segir sjóinn enn lokka og laða. Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskóla Tækniskólans, með nemendur í skipstjórnarnámi í afar raunverulegum siglingahermi í gamla Sjómannaskólanum við Háteigsveg. MYND/GVA ÞJÓNUSTA FYRIR ÚTGERÐARAÐILA Uggi, upplýsingagátt Fiskistofu, inniheldur ýmsa þjónustu fyrir útgerðaraðila. Þar má meðal annars sækja rafrænt um ýmis leyfi og finna innsláttarform til að hafa áhrif á frádrátt einstakra tegunda vegna breyttra aðferða við úthlutun aflamarks fiskveiðiárið 2011/2012. Bráðlega verður þar að finna upp- lýsingar varðandi aflaheimildir og athafnir skipa útgerðarinnar. Sækja þarf sérstaklega um aðgang á vefsíðu Ugga. Slóðin á upplýsingagáttina er https://uggi.fiskistofa.is/pages/. BREYTT VIÐMIÐUNARVERÐ Ákveðið var að lækka viðmiðunar- verð á þorski í viðskiptum milli skyldra aðila um sjö prósent og lækka viðmiðunarverð á ýsu í við- skiptum milli skyldra aðila um fimm prósent á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna 29. febrúar. Á móti var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila um sex prósent. Breytingin á viðmiðunarverðinu tók gildi í gær. Þetta kemur fram á vef Verðlagsstofu skiptaverðs, verdlagsstofa.is. Lensidælur Spúldælur Brunadælur Tannhjóladælur Brunndælur Kælivatnsdælur Vatnagörðum 16, 104 Reykjavík, Sími 568 6625, velar@velarehf.is Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is BEST OG VERST VIÐ SJÓMENNSKU „Það neikvæðasta við sjómennsku eru langar fjarvistir að heiman, en á móti koma löng og vel launuð frí á móti,“ segir Vilbergur. „Sjóveiki fer svo yfirleitt af mönnum fyrstu dagana á sjó og oftast fyrir lífstíð, en hjá einum og einum örlar alltaf á smávegis sjóveiki eftir langt frí í landi, en hún hverfur fljótt svo menn láta hana ekki á sig fá.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.