Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 40

Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGSjávarútvegur LAUGARDAGUR 3. MARS 20124 Fiskevegn er lína sem hefur verið ein sú vinsælasta, bæði hér á landi og ann- ars staðar um langt skeið og því er verulegur fengur fyrir okkur að taka við umboði fyrir þetta merki,“ segir Þórleifur Ólafsson, eigandi og framkvæmdastjóri beitusölufyrirtækisins Tobis. Fyrirtækið mun annast sölu á línunni og öllum tengdum bún- aði, ásamt þeirri þjónustu sem þarf. Sem dæmi um hve línan er vel metin má benda á að seint á síðasta ári tóku Norðmenn í notkun fullkomnasta og stærsta línuskip Norður-Atlantshafsins. Skipið heitir Fröyanes og er allur línubúnaður um borð frá Fiski- vegn. „Þeir sem þegar hafa keypt af okkur línuna eru afar ánægð- ir með hana,“ segir Þórleifur en Tobis á von á nýrri sendingu von bráðar og er stærstur hluti henn- ar seldur nú þegar. Tobis, sem hefur verið starfrækt í sex ár, var áður til húsa í Reykja- nesbæ. Vegna aukinna umsvifa með tilkomu hins nýja umboðs var ákveðið að flytja starfsemina að Lónsbraut 2 í Hafnarfirði. „Við þurftum stærra og hentugra hús- næði með góðri lageraðstöðu. Þá erum við líka nær aðaltraffíkinni hér í Hafnarfirði,“ útskýrir Þór- leifur. Hann var áður eini fasti starfsmaðurinn en með tilkomu Fiskevegn-umboðsins hafa tveir starfsmenn bæst í hópinn, það eru þeir Haraldur Guðfinnsson sölu- stjóri og Sigurður Óli Þórleifsson sölumaður. Tobis starfar þó áfram í beitu- sölu og selur tvö til þrjú þús- und tonn á ári. Fyrirtækið selur beitu á Íslandi, Grænlandi, í Nor- egi, Rússlandi og víðar. Þórleif- ur segir smokkfiskinn vera vin- sælustu beituna enda hafi hann reynst mjög vel fyrir f lestar fiski- tegundir. Erfitt hefur þó verið að fá smokkfisk vegna lélegrar smokkfiskvertíðar í Suður-Atl- antshafi að sögn Þórleifs. „Samt erum við vel sett hvað birgðir af smokkfiski varðar,“ segir Þórleif- ur en nefnir einnig aðra vinsæla beitu hjá Tobis sem er Saury en auk þess er fyrirtækið með marg- ar aðrar innfluttar fisktegundir. Íslensk beita er einnig á boðstól- um og þá helst makríll, síld og loðna. Nánari upplýsingar um fyrir- tækið og starfsemi Tobis er að finna á vefsíðunni www.tobis.is. Fiskevegn-línan ein sú vinsælasta Beitusölufyrirtækið Tobis að Lónsbraut 2 í Hafnarfirði hefur tekið við umboði á línu og línubúnaði frá norska fyrirtækinu Fiskevegn. Línan er afar vinsæl og vel metin af þeim sem gera út á línu hér á landi. Vegna aukinna umsvifa hefur starfsmönnum Tobis fjölgað úr einum í þrjá. Tobis er beitusölufyrirtæki. Fiskevegn-línan er vinsæl og vel metin. Þórleifur Ólafsson, eigandi Tobis, með þá Sigurð Óla Þórleifsson sölumann og Harald Guðfinnsson sölustjóra til sitt hvorrar handar. Rakel er alin upp á Akranesi og fór á sjó í fyrsta sinn þegar hún var 10 ára. Fjölskyld- an flutti síðan á Þingeyri þar sem faðir hennar, Sölvi Steinberg Páls- son, var skipstjóri á Sléttanesinu. Hann var yngsti skipstjóri lands- ins á sínum tíma sem sótti nýjan togara til Nor- egs, þá 23 ára. „Ég var á leið í háskólanám í tölvunarfræð- um og þar sem við bjuggum úti á landi sá ég fyrir mér dýra leigu í Reykjavík sam- hliða því að halda mér uppi. Mér datt því í hug að skella mér á sjó og safna fyrir íbúð,“ segir Rakel þegar hún er spurð um sjómennsku- ævintýrið. Unnið og sofið „Pabbi vildi ekki í fyrstu að ég færi á sjóinn og krafðist þess að ég myndi sækja um starfið eins og allir aðrir. Ég fór ekki í forgang heldur þurfti að fara aftast í röð umsækjenda. Þegar einn skipverji veiktist fékk ég pláss sem háseti. Tveir fyrstu túr- arnir voru í Smuguna. Við vorum á sjó í 60 daga í einu. Ég fann ekkert fyrir sjóveiki, enda er sjómannslíf í genunum,“ segir Rakel. „Slétta- nesið var vel útbúinn frystitog- ari og maður gekk í öll störf. Það var unnið í sex tíma og sofið í sex. Stundum var svo mikið að gera að hvíldin var aðeins þrír tímar. Þú mátt ekki hafa það eftir mér en það voru engin kerlingarstörf um borð,“ segir Rakel og hlær. Áhugaverður karlaheimur „Starfið tók vel á og ég hef aldrei verið eins vel á mig komin og á þessum tíma. Ein önnur kona var um borð og hafði verið lengi, mikill nagli. Hún ráðlagði mér að þiggja ekki hjálp frá samstarfsmönnum ef hún byðist. Karlarnir um borð voru afskaplega ljúfir og maður fær nýja sýn í þeirra heim á sjónum. Sam- skiptin voru á jöfnum grunni og þeir gátu alveg sýnt tilfinning- ar, gleði eða reiði, ekkert síður en konur gera. Sjómennskan var frá- bær lífsreynsla. Mér fannst áhuga- vert að kynnast þessum karla- heimi og sjá þeirra hlið á lífinu. Ég ber mikla virðingu fyrir þessari stétt því það er ekki auðvelt að fara frá fjölskyldu sinni í langan tíma,“ segir Rakel. „Ég þekki það frá æskuheim- ili mínu hvernig tiplað er á tánum þegar sjómenn koma í land. Fólk þorir ekki að koma í heimsókn því það vill ekki raska ró fjölskyld- unnar sem er að sameinast aftur. Þetta er hins vegar röng hugsun því sjómenn hafa sannarlega þörf á mannlegum samskiptum og góðum félagsskap í landi.“ Krúnurökuð í fyrsta túr Þegar Rakel var á sjónum var ekki nútímatækni komin um borð í skip. „Nei, við vorum ekki á Face- book í þá daga. Ef við þurftum að hafa samskipti í land var talað í gegnum talsstöð og öll skip í ná- grenninu gátu fylgst með samtal- inu. Það voru því engin leyndar- mál sögð.“ Þegar Rakel er spurð hvort hún hafi fundið fyrir hræðslu úti á rúmsjó hváir hún. „Nei, mér fannst spennandi að vera í ólgu- sjó. Ég kunni betur við læti en rólegheit. Þeir sem fara á sjó þurfa að vera töffarar og það er gott að hafa brynju. Maður fer í gegnum busavígslu í fyrsta túrnum sem er lærdómsrík. Þegar ég fór í Smug- una þurftu nýliðar annaðhvort að safna skeggi eða krúnuraka sig. Ég hafði ekkert val í þeim efnum. Rándýr hárgreiðslan mín fékk því að fjúka.“ Rakel viðurkennir að sjó- mannslífið hafi kennt sér margt sem nýtist í dag. „Ég bý að þessari reynslu og hún fer aldrei út af fer- ilskránni. Maður þroskast mikið í þessu starfi. Ég myndi ekki fara aftur á sjó en vildi ekki vera án reynslunnar,“ segir Rakel sem keypti bæði bíl og íbúð þegar hún kom í land. Í dag rekur hún eigið fyrirtæki, Skema, sem kennir börnum forritun og hugbúnaðar- gerð. Fór á sjóinn til að safna fyrir íbúð Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri hjá sprotafyrirtækinu Skema, er alin upp í sjómannsfjölskyldu. Faðir hennar, afi og bræður hafa stundað sjómennsku. Rakel sótti sjóinn í tvö ár og fór meðal annars í Smuguna. Rakel fór á sjó í fyrsta skipti þegar hún var 10 ára með föður sínum, Sölva Steinberg Pálssyni skipstjóra. Rakel þurfti að krúnuraka sig þegar hún fór í fyrsta túrinn. Nýliðar þurftu annaðhvort að safna skeggi eða krúnuraka sig. Rakel Sölvadóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.