Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 42
ég með húmor því maður verður að geta hlegið að þessu. Í bókinni eru lýsingar á þessu basli mínu í heilt ár,“ segir Jónína. „Ég missti 23 kíló fyrsta árið en eftir að dag- bókinni lauk hef ég losnað við sjö kíló í viðbót,“ segir hún enn fremur en meðal þess sem kemur fram í bókinni er eftirfarandi hugleiðing. Fitubolluflíkur í skápnum „Já, ég er vaxin upp úr þeim stærðum sem fást í venjulegum verslunum. Enn og aftur orðin of feit, þrátt fyrir allar fyrri heit- strengingar. Líklega orðin þyngri en ég hef nokkru sinni verið, þyngri en þegar ég var ólétt. ( Annars hef ég ekki hugmynd um hversu mörg kíló er um að ræða. Bað vogin og ég, við erum sko ekki vin konur.) Þetta er verulega pirrandi og niður drepandi fyrir sálina og ég er ákveðin í að fitubolluflíkurnar sem ég festi kaup á í dag verði aðeins skamman tíma í fataskápnum. Ég ætla ekki að halda áfram að kaupa fötin mín í sérverslunum með yfir- stærðir.“ Göngutúrar og garnagaul En hvað var það sem gagnaðist Jón- ínu best í stríðinu við auka kílóin? „Ég fór ekki í þekkta megrunar- kúra heldur kalla ég þetta gg- kúrinn, það þýðir göngutúrar og garnagaul. Þetta er nú ekki flóknara en að hreyfa sig meira og borða minna. Í bókinni birti ég nokkrar góðar uppskriftir en þær eru ekki týpískar megrunar- uppskriftir. Ég minnkaði matar- skammtana í stað þess að borða bara laufblöð. Ég finn mjög mikinn mun á mér, enda var ég meintur hjartasjúklingur þegar þetta byrjaði og stefndi í hjarta- þræðingu. Ég fékk mikla verki í brjóstkassa og var send í rann- sóknir og fékk margvísleg lyf. Ég hef verið með astma allt mitt líf og hef því ekki góð lungu en með því að léttast um öll þessi kíló hefur heilsa mín og líðan gjörbreyst til batnaðar. Ég hugsa stundum um það núna þegar ég fer í gönguferð hvernig það væri að vera með þrjá- tíu kílóa bakpoka dinglandi á sér.“ Afhjúpandi bók Þessi bók er ólík þeim sem þú hefur skrifað áður. „Þetta er mjög persónuleg og afhjúpandi bók. Maður fer varla nær sér en að tala um fitukeppina á sjálfum sér. Mér fannst það virkilega óþægilegt og ekki síst núna þegar bókin er komin út. Ég var tilbúin með bókina haustið 2008 en þá kom hrunið og mér fannst hún ekki eiga erindi á markaðinn þá. Ég vona að bókin geti orðið aðhald fyrir lesendur eins og hún var fyrir mig,“ segir Jónína sem fékk nýlega þriggja mánaða listamannalaun í fyrsta skipti og situr við skriftir alla daga. Um helgina ætlar Jónína að fara í Þjóðleikhúsið og sjá Vesalingana og segist hlakka mikið til. „Ég fór í Þjóðleikhúsið um síðustu helgi en þar á undan hafði ég ekki farið lengi í leikhús.“ elin@frettabladid.is „Þetta er mjög persónuleg og afhjúpandi bók. Maður fer varla nær sér en að tala um fitukeppina á sjálfum sér,“ segir Jónína um nýju bókina Léttir. FRETTABLADID/VALLI Framhald af forsíðu Árleg barna- og unglingabókaráðstefna verður haldin í Gerðubergi í dag frá klukkan 10.30 til 13.30. Umfjöllunarefnið er bækur fyrir yngstu börnin. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Rúmföt Púðar Handklæði Barnavörur Rúmteppi Dúkar Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is Allt á 2000 kr. Lokum kl. 5 í dag! Rým ingar sala Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.