Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 43

Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 43
LAUGARDAGUR 3. mars 2012 3 „Það er gott að byrja undirbúning fyrir garðinn í mars, sérstaklega huga að þeim plöntum sem tíma- frekt er að forrækta. Kryddjurtir þurfa til dæmis langan tíma. Það er þó ekki tímabært að sá fyrir kál- og salatplöntum nema fólk hafi gróður- hús,“ segir Guðríður sem hefur verið með fróðlega garðyrkjuþætti á sjónvarps stöðinni ÍNN. „Það tekur nokkrar vikur fyrir kryddplöntur að vaxa upp úr pottinum. Basilika er seinvaxin og þarf góðar aðstæður. Það má ekki hafa hana í suðurglugga og moldin þarf alltaf að vera rök,“ segir Guðríður og bætir við að basil sé afar vinsæl planta en kóríander fylgi henni fast á eftir. „Nú eru allar vin sælustu uppskriftirnar með kóríander og þess vegna eru margir að rækta það. Það er hægt að rækta kóríander utandyra en ekki basiliku.“ Guðríður segir að um miðjan apríl þurfi að huga að mat jurtunum og sá fyrir þeim. Um mánaða mótin maí/júní eru plönturnar síðan settar út í garð. „Kálplöntur þurfa fimm til sex vikur í uppeldi áður en þær eru settar út. Salatplöntur taka mun minni tíma eða þrjár vikur.“ Ræktað á svölunum Þegar Guðríður er spurð um þennan aukna ræktunaráhuga hér á landi svarar hún. „Fólk er að missa sig í ræktuninni sem er frábært. Það er svo gaman að upp- lifa þennan áhuga, sérstaklega fyrir okkur sem höfum verið að predika garðyrkju í mörg ár og þá helst fyrir einhverja sér vitringa. Ég hef komið á litlar svalir sem voru eins og flottasta gróðurhús. Fólk ræktar alls kyns mat- og kryddjurtir í pottum. Garðyrkja er gefandi og skemmtileg. Sumir eru óhræddir að gera tilraunir með pottaræktun með góðum árangri. Þeir sem rækta í pottum þurfa að sinna plöntunum daglega og gæta að vökvun. Kálplöntur og sumar salatplöntur blómstra eða njóla ef þær þorna. Þegar fólk fer í frí þarf því að fá einhvern til að vökva eða koma sér upp sjálfvirkum vökvunar búnaði,“ segir Guðríður. Á undanförnum árum hefur þeim tegundum sem fólk ræktar fjölgað til muna hér á landi. Kletta- salat er til dæmis auðvelt að rækta. „Garðar hér á höfuðborgarsvæðinu eru orðnir svo skjólgóðir að auðvelt er að prófa sig áfram með nýjar salattegundir,“ segir Guðríður. Vandasamt að fella tré Víða þarf að fella tré sem hafa vaxið hratt og eru farin að skyggja á sól eða útsýni. Guðríður segir vandasamt að fella tré og best sé að fá garðyrkjufræðinga til þess. „Þegar tréð er fellt er rótin eftir og keppist við að lifa áfram. Aspir og reynitré eru sérstaklega slæm hvað þetta varðar. Best er að fella þessi tré á vorin þegar þau eru að laufgast. Sígræn tré er hægt að fella hvenær sem er.“ Guðríður býr á elleftu hæð í fjöl- býlishúsi og hefur því ekki að stæður til að rækta mikið heima nema helst kryddjurtir. „Ég nota flúorljós- in undir eldhús- inn réttingunni fyrir kryddjurtirnar. Annars er ég með sumarbústaða- land og þar fæ ég útrás í garð yrkjunni. Þar er ég bæði að setja niður tré og rækta matjurtir,“ segir Guðríður. elin@frettabladid.is Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur býr á elleftu hæð og hefur því ekki tök á að rækta mikið heima nema kryddjurtir. Í sumarbústaðnum fær hún útrás í garðinum. FRETTABLADID/STEFÁN „Fólk er að missa sig í ræktuninni sem er frábært. Það er svo gaman að upplifa þennan áhuga, sérstaklega fyrir okkur sem höfum verið að predika garðyrkju í mörg ár. Vorverkin í gang fyrir græna fingur Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur segir að nú sé rétti tíminn til að sá fyrir kryddjurtum, klippa tré og snyrta runna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.