Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 65

Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 65
21 Styrkir til samgönguleiða Samkvæmt 25. gr. vegalaga nr. 80/2007 er heimilt í vegáætlun að ákveða fjárveitingu til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum. Vegagerðin auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samgönguleiða samkvæmt nefndri lagagrein og 4. gr. reglna nr. 1155/2011 um þetta efni. Umsókn um styrk skal senda til starfsstöðvar Vegagerðarinnar (Selfoss, Borgarnes, Akureyri, Reyðarfjörður) á því svæði þar sem viðkomandi framkvæmd er fyrirhuguð. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 15. apríl 2012. Nánari upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is ásamt umsóknareyðublaði. Til sölu er íslenskt/norskt byggingaverktakafélag sem starfar fyrir norsk fasteignafélög. Félagið hefur skapað sér gott orðspor í Noregi sem undirverktaki og er með fasta verksamninga. Um er að ræða smíði á timburhúsum á steyptum sökklum og eru íbúðir fullfrágengnar við afhendingu. Reksturinn hentar vel fyrir 3–4 samhenta smiði sem eru tilbúnir að skapa sér góðar tekjur með dugnaði. Félagið hefur mikla stækkunarmöguleika ef áhugi er fyrir hendi. Eingöngu traustir og áreiðanlegir aðilar koma til greina sem kaupendur. LÍTIÐ BYGGINGAVERKTAKAFÉLAG Í NOREGI TIL SÖLU Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið marsig@vortex.is Menningar- og ferðamálasvið Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins. Markmið Reykjavíkurborgar með útleigu Iðnó er að: • Iðnó verði opin og lifandi miðstöð menningarstarfs sem laði að sér breiðan hóp innlendra og erlendra gesta. • Allri starfsemi í húsinu verði hagað á þann veg sem hæfir merkri sögu þess, byggingagerð og staðsetningu í hjarta borgarinnar. Fyllsta tillit sé tekið til þessa í innréttingum, tæknibúnaði, rekstri og umgengni. • Skipuleggjendur menningarstarfs geti nýtt sér aðstöðuna á sanngjörnum kjörum. • Í húsinu geti farið fram veitingasala, samkomur og annað er styrki rekstrarforsendur hússins. Með umsókn bjóðenda skal fylgja lýsing á eftirfarandi: • Fyrirhugaðri menningarstarfsemi, reynsla umsækjanda af menningarstarfsemi, veitingarekstri og skyldum rekstri og leigufjárhæð. Nánari upplýsingar og gögn er að fá hjá: Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, netfang: utbod@reykjavik.is sími: 4111042 og 4111043. Skilafrestur umsókna er t.o.m. 16. apríl 2012, kl. 16:00. Umsóknir berist til: Þjónustuvers Reykjavíkurborgar, 1. hæð, Borgartúni 12 –14, 105 Reykjavík Merkt: 12773 – IÐNÓ. Sjá einnig vefslóðina: www.reykjavik.is/utbod IÐNÓ til leigu Viltu hefja nám í Áfengis- og vímuefnaráðgjöf ? Hjá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann starfa nú um 45 ráðgjafar við áfengis- og vímuefnameðferð á hinum ýmsu starfsstöðvum samtakanna: Sjúkrahúsinu Vogi að Stórhöfða, Reykjavík Búsetuúrræðið Viðarhöfða, Reykjavík Enduræfingarheimili SÁÁ Vík Kjalarnesi Endurhæfingarheimili SÁÁ Staðarfelli Dalasýslu Göngudeild SÁÁ Von Efstaleiti Reykjavík Göngudeild SÁÁ Akureyri Við viljum fjölga í þeim hópi og ætlum því að ráða nokkra ein- staklinga sem eru tilbúnir að vinna kvöld, nætur, og dagvaktir á Sjúkrahúsinu Vogi og á búsetuúrræðinu Viðarhöfða, samhliða því að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Um er að ræða áhugaverð störf, þar sem kennsla og starfsþjálfun fer fram samkvæmt reglugerð Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðu- neytis nr. 974/2006 Upplýsingar gefur Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi, sími 824 7600, eða netfang: thorarinn@saa.is Umsóknaeyðublöð fást hjá móttökuriturum á Sjúkrahúsinu Vogi. Umsóknir berist SÁÁ, Stórhöfða 45, 112 Reykjavík í síðasta lagi 15.mars n.k. Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2012-2013 Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til af- nota tímabilið 29. ágúst 2012 til 27. ágúst 2013. Allar nánari upplýsingar og sérstök umsóknar- eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (Fræðimannsíbúð). Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn. 6. mars nk. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í maí og júní ef næg þátttaka fæst: Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Í byggingagreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Í prentgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Í ljósmyndun í september – október. Umsóknarfrestur til 1. júlí. Í málmiðngreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur til 1. maí. Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur til 1. júní. Í snyrtigreinum í maí-júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Í bílgreinum í maí-júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Í hönnunar- og handverksgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyris- sjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfest- ingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2012. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni. Dagsetningar og nánari upplýsingar um prófin er að finna á www.idan.is. ÓSKAST TIL LEIGU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 15211 - Fullbúið skrifstofuhúsnæði óskast á leigu fyrir Hagstofu Íslands Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu viðbótar skrif- stofuhúsnæði fyrir Hagstofu Íslands. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til 3ja ára, með möguleika á framlengingu, að þeim tíma liðnum, um 2 ár, full- búið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu við Borgartún eða í næsta nágrenni, gott aðgengi og næg bílastæði. Æskilegt er að húsnæðið sé í um 5 mín. göngufjarlægð frá Borgartúni 21a, þar sem Hagstofa Íslands er til húsa. Húsrýmisþörfin er áætluð um 565 fermetrar og skiptist það í almennar skrifstofur og þjónusturými tengd þeim. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is mánudaginn, 27. febrúar, 2012. Fyrirspurnir varðandi verkefni 15211 (útboðsnúmer Ríkiskaupa) skulu sendar á netfangið www.utbod@ rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa. Fyrirspurnarfrestur rennur út 6. mars 2012, en svarfrestur vegna fyrirspurna er til og með 9. mars 2012. Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 13. mars 2012.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.