Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 78

Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 78
3. mars 2012 LAUGARDAGUR38 A llt er á yfirsnúningi í Listasafni Íslands þegar blaðamaður stingur inn nefinu daginn fyrir opnun yfirlitssýningar á verkum Rúríar. Allir sýningarsalir eru undir, iðnaðarmenn og starfs- fólk safnsins á þönum á milli þeirra. Þau gætu örugglega þegið nokkra sýningarsali í viðbót, ef það væri í boði. Verk Rúríar taka oftar en ekki plássið sitt og aldrei áður hafa svo mörg þeirra verið sýnd saman á einum stað. Það er varla að Rúrí hafi tíma fyrir viðtal, en einhvern tímann verða allir að setjast niður. Þá gefst færi á stuttu spjalli. Spurð um hvaða tilfinningar vakni, þegar hún lítur yfir sinn fjörutíu ára feril, hugsar hún sig stuttlega um. „Ég er sátt við mitt dagsverk,“ segir hún svo og bætir við. „Mér finnst ég hafa varið tíma mínum ágæt- lega í listina. Ég gæti ekki hugsað mér betri vinnu. Ég held það skipti máli fyrir hvern og einn að reyna að finna hvaða atvinna hentar honum best. Ég held það hafi heilmikið að gera með hamingju. En listin er líka krefjandi og eins og ég meðtek hana þarf að leggja sig allan fram við hana. Maður vill skila góðu verki frá sér, sem maður getur sjálfur verið sáttur við og vonandi hefur gildi fyrir aðra.“ Margslungin og flókin verk Það hefur líka tekið sinn tíma að undirbúa sýninguna, hvorki meira né minna en tvö ár. Þegar sextugsafmæli Rúríar nálgaðist þótti tími til kominn að draga saman listrænan feril hennar, sem spannar nær fjörutíu ár. Í fyrra leit fyrri afrakstur þeirra vinnu dagsins ljós, þegar yfirlitsbók um verk hennar kom út. „Elstu verkin hér á sýningunni eru alveg að verða fertug,“ segir Rúrí, bendir á mynd af einu elsta verki sýningarinnar og fer með ljóðrænan texta sem fylgir honum eftir minni. Það er greini- legt að henni þykir vænt um verk sín og gætir þeirra vel. Það er gott, því öðruvísi hefði vart verið mögu- legt að safna saman verkum hennar á eins skipulegan hátt og nú hefur verið gert. Mörg þeirra þurftu þó lagfæringa við áður en hægt var að setja þau upp, þar sem tíminn og önnur eyðileggjandi öfl hafa sett sitt mark á þau. Sýningarstjórinn og meðhöfundur Rúríar að bókinni hennar, Christian Schoen, kemur nú upp í lyftunni með gínu upp á arminn. Hún klæðist þjóðbúningi Rúríar, frá árinu 1974. Búningnum muna margir eftir, í það minnsta þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur. Christian staldrar við og lýsir því hvernig leiðir hans og Rúríar lágu saman. Hann kynntist verkum hennar fyrst þegar hún sýndi á Feneyjatvíæringnum fyrir Íslands hönd árið 2003. Hann segir hana í hópi mikilvægasta lista- manna Evrópu. „Eftir því sem ég kynnist verkum Rúríar betur sé ég hversu margslunginn og djúpur listamaður hún er. Það er engin leið að setja hana í einn ákveðinn flokk,“ segir hann og bætir við að hann vonist til þess að sýningin veki upp margar tilfinningar hjá gestum. Andrúmsloft sýningar- rýmanna sé ólíkt, í takti við marg- breytileika verka Rúríar. Ofbeldi á aldrei rétt á sér Í verkum sínum tekst Rúrí jafnan á við samtímann og þau málefni sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Hún notar dæmi úr fortíðinni, eða hugsan legri framtíð, til að skoða samtímann. Samband manns og náttúru er henni hugleikið og þar finnst henni ofbeldi of áberandi kraftur. „Ofbeldi finnst mér ekki eiga nokkurn rétt á sér, í hvaða mynd sem er. Hvorki ofbeldi gagn- vart einstaklingum, þjóðfélags- hópum né þjóðum, eða gagnvart náttúrunni. Ég legg það að vissu leyti að jöfnu. Vitur bóndi gætir þess að rækta og yrkja jörðina á þann hátt að hún nái að viðhalda sér. Í iðnaðarsamfélögum höfum við sagt skilið við þetta viðhorf og menn hafa tekið að rányrkja jörðina. Það er gríðarlega alvar- legt mál sem snertir ekki bara nútímann heldur alla framtíð mannsins á jörðinni. Við eigum enga framtíð nema á jörðinni, það er eins gott að við förum að átta okkur á því.“ Ég er sátt við mitt dagsverk Í næstum því fjörutíu ár hefur Rúrí skapað sín beittu og áhrifaríku listaverk. Hólmfríður Helga Sigurðar- dóttir ræddi við listakonuna skömmu fyrir opnun yfirlitssýningar á verkum hennar í Listasafni Íslands. VIÐ SAFN FRÁ 1987 „Hugsanlega munu fornleifafræðingar framtíðarinnar finna þessa kassa og það sem í þeim er verða einu sönnunargögnin um tilvist manna á jörðinni,,” segir Rúrí. Í kössunum eru mannvistarleifar úr nútímanum. RÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 TIL LEIGU Stórhöfði 22-30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.