Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 80
3. mars 2012 LAUGARDAGUR40 Ég þoli ekki helvítis Eagles! Eftirlætissöngvari mafíuforingjans Michael Corleone úr Guðföður-þríleiknum heldur tónleika í Hörpu í ágúst. Kjartan Guðmundsson kannaði hvaða tónlistarmenn hafa verið í uppáhaldi hjá fleiri þekktum kvikmyndapersónum í gegnum tíðina. Í þriðja hluta Guðföður-þríleiksins eftir Francis Ford Coppola kemur í ljós að glæpaforinginn illræmdi, Michael Corleone sem leikinn er af Al Pacino, kann vel að meta hjartaknúsarann Tony Bennett sem kemur einmitt fram í Hörpu í ágúst. Corleone kýs frekar að hlusta á Bennett en annan söngvara, fjölskylduvininn Johnny Fontane, en sú persóna byggir á Frank Sinatra og er ástæða þess að hinn eldri Corleone gerir kvikmyndaframleiðanda í Hollywood „tilboð sem hann getur ekki hafnað“ eins og frægt er orðið. Michael Corleone fílar Tony Bennett Jeffrey Lebowski úr Big Lebowski Coen-bræðra, sem leikinn er af Jeff Bridges, er forfallinn aðdáandi CCR og hlustar á lög þeirra við hvert tilefni, eða milli þess sem hann nýtur þess að hlýða á hvalahljóð og lýsingar á keiluleikjum. Að sama skapi hatar Lebowski Íslands- vinina í Eagles og er fyrir vikið hent út úr leigubíl á þjóðveginum. Jeff Lebowski fílar Creedence Clearwater Revival Patrick Bateman (Christian Bale), aðalpersónan í myndinni Amer- ican Psycho, hefur ekki aðeins áhuga á morðum, nauðgunum, limlestingum og mannáti heldur líka tónlist. Whitney Houston heitin er í sérstöku uppáhaldi hjá Bateman og telur hann meðal annars lagið Greatest Love of All „eitt besta og kraftmesta lag sem samið hefur verið um sjálfsverndun og virðingu“. Bateman er líka afar hrifinn af Phil Collins og Huey Lewis. Patrick Bateman fílar Whitney Houston Christiane F. úr Dýragarðs- börnunum, sannsögulegri mynd um nöturlegt lífefni barnungs heróínfíkils í Berlín á áttunda áratugnum, er mikill aðdáandi David Bowie, sem sjálfur bjó í borginni um árabil. Í myndinni kemur Bowie fram í tónleikaatriði, en hann gerði einnig tónlistina fyrir myndina. Christiane F. fílar David Bowie Óvenjulegi lögreglumaðurinn Serpico (Al Pacino) í sam- nefndri mynd (sem byggð er á sönnum atburðum) fer í taugarnar á samstarfs- mönnum sínum með því að vera heiðarlegur og þiggja ekki mútur, en líka með því að leyfa hári sínu að vaxa, drekka te og hlusta á kraftmikinn tenórsöng hins sænska Jussi Björling. Serpico fílar Jussi Björling Vivian Ward, hjartahlýja hóran í rómantísku gamanmyndinni Pretty Woman sem Julia Roberts leikur, fílar Prince og syngur risasmell- inn Kiss í baði. Í myndinni Jay & Silent Bob Strike Back eiga titil- persónurnar, sem leiknar eru af Jason Mewes og Kevin Smith, sér einungis eitt uppáhald í tónlist: Fönkpopparann Morris Day og hljómsveitina Time, sem störfuðu meðal annars náið með sjálfum Prince. Morris Day kemur fram í lok myndarinnar. Jay og Silent Bob fíla Morris Day og Time Wilson Phillips er eftir- lætissveit Lillian, bestu vinkonu aðalpersónunnar í grínmyndinni Brides- maids sem Maya Rudolph leikur. Í lok myndarinnar giftir Lillian sig og að sjálfsögðu leikur þríeykið smell sinn Hold On við það tilefni. Lillian úr Bridesmaids fílar Wilson Phillips Vivian Ward fílar Prince
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.