Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 82
3. mars 2012 LAUGARDAGUR42
B
ob Hanning var í júlí
árið 2005 ráðinn fram-
kvæmdastjóri hins
nýstofnaða handbolta-
liðs Füchse Berlin.
Það var klofið úr
Reinicken dorfer Füchse – rótgrónu
íþróttafélagi sem hefur verið starf-
andi í þýsku höfuðborginni síðan
1891. Hanning fékk það verkefni
að byggja upp sterkt lið sem hefði
þó ákveðin grunngildi að sjónar-
miði. Í dag, tæpum sjö árum síðar,
er Füchse Berlin orðið eitt sterkasta
handboltafélag heims og „Projekt
Berlin“ eða Berlínarverkefnið, eins
og það er kallað, dafnar vel.
Þjóðverjinn Jörn-Uwe Lommel
var þjálfari Füchse Berlin fyrstu
fjögur árin og kom hann liðinu upp
í þýsku úrvalsdeildina árið 2007.
Hann steig svo frá borði vorið 2009
og Hanning ákvað að leita til Dags
Sigurðssonar sem tók að sér þjálfun
liðsins.
Síðan þá hefur uppgangur liðsins
verið með ólíkindum. Füchse
Berlin er í öðru sæti þýsku úrvals-
deildarinnar, sterkustu deildar
heims, og komið í 16-liða úrslit
Meistara deildarinnar. Árangurinn
hefur komið handboltaheiminum í
opna skjöldu en Fréttablaðið settist
niður með þeim Degi og Hanning í
Berlín á dögunum og fór yfir þessa
mögnuðu sögu með þeim.
Íslenskt fjölskyldumynstur
„Við byrjuðum árið 2005, þegar við
vorum í B-deildinni. Við lítum á
okkur sem eina stóra fjölskylda með
íslensku mynstri – við trúum því að
það sé hægt að ná langt með lítið
á milli handanna,“ segir Hanning.
„Okkar hugsjón er að byggja liðið
upp á heimamönnum. Við viljum
gefa ungum leikmönnum tækifæri
til að spila með okkur, sérstaklega
þeim sem koma upp í gegnum okkar
starf í yngri flokkunum. Við viljum
vera eins góðir og við getum en ef
við lendum í sjötta, áttunda eða
tíunda sæti er það í góðu lagi líka.“
Það skal tekið fram að blaða-
maður ræddi við þá Dag og Hanning
hvorn í sínu lagi. Aðspurður segir
Dagur að Hanning sé aðal persónan
í sögu þessa unga félags. „Hann
þekkir þetta allt saman enda búinn
að vera lengi í bransanum. Hann
þjálfaði lengi sjálfur og starfaði
til að mynda sem aðstoðarþjálfari
Heiners Brand hjá þýska landsliðinu
og sem aðalþjálfari Hamburg. Eftir
að hann hætti hjá Hamburg ákvað
hann að gera eitthvað nýtt. Hann
kom til Berlínar og tók við stöðu
framkvæmdastjóra hjá liði sem var
að falla úr B-deildinni. Hann fékk
þjálfara og leikmenn sem náðu að
halda liðinu uppi og koma því svo
upp í úrvalsdeildina stuttu síðar.“
Ætlaði ekki aftur út
Dagur segir að samstarf þeirra
Hannings og Lommels hafi ekki
gengið að óskum og því hafi sá
fyrrnefndi ákveðið að finna nýjan
þjálfara. „Hann ákvað að fá nýtt
blóð. Hann var búinn að fylgjast
lengi með mér en við kynntumst
fyrst þegar ég var að fara sem leik-
maður frá Wuppertal árið 2000.
Eftir það fylgdist hann með mér
bæði í Japan og Austurríki.“
Dagur var í fjögur ár hjá austur-
ríska félaginu Bregenz sem spilandi
þjálfari en hætti árið 2007. Þá
fluttist hann heim til Íslands ásamt
fjölskyldu sinni og tók að sér stöðu
framkvæmdastjóra Vals. Árið 2008
var hann ráðinn landsliðsþjálfari
Austurríkis en bjó áfram á Íslandi.
Ári síðar hafði Bob Hanning
samband.
„Ég veit ekki af hverju hann hafði
samband. Ég var kominn heim og
ekki að velta því fyrir mér að flytja
aftur út,“ segir Dagur. „Þegar við
bjuggum í Bregenz sagði ég við
Ingibjörgu, konuna mína, að ég
hefði í raun ekki áhuga að þjálfa í
Þýskalandi nema annað hvort eitt
af sex bestu liðunum eða þá félagið
í Berlín. Þetta sagði ég án þess að
eitthvað annað lægi þar að baki. Það
var ekkert sem benti til þess að ég
myndi fá tilboð frá Füchse Berlin.“
Dagur er eins og íslenskt eldfjall
Ég spurði Bob Hanning af hverju
hann hafi sótt sér þjálfara sem var
fluttur til Íslands og aldrei þjálfað
í Þýskalandi áður. Hanning brosti.
„Ég hafði fylgst vel með Dagi, allt
frá því að hann spilaði með Wupper-
tal,“ segir hann. „Og þó svo að hann
hafi ekki þjálfað áður í Þýskalandi
bjó hann yfir mikilli alþjóðlegri
reynslu sem leikmaður í Þýska-
landi, Japan og Austurríki auk þess
sem hann hafði náð góðum árangri
sem þjálfari í Austurríki. Dagur er
reyndur handboltamaður.“
En það var meira sem bjó að baki,
segir Hanning. „Ég vildi fá annað
hvort þjálfara frá Þýskalandi eða
Skandinavíu. Ég var að leita að
þjálfara sem passaði að okkar hug-
myndum – þjálfara sem vildi vinna
með ungu fólki og taka þátt í að
byggja upp öflugt félag. Það var
ekki erfitt að koma auga á þessa eig-
inleika í Degi. Í honum endurspegl-
ast allt það sem okkur finnst mikil-
vægast og ég trúi því að hann hafi
vaxið með okkur og þróast sem þjálf-
ari á þessum árum. Hann er líka til-
búinn að bæta sig á hverjum degi.“
Hanning kom því til Íslands til
að funda með Degi. „Við töluðum
saman í bílferðinni frá flug vellinum
til Reykjavíkur. Ég þurfti ekki að
heyra meira og hefði þess vegna
getað snúið strax aftur við. Ég
vissi að Dagur væri sá þjálfari sem
hentaði félaginu einmitt á þessum
tímapunkti. Dagur á stóran þátt í
góðu gengi okkar. Hann er eins og
íslenskt eldfjall en samt einnig yfir-
vegaður og íhugull. Hann vill alltaf
meira og er reiðubúinn til að fara út
fyrir þægindasvið sitt.“
Enginn mikilvægari en félagið
Füchse Berlin kom öllum að óvörum
með því að ná þriðja sæti í fyrra, á
eftir stórliðum Hamburg og Kiel en á
undan liðum á borð við Rhein-Neck-
ar Löwen og Flensburg. Hafi einhver
átt von á því að árangurinn væri
blaðra sem myndi svo springa á end-
anum hefur annað komið á daginn.
„Það er engin ein ástæða fyrir
þessari velgengni,“ segir Hanning.
„Það sem mestu skiptir er að allir
sem koma að verkefninu gefa eitt-
hvað af sér. Enginn er mikilvæg-
ari en félagið og verkefnið. Það er
mikil vægast. Við erum með góðan
þjálfara, öflugan fyrirliða og sam-
stilltan leikmannahóp sem vinnur
ötullega að því að ná sínum mark-
miðum.“
Leikmenn Füchse Berlin eru ekki
þeir launahæstu í deildinni enda
séð til þess að félagið eyði aldrei
um efni fram. „Við hugsum vel
um okkar leikmenn. Við borgum
launin alltaf á réttum tíma og það
hefur aldrei brugðist. Við reynum
að skapa umhverfi þar sem leik-
mönnum og fjölskyldum þeirra líður
vel. Við viljum að leikmenn taki þátt
í verkefninu okkar af lífi og sál og
það er einmitt það sem þeir gera.“
Og það er enginn vafi á því að
Degi líður vel í höfuðborginni.
„Þetta hefur allt saman verið vonum
framar,“ segir Dagur. „Ég hélt að
það yrði flóknara ferli að starfa
fyrir svo stóran klúbb og að ég yrði
með allt dæmið yfir mér. En boð-
leiðirnar eru skýrar – ég sé um allt
það sem snýr að íþróttinni og fram-
kvæmdastjórinn um allt annað.
Þetta gæti í raun ekki verið ein-
faldara og stjórnin treystir okkur
mjög vel fyrir þessu.“
Lifum drauminn
Flestir íþróttamenn vilja ná árangri
í sinni grein og mætti ætla að mark-
miðið hjá liði eins og Füchse Berlin,
sem er í öðru sæti sinnar deildar,
væri að komast í fyrsta sæti. En svo
einfalt er það ekki. „Mitt markmið
hér í Berlín er ekki að verða best-
ur,“ segir Dagur og í því kristallast
hugsjón félagsins. „Ekki að ég verði
besti þjálfarinn og við verðum besti
klúbburinn. Ég vil að Füchse Berlin
verði flottasti klúbburinn í Þýska-
landi. Um það snýst mín vinna.
Ég vil að við búum til okkar eigin
leikmenn, liðið verði með flottustu
aðstöðuna og flottustu umgjörðina.
Það er jafn mikil ánægja sem felst
í því og verða meistari.“
Dagur myndi þó ekki fúlsa við
titlunum. „Auðvitað langar mig
líka að vinna titla – það er enginn
vafi á því. En ég vil standa mig sem
best og það yrði ekkert betra en að
Füchse Berlin yrði flottasta félagið
í Þýskalandi.“
Ég spurði Hanning að því sama
– hvort það væri ekki draumur
hans að verða Þýskalandsmeist-
ari – eða jafnvel Evrópumeistari.
„Það var draumur fyrir okkur að
komast upp í þýsku úrvalsdeildina.
Það var draumur að festa félagið í
sessi í keppni þeirra bestu og spila
fyrir fullri höll, leik eftir leik. Og
þennan draum fáum við að upplifa
í hverri viku. Við erum lítið félag
– fjár hagur okkar er 40 prósent á
við fjárhag stóru félaganna – Kiel,
Hamburg og Rhein-Neckar Löwen.
En samt stöndum við framar Hamb-
urg og Rhein-Neckar Löwen í dag.
Hvað er hægt að biðja um meira?“
Ég vil að við búum til okkar eigin leikmenn og að liðið
verði með flottustu aðstöðuna og flottustu umgjörðina.
Það er jafn mikil ánægja sem felst í því og verða meistari.
Berlínarverkefnið dafnar vel
Dagur Sigurðsson þjálfari og Bob Hanning framkvæmdastjóri eru höfuðpersónur í þýska handknattleiksfélaginu Füchse
Berlin. Félagið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og er í dag eitt það besta í gjörvallri Evrópu – þó svo að þeir sjálfir
hafi það ekki að markmiði að verða bestir. Eiríkur Stefán Ásgeirsson ræddi við þá Dag og Hanning um „Projekt Berlin“.
ÓLÍKIR EN NÁ VEL SAMAN
Bob Hanning, framkvæmda-
stjóri Füchse Berlin, og
Dagur Sigurðsson þjálfari.
Árangur liðsins undir þeirra
stjórn er með ólíkindum.
NORDIC PHOTOS/GETTY
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
85
36
0
2/
12
Lægra
verð
í Lyfju
Voltaren dolo 25 mg
15%
afsláttur
Tilboðið gildir til 5. mars.