Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 84
3. mars 2012 LAUGARDAGUR44
Krossgáta
Lárétt
1. Bönd sem auðvelda þér að hafa hemil á því
sem þú etur? (12)
6. Eldfugl rís úr henni og yrkir stöku um ós (7)
11. Regnblanda er rétt svar (7)
13. Ekki færri en vargar á dellu (8)
14. Það hafa orðið tímamót,
áttarðu þig á því? (8)
15. Hér er lýst kærleikum fólks á
Kvíabryggju (11)
17. Elti tungl til næstu bæja fyrir yrkinguna um
nýjabrumið í sveitinni (15)
18. Þessir hjólbarðar snúa öfugt (4)
19. Bæði fljót og fær og bara æðisleg (6)
20. Féll firnavís í pytt sem náði ekki í nára (9)
22. Eldaði þessi kjánalegi kokkur án klæða? (9)
24. Flumbrugangur fyrir klaka og krydd (4)
26. Lærðu um auðlindanýtingu eins
og vera ber (8)
28. Hreinar línur: Skíriskógur á Íslandi? (8)
30. Fæst garðagæfa gegn veði í gaddavír? (11)
32. Klakastrá innan í grýlukertinu (9)
35. Dætur erfðu ekkert (8)
36. Ferskt form þoli landnyrðinginn og
frumframleiðsluna (11)
37. Baulubolir fást m.a. með svarthvítu, rauðu
og skjöldóttu munstri (10)
38. Óli fór með Vísi í laufskálann (11)
39. Göslast uppá ísinn eftir útungun (7)
Lóðrétt
1. Æðisgengin stemning á Tregaströnd (9)
2. Rasslopi dugar vel til veiða (7)
3. Græjuveggur Eggerts Ó er í
160 hlutum (13)
4. Lengja mynd (4)
5. Gullstaur ber minnstan þunga (8)
7. Bjórlummubækur eru þjóðargersemi (12)
8. Oj, strákaslagur um saltbelg fullan
af nitri (12)
9. Hræðsla verndar, segja þeir sem hræða (9)
10. Mokstur í grænan voginn (8)
12. Meiri barningurinn, kveður steinbarnið (13)
16. Hér stoppa stefin, segja reglurnar (7)
19. Kjánatal eða merkilegt samskiptakerfi? (7)
21. Hljóða vaktin á lönguföstu (11)
22. Þetta svín er alltaf í steik en
ódrepandi samt (9)
23. Bubbi og Tolli sungu þetta í byltingunni (9)
25. Hálfgert óheiðursmerki er ástæða
þessara svívirðinga (10)
27. Dæmdur vegna fjölda smáglæpa sem hver
um sig nær varla máli (9)
29. Má ég kynna miklimennið kunna: Nóa (8)
31. Öfugt dansar Anna ræl, vegna fótanna
að hluta til (7)
33. Fljót að neita mér, þessi gyðja (6)
34. Hin ausa ljúflega (6)
L O F T -
K A S T A L A R
Vegleg verðlaun
Lausnarorð
Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist nokkuð sem
einum þykir hnossgæti en öðrum ekki. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 7. mars
næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „3. mars“.
Lausnarorð síðustu viku var
loftkastalar.
Vikulega er dregið er úr
innsendum lausnarorðum
og fær vinningshafi eintak
af bókinni Svartur á leik
frá Forlaginu. Vinningshafi
síðustu viku var Hjörtur
Aðalsteinsson, Selfossi.
1 2 3 4 5 6 7 8 9
10
11 12 13
14 15
16
17 18
19 20
21
22 23 24 25
26 27
28 29
30 31
32 33 34
35
36
37
38 39
A U Ð S Ó T T S T U N D A R H Á T T
D K A Í N Í A U F
A M L Ó Ð U N U M D Á V A L D A N N A
M L M R R A L G G
S K R A F H R E I F I N N A U A
E S A T Ð I N N L I T I Ð
P R J Ó N L E S I Ð N D A I
L K D N U N D I R S K Á L
I Ð U N N I A N N A R O Ó I A
G E A Á T Ö K U M A Ð U R
M Á L A K U N N Á T T U K A M
A U T D T B U R S
Í S A V T J Ö R N E S V I T I
S Ú P E R M A Ð U R R N Á A
T E D R E I N V I S T F
J Ú G G A N A Y E T O L L A
A I N L Y F J A R I S U M A
R L S A U K Á R Æ Ð A
N Ú L L A Ð U N L L I
A R S Ó L A R L A N D A F E R Ð
Á þessum degi fyrir réttu 21 ári, hinn
3. mars árið 1991,
var Rodney King, 25
ára gömlum blökku-
manni, misþyrmt af
hópi lögregluþjóna í Los
Angeles. Árásin náðist
á myndband og olli
gríðarlegri reiði meðal
almennings.
Forsaga málsins er
sú að King, sem var á
skilorði vegna búðar-
ráns tveimur árum áður,
varð uppvís að hrað-
akstri skömmu eftir
miðnætti. Í stað þess að
verða við tilmælum lög-
reglu reyndi King að
komast undan, en hann sagðist síðar hafa verið hræddur um að verða
fangelsaður á ný, þar sem hann var undir áhrifum áfengis.
Eltingarleikurinn magnaðist og fleiri lögreglubílar og þyrla bættust
við eftirförina.
Þegar King stöðvaði bílinn loks voru tveir samferðamenn hans hand-
teknir án vandkvæða, en hann var sjálfur með látalæti og neitaði til
dæmis að leggjast flatur á jörðina. Fjórir lögreglumenn nálguðust King
og hugðust taka hann höndum, en eftir að King streittist á móti varð
fjandinn laus. Einn lögregluþjónanna skaut hann tvisvar með rafbyssu
og féll hann í jörðina við það. Í framhaldinu börðu þeir King ítrekað,
alls 56 sinnum, svo að hann hlaut af alvarleg meiðsli. Hann hlaut brot á
fótlegg og höfuðkúpu og beið varanlegan skaða á heila og nýrum.
Nágranni náði atvikinu á myndband sem sýndi aðfarir lögreglu-
mannanna með skýrum hætti.
Þeir voru ákærðir fyrir líkamsárás, en voru sýknaðir fyrir rétti í
aprílmánuði. Tíu kviðdómendur af tólf voru hvítir og hvorugur hinna
tveggja var blökkumaður.
Sýknanirnar ollu mikilli reiði og furðu sem mögnuðust upp í miklar
óeirðir á götum Los Angeles þar sem á sjötta tug manna létust í þriggja
daga vargöld.
King kom sjálfur fram á þriðja degi og hvatti til friðar. Þar lét hann
hin fleygu orð falla: „Can we all get along?“
Tveir lögreglumannanna voru síðar dæmdir í alríkisrétti til 30
mánaða fangelsis.
King hefur átt við erfiðleika að etja allt upp frá þessu og hefur marg-
oft komist í kast við lögin, jafnan vegna áfengisneyslu.
Hann hefur oft tekið þátt í raunveruleikasjónvarpsþáttum þar sem
hann hefur barist við áfengissýki, en honum hefur gengið illa að halda
sér á beinu brautinni. Síðast fréttist af honum í fyrrasumar þar sem
hann var stöðvaður fyrir ölvunarakstur. - þj
Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1991
Hópur hvítra lögregluþjóna
misþyrmir Rodney King
Lögregluofbeldi gegn blökkumanni vekur mikla athygli og varpar ljósi á
undirliggjandi ólgu vegna kynþáttamála í bandarísku samfélagi.
MISÞYRMT Lögreglumennirnir fjórir sem börðu King
voru sýknaðir, en tveir þeirra voru svo sakfelldir fyrir
alríkisdómi. King hefur aldrei komið lífi sínu á réttan
kjöl eftir atvikið.
Söngvar
um alfaraveginn og sjálfan mig
eftir Walt Whitman
Hallberg Hallmundsson sneri á íslensku
Í þessari bók eru allar þýðing-
ar sem Hallberg gerði á ljóðum
Whitmans, meðal annars „Síð-
ast þegar dísarunnar blómstr-
uðu í hlaðvarpanum“, „Ég heyri
Ameríku syngja“, „Til hans
sem krossfestur var“ og fleiri
ljóð“
-------------------
Þegar bókaútgáfan Bjartur gaf út þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar á „Söngnum um sjálfan mig“, hætti
Hallberg við að gefa út sína þýðingu þrátt fyrir að hún
væri tilbúin til prentunar. Nú loks gefst ljóðaunnendum
tækifæri til að bera saman þessar öndvegisþýðingar.
Rétt fyrir andlát sitt í janúar 2011 bað Hallberg ætt-
ingja sína um að koma þeim ljóðaþýðingum hans á
prent sem tilbúnar voru í tölvunni hans. Næsta bók
sem kemur út fljótlega af þýðingum Hallbergs er
meistarverk Edgar Lee Masters „Spoon River Anthology“.
Dreifing: JPV.
Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum