Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 86
timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er með margvíslegu móti veittu okkur stuðning og sýndu okkur samúð og vinarhug með blómum, skeytum, samúðarkortum og gjöfum við fráfall Ástu Bjarnadóttur Strikinu 2, Garðabæ. Sérstakar þakkir eru hér fluttar Jóni Hrafnkelssyni, lækni, hjúkrunarfræðingum hjá Karitas og starfsliði Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, er önnuðust hana með miklum kærleikshug í veikindum hennar. Blessun Guðs fylgi ykkur öllum. Guðmundur Þorsteinsson og fjölskylda. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Kristín Helgadóttir Brekkubæ 3, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, miðviku- daginn 29. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Logi Helgason O. Stefanía Helgadóttir Bergþór Engilbertsson Bryndís Helgadóttir Jón Tryggvi Helgason Hrönn Ísleifsdóttir Helgi Þór Helgason Soffía Jónsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru dóttur, systur, mágkonu og frænku, Vilhelmínu Guðmundsdóttur Sléttuvegi 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heimahlynningar og heima- hjúkrunar að Sléttuvegi 7, Oddshúsi. Einnig til starfs- fólks Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Guðmundur Ottósson Anna Þóra Sigurþórsdóttir Grétar Karlsson Ólöf Ólafsdóttir og frændsystkini. Ástkær bróðir, mágur og frændi, Ómar Már Magnússon vélfræðingur, Fífumóa 3c, Reykjanesbæ, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 23. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Innri Njarðvíkurkirkju 5. mars kl. 11.00. J. Rúnar Magnússon Andrea K. Guðmundsdóttir Ólafur S. Magnússon Sólbjörg Hilmarsdóttir Viðar Magnússon Emelía Bára Jónsdóttir frændsystkini. Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu okkur sýnda við andlát og útför eiginmanns míns, föður og afa, Hilmars Björnssonar Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu í Kópavogi fyrir hjálpina sl. mánuði. Marie Bögeskov Emilía María Hilmarsdóttir Björn Elíasson Björn Bögeskov Hilmarsson Ólöf Ævarsdóttir Hjördís Hilmarsdóttir Tryggvi R. Guðmundsson Hilmar, Rakel, Anton, María, Kristbjörg, Elísa og Guðrún. Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför okkar ást- kæra eiginmanns, föður, sonar, bróður, tengdasonar, barnabarns og frænda sem lést af slysförum þann 12. janúar 2012. Óskar Páll Daníelsson Berjavöllum 4, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við lögreglu, björgunarsveitar- fólki, starfsfólki gjörgæsludeildar E6 Fossvogi og starfsfólki Logalands. Elísabet Anna Kolbeinsdóttir Eva Viktoría Herdís Hjörleifsdóttir Daniel Dieter Meyer Ingunn Ólafsdóttir Kolbeinn Sigurðsson Guðrún Erla Gunnarsdóttir Friðrik Daníelsson Matthildur Ragnarsdóttir Bergsteinn Daníelsson Hafdís Maggý Magnúsdóttir Hjörleifur Guðbjörn Bergsteinsson og aðrir aðstandendur. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hafsteinn Sigurðsson Silfurgötu 11, Stykkishólmi, lést fimmtudaginn 1. mars. Sigrún Ársælsdóttir Hafrún Brá Hafsteinsdóttir Jón Elvar Hafsteinsson Jóhanna Ósk Eiríksdóttir Kristín, Heiða, Hafsteinn og Kristofer Dean Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs sonar, föður, tengda- föður og afa, Halldórs Fannars tannlæknis, Háteigsvegi 20, Reykjavík. Hanna Aðalsteinsdóttir Soffía D. Halldórsdóttir Daði Friðriksson Halla D. Halldórsdóttir Bjarni Adolfsson Halldór Fannar Halldórsson Róbert Fannar Halldórsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og stjúpmóðir, amma og langamma, Ólöf Jóhanna Vilhjálmsdóttir (Lóló) Álfheimum 46, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 27. febrúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 6. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakk- aðir en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustuna Karitas. Garðar Jónsson Jóhannes Ágústsson Elísabet Guðmundsdóttir Ragna Ágústsdóttir Aðalsteinn Bernharðsson Guðmundur Ágústsson Sigríður Sigurðardóttir Berglind Garðarsdóttir Þórarinn Gunnarsson Sigfús Garðarsson Kristjana Kristjánsdóttir Ástríður Garðarsdóttir Bára Garðarsdóttir Einar Páll Garðarsson Sigríður Oddný Hrólfsdóttir Margrét Ríkharðsdóttir Egill H. Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hermanns Ólafs Guðnasonar. Starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík, færum við sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Elsa P. Níelsdóttir Ólöf Dóra Hermannsdóttir Ragnhildur Hermannsdóttir Hjörtur Pálsson Erlendur N. Hermannsson Anna María Grétarsdóttir Jóhann Gísli Hermannsson Kristín Björg Óskarsdóttir Erla Ósk Hermannsdóttir Gunnar S. Gottskálksson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Friðrik Erlingsson er tiltölulega nývaknaður þegar hringt er í hann að morgni dags vegna viðtals í tilefni fimmtugs- afmælisins. Kveðst hafa vakað fram eftir kvöldið áður, verið á æfingu í Þjóðleikhúsinu og keyrt heim til sín austur á Hvols- völl á eftir. Hvað er hann að gera á Hvolsvelli? „Nú bý ég á blaðsíðu eitt í Njálu,“ svarar hann kampakátur. „Er búinn að vera hér með minni konu í fjögur, fimm ár. Hún heitir Kristín Þórðardóttir og er fulltrúi sýslumanns á Hvolsvelli og hrossa- ræktandi.“ Sjálfur kveðst hann ekki telja sig hestamann þó hann hafi gaman af að skreppa á bak. En honum þykir tungu- takið heillandi sem konan hans og aðrir hestamenn nota þegar þeir byrja að tala um hross. „Ég verð allur ein eyru,“ segir hann hlæjandi. Friðrik er orðsins listamaður og fæst bæði við skáldskap og þýðingar. Ástæða þess að hann var á æfingu í Þjóðleik- húsinu er sú að hann vann þýðinguna á Vesalingunum fyrir þá uppfærslu sem verður frumsýnd í kvöld. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég þýði svona stórt verk fyrir svið. Ég hef gert þó nokkuð af söngtextum fyrir hina og þessa, þannig að ég telst vera textahöfundur, en Vesalingarnir eru sérstakt verk, allt sungið við stórkostlega tónlist sem textinn þarf að falla vel að. Það var mikið ævintýri að taka þátt í þessu verkefni og ég naut þess í botn.“ Friðrik kveðst hafa vaxið upp í Vesturbænum í Reykjavík, ansi víða. „Ég er alinn upp af móður minni og ömmu og staðan var þannig hjá okkur að við fluttum um það bil einu sinni á ári. Þær mæðgur stilltu flutningana samt þannig af að ég var í sama hverfinu alla mína grunnskólatíð. Það kom sér vel og mér þykir vænt um Vesturbæinn,“ lýsir hann. Kveðst samt hafa leitað út á landsbyggðina á fullorðinsárum og átt heima á Eyrarbakka um hríð í húsi sem föðurfjölskylda hans eigi. „Mér finnst þægilegra að búa á Íslandi en í Reykjavík!“ segir hann. „Þar er svo fínt næði til að skrifa.“ Meðal nýlegra þýðinga Friðriks eru styttar endursagnir á heimsbókmenntunum fyrir Námsgagnastofnun, Baskerville- hundinum, Drakúla, Rómeó og Júlíu og fleiri slíkum. „Ég hef orðið var við að drengir sem hafa kannski átt í erfiðleikum með lestur hafa hellt sér í þessar bækur og viljað fá meira,“ segir hann. Sjálfur á hann tvo drengi, fimm ára og þriggja. „Við feðgar lesum heilmikið saman. Eldri sonurinn er aðeins byrjaður að lesa sjálfur og er reyndar mjög duglegur. Ég vona að sá áhugi endist.“ Í lokin, skyldi Friðrik ætla að halda upp á afmælið? „Ég er svo heppinn að frumsýningin á Vesalingunum er í kvöld og ég slepp við að kaupa áfengi eða leigja sal því ég fæ frum- sýningarpartí sem gengur inn í afmælisdaginn minn. Vinir mínir og vandamenn þurfa svo ekkert að stressa sig á þessari dagsetningu því nú hefst afmælisárið og þeir hafa 365 daga til þess að gleðja mig með einhverjum hætti!“ gun@frettabladid.is FRIÐRIK ERLINGSSON RITHÖFUNDUR: ER FIMMTUGUR Á MORGUN Býr á blaðsíðu eitt í Njálu ÞÝÐANDINN „Ég er svo heppinn að frumsýningin á Vesalingunum er í kvöld og ég slepp við að kaupa áfengi eða leigja sal því ég fæ frum- sýningarpartý sem gengur inn í afmælisdaginn minn,“ segir Friðrik Erlingsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.