Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 90

Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 90
3. mars 2012 LAUGARDAGUR50 Hvenær kepptir þú fyrst í hlaupi? Ég fór að keppa reglulega í götuhlaupum þegar ég var níu ára en byrjaði ekki að æfa hlaup fyrr en ég var fimmtán ára. En fyrsta götuhlaupinu tók ég þátt í þegar ég var nýfarinn að ganga. Býst samt við að mamma og pabbi hafi hjálpað mér mestan hluta leiðarinnar. Af hverju urðu langhlaup fyrir valinu? Ég byrjaði að safna verðlauna- peningum og var þess vegna dugleg- ur að taka þátt í götuhlaupum með foreldrunum. Þegar ég var fjórtán, fimmtán ára var ég farinn að hlaupa á fínum tímum svo mér var boðið á æfingu hjá frjálsíþróttafélagi og hef ekki snúið til baka síðan. Hvað er skemmtilegast við langhlaup? Mér finnst frábær tilfinning og mikið frelsi að geta hlaupið langt og hratt án þess að þreytast mikið og mér líður alltaf jafn vel eftir æfingar. Svo á ég marga góða vini í hlaupunum og þykir fátt skemmtilegra en að fara í keppnis- og æfingaferðir. Um hvað hugsar þú á sprettinum? Um allt milli himins og jarðar en allar mínar hugsanir á hlaupum eiga það sameiginlegt að vera jákvæðar. Ég hlusta mikið á tónlist og á það til að gleyma mér alveg í dagdraumum. Í hvernig veðri finnst þér best að hlaupa. Mér dettur fyrst í hug sól, logn og 20 stiga hiti. Samt finnst mér fjöl- breytnin mikilvæg og tel mér trú um að þær erfiðu aðstæður sem íslenskt veður far býður upp á styrki mig sem hlaupara. Ég læt veðrið aldrei stoppa mig en ef mikil hálka er neyðist ég til að flýja inn á hlaupabretti hvernig sem veðrið er. Hvert er skemmtilegasta hlaupið þitt? Fyrsta maraþonið mitt sem ég hljóp síðasta haust. Mér tókst að ná Ólympíu- lágmarki og slá Íslandsmetið og það var því ólýsanleg tilfinning hlaupa í gegnum marklínuna eftir rúma 42 kílómetra, gjörsamlega búinn á því. Áttu f leiri áhugamál? Já, frekar týpísk eins og ferða- lög, vini, útivist, bíó myndir, armbandsúr og íþróttir. Mér finnst mikilvægt að lífið snúist ekki allt um hlaup heldur sé gott jafn- vægi milli félagslífs, íþrótta og annarra þátta í lífi mínu. Hvaða leikföng lékstu þér helst með þegar þú varst lítill? Ég lék mér nánast öllum stundum með körfubolta og fót- bolta hvort sem ég var einn eða með vinum. Ég var líka mikið fyrir að taka tímann á tölvuúr og skrifaði metin mín í hlaupum og þrautum í bók. Svo kepptist ég við að bæta öll þessi met. Hvaða matur er í uppáhaldi? Ég er mikill sælkeri þegar kemur að mat og á það til að hlusta oftar á magann en skyn- semina en það er eitthvað sem ég er að vinna í. Hvers biður þú þegar þú ferð með bænirnar þínar á kvöldin? Ég er lítið fyrir að biðja um hluti heldur reyni að hafa trú á sjálfum mér. Því geri ég allt sem ég tel þurfa til að hámarka líkurnar á að draumar mínir rætist. - gun krakkar@frettabladid.is 50 Mér finnst mikið frelsi að geta hlaupið langt og hratt án þess að þreytast mikið. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Sonurinn: „Ég held að kennarann sé farið að gruna að þú hjálpir mér með stíl- ana.“ Faðirinn: „Af hverju heldurðu það?“ Sonurinn: „Hann segist ekki trúa því að ég geti skrifað svona mikla vitleysu hjálpar- laust.“ Hvað var erfiðasta starfið á steinöld? Að bera út blöðin. Tommi litli situr við morgun- verðarborðið með föður sínum. Faðirinn: „Dreymdi þig eitt- hvað í nótt?“ Tommi svarar ekki en brosir. Faðirinn: „Viltu ekki segja mér hvað þig dreymdi?“ Tommi: „Láttu ekki svona pabbi, þú varst með mér.“ Það er ekkert mál að búa til fingra- málningu heima í eld- húsi. Meira að segja málningu sem ekki er hættulegt að smakka dálítið á. Þetta þarftu að nota: 3 matskeiðar sykur ½ teskeið salt ½ bolli maísmjöl 2 bollar vatn Matarlit Blandaðu þessu öllu saman í litlum potti. Fáðu svo hjálp við að hita blönduna á hellu og hrærðu varlega í, alveg þangað til að blandan er orðin nægilega þykk. Næst skaltu leyfa blönd- unni að kólna. Þegar hún er orðin köld skiptir þú henni í nokkrar litlar krukkur og bætir matarlit út í hverja þeirra. Svona getur þú búið til alla þá regnbogans liti sem þér þykja fal- legastir. Fingramálning úr eldhúsinu heima Ef þig langar til að mála en átt enga málningu skaltu bara búa hana til sjálfur. Það er ekkert mál. MYND/GETTY LÆT VEÐRIÐ ALDREI STOPPA MIG Í AÐ HLAUPA Kári Steinn Karlsson tók þátt í sínu fyrsta götuhlaupi þegar hann var nýbyrjaður að ganga. Nú er hann 25 ára og hleypur maraþon á Ítalíu um helgina en í sumar hyggst hann keppa á Ólympíuleikunum í London. „Ég lék mér nánast öllum stundum með körfubolta og fótbolta hvort sem ég var einn eða með öðrum,“ segir Kári Steinn þegar hann rifjar upp æskuna. Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. Á HEIMASÍÐU LEGO, WWW.LEGO.COM, er að finna marga skemmtilega leiki sem börn á öllum aldri geta auðveldlega gleymt sér í.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.